Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.03.1939, Blaðsíða 5
I? A L K I N N Keldur á Rangárvöllum. þó það væri þúsund sinhum liæf<- ara“. En þó að einstakir menn hafi lært sund, og þá einkum skólapiltar, þá eru eftir sem áður mjög fáir sem kunna sund. í heilum bygðalögum og hjeruð- um er ekki einn einasti maður syndur. Til eru margar sóknalýsingar frá fvrri hluta aldarinnar og l'ram á hana miðja, er sýna það glögt, hve það má heita með undantekningum, ef menn kunna sund, þó að altaf finnist hins- vegar einstakir góðir sundmenn. Páll Erlinf/sson. Ágætur sundmaður um miðja Öldina var Glímu-Gestur eða Sund-Gestur, er ættaður var úr Víðidal í Húnaþingi. Ef til vill liefur hann íært sund lijá Jóni Þorlákssyni Kjærnested, er hann kendi sund þar árið 182Ö. Það er sagt að Gestur liafi synt úr Engey til Reykjavíkur; aðrir segja þó milli Viðevjar og Reykjavíkur. Annars telur Páll Melsted, að Árni Thorlacíus, úr Stvkkis- hólmi, hafi verið langmestur sundmaður á íslandi um langl skeið. Árni liafði lært sund er- lendis og hlotið þar verðlaun fyrir sundafrek. Þúsund ára afmæli Islands- býgðar minti á forna frægð, sem illa var gengið: „Því er feðranna frægð fallin i gleymsku og dá?“ Það er eins og votti fyrir á- lmga um þær mundir að endur- vekja sundíþróttina. Maður einn í Eyjafirði, Jónas Jónsson að nafni, skrifar i Norðanfara og kennir sund i Eyjafirði, og nnm liafa orðið nokkur árangur af starfi hans þar í hjeraðinu. En merkilegri atburður í sögu sundíþróttarinnar hjer á landi er það, þegar Björn L. Blöndal byrjar sundkenslu í laugunum við Reykjavík 1884, því að þar hefur síðan verið miðstöð sund- kenslunnar á íslandi fram til þessa. 1. okí 1884 er stofnað sund- fjelag í Reykjavík , í þvi skyni að halda uppi stöðugri sund- kenslu í laugunum lijá Laugar- nesi og efía sundkunnáttu Is- lendinga eftir megni". Þannig er komist að orði í þeirri stefnuskrá er fjelagið setti sjer. 100 manns gengu í Sundfjelagið á stofn- fundi, og rúmu ári seinna eru fjelagarnir orðnir tvö hundruð, svo að áhugi virðisí ekki lítill, þegar litið er til þess hve Reykja- vík var þá lítill bær. Fjelagið hjelt uppi sund- kenslu á hverju sumri og 1880 eru hygðir sundklefar hjá laug- unum. En nú varð óhamingju sunds- ins á íslandi það að vopni, að sundkennarinn Björn Blöndal druknaði. Og segir sig sjálft livaða afleiðingar það hafði í för með sjer. Næstu ár á eftir fjell sundkensla niður. Verulegur skriður kemst ékki a sundmálin hjer á landi fvr en Páll Erlingsson, hinn mikli elju- maður, tekst á hendur sund- kensluna. af sinni alkunnu alúð. Kendi hann síðan sund við Laug- arnar hjá Revkjavík i flciri ára- lugi og lial'a fleiri Islendingar lært hjá honum sund en nokkr- um öðrum. Páll ljest í fvrra í hárri elli. Ungmennaf jelagshrevfingin á fyrsta og öðrum tug þessarar aldar hafði mikla þýðingu fyrir sundíþróttina. Lærðu margir ungir og áhugasamir menii utan af landi sund lrjá Páli Erlings- syni og kendu það siðan í átt- högum sinum, þar sem skilyrði voru fyrir hendi. Á allra siðustu ármn hefir verið mikið gert l'yrir sundíþrótt- ina hjer á landi, og má þar minna á sundlaugarnar sem ris- io hafa upp við hjeraðsskólana og annarsstaðar á jarðheitum stöðum og Sundhöllina i Reykja- vík, en alt er þetta svo nýtt og í fersku minni að ekki er ástæða til að rekja það frekar hjer. En það er gleðilegur vott- ur framfara og menningar, að á hverju ári fjölgar þeim lijer á landi er læra sund og iðka það af mestu alúð. BARBARA BUCHANAN. er rlóttir amerikansks olíukonungs. Hún þykir mjög falleg kona og er talin m'jög eftirsóknarverður kven- lcostur. Spölkorn i na. frá Gunnarssteini, sjest enn á 2 stöðum í hrauninu har, vatnsnúið grjót frá ánni, sem borið hefir verið á dys þeirra (minni háttar manna aðeins?) sem þar fjellu. Eftir að jarðvegur hljes þar burt á öldinni sem leið, fund- ust þar mannabein o. fl. Holtsvað, sem getið er um i Njálu, held jeg að verið hafi þarna á Rang- á, nærri Gunnarssteini að ofan- verðu. (Sbr. Árbók Fl.fjel. 1927,10, og 1928,2,22. Þar sjást fleiri heim- ildir). 2. Mannvirki. Fyrir utan húsarúst- ir í Króktúni og Tungu, sjást grjót- dreifar og sumstaðar móta fyrir stærð og lagi húsa, á 13 stöðum I K. landi, sem ætla má að sjeu frá bústöðum manna á fyrri öldum. Bæði hafa það verið stór og lítil býli, og í bygð um margar aldir, eða aðeins fá ár. Þessi eyðibýli þekkjast með nöfnum: Tröllaskógur, Litliskógur, Sandgil 2 (eða 3), Melakot, Hraunkot, Keldnasel (2) og Iíeldnakot. Hin 4 (ef ekki 5) eru nú nafnlaus, 1 eða 2 þeirra kynnu að vera fluttir bæir (Melakot, Keldnakot). Talið er að í Tröllaskógi hati kirkja verið (aðeins fyrir 12009) og grafreitur. Sjást enn líkur til þess og lítið eitt af mannabeinum. Hjá fléstum bæjarrústunum sjást líka leifar al' peningshúsum eða öðrum útihúsum og túngörðum, oftast um litil tún, fáar dagsláttur. Einnig á stöku stað rústir fjárborga, gjaf- hringa (?) og akurgerða. Fyrirhleðslnr og vatnsveitur. Þá sjer enn mjög greinilega nokkuð af grjóthleðslu við Sandgiljufarveg, fyrir neðan Melakot. Hefir þar verið fyrirhleðsla mikil til vatnsveitu, garður þykkur og hár nokkuð, yfir 200 metra. Á Keldum hafa lika í fornöld verið gerðar fyrirhleðslur miklar og áveilur á stór svæði á tveimur stöð- um. f Austurbotnum, austan við tún- ið, fram um alt flatlendið þar fyrir sunnan. Og neðarlega við K. læk, fyrir ofan varnargarðinn (sem var uppi, á s.l. öld) milli Króktúns og Tungu. Tunguland er alt að ofan- verðu á hrauni, hólótt og mishæðótt, með vallendisgróðri og lyngi nokkru. Og því ver en illa lagað fyrir á- veitu, sjerstaklega úr köldum tærum læk. Áveitustokkarnir hafa víða verið hlaðnir upp, sjást þeir enn- þá greinilega, og má rekja þá eftir hólum, lægðum og dölum, nákvæm- lega svo hátt, sem líðandi halli leyfði, og að likindum niður tvær háar brúnir, niður á Fjósaflöt og þaðan niður í Tungunes. Heima við K. hefir líka verið býsna mikið mannvirki, varnargarð- nir fyrir utan tún og engjar, marg- ar þús. metra, skeifulaga út frá Ilangá, með löngu millibili, og er túnið langt frá Rangá. Skálinn á K. hefir áður verið nefndur, og er þá að lokum eftir að lýsa öðru fágæti þar, sem livergi tr nú til annarsstaðar hjer á landi. Jarffgöngin. Árið 1932 voru bræð- urnir á K. að grafa fyrir safnþró, er steypa skyldi í hóll' og gólf. Þeg- ar komið var hátt á 2. m. niður, sökk skóflan í óvænta holu. Við rannsókn komu í ljós undirgöng, óhlaðin, með gólfi, vc'ggjum og hvelfing einungis af þjettri og nokk- uð sendinni mold. Göng þessi lágu þvert suður frá v. enda skálans (fylt þar með grjóti) og stefndu að snarbrattri brekku, Hlaðbrekk- unni við bæjarlækinn. Þegar búið var að hreinsa þaðan lausa og hrunda mold, mátti ganga boginn eða smjúga 10 m. frá skálanum. En þá var eftir alveg lokuð leið um 13 m. fram í brekkuna. Göngin mældust nálægl 1 m. á vídd og 1,3 m. á hæð til jafnaðar. Var nú grafið líkt þessu alla leið fram úr miðri Hlaðbrekku, og þar settur dyraum- búnaður með hurð á hjörum. En moldin á þessum kafla (sem sjálf- sagt hefir að talsverðu leyti bætsl við og sigið fram á siðari öldum). var mikið lausari, og hefir hrunið hvað eftir annað, með miklu erfiði til endurbóta og upphleðslu, og er nú ófært þar inni. Svo eru göng þessi gömul og gleymd, að enginn munnmæli eða sagnir lifa um þau, Verður þvi að geta til og leiða líkindi að aldri þeirra. Eftir fyrnefndri heimild (Bisk.s. I. 293) — pg áliti föður míns um rústir, traðir o. fl. sýni- legt, á hans árum — tel jeg vafalítið að bærinn á K. hafi staðið fyrir sunnan lækinn fram um daga Jóns Loftssonar. Varla er hægt að hugsa göngin til annars gerð, en að gela sinogið þar út frá bænum ef ófrið, eða innibrennu bæri að höndum. Þó tugir manna stæðu fyrir karl- dyrum á hlaðinu og aðrir tugir að húsabaki, mátti laumast um brekkur út fyrir tún í algert hvarf til Ausl- urbotna, og kanske líka til Vestur- botna, svo enginn við bæinn sæi tii. Ekkert efni gaf til slíks ótta eða flótta, á dögum .1. L. Eigi heldur meðan Sæmundur í Odda rjeði fyr- ir Keldum. Göngin geta því ekki verið eldri en frá 13. öld., frá dög- um Hálfdáns Sæmundssonar. Er þá um tvö tímabil að ræða. Árið 1242, þegar Þórður kakali fór um Rangár- velli og vildi þröngva H. S. til bar- dagafylgis með sjer. Ekkert bendír þó til þess að Þ. k. sýndi mági sín- um svo mikið harðræði, að liann þyrfti að óttast bardaga, svelti, um- sát eða innibrennu, frá hans háJfu. En við einu, ef ekki öllu þessu niátti búast síðar á Sturlungaöld- inni, þá er Gissur jarl átti ófrið við Andréssonu bróðursyni H. S. á K. Árin 1260 (heldur en 1259?) og aftur 1264 fór Gissur með herflokka mikla um Rangárvöllu, settist í hú Andréssona (að Skarði og Stóra- völlum), rænandi þar og ruplandi því, er hönd á festi. Fyrra skiftið „með átta hundruð manna. . . .“ „Þá var víða rænt á Rangárvöllum ok drepin tíu hundruð nauta um hausí- it“ (= 1200). Síðara skiftið, „liafði hann þá eigi minna lið en scx hundruð manna. Var þá enn viða drepið fje á Rangárvöllum, ok galt margr óverðr þessa ófriðar ok o- fagnaðar". Á þessum árum, lieldur fyr en seinna eða um 1260, hygg jeg að Hálfdán hafi látið grafa göngin. Byrjað á holu i brekkunni, og læk- urinn flutti burt moldina jafnóðum, svo lítið bar á verki jiessu. Þar sem bæði Hálfdán og Steinvör k. li. voru náskyld öflugustu andstæðingum Gissurs jarls, gátu þau búist við óþægilegri heimsókn frá hans hálfu. Og þó sagan geti þess ekki sjerstak- lega, má það furðu gegna, ef matar- rán og nautadráp hefir farið fram hjá stórbúinu á Keldum. Herflokkar, sem i voru 900 og yfir 700 karl- manna, hafa orðið að dreifa sjer á marga bæi, meðan setið var að sættagerðum eða svikráðum. Og á óvinveittum stöðum var setið þar til alt var upp etið, sem tönn á festi. Er þvi eigi ólíklegt að göngin hafi jafnframt verið grafin til þe'ss, að fela l>ar matarbirgffir, svo heim- ilið yrði ekki bjargarlaust, eftir heimsóknina. Styður það og nokkuð tilgátu þessa, að veggirnir i göngum þessum innanverðum eru furðu þjettir og sýnast máðir, svo sem þar liafi verið eigi all-litill umgangur. Vigfús fíuðmundsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.