Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.03.1939, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN SKÍÐAVETLINGAR. Efni: 100 gr. gulleitt garn, 4 prjónar nr. 12. Til þess a'ð sauma í með, garn í sterkum litum og nál. PRJÓNAAÐFERÐ: Byrjið á manchettunni og fitjið upp 48 I. á 3 prjóna og prjónið brugðningu (2 1. r., 2 1. br.) 7 cm. Skiftið svo lykkjunum niður á prjón- ana þannig: 1. prjónn 27 1. og verð- ur það handarbakið; 2. prj. 10 1. og 3. prj. 11 I. og er það lófinn. Hægri vetlingur: 27 lykkjurnar og 11 i. eru prjón- aðar rjett; á 2. prjön er prjónað fyr- ir þumalfingrinum. Byrjið 2. prj. með 1 1. br.; 2 1. r.; 1 I. br. (þessar 2 brugðnu lykkjur eru prjónaðar brugðnar alia leið upp úr) og svo rjett prjóninn út. Haldið þannig á- fram 2 cm. Aukið út fyrir þumlinum í fyrstu rjettu lykkjunni, prjónið svo næstu umferð án þess að auka út, aukið svo aftur út í fyrstu r. 1.; prjónið næstu umferð án þess að auka út. Endurtakið þessar 4 um- ferðir tvisvar sinnum nema að nú er aukin út í annari lykkjunni fyrstu tvö skiftin og í 3. lykkjunni tvö seinnrskiftin. Þegar búið er að auka út eru 1. orðnar 27 fyrir lófann eins og handarbakið. Prjónið áfram þang- að til vetlingurinn er orðinn 7 cm. l'rá brugðningunni, látið þá 10 1. sem eiga að mynda þumalinn á öryggis- nælu og fitjið altur upp 10 1. í næstu umferð. Prjónið 414 cm. og byrjið svo á FINGRUNUM. Prjónið fyrst litlafingur af 5 1. úr lófanum og 5 1. úr handarbakinu og 4 1. sem eru fitjaðar upp á milli. Þegar búið er að prjóna 5 cm. er byrjað á úrtökunni á handarbaks- prjóninum. Takið eina 1. lausa af, prjónið 1 1., setið lausu 1. fram yfir þá prjónuðu, prjónið 3 1., prjónið 2 1. saman, takið 1 1. lausa af, prjón- ið 1 1., setið lausu 1. fram yfir þá prjónuðu, prjónið 3 1., prjónið 2 1. saman. Haldið áfram með þessar úr- tökur þangað til 0 1. eru eftir, dragið þá bandið gegn um þær og festið það innan í fingrinum. Þegar litli- fingur er búinn eru 4 1. teknar upp af þeim sem seinast voru fitjaðar upp og 4 umferðir eru prjónaðar áð- ur en byrjað er á hinum fingrunum. Baugfingurinn er prjónaður af 7 I. úr lófanum, 4 1. sem teknar voru upp og 7 1. úr hand- arbakinu og 4 1. sem fitja þarf upp. Þegar fingurinn er orðinn 7 cm. byrj- ai' úrtakan á lykkjunum 4 í hvorri bUð þannig: Prjónið 2 1. saman, tak- ið 1 1. lausa af, prjónið 1 1., setið lausu i. yfir þá prjónuðu; binar 4 1. eru prjónaðar eins. Þegar 8. lykkjur eru eftir er bandið dregið i gegnum þær og fest að innanverðu. Langatöng er prjónuð eins og baugfingur en 714 cm. er prjónaður áður en byrj- að er á úrtökunni. Kvikmpdaheimurinn. Sleikifingur er prjónaður af lykkjunum sem eftir eru -f 6 1. sem teknar eru upp. Hann á að vlera 7 cm. áður en byrjað er á úrtökunni. Þumallinn er prjónaður af 10 1. seni látnar voru á öryggisnæluna, 10 1, sem fitj- aðar eru upp og 2 i. sem teknar voru upp í hvorri hlið — samtals 24 i. Byrjað er á úrtökunni þegar fingurinn er 6 cm. Þögul mynd bjargar kvikmyndahúsi frá gjaldþroti. Rudolph Valentino i „Sheiken". Það eru 12 ár síðan fremsti leikari i þöglum myndum ijet lifið. Það var Rudolph Valentino. í rúm 5 ár bar hann af öllum öðrum og engum leik- ara hefur enn tekist að skyggja á frægð hans. Nú um stundir geisar liálfgerð Valentinos sýki í New York. Fólkið flykkist i leikhúsin, sem sýna gömlu kvikmyndina, er hann ljek í forðum með mestri prýði og hjet „Sheiken“. Ástæðan tii að Paramount fjelagið sendi aftur út þessa gömlu þögiu mynd á sjer einkennilega sögu. Kvikmyndahúseigandi nokkur á 1 austurströnd Ameríku tapaði æ of- an í æ á rekstri liússins. Fólkið kærði sig ekki um að sjá kvikmynd- irnar, sem hann sýndi. Það var orðið þreyll á allri þessari ómerki- lcgu rnusik og hávaða. Hryggur í huga mintist hann hinn- ar miklu aðsóknar, sem hann hafði haft fyrir 20 árum, þegar hann sýndi Valentinomyndina „Sheiken". Það var ekkert á móti því að reyna það Vinstri vetlingur er prjónaður eins, nema að byrjað er að prjóna fyrir þumlinum i 3 seinustu I. á 3. prjóni. ísaumið: Byrjað er að sauma í þegar lokið er við að prjóna litlafingur og baug- fingur, því þá er best að komast að því. Krosssaumur er mjög auðveld- ur og er þá saumað með bláu og rauðu eða einhverju sem fer vel við skíðábúninginn. Flatsaumurinn (m. B) er erfiðari en í norskum stil og mjög skrautlegur. Veljið í hann 3—4 skæra liti sem fara vel saman. Á teikningunni er dökkrautt auðkenl með svörtu, ljósrautt með punktum; tveir grænir litir með skástrikum og lóðrjettum strikum en blátt er auðkent með hvítu og gult með lá- rjettum strikum. Föstudagur var happadagur fyrir Kólumbus. Eftir gömlum heimildum lagði Kólumbus upp i hina frægu för sína á föstudegi. Og það var á föstu- oegi, sem hann sá land. Á föstudegi tók hann sig aftur upp, og á föstu- degi kom hann aftur heim. Aðra ferð sína hóf hann einnig á föstu- degi, og hann sá líka í það skiftið nýtl land á föstudegi. hvort hún hefði aðdráttarafl enn. Honum tókst að fá „kopíu“ frá Paramount fjelaginu, og nú varð geysimikil aðsókn i meira en fjóra mánuði var „Sheiken“ sýndur fyrir troðfullu húsi. Að lokum græddi hann svo mikið á myndinni, að hann gat bygt sjer nýtt hús, er samsvaraði kröfum tímans. Paramount fjelagið Ijet sjer þetta að kenningu verða. Það sá að borga mundi sig að láta Valentino sýna sig á ný. Og nú er jafnvel farið að sýna „Sheiken" aftur i Evrópu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.