Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 2
2 F ÁLKINN GAMLA BÍÓ. Gamla Bíó sýnir innan skamms Metro-Goldwyn kvikmyndina Galdrit- brúðan. Myndin er tekin eftir sam- nefndri skáldsögu Abraham Merrill. Auk margra góöra leikara í mynd- inni eru þrír frægir, þau Lionel Barrymore, Maureen O’SuIlivan og Frank Lawton. Myndin er allgróf að efni til og því bönnuö fyrir börn. En efnið er á þessa leið: Paui Lavond, fyrverandi banka- stjóri, og hálfgeðveikur vísindamað- ur, Marcel að nafni, strjúka úr fang- elsi, þar sem þeir liafa setið í mörg ár. — Báðir eiga þeir sínar óskir, er jjeir loks sleppa út. LaVond brennur af löngun til að ná sjer niðri á gömlum starfsfjelögum við bankann, sem ákærðu hann rang- lega, en Marcel þráir það eitt að halda áfram við vísindastarf sitt, sem hann telur mjög merkilegt og heldur að frelsa muni heiminn. Eflir ýmsar krókaleiðir á flóttan- um ná þeir fjelagar loks hinni gömlu vinnustofu Marcels, er liggur á af- viknum stað, en þar hefir kona hans, Malita, haldið áfram liinum ein- kennilegu rannsóknum manns síns. Henni hefir tekist með sjerstakri aðferð að draga að mun úr vexti lífsfrumánna, en það hefir þær af- leiðingar á dýrin, sem tilraunirnar hafa verið gerðar á, að vilji þeirra og vit lamast. Lavond ‘horfir á tilraunir Malítu með undrun og viðbjóði. Vísinda- maðurinn segir honum, að hann ætli sjer að minka allan heiminn! minka allar lifandi verur, menn og dýr til að spara fæðuna! Fyrsta manneskjan sem Marcel ger ir tilraunir á er þjónustustúlka hans, Lackna að nafni. En varla hefir hann lokið við að minka hana fyr en hann hnigur niður örendur, af hjartaslagi. Malita biður nú Lavond að vera sjer til aðstoðar við að halda áfram starfi manns sins. Verður Lavond við því og fara þau nú til Parisar. Þar setja þau á stofn leikfangabúð og hafa rannsóknarstofu í bakher- bergi. Vegna þess að Lavond er eltur af lögreglunni býr hann sig eins og gömul kona og tekst að leika á hana. Að lokum nær hann hefndum á gömlu bankafjelögunum, er seldu hann saklausan i hendur rikisvald- inu. Og nú kemur honum minkunar- aðferðin að góðu liði. Enn í dag er mynt ein i gangi í Kina, sem öðru megin hefir eftir- mynd af nögl. Eftirmyndin vísar þrjú þúsund ár aftur í tímann, til keisaradrotningar einnar, er þá var uppi. Þegar vaxmótið af myntinni var tiíbúið, kom keisaradrotningin við jsað með nöglinni af hreinni til- viljun. Frú Steinunn H. J. Bjarnason, Sólv. lk, verður 70 ára 19. þ. m. Dýrar fornaldarrústir. Rústirnar .af hinu fræga fornaldar- Ieikhúsi Rómverja kosta ítalska rík- ið stórfje. Það er talið að fari 80 þús. kr. á ári hverju í það að halda því við. Stórir flokkar múrara eru alt árið um kring önnum kafnir við að múra lausa steina fasta, svo að þeir verði ekki hinum mörgu gest- um, er heimsækja rústirnar að grandi. En sú er bót í máli að þó að viðhaldið sje dýrt, þá tekur ríkið inn feikna fjárhæðir af erlendum gestum, er koma til þess að skoða liessar merkilegu fornmenjar, — Þetla hef jeg aldrci komist í fyr! Sagði konan, þegar hún hafði alið fjórburana. í Texas ól múrarakona ein fjór- bura fyrir skömmu síðan. Öll börn- in voru stúlkur og eru hinar hraust- ustu. Þegar konan vissi um þetta, sagði hún dálítið vandræðalega: „Þetta hef jeg aldrei komist í fyr!’1 Pýramídarnir hafa kostað ógrynni fjár. Enda jjótt pýramídarnir hafi verið bygðir af þrælum, sem engin laun fengu, þá hafa þeir kostað ógrynni fjár. Gríski sagnaritarinn Herodot VIÐ MINNISMERKIÐ, er reist var þar sem Þjóðverjar beiddu um vopnahlje 1918 var 11. nóv. s.l. haldin hátíðleg athöfn á 20 ára afmæli þess atburðar. Myndin Alexander Jóhannesson, skipstj., Grettisg. 26, verður 55 ára í dag. Guðbjartur Ólafsson, hafnsogu- maður, Framnesv. 13, verður 50 ára 21. þ. m. segir m. a. að á hans tíð hafi sjest áletrun á Cheopspyramídanum og samkvæmt henni höfðu verkamenn- irnir — sem fengu ókeypis fæði — jetið kál, hreðkur og lauk fyrir upphæð er svara mundi til 5—G miljóna íslenskra króna. er tekin meðan á henni stóð. Á tröppunum sjest einn af frönsku ráðhérrunum, de Ribes, er lijelt rrinningarræðuna. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritsljórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sítni 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1—(5. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Erlendis 24 kr. HERBERTSprent. Skraildaraiiankar. Skógarlöndin miklu á Skandinav- íuskaga kenna börnum í öllum skól- um' að rækta skóg og hafa sjerstaka rætkunardaga og ræktunarvikur á hverju ári. En við íslendingar í skóglausa landinu gerum þetta ekki. Að vísu hafa einstakir menn og fjelög, sem enn eru mikils til of fámenn, gert nokkuð, að því, að koma upp gróðrarstöðum á síðustu árum, en þessar framkvæmdir eru svo hægfara og smágerðar, að þær eru hvergi nærri nógar til að rækja skyldur þær, sem þjóðin hefir við landið. Það þykir sannað, að landsmenn sjálfir hafi átt mestan þáttinn í því að eyðileggja skóga þá og kjörr, sem voru hjer er landið bygðist í öndverðu. Þeir heittu skógana sum- ar og vetur, þeir hrendu þá og hjuggu svo óskynsamlega, að nú er jiar víða örfoka land, sem áður var ilmandi birkilundur. Hjer er því um stórkostlega afturför að ræða, um skuld, sem þjóðin verður að borga og skemdir sem hún verð- ur að hæta. Hvað sem því veldur þá er allur þorri manna ákaflega sinnulaus um skógræktarmálin á íslandi. Það er vitanlegt, að flestir vilja leggja krónu kvarðann á hæði menn og málefni og spyrja altaf fyrst af öllu: „Fæ jeg nokkuð fyrir það“? Skógræktar- málið hefir til skamms tíma verið sett í flokk hugsjónamálanna, en nú lialda fróðir menn þvi fram, að skógræktin sje málefni, sem eigi aðeins sje liugsjón heldur gagn- leg hugsjón og að íslensk skógrækt geti gefið beinan arð. Svo mikið er víst, að skógræktin er stórvægilegur þáttur í starfinu gegn uppblæstri landsins af sand- foki. Og allir viðurkenna, að sand- fokið er mesta plágan, sem mæðir á islenskri mold og miklu skaðlegri en eldgos og jökulflóð. Þó ekki væri litið á annað en þetta, virðist þar næg ástæða til að sinna skógræktar- málinu almennar en gerl liefir verið. Þeir sem búa sig undir kennara- stöðu á íslandi mega ekki ljúka þeim undirbúningi svo, að þeir sjeu eklci sæmilega færir um, að stjórna barnahóp sínum og láta hann gróð- ursetja skógarteig á hvé.rju vori. Það er fallegasta verkið, sem hörnin geta unnið fyrir framtíðina, og verk seni þau sjálf sjá ávöxtinn af, ef þeim endist lif o,g lieilsa, þó að þeir eldri sjái hann ekki. í hverri ein- ustu sveit landsins á að leggja stund á skógrækt, þar má enginn draga sig í hlje, en allir að gefa sig frain. Því að hjer iCi' verið að horga skuld, sem of lengi hefir liðið um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.