Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 11
F Á L Iv 1 N N 11 Hjálpið fuglunum! A veturna er stundum mjög erfitl l'yrir litln fugluna að al'la sjer fæðu, og ]jví er nauðsyn að hjálpa þeim lit þess. Hjerna á myndinni sjáið þið fóðurkassa handa litlu vinunum okkar. Fylgja nokkrar leiðbeiningar um hvernig á að búa hann tit. Mynd 1 sýnir hvernig fjöður er húin til með því að vefja málm- þræði utan um sívalt prik. Þessi fjöður er hengd upp í trjágrein (mynd 2) og er lilvalin að setja í hana nokkrar matarleifar, — og auk þess er mjög gaman að sjá fuglana róla í fjöðrinni meðan þeir eru að kroppa í sig matinn. Það er hægt að búa til ágætl „fóðurhús“ úr djúpri blikkdós, (mynd 3), sem boruð eru á tvö göl, eins og sýnt er á myndinni. Draga stálþráð í gegn um götin og festa svo dósina við trje eða stólpa; legðu svo fuglamat inn i dósina. Eða þá búðu til kassa eins og sýnt er á mynd 4, og hengdu hann liátt upp við vegg, svo að kötturinn komist ekki i hann. Fjöðrin, mynd 1. er l'est upp i miðjan kassann, en mat- ur ýmiskonar er festur i hana, — i botninn á kassanum er svo stráð fuglafræi. í kassanum fá litlu vinirn- ir fæðu og hlýju, þegar veðrin gerast ströng. : rrf ; : 23 22 i---- 26 Í6’ ;,8 piTt Tiglamyndir af dýrum Kanínu er breytt í kengúru. Teikn- ingin af kanínunni er límd á pappa og er skorin út eftir punktalinunum. Að því loknu eru svo bútarnir settir saman, svo að þeir mynda kengúrú, og sjáið þið hjer mynd af henni. lJessi samsetning getur valdið ykk- ur án efa miklum heilabrotum og óvíst að þið ráðið við hana. Og því konumi við með lausn i næsta blaði. Ungur maður kom inn í járnbraut- arklefa í sama bili og lestin var að fara. í klefanum var aðeins einn maður, stór og feitur, sem hallaði sjer út um gluggann og var að kveðja kunningjana. Ungi maðúrinn tók sjer sæti og fór að lesa í blaði. Þegar lestin fór af stað dró feiti maðurinn upp gluggann, sneri sjcr við og koma auga á unga manninn og sagði með þjósti: Jeg ætla að benda yður á, að þarna sit jeg! Gerið þjer svo vel, svaraði ungi maðurinn. Sitjið þjer bara á- fram. Hvað fjekst þú af 10.000 krón- unum, sem hún systir þín vann í happdrættinu. Jeg fjekk mág. Pjetur hinn hugvitssami ú sleffa-brautinni. 19) Brosandi heilsaði Hawkins á- horfendunum, sem klöppuðu alt hvað af tók. Eftirvæntingin var á hæsta stigi. Hringvegurinn náði næstum því yfir alt sviðið. Það varð að draga Hawkins á kaðli upp i bílinn, sem stóð efst uppi á hring- brautinni. En þar átti aksturinn að hefjast. 20) Hljóðfæraslátturinn yfirgnæfði alt annað. Jerry kom inn á sviðið í fallegum trikotbúningi. Undir fjöl- leikahúshvelfingunni, rjett fyrir of- an liringbrautina, var trapesan, þar sem Jerry átti að sýna kúnstir sin- ar, meðan faðir hans, Hawkins for- stjóri, undirbjó ökuatriðið. Auðvil- að varð jjessi áhættufulli akstur að ganga í fljúgandi fartinni, annars gat vagninn ekki haldið sjer á spor- inu — og þar sem aksturinn gat aðeins staðið yfir nokkrar sekúndur, hafði Hawkins ákveðið, að Jerry skyldi sýna listir sinar í loftinu á undan og eftir 21) Brosandi gekk Jerry fram á leiksviðið og hneigði sig fyrir áhorf- en'dunum, en í sama bili heyrði hann einhvern liávaða á bak við sig. Maður ruddist i hendings- kasti framhjá þjónunum, sem reyndu að tefja för hans, og tii Jerry. — Jerry sá strax að þetta var sami maðurinn, sem hafði sjeð um fyrir- komulag heljartunnunnar. Maður- inn hrópaði til Jerry: „í guðanna bænum fáðu föður þinn til að hætta við aksturinn. Það er hætta á ferð- um!“ Getur Jerry varnað slysi — og hvað er eiginlega aff gerast? Sjá næsta blað. •

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.