Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Merkið hjer fyrir ofan stóð yfir höfiiðinnganginum að einveldisú't- stillingunni, er haldin var nýlega i Itóni. Að neðan stendur: Mussolini hefur altaf á rjettu að standa. LANDAMÆRALÍNAN AFMÖRKUÐ. Á myndinni hjer að ofan sjást Þjóðverji og Tjekki vera að setja upp skilti á nýju landamæralínunni milli Þýskaland og Tjekkóslóvakíu. UNGFRÚ UNITY MITFORD, dóttir Mitfords lávarðar, er einn ákveðnasti nasistinn i Englandi. Hún er talin mjög gáfuð kona og glæsi- leg. ERKIBISKUPINN AF KANTARABORG sjest hjer á myndinni vera að halda ræðu, jjar sem hann livetur fólk ti > að slyrkja landflótta Gyðinga. FRAKKAR halda Jiátiðlegan svonefndan Kal- harinettu-dag með mörgum fornum siðum. Er þá valin Katharinettu- drotning í hverjum bæ. Hjer sjest ein með all-einkennilegt höfuðfat, sem lítur út eins og skip. f JERÚSALEM. Vegna óeirðanna í Jerúsalem hafa allir ferðamenn fíúið bæinn nema ein amerísk kona. Hún hefir verið stöðvuð á götunni af breskum lög- regluþjóni, sem er að hnísast í vegabrjefið hennar. CARY COOPER er kvikmyndaleikari, sem margir hjer á landi kannast við. í haust var hann á ferð í Frakklandi ásamt nú- verandi konu sinni. Myndin er tek- in á norður-járnbrautarstöðinni i París. Feiknin öll af gull- og silfurmun- um berst að í sjóð frú Fitz Gerald upp á síðkastið, og á að verja þeim eða andvirði þeirra til kaupa landsvæðum handa landflótta Gyð- ingum. Munirnir, sem ekki er hægi að selja, eru bræddir í hræðsluofn- inum. í Englandi er lokið við að gera l>essa styttu af Georg V. Hún verður bráðlega send til Indlands og sett upp í Kalkutta. ÚTVARPSHÚS. A myndinni hjer að ofan sjest nýtísku útvarpshús, sent var fullgert fyrir skömmu í Hollywood. Myndin sýnir breskan hermann, sem er að skreyta hjálminn sinn grænum kvistum. ‘ í sambandi við alþjóða vikuna til útrýmingar krabba, hefir ver- ið haldin hátíðleg í Póllandi minn- ing frú Curie, sem fyrst fann radium. Frúin var fædd í Varsjá 1867. Á myiulinni er verið að leggja sveig á minnismerki hennar í höfuð- stað Póliands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.