Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Oscar Clausen: Frá liðnum dögum. X. Eggert betri Ólafsson í Hergilsey. i. Eggert Ólal'ssoii bóndi í Hergilsey i\ Breiðafirði, sá er byg'ði upp eyj- una seint á 18. öld, eftir að hún J-.afði verið i eyði uin nolikurt skeið, Var kallaður Eggert betri til að- greiningar frá Eggerl lögmanni Ól- aíssyni, sem var þóttafullur mað- ur og náði ekki almenningshylli \ egna liroka. Eggert í Hergilsey var fæddur 1730, en foreldrar hans voru fátæk hjón, sem bjuggu á Tungumúla og fluttu svo síðar út í Flatey. Bftru þeirra voru mörg og var til tekið Jiversu fátæklega og illa þau voru búin að fatnaði. Þegar Eggert var drengur var hann klæddur grárri prjónapeysu og brók úr brekánsdúk og kölluðu jafnaldrar hans hann þvi brekánsstrákinn. Þegar þetta barst til eyrna prestsins i Flatey, sagði liann Eggert litla, að þetta skyldi hann ekki taka nærri sjer, því að hann yrði miklu meiri maður en nokkur leikbræðra hans og þótti það verða orð að sönnu. — Eggert átti þrjár systur; ein var Þuríður móðir Einars dannebrogs- manns í Kollafjarðarnesi, skörungs- kona. Önnur var Margrjet, sem köll- uð var „langseta“, en það viðurnefni fekk hún af því, að liún þótti nokk- uð ræðin og skrafdrjúg þegar hún kom á bæina, svo að Jienni nægði stundum ekki minna en heill dagur til þess að ljúka sjer af. Þriðja systirin var Halldóra, sem kölluð var „Dóra klumbufótur“, en hún var fædd bækluð, með skakkan fót, og var þó hin duglegasta við vinnu og vann öll karlmannsverk. Hún var formaður og reri skipi margar ver- líðir í Oddbjarnarskeri og hafði eintóma lcvenmenn fyrir háseta, og var heppin í sjósókn sinni og aflaði altaf vel. — Þegar á unglingsárunum fór Egg- ert að róa út i Oddbjarnarskeri og varð formaður þar, að eins 18 ára gamall, og var þá faðir hans háseti hjá honum. — F',yrsta vorið, sem Eggert var formaður, var það einu sinni, að 3 bátar úr Skeri sáu hrúg- ald á sjónum, en skeyttu því ekki og hjeldu til lands. Eggert koin á eftir þeim og rak augun í þetta og sagði við liáseta sína, að betra væri að gá að hvað þetta væri. Þeir reru að og kom þá í Jjós, að þetta var dautt búrhveli á floti og þótti þá betur að gætt en ekki. Þeir festu svo i hvalinn og reru hann út í skerið. Þetta var mikill fengur og sagt var, að þarna væri upphaf að gróða Eggerts, því að i hans hluta fjellu nokkrar tn. af lýsi, sem voru í hausn um á búrhvalnum auk hlutar þess ei hann fekk úr skrokknum. Mönn- um þótti Eggert vera verðugur þessu happs, þar sem aðrir höfðu róið framlijá, en þvi var trúað og tekið eftir, að svo mikill gæfumaður væri Eggert, að það var eins og honum væri vísað á höppin, enda var hann bæði góðgjörðasamur og greiðvik- inn maður, svo að aðrir voru hon- um ekki meiri. -— Eggert byrjaði búskap sinn í Sauð- eyjum og var þá nýgiftur Ástríði Jónsdóttur frá Skemmu í Flatey. — Þeim gekk búskapurinn svo vel, að þeim safnaðist auður á fáum árum. Þegar hann bjó í Sauðeyjum hafði hann altaf 3 slcip í Oddbjarnarskeri, á einu var hann sjálfur formaður, á öðru var Tómas bróðir hans, en því þriðja reri Halldóra systir þeirra, og var sagt, að aflasæld væri ekki síst hjá henni. Eggert var afbragðs skipasmiður og smíðaði oft ný skip seinni hluta vetrar. Eitt vorið kom hann á nýju skipi í Oddbjarnarsker og ætlaði að róa þvi þar um vorið.Skipið var sctt upp, en um kvöldið fór Eggert út úr búð sinni að gá til veðurs, og sýndist honum þá maður vera að ganga liringinn í kring um þetta nýja skip sltt og berja nokkur högg i það. — Hann hljóp þegar niður að skipinu, til þess að vita hver þetta væri, en sá engan. — Morgun- inn eftir reri Eggert skipinu i fyrsta sinn, en um daginn hvesti snögg- lega. Tómas bróðir hans var á fornu skipi skaint frá, svo að þeir gátu kallast á, og spurði Tómas þá hvað væri til bragðs að taka, því að ekki væri hægt að draga í land. Kallaði þá Eggert til hans, að allir skyldu fara í annað skipið og stjóra liitl niður. „Þá förum við til þín í nýja skipið“, kallaði Tómas. „Nei,“ svaraði Eggert, „jeg skil nýja skipið eftir“. — Tómas sagði þá, að verra væri, að missa nýja skipið ef illa færi, en þá kallaði Eggert: „Jeg ræð þvi.“ — Svo fóru allir yfir í gamla skipið til Tómasar og náðu landi, svo að ekkert varð að, en nýja skip- ið sleit upp, rak til liafs og sást aldrei eftir það. Á Múla á Skálmarnesi bjó maður, sem Þórólfur hjet Finnsson og var vinur Eggerts í Hergilsey. Það var eitl vorið þegar Eggerl reri í Skeri, að Þórólfur á Múla fór að vitja um selabönd í lögnum sínum, og hafði með sjer eina vinnukonu sína. Þór- ólfur var ekki heilsuhraustur og átti venju til aðsvifa. Hann sendi þá stúlkuna lieim að Múla eftir mat, en var sjálfur eftir á bát sínum í flæðarmálinu. Þegar stúlkan kom aftur, var hann horfinn með bátn- um. Þess var getið til, að hann hafi róið aftur út í selanæturnar og annaðhvort liafi selur hvolft undir honum, eða að hann hafi liðið í öngvit og fallið í sjóinn. Þennan dag var eins og Eggert hefði hvergi eirð og var hann á stöðugu rápi, út og inn, um búð sína. Vermenn í Skeri sögðu honum þá frá því, að rekald sæist þar á sjónum, en þá lijeldu honum engin bönd að vita hvað þar væri á reki. Af því að veður var hvast, vitdi hann að atlir legðu saman og færu á skipi að vitja um þetta, og stakk upp á þessu við Eyjólf úr Skáleyj- um, sem var mesti garpur, en hann kvaðst ekki ætla að leggja á tvær hættur til þess að fara að gá að því, sem væri einskis virði og máske ckki neitt. — Ekki tjáði að letja Eggert, og fekk hann sjer nú menn til fararinnar og var Ólafur faðir hans einn þeirra, þó að hann færi deigur. Þegar að rekaldi þessu var komið, var það bátur á hliðinni, sem var að reka undan landi. — Eggert ijet róa að bátnum og stökk sjálfur upp í liann, tit þess að reyna að rjetta hann við, en þá varð Ólaf- ur afar hræddur um son sinn og þótti hann fara nokkuð glæfralega. Eggert gat rjett bátinn við og kom þá í tjós, að lík hjekk við hann og hafði brókin fest á einn keipnagl- ann. Eggert þekti þegar lík Þór- ólfs vinar síns og þótti nú betur farið, en heima setið. Svo flutti hann líkið og bátinn í land og var svo Þórólfur grafinn að Múla. II. Það var ekki laust við það, að Eggert bóndi væri bendlaður við fjölkyngi og galdra, eins og svo margir góðir menn á þeim tímum og skal nú sögð saga af því. Pjetur var bóndi Eyjótfsson, i Flatey og átti hann í útistöðum við Þorstein sterka Guðbrandsson, sem var afkomandi Þormóðs galdra- manns í Gvendareyjum. Missætti þeirra spanst út af því, að Þorsteinn hafði í leyfisleysi lileypt fje i hólma sem Pjetur átti, liegar hann var, eilt haustið, að flytja fje, sem liann hafði keypt vestur á Barðaströnd, suður á Skarðsströnd. Jóhanna hjet vinnukona hjá Pjetri í Flatey. Á útmánuðúm veturinn eftir, var verið að lesa húslestur hjá Pjetri, en um „þegjandi bænina“, gekk sambýlis- maður Pjeturs út úr baðstofunni. Jóhanna sat á rúmi sínu beint ámóti haðstofudyrunum og lijelt á barni, en um leið og maðurinn lauk upp hænum, fanst henni fluga fljúga of- an í sig. — Svo sótti að henni og liún kallaði: „Takið þið barnið í guðs nafni.“ — Eftir það fekk hún svo mikið æði, að tveir efldir karl- menn urðu að lialda henni. Þá var það ráð tekið, að leita lil næstu guðsmanna, sem til náðist, ef ske kynni, að þeir gætu eitthvað hjálpað upp á sakirnar. Fyrst var farið til prestsins i eyjunni, síra Markúsar Snæbjörnssonar og hann fenginn til þess, að tala yfir henni, en það varð að engu gagni, æðið var jafnt á Jóhönnu eftir sem áður. Svo var sent eftir síra Sig- urði Þórðarsyni á Brjánslæk, því að orð fór af því hversu andheitur hann væri, enda var því trúað, að hann hefði lesið vitfirringu frá konu, sem hjet Hólmfríður Jakobs- dóttir. Sigurður prestur kom til Flateyjar, söng þar messu og ljet tvo hrausta menn halda Jóhönnu undir prjedikunarstólnum. — Svo varaði hann alla, sem í kirkjunni voru við því að standa á miðju kirkjugótf- inu, en þegar hann byrjaði ræðu sína í stólnum, æpti Jóhanna í sí- feltu: „Þegiðu! Þegiðu“! Og trúðli menn þvi, að nú væri andinn að grassera í henni, en þangað til taut- aði prestur yfir henni, að luin fjell í öngvit. — Þá þóttist söfuuðurinn sjá svarta flugu fljúga eftir miðri kirkjunni út um dyrnar, cn þegar prestur kom ofan úr stólnum, var honum svo heitt, að vinda mátti hverja flík, sem á honum var, svo hafði liann tekið nærri sjer. — Eftir þetta batnaði Jóhönnu. Síðan vistaðist hún tit Eggerts i Sauðeyjum, en það var á móti vitja Pjeturs húsbónda hennar, sem vildi halda henni í vistinni, þvi að tuin var dygt hjú, og svo fór hún lil Eggerts um vorið. — Skömmu síðar fór hún til Flateyjar með hús- bónda sínum, og var til liðs á skipi lians, en þá varaði Eggert hana við því, ef hún kæmi lil Pjelurs, að þiggja þar ekkert af neinu, hvað lítið sem væri, ef hann kynni að bjóða henni eitthvað. —Ilún heim- sótti Pjetur og bauð hann henni mat, en hún vildi ekkert þiggja. Þá tók hann til þess sem hann hjelt að freistaði hennar og flestum þykir inesta hnossgæti, og kom með heilt rafabelti og sagði við Jóhönnu, að þetta gæti hún þó bragðað. - Hún stóðst ekki mátið og tók einn bita og skar af annan, en ]iá mintist hún viðvörunar Eggerts áður en þau fóru að heiman og þeytti bitanum frá sjer. — Þegar hún svo kom heim, fór hún að fá fJogin aftur og var Pjetri kendur þessi skolli. Daginn eftir var Jóhanna að fara i fjósið, en þeir feðgar Eggert og Jón sonur hans, voru niður við sjóinn og sáu til hennar, og sagði þá Jón: „Nú er að koma á Jó- liönnu." Þeir hlupu jafnskjótt lieim og lá hún þá í fjósrangalanum með froðufalli. — Eggért tók nú lil sinna ráða, en hver þau voru veit enginn. Jóhanna sagði frá þvi sið- ar, að hún hefði ekki heyrt annað til feðganna, en að Eggert sagði: „Nú vantar herslu kippinn, Jón“. — Þeir báru hana svo inn í hæ og raknaði hún þar við og fekk aldrei flog eftir þetta. Hún var svo lengi í vist hjá Eggert og síðan hjá Guð- rúnu elstu dóttur lians. Það er sagt um Ölal' föður Egg- erts, að hann hafi líka kunnað eitl- livað fyrir sjer og þótt nokkuð kræf- ur i hinni „svörtu kunst“ og er þessi saga sögð af því: Síra Markús i Flatey átti mannýga kú, se.m var á beit suður i Beitar- eyjum, en þar var Steinunn, móðir Eggerts á ferð og rak kýrin hana undir, en þá hafði Ólafur gamli átl að segja, að ilt þætti sjer, að kýr þessi ræki Steinlcu sína oft undir, en daginn eftir fanst beljan dauð, á floti, við eyjurta, og var þetta kent fjölkyngi Ólafs. III. Þegar þau Eggert og Ástríður höfðu verið nokkur ár í ástúðlegu hjónabandi og búnast svo vel i Sauð- eyjum að þau voru orðin rík og höfðu grætt fje á tá og fingri dó Ástríður og sá Eggert mikið eftir lienni. — Ekki leið á löngu, að Eggert hugsaði sjer til kvonfangs aftur og fór hann nú að títa i kringum sig. Hann frjetti til myndarlegrar stúlku, sem Guð- rún lijet, dóttir Sigmundar á Gemlu- felli í Dýrafirði og var liún vinnu- kona hjá síra Eggert í Selárdal. Egg- ert hrá sjer því vestur, að hiðja hennar. Það gekk eins og í sögu. Eggert teist vel á Guðrúnu og liún tók honum, en sagt var að það hafi ekki hvað sist verið vegna þess, hversu mikið orð fór af dugnaði hans og fjesæld. Faðir Guðrúnar, Sigmundur á Gemlufelli var líka vel efnaður maður og ljet dóttur sína fá álit- legan heimanmund. Sonur hans var Sæmundur, sem síðar bjó á Geinlu- felli, eftir að Sigmundur var flutt- ur að Ilrauni í Dýrafirði. Þeir feðg- ar voru margfróðir, hjátrúarfullir og alleinkennilegir í háttum, og er þessi munnmælasaga sögð því til dæmis. Sæinundur átti smalahund, mó- rauðan, sem Móri var kallaður, en hundur þessi var mesta gersemh og svo frár á fæti, að hann var dýr- tækur þ. e. a. s. að hann hljóp uppi hverja tófu. Svo var hann vet vaninn fjárhundur, að hann smal- aði einn, á sumrin, ánum á Gemlu- felli og þurfti þar enginn maður að koma nærri. — Það er sagt, að Sigmundur gamli hafi gefið syni sínum þennan hvolp og mæll svo um, að hann skyldi verða honum iiðtækur, og þótti það ganga eftir. Þeim, Gemlufellsmönnum, þólti líka vænt um Móra, og höfðu mikið við hann. Það var siður, þegar hvotpur fæddist, sem þeir þóttust vera vissir um að væri undan Móra, þá ljetu þeir sjóða hangikjöt og hjeldu heimilisfólkinu veislu. — Sá siður var þar lika, að Móra var gef- ið stekkjarlamb á hverju vori, og hepnuðust þau vet og voru alin fyrir hann á vetrum, en þessu fje fjölgaði ftjótt, því að alt átti Móri sem út af þeim kom, og að tokum var svo komið, að Móri átti heil- mikið búfje. — Það er sagt, að oft hafi það komið fyrir, þegar fátækl- ingar komu að Gemlufelli og voru að biðja einhvers, að þá hafi Gemlu- fellsmenn neitað hjálp frá sjálfum sjer, og sagt, „en máske Móri geti það, — og þá stundum hjálpað af búi hans. — Sagan segir, að þessi dæmalausi hundur hali, áður en yfir lauk, verið orðinn svo efnað- ur, að keypt var heil jörð fyrir auð hans. Það orð fór af Gemlufellsfeðgum,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.