Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 5
F Á L K I N N o ÖRLÖG ARNARINS. - ÍSLENSKIR STOFNAR. Örninn. I Nú um áramótin liefir kon- ungur fuglanna verið sýndur hjer, og þykir slíkt stórborg- arlegt. — Fleirum en mjer mun þó þykja fangelsun þessi raunaleg. En raunalegri eru þó forlög Iiinna fáu arna, er enn lifa á íslandi. Fyrir þeim liggur í flestum tilfell- um, eiturdauði. Það skal látið ósagt hvort þeir sem leggja eitruð hræ út á víðavang sjá fyrir hvert stefnir. — Gamlir og reyndir ernir forðast liræ í lengstu lög, þvi kjörfæða arnarins er fiskur, en ungörninn er ó- vandari að mat sínum og jetur flest er til fellur í vetrarhörk- um. Á vorin tíðkast líka víða, að eitra fisk fyrir yrðlinga við erfið gren. en örn jetur nærri undantekningar- laust fisk er hann nær i. Á útkjálkum landsins, þar sem lílið er eitrað fyrir ref og gott til fanga, hafa 1—2 tylftir arnarhjóna lifað af stryknin eituröld þá er átti að vinna bug á liinum smávaxna refahóp, sern lifir við sultarkjör á landi voru. Nú vita allir að þessar miskunnarlausu eitranir hafa ekki haft tilætluð áhrif —- heldur þveröfugt — hrædýrin hafa drepist en „bíturinn" hreinræktast. Hitt er vist, að stofn arnarins og fálkans hafa nærri gjörfallið á ’síðari öldum og þeir sem ferðast um landið vita að það er eitrið sem eyðir stofninum næst eggjaránunum. Mjer er kunnugt um 3 eða 4 erni, sem fallið hafa fyrir eitri hjer á Suðvesturlandi á síðari árum og .’> fálkar drápust við eitrað hræ í Borg- arhólum fyrir 2 árum síðan, og hóp- ar af hröfnum (sem eiga vist ásamt veiðibjöllunni hvergi friðland meir). Eftir að refum tók að fjölga hjer um suðurheiðar aftur, sökum þess, að þeir sluppu úr refagirðingum. þá var farið að eitra lijer um hálendið aftur, mjer er kunnugt um, að 2 ernir liafa fallið hér síðan. Einn i Mosfellssveit og annar i Ölvesi; hvorugan þessara arna gat jeg athugað en frásögn um hin dapurlegu lok þeirra benda á að langvarandi eitur hafi gert þá ósjálf- bjarga. Stryknin drepur skjótt, ef nægileg- ur skamtur kemst ofan í dýrið, en hinsvegar eru dæmi til að t. d. hund- ar er komist hafa í eiturhræ hafa dregist áfram liálflamaðir með krampaflogum dögum saman. En þessir tveir ernir drógust þann- ig upp með máttvana vængi og að lokurn hálfblindaðir. Mjer finst að með þessum fuglum hafi ein mesta prýði Suðurlieiðanna liðið undir lok. Ánnar örninn var reyndar gamall og þunglanralegur og má vera að það liafi verið annar arna þeirra er fyrir 30 árum verptu i Lágafellshömrum. Á vorin var hann vanur að koma á þær slóðir og þang- að leitaði hann til að deyja. Við árósinn á Hafravatni, þar sem hann leitaði áður til fanga, þá ln'ikti liann síðústu dagana hálflamaður með krampaflogum, tilbúinn að ráð- ast á þá er framhjá fóru. Svipuð voru lok ungs arnar er fjell í Ölvesinu fyrir ca. 2 árum. Nú á siðasta vori fjellu 2 ernir fyr- ir eitri í Eystri-hrepp. Gafst mjer tækifæri á að athuga skrokk annars arnarins og var lifur hans rannsökuð, — var þar um greinilega stryknin- eitrun að ræða. Örn þennan þóttist jeg þekkja, því jeg liafði sjeð liann að veiðum í Laxá i Hreppum og þar að auki sá jeg hann í fylgd með öðr- nm erni ungum í Þóristungum (vest- an Þórisvatns) fyrir 6 árum siðan. — Litur hans var frábrugðin lit annara arna og höfuðið óvenju tignarlegt. Hann flaug þá upp með Köldukvísl og stefndi á Sa.uðafell ásamt liinum erninum. Fuglar þessir voru óvenju spakir, og sat annar þeirra skamt frá tjaldi okkar eitt sinn við Laxá 3—4 tíma og virlist hafa mikinn á- huga fyrir 3 löxum er lágu þar. Þetta er i fám orðum liin rauna- lega saga þeirrra 4 arna, er jeg vissi um hjer á Suðvesturheiðum, þeir að þeir væru ramgöldróttir og átlu þeir, eins og síðar verður sagt frá, m. a. að hafa galdrað veður á Egg- ert mág sinn, i hefndarskyni fynr það, að hann ljet Guðrúnu konu sína arfleiða sig og fyrri konu börn sín. — Gjörningar þeirra urðu samt Eggert ekki að neinu meini, þvi að hann kunni líka dálitið fyrir sjer. Þegar síra Sigurður Sigurðsson, prestur í Flatey var dáinn, bjó ekkja hans madama Guðrún Tómasdóttir, þar áfram á eyjunni, en systir henn- ar, Þórey, sem altaf hafði verið hjá henni, dvaldi nú enn með henni og svo bjuggu þær systurnar saman og voru afar samrýmdar. Svo dó ma- dama Guðriin, en þegar Þórey frjetti lát hennar, varð henni svo mikið um, að myllureim hennar sent var úr silfri, sprakk utan af henni, eins og það væri brunninn þráður, og svo fór sorgin með hana, að hún stje ekki á fætur framar og lifði ekki systur sína, nema rúma viku. Madama Guðrún hafði tekið til hverjir skyldu vera líkmenn að sjer og nefndi þar Eggert Ólafsson fyrst- an. Systurnar voru jarðaðar i kórn- um í Flateyjarkirkju og stóð Eggert fyrir því að taka gröfina, en um kvöldið var gröfin ekki fullgerð og vakti þá E.ggert einn yfir gröfinni, í kirkjunni, um nóttina, en það er gamall siður, að vaka yfir gröf, ef hún ekki var fullgerð að kvöldi. —- Hann lá einn um nóttina í kórnum, en um morguninn kom prestsdóttir- in í Flatey á kirkjugluggann og spurði: Er hjer nokkur lifandi inni? Eggert reis upp og játti því. — Það sagði Eggert, að ekki hefði sjer orðið svefnsamt þá nótt, en þó hafi sjer litist það ráð best, að vera kyr og slikt skyldi hann ekki leika aftur að þarflausu. — Síðar sagði Eggert frá því, að um nóttina hefði hann sjeð ýmislegt á sveimi í kirkj- unni,en sjerstaklega hefði þar einn maður verið stór og ægilegur. Hann hafði verið svo hár, að hann gat krosslagt hendurnar yfir kór- bitann. Framh. i nwsta blaði. hafa verið drepnir á smánarlegan liátt. — Þessir klógulu fuglar, sem höfðu 5 feta: vænghaf, og fránust augu, munu aldrei framar gleðja augu vor — - þeir sjást eigi framar bera við vorbláan himininn, nje sigla á meðal skýjanna. Nú vil jeg spyrja þá, sem ant er um stofn arnarins, hvort eigi sje nóg að orðið, — hvort eigi sje hæfilegl að hætta þessum hræeitrunum. — Jafnvel refir og hrafnar eiga heimtingu á að hið tvítuga íslenska riki stöðvi þessa eiturbyrlun. Auk þess eru fjöll og heiðar smánaðar með því að fleygja þessum eiturhræ- uin á víðavang. — Ef hinn síðasti íslenski örn á að húka fangelsaður — til sýnis — eftir að allir ættingjar lians liafa verið drepnir á stryknineitri, þá nninu fleiri stofnar falla á íslandi. II. Skömmu fyrir jól gekk jeg um hafnarbakkann hjá afgreiðslu „Ríkis- skip“ og var þá verið að taka upp úr strandferðaskipi birkilurka ótrú- lega svera. Á vagninum voru 15—20 trje, fæst undir 30 cm. að þvermáli. — Voru þetta íslenskir stofnar? Ef svo er livað varð þeim að falli? Maðkur, öxi eða ágirnd? Þegar jeg sá þessa afhöggnu stofna duttu mjer hinir föllnu ernir i liug. Mjer fanst að hver tslendingur hefði átt að láta draga úr sjer jaxlana fyr en að fella þessi trje, jafnvel þólt þau hafi verið hálfskemd af náttúrunnar völdum. Ríkisstjórnin hefir sýnl mikinn á- huga fyrir að bjarga skógarleifum og skógaræktarstjórinn er manna drengilegastur, en alment er eigi skilningur fyrir því hvað gera þarf fyrir þá fáu skógarstofna, er ennþá prýða landið. — Það má höggva kræklur og kvist en ekki beina stofna, ef þeir eru sýktir eða rótin blásin þarf að bjarga þeim, en ekki fella. Það er ekki sanngjarnt að heimta allar framkvæmdir á þessu sviði af því opinbera. — 1 flestum tilfellum mun þó ríkið sjá fyrir girðingu, eftirliti og plöntum. Enn allir lands- menn eiga áð planta, hver bær á að éiga sinn „heimalund" og hver sveit sinn skógarreit. Ef 10,000 æskumenn planta birki og öðrum harðgerðum trjátegundum í maí ár hvert í 1000 ár, þá munu islenskir stofnar klæða blásið land. Það veitir mikla gleði að sjá plöntur vaxa, sem maður hefir hlúð að — að sjá trje, er maður plantaði fyrir 20 árum verða 7 metra há, og vita að hörn vor geta leikið sjer i skjóli þeirra. Það getur einnig orðið ,,sport“ að græða upp skóg, alveg eins örv- andi og að æfa skíðasveiflur. — Hvað segja hin atvinnulausu ung- menni um að planta skóg vorlangan daginn og iðka svo svifflug í frí- stundunum? Mjer finst að okkur íslendinga varði meiru rækt þjóðarstofnanna, heldur en æsingaræður erlendr.i stjórnmálamanna og flokka þeirra. — En hvoru er nú ætlað meira rúm i útvarpi, blöðum og daglegu tali? Eitur hefir felt hinn fegursta stofn dýraríkis vors, eldur og axir bein- vaxnar bjarkir. — Lífsmeiður lands- ins hefir beðið óbætanlegt tjón. Jeg skora á landsmenn að vera á verði. Væri æskilegl að rikisstjórnin geng- ist fyrir að banna allar eitranir fyrir refi og fugla. -— Útvarpi, blöðum og opinberuni ræðumönnum er trú- andi til að ljá þessum málum fylgi sitt. Skógarrækt getur orðið tísku- alriði eins og margt annað „útisport". Ég veit að t. d. skíðafólk vort xnyndi fagna því, að skógrækt væri hafin í íþróttalegum anda. íþróttir og störf (vinna) eru að- greind um of í daglegu lifi — hver greinin potar sjer. •— En íslenskir stofnar falla þegjandi. — Ernir i dag, birki á morgun. Guðm. Einarsson. frá Miðdal Frönsk kvikmynd um dapurleg örlög. Michele Morgan og Michel Simon í „Hafskipabryggja í þoku.“ Kvikmyndavinir gera sjer miklar vonir um þessa kvikmynd, sem 18 ára gömul stúlka, Michele Morgan leikur aðalhlutverkið í. Kvikmyndin er bygð á raunsæis- róman eftir rithöfundinn Pierre Mac Orlean. Myndin lýsir dapurleg- uin örlögum fólks, er býr í hafnar- hverfum Le Havre. Aðalléikendurnir eru Jean (Jean Garbin), maður sem strokið hefir úr frönsku útlendingahersveitinni og ung, frönsk stúlka, Nelly (Mie- hele Morgan). Þegar Jean er í þann veginn að flýja til Suður-Amerikú með gufuskipi, hittir hann Nelly og verður ástfanginn af henni. Hún býr hjá Zahel stjúpföður sínum, en þar sem hann hefir margsinnis ætlað að þvinga hana til atlota við sig, hefir hún ákveðið að fara af heimilinu. En þá verður Nelly þess vör, að Zabel ætlar að ljósta upp um Jean, og í örvæntingu sinni fer lhin til hans aftur og biður hann að hætta við áform sitt. Stjúp- faðirinn verður nú hamslaus af af- brýði. Hann gerir tilraun að taka Jiana með valdi, en á síðasta augna- bliki kennir Jean henni til hjálpar. í viðureigninni lætur Zabel iífið, en Jean og Nelly flýja. Áður en þau sleppa er Jean særður af einum vina Zabels, og gefur hann upp andann i faðmi ástmeyjar sinnar. Af framansögðu sjáum við að myndin er sorgleg og lýsir aðeins hinum dökku hliðum lífsins, en það er gert með snild, af frábærum leikurum. Tyrone Power og Alice Faye, sem ljeku aðalhlutverkin í „Bruni Chica- goborgar", er sýnd var hjer fyrir skömmu í Nýja-Bíó.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.