Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 13
F A L K 1 N N 13 Samtíningur. 3 Eftir ÓLAF FRIÐRIKSSON Vilhjálinur Stefánsson ritar aðal- greinina i janúarhefti tímaritsins Natural History, sem kemur út í New York, og er hún um hvarf íslendinganna í Grænlandi. í neöan- málsgrein bendir ritstjórinn á, að Vilhjálmur sje einn frægasti land- könnuður vorra tíma, og að fáir muni vera betur færir að rita um þetta efni en hann. Vilhjálmur segir þarna sögu græn- lenska landnámsins, og hvernig mun- ir úr íslendingabygðunum hafi fund- ist alt norður í Eboh, en það er viðlíka langl l'yrir norðan Eystri- bygð í Grænlandi, eins og ísland er langt fyrir norðan Spán. Hafi íslendingarnir annaðhvort farið svona langt norður, eða munirnir borist með Skrælingjum, er hafi verslað við þá. Hann bendir á, að örlagahjól Grænlendinganna hafi byrjað að snúast á ógæfulilið, þegar lýðveldið leið undir lok, árið 1261, og þeir gengu undir Noregskonung. En þá hafi lýðveldið verið búið að standa í 271 ár — það er hundrað árum lengur en Bandaríkin eru bú- in að vera lýðveldi. Hann talar um, hvernig fundur Grænlands sje sama og fundur Ameríku, það er að segja, bætir hann við, ef menn vilji telja Island til Evrópu. En Vilhjálmur virðist helst vilja telja ísland til Vesturheims og kemur svipuð liugs- un fram í kvæði hjá Stepháni G. Stephánssyni. Vilhjálmur segir frá tveim kenn- ingum um afdrif íslendinganna í Grænlandi: að þeir liafi liðið undir lok, af áhrifum svartadauða, hung- urs, og vegna árása skrælingja, og hinni kenningunni, að þeir hafi breytt um lifnaðarhætti, liætt bú- skap, tekið upp selveiði, og bland- ast sarnan við skrælingjana. Hafi þeir menn komið með þessa skoð- un, án þess að vita hver al' öðrum. Friðþjófur Nansen kom ineð haná, en mun ekki hafa vitað um að Eilert Snudt, landi hans, hafði kom- ið ineð hana 1860. En fyrstur hafði sett hana fram íslendingurinn Egill Þórhallsson, er var prestur í Græn- landi. Þótti honum hlægileg sú kenning, að svartidauði hefði drep- ið meira af hvítum mönnum í Græn- landi, en skrælingjum, (ef svarti- dauði hefði komið þar), því reynsl- an sje alstaðar sú, að drepsóttir, cr komu frá hvítum mönnum, drepi meira af frumþjóðum en hvítum mönnum, og margt annað tilfærir hann, og þykir Vilhjálmi Stefáns- syni Egill hafa sannað, að íslend- ingarnir liafi ekki dáið út, heldur blandast skrælingjunum. Það er nú talið fullvist að svarti- dauði hafi aldrei borist til Græn- lands. Vita menn um að siglingar voru engar til Grænlands á þeim árum, er hann geláaði og að þær hófust ekki aftur fyr en tveim ár- um eftir að honum linti. Mikið þykir þeim, sem halda fram skoðuriinni um að ÍSlendingarnir hafi ekki dáið út, koma til vitnis- burðar Hans Egede, norska prests- ins, er fór til Grænlands til þess að liæta kristni manna þar, en fann ekki annað þar en heiðna veiðimenn og var þess fullviss að hinir fornu íbúar hefðu allir liðið undir lok. Segir Egede menn þá, er hann liitti fyrir, vera með breið andlit, flöt nef og dökkan hörundslit, en segir samt að sumir þeirra sjeu með snotur andlit og ljósir á hörund. En á þessu má sjá, að sú blöndun kyns- ins í Grænlandi, sem haldið hefir verið að hafi orðið eftir að sigling- ar hófust að nýju til Grænland.s, liefir þegar verið orðin, þegar Eg- ede kom jiangað. Fæstir vita, að stærsti leiðangur- inn, sem farinn hefir verið til Græn- lands, bæði fyr og síðar, hafa ís- lendingar farið. Það var árið 985, þegar 25 skip lögðu af stað þang- að í einu, undir leiðsögu Eiríks rauða, til þess að nema þar land. Fjórtán af þessum skipum komust til Grænlands, en af hinum ellefu fórust sum, en sum hrakti aftur til Islands, og hættu þeir, sem á þeim voru, við förina. Það er styttra til Grænlands frá Veslfjörðum, en frá Austfjörðum ti) Færeyja. En austurströnd Græn- lands er lítt byggileg, enda er liafis þar undan landi mestan hluta árs, og vissi Eiríkur rauði þetta. Ferð- inni var því heitið suður með aust- urströndinni, fyrir suðuroddann — Hvarf, (sem þýðir staðurinn þar sem snúið er við), og norðnr með vest- urströndinni, sem langtum er vist- legri. Landnemarnir settust að í tveim hjeruðum, og er all-langur óbygðakafli á milli þeirra: Eystn- bygð sunnar, og Vestribygð norðar. Er álitið að 35 til 50 manns hafi verið á hverju skipi, og að það liafi því verið 5 til 7 hundruð manns, er fluttu í öndverðu til Grænlands. Talið er að í Eystribygð hafi verið um 200 bæir og 12 kirkjur. Hafa fundist þar rústir af 150 bæj- um og 9 kirkjum, þar á meðal Hvals- eyjarfjarðarkirkjan, standa veggir og stafnar hennar nær óskemdir, en hún er úr steini. En í Vestribygð voru 90 bæir og 4 kirkjur. Hata fundist þar rústir af 70 bæjum og 3 kirkjum. Stærsta kirkja í Græn- landi liefir verið á biskupssetrinu Görðum, hefir ln'in verið 27 metra löng og 16 metra breið — löluvert stærri en dómkirkjan i Reykjavík. Eiríkur rauði var fæddur í Nor- egi, en mun hafa verið barn að aldri, er hann kom hingað með föður sínum og var land hjer þá albygt. Hafa margir því viljað telja hann Norðmann, og Norðmenn sjálf- ir talað um landnám Norðmanna i Grænlandi, þó ekki hafi aðrir verið fæddir í Noregi af þessum 5 til 7 hundruðum,, er vestur flultu, en Eiríkur. í Flóamannasögu stendur: „Þá var ok með Ilákoni jarli Eiríkur rauður, islenskur maður, er siðan fann og bygði Grænland". Varla þarf að efast um að Eiríkur hefir sjálfur skoðað sig sem íslending, en ekki Norðmann, enda snjeri hann til íslands, til þess að fá aðstoð til þess að byggja Grænland, en ekki til Noregs. íslensku landnemarnir er fóru til Grænlands, höfðu með sjer allar teg- undir húsdýra, sem þá þektust hjer. í öskuhaugunum við bæjarrústirnar grænlensku, hafa fundist bein úr kúm, kindum, geitum, hestum, hund- um og svínum. Engin kattabein hafa fundist þar, en vafalaust hafa ein- hverjir landnemanna haft með sjer ketti. Landlág i íslendingabygðunum gömlu í Grænlandi er mjög ólíkt og á íslandi. Sljettlendi er þar lítið, en langir og mjög mjóir firðir skerast inn í ladið. Er berl og snautt við fjarðarmynnin, og all-langt inn eftir, en grösugt hið innra, og mun óvíða vera jafnmikill munur á veðráttu. Því oft er sólskin dag eftir dag inn- fjarða, og viku eftir viku, þó sífeld súld og rigning sje í ytri lduta fjarð- anna. Grænland fanst litlu síðar en ís- land. Maður að nafni Gunnbjörn Úlfsson fann það, hann hrakti þang- að og var það nefnt Gunnbjarnar sker. I Landnámu er sagt frá tveim mönnum, Snæbirni golta Hólmsteins- syni, og Hrólfi, er fóru saman að leita Gunnbjarnarskerja, og höfðu tólf rnenn hver. Þeir liöfðu vetur- setu á austurströnd Grænlands, og fengu mikla snjóa, en um vorið drap Hrólfur Snæbjörn, og var síðan hald- ið aftur til íslands. Vafalaust hafa fleiri rannsóknarferðir verið farn- ar, sem ekki hafa verið skráðar, þvi varla liefði geymst minningin um þessa för þeirra Snæbjarnar og Hrólfs, ef ekki liefðu verið vigaferli i sambandi við hana. Eiríkur rauði var sekur maður er hann fór að leita Gunnbjarnar- skerja. Þessi sekt hans gaf tilefnið til þess, að hann fór í rannsóknar- ferðina vestur, en vafalaust liefir honum löngu áður verið búið að detta það í hug. Á frásögn sögunnar má sjá, að hann hefir rannsakað Grænland mjög gaumgæfilega, og þarf ekki að efa að frásögn sögunn- ar sje rjett, þvi landskostir eru hvergi jafngóðir hvorki í Eystri- nje Vestribygð, eins og í Brattahlíð, þar sem hann nam sjálfur land, og á Görðum, þar sem hann gaf land Þorvarði hinum auðga, tengdasyni sínum. Þegar haldið er inn firðina í Eystribygð, má enn i dag sjá hvar bygðir íslendinganna voru, þvi flest túnin, sem voru, eru ennþá græn, og stinga mjög i stúf við umhverfið. En i þessum gömlu túnstæðum eru margar tegundir grasa, sem hvergi vaxa annarsstaðar á Grænlandi, en eru algengar á íslandi. Hefir fræ þeirra borist með heyi, er land- námsmennirnir höfðu með sjer handa búpeningnum. Grasafræðing- urinn Ostenfeld, sem mikið liefir rannsakað gróðurríki Islands og Grænlands, álitur að af 400 æðri jurtum, sem vaxa í Grænlandi, muni 50 hafa flutst þangað með íslend- ingum. Margar tegundir af skor- dýrum eru í Eystri- og Vestribygð á Grænlandi, sem lika eru á íslandi, en ekki á austurströnd Grænlands, nje annarsstaðar þar i landi, og er álitið að þau hafi borist vestur á sama liátt. Meðal fornminja, er fundist hafa í Grænlandi, eru hringir, krossar, bagall (biskupsstafur) úr rostungs- tönn, ker úr tálgusteini, ausur og fiskspaðar úr trje og tálgusteini. Líka fanst neðri hluti af skyrkeraldi, og voru garðirnar úr hvalbarða. Einnig liafa komið í ljós kornkvarn- ir, snældusnúðar úr tálgusteini og vefsteinar, og tálgusteins-taflmenn. í kirkjugarðinum i Brattahlíð fanst lítill steinn er á var letrað með rúnaletri: : laiþi inkibiarkar, það er leiði Ingibjargar. Þegar Finnur .lónsson prófessor ritaði sögu Grænlendinga, þóttust menn hafa sjeð á bæjarrústunum í Grænlandi, að bæirnir hefðu verið brendir og kendu það skrælingjum. Nýrri rannsóknir liafa leitt i ljós að þetta er rangt, þeir hafa ekki verið brendir. „Dó?“ Erissa ypti öxlum. „Hún var brend i W,oking. Það er ekki nieira um það að segja. En maður getur giskað á.“ Og undir eins og liann liafði eignast auð- inn fór liann hingað. Það virðist hafa verið ráðið fyrirfram?“ „Það var það lika. Hann var opinskár. Hann hefir sagt mjer, að það hafi aðeins verið tii þess að komast hingað, að hann giftist ekkjunni • eftir stríðsgróðamanninn. Hann hlær þegar hann segir frá þesskonar.“ Trent fanst að Ahtee mundi tæplega trúa stúlkunni fyrir leyndarmálum sínum, nema hann hefði liana á einhvern hátt á valdi sínu. „Mjer skilst,“ sagði hann, „að það muni eitthvað vera í fortíð yðar, sem þjer viljið ekki að Cleeve komist að?“ „Það er mál, sem liann mundi liata mig fyrir, ef hann kæmist að því. En nú er alt úti milli okkar Cleeve.“ Trent sá að í fasi hennar og láthragði var ýmislegt með aust- urlandakeim, sem hún reyndi að dylja. „Cleeve er þess virði að harist sje fyrir honum,“ sagði Trent. Ef jeg væri i yðar sporum mundi jeg ekki sleppa lionum við fyrsta högg. Eigum við að fara inn til hinna?“ Það voru Trent og Dayne, sem sóttu Ahtee upp i klæðaskápinn og leiddu hann ofan í salinn, þar sem gestirnir höfðu allir safnast. Hann var rólegur og stiltur og virtist hvergi liræddur. „Að því er mjer skilst,“ sagði liann og brosti, „hefir þessi maður, sem komið hefir hjer óboðinn borið á mig ýmsa glæpi, þar á meðal morð. Ykkur þykir máske gaman að heyra, að hann ruddist inn til mín og hótaði mjer allskonar refsingu, ef jeg út- vegaði honum ekki Jiegar í stað stóra fjárupphæð. Jeg neitaði því vitanlega.“ ..Vissi jieg ekki?“ sagði Ehnore sigri hrósandi. „Það getur liver maður sjeð hverskonar maður Jietta er.“ „Það gelður mig,“ sagði Ahtee, „að jeg á að minsta kosti einn vin meðal Jjessa fólks, sem ekki hefir haft neitt á móti að njóta gestrisni minnar. Jeg neita að láta þvínga

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.