Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N c^LOFTRÆNINGJARNIRood í)AÐ VAH HRÆÐILEGT — óhugs- anlegl — fráleill — þaS var gíf- urfrjett lýginna blaðamanna! Skip rænt úti í liafi og ræningjarnir í flugvjel — ráðist á póstskipin milli Liverpool og New York — og l>að á tuttugustu öldinni! Og samt var þetta staðreynd. Hinn 15. ágúst sendi „Transitania“ S.O.S.- skeyti, og var þá stödd nær tvær dagleiðir frá Liverpool: „Gullbörrum fyrir 200.00 sterllngs- pund rænt af okkur. Ræningjarnir i stórri sjóflugu, sem merkt var með hauskúpu og krosslögðum leggjum, neðan á vængjunum. Flugan hvarf í NNÖ—Ö átt. Staða okkar 50° 45 n.br. — 30° 15 austurbr.“ Atlantshafsskip Breta og Banda- ríkjanna náðu skeytinu og hröðuðu sjer á vettvang en báðu jafnframt um gleggri upplýsingar um vjelflug- una loftleiðis. Tvö farmskip svöruðu. Þau höfðu bæði sjeð l'luguna fara hjá i lítilli hæð og stefna í norðaustur. Svo náði flotamálastjórnin sambandi við Scotland Yard og sendi forgangs- skeyti í allar áttir: „Lögregla og strandgæsla á vest- urströnd írlands hafi gætur á stórri sjóflugvjel eða flugbát, merktum hauskúpu og krosslögðum leggjum íieðan á vængjunum.“ Hinn 12. september kom næsta þruman: Aukablöð tilkyntu með tröllaletri: NÝTT SJÓRÁN. MILJÓN PUND- UM RÆNT! Gloria Fearne, sennilega dugleg- asta flughetja allra kvenna í heimi, var að koma heim úr flugmanna- veislu. Hún sá að það var ljós inni hjá föður hennar og fór því þangað lil þess að bjóða honum góða nótt. Þegar hún kom inn sá hún, að hann sat hokinn í stólnum og horfði fram- undan sjer. — Pabbi —hvað gengur að þjer? spurði Gloria. Hann leit til hennar og reyndi að brosa. — Jeg hefi orðið fyrir dálitlu tjóni, sagði hann. — Ekki er það nú annað. Lestu þetta! Hann rjetti henni dagblað og hún las: „Eimskipið „Cadornic" frá Moon-skipafjelaginu hefir verið rænt af flugræningjum. Fengur þeirra var skartgripir og gimsteinar fyrir eina miljón punda, sem sendir höfðu verið af Everett í London til Blend- heim í New York. Fjórir leynilög- reglumenn höfðu verið látnir fylgja sendingunni, sem var vátryggð hjá Lloyds.“ — Pabbi, hvíslaði hún, — erum við gjaldþrota? — Nei, en þetta er þungt áfall. Skaðinn nemur 100.000 pundum : minn hlut — það er alt og sumt, en ef þetla heldur áfram .... — Láttu ekki hugfallast, pabbi, sagði Gloria. — Jeg vinn eflaust 100.000 punda verðlaunin, sem heit- in eru sigurvegaranum á flugmótinu í New York — og hver veit nema ræningjarnir náist áður en þeir hafa komið af sjer ránsfengnum. — Og svo hefirðu mig! Fearne brosti og kysti dóttur sína og— gleymdi raunum sínum um slund, meðan Gloria var að segja frá síðasta afreki lillu rauðu vjel- flugunnar sinnar — hæðarmeti, sem ekki var barnaleikur að ryðja. 'M' ÆSTU DAGANA var alt á tjá og tundri og nú hófst flotamála- stjórnin handa í alvöru og sendi tvo tundurspilla og fiugsveit fjögra vjela til þess að vera á verði við vesturströnd írlands. Og til þess að láta ekki standa upp á sig, sendu Bandaríkin hehningi fleiri og svo loftskip að auki. Þrjár vikur liðu og ekkert bar til tíðinda og fólk var að gleyma rán- ununi. írska lögreglan leitaði í sí- felhi að flugunni, en flest blöðin voru þeirrar skoðunar, að ræningj- arnir mundu nú hættir, eftir að hafa fengið miljónina. Um þetta leyti sátu nokkrir graf- alvarlegir menn á fundi í nefndar- herbergi i kauphöllinni. — Eins og ykkur mun kunnugt, á ,,Ástralía“ að flytja dálítið af ónot- uðu gulli vestur. Aðeins 100.000 pund. Og í þetta skifti verður ekk- erl tilkynt um það opinberlega. Sannast að segja finst mjer ekki viðlit, að við reiknum venjulegt ið- gjald fyrir þessa tryggingu. Við verðum að taka stríðs-iðgjald. — Jeg vil hafa þriðjung, sagði gamall maður með hvítt tjúguskegg. Það er að segja stríðsiðgjald. Annars ætlar dóttir mín með þessu skipi lika, — hún ætlar að hafa flugvjel með sjer. Svo-o! Til New York? á flug- mótið. Jeg óska yður til hamingju. Jeg vona að hún vinni aðalverð- launin. — Það er ekki henni að kenna ef það tekst ekki, sagði gamli maður- inn og brosti. — Jæja var það nokk- uð fleira. Ef svo er ekki þá skulum við slíta fundi. Þeir fóru skrafandi út, og maður sem sat í litlu herbergi í húsinu sem var áfast við kauphöllina, tók af sjer hlustartækin og lagði þau inn í hirslu, sein var full af allskonar kynjatækjum og lokaði hurðinni, svo að nú leit þetta út eins og venjuleg- ur skápur. Svo tók hann símskeyta- eyðublað og skrifaði: Sharding Mullaglóch Irland uin- samlegast sendið hundrað skiv- teini á þúsnnd okkar skjul fara stórnm hœkkandi með nœstn tii- kynningu australia nokknð óviss ógild strax öll síðnstn samninqa nema tvö sjá nánar brjef ógild líka um síðnstu sending australin. Anstey. Hann hringdi bjöllu og inn kom maður með lítil augu. —■ Nokkuð að frjetta, húsbóndi? spurði hann. Hinn rjetti honum skeytið. Hann las það og brosti drýgindalega. —Ágætt dulmál, þetta. Enginn læl ur sjer detta í hug, að lesa aðeins þriðja hvert orð í skeytinu. — Nei, eða að leita að liljóðnema undir borðinu í einkaherbergi Lloyds í kauphöllinni. — Já, það verður ekki af O’Brien haft, sagði toginleiti maðurinn og leit á skápinn í horninu. Það var hans verk. Hann er heilinn i komp- aníinu. —- Nei, andmælti hinn. Dutcli Jake er lieilinn — hann hefir skipu- lagt þetta. Alt hitt er eingöngu iðn- fræðilegt verk. — Jæja, það er kanske rjett, sagði hinn fyrri. Hann tók skeytið og fór og skömmu siðar fór hinn maðurinn líka. Messr. Anstey & Co. höfðu lok- að skrifstofunni í dag. "WTKU SÍÐAR sigldi „Australia" frá Southampton Dock til New York með nálægt þrjú hundruð farþega innanborðs, talsvert af stykkjavöru og leynilega sendingu gullbarra. 100.00 punda virði, og nákvæmlega merkt „BLÝ". Svo vel hafði þessu verið komið fyrir og svo leynt hafði það farið, að jafnvel ekki sniðugustu gífur- frjettaritararuir höfðu orðið neins varir. Eigi að síður var burtför „Australia" söguleg, þvi að með skipinu fór ungfrú Gloria Fearne ásamt litlu rauðu flugunni sinni i þéim tilgangi að vinna frægð og sigra í New York. Tveimur dögum eftir burtförina stóð Gloria uppi á brúnni og var að tala um sigurhorfurnar á flugmót- inu, við skipstjórann. Skipstjórinn vár að segja, að hann þyrði að veðja skyrtunni sinni um að hún sigraði, en liagnaði alt i einu. Hann starði upp i himingeiminn og þóttist lieyra lágt suð. Gloria leit í sönni áttina og hann. - Hvað cr þetta? spurði hún. — Er það einhver sem ætlar að fljúga yl’ir Atlantshafið án þess að nokkur viti af, eða er það — — Hun lauk ekki setningunni. Dep- illinn uppi í skýjunum, sem þau höfðu starað á, varð stærri og nú sást að þetta varð tvíþekja. í sama bili heyrðist rödd við hliðina á henni Hún leit við. Loftskeytamaðurinn var að rjetta skipstjóranum skeyti. Hann var fölur af geðsliræringu. Flugan sveimaði nú yfir höfðuni þeirra og krökt var orðið á þilfar- inu af farþegum, sem horfðu upp. Skömmu síðar sást eitthvað dökt detta frá vjelinni ofan í sjó. Augna- bliki síðar heyrðist hvellur og skvett- urnar stóðu hátt í loft úr sjónum, rjett fyrir framan kinnunginn á skipinu. Skipstjórinn greip þegar vjelasímann, skipið hægði á sjer og vjelar þess stöðvuðust. En flugvjel- in stóra hnitaði hring yfir skipinu. — Má jeg sjá skeytið? sagði Gloria. Skipstjórinn rjetti henni það, og liún las: „Skipstjórinn, Australia. Þjer hal'- ið 100.000 í gullbörrum um borð. Skipið þeim út í bát og skiljið hann eftir. Annars skjótum við skipið í kaf. Þjer vitið að við getum og ætl- um að gera það ef þjer hlýðið ekki eða ef þjer reynið að kalla á hjálp. Loftræningjarnir." Gloria sá er hásetarnir drógu þungan kassa upp úr leslinni og komu honura ofan í bátinn. Svo var báturinn látinn síga. Eftir nokkur augnablik heyrðist skipun frá brúnni: „Fulla lerð áfram!“ Skipið fór af stað á ný og kortjeri síðar var eftirskildi báturinn eins og smá- depill við sjóndeildarhringinn. og þá settist stóra flugan á sjóinn rjett hjá honum. Gloria sá í kikinum, að strigabál með tveimur mönnum var skotið út frá flugvjelinni. Hún sá bátinn konia aftur og eftir nokkrar mínútur hóf vjelin sig til flugs. altur og flaug hægt til norðausturs. Gloria var fljót að taka ákvörðun. Þeir skulu sannarlega ekki sleppa í þetta sinn, sagði hún bálreið. — - Skipstjóri, jeg ætla að búa vjelina mina til flugs. Skipstjórinn leit forviða á hana. — Vjelina yðar ....? - Já. Þjer verðið bara að láta losa bómu og lyfta mjer fyrir borð, svo skal jeg sjá um hitt. Fljótir nú, við megum engan tíma missa. — En — bensín •—? Jeg hefi bensín lil 4000 kílo- metra flugs, sagði Gloria. — En veðrið, maldaði skipstjór- inn í móinn. Við fáum rok og þjer getið ekki lyft vjelinni til flugs í þessum sjó. — Ræningjarnir voru að lyfta sjer, sagði Gloria. — Gott og vel, sagði skipstjórinn og söðlaði um. Ilann gaf skipanir. og 10—12 menn fóru að leysa flug- vjel Gíoriu undir hennar yfirstjórn. Þeir tóku yfirbreiðslurnar, skrúfuðu vængina á og sneru skrúfunni. Hún hleypti sjer í rauða flugbúninginn og klifraði upp í sætið. Vjelin var hengd i bómuna og látin siga. Gloria hjekk fyrir utan skipshliðina, vjelin seig uns hún komst á flot. Hún los- aði talíuna úr og eftir tæpa mínútu lyfti hún sjer Ijell og fallega af öld- unni. Skipið fjarlægðist og varð eins og kikfang. Gloria kom sjer fyrir og hugsaði nú ekki um neitt nema ræn- ingjana og vjelstjórnina. Hún ákvað að fljúga upp fyrir skýjalagið, úr því að hún sá ekki rænirigjavjelina fyrir neðan það. Eft- ir nokkrar minútur var hún undir beiðum himni og í glampandi sól- skini en undir henni voru skýin eins og alsnjóa jörð. Hún rýndi fram undan sjer eftir bráðinni. Kom auga á dökkan blett í fjarlægð. Hún stöðvaði mótorinn og rann áfram á svifi og hlustaði. Landnyrðingurinii hvein i stögun- um, en liann bar líka annað hljóð með sjer látlausan nið frá þrem- ur sterkum mótorum, daufan og fjar- lægán, en þó svo, að ekki var um að villast. Það lierti á vindinum. Litla vjelin vaggaði og steypti stömpum eu mið- aði þó áfram. Gloria leit á bensín- mælirinn. En var nóg á geymirnum, en henni miðaði lítið. Hún áætlaði, að hún mundi vera uiii 500 kíló- metra undan írlandsströnd. Ræningjavjelin seig ofan i þoku- þyknið og hvarf. Og Gloria gerði eins. Hún sá ekkert frá sjer. Skýin voru eins og ullarbingur kringum hana, rigningin (iundi á vængjunum og hreyfillinn urraði og stundi. Lægra og lægra, þangað til sjötta skilningarvitið sagði henni, áður tn bún leit á hæðarmælirinn, að hún væri komin of lágt, og selturokið úr sjónum minti hana á, að rjett væri að hækka sig aftur. Gegnum gat á þokunni sá hún hvítkemdar öldur hafsins teygja sig í áttina til liennar. Hún varð ekkert vör við stóra flugbátinn, enda sá hún ekki nema nokkra metra framuhdan sjer. Veðr- ið hafði aukist og hún varð að ein- beita vjelinni til þess að ná hæð aftur. Henni tókst að hækka um nokkur luindruð fet, en hærra komst hún ekki. Það var vonlaust verk að ætla sjer að elta ræningjana — hún þurfli á öllu sínu að halda til þess að lialda vjelinni á lofti og missa ekki stefnuna. Áreynslan fór óðum að þreyta hana. Hún greip sig þráfaldlega í ooo Smásaga eftir Harcourt Robertson. ooo

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.