Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 því að lialla sjer aftur á bak og slaka takinu á stjórnvölnum. Tvisv- ar lenti hún í ,,spin“ en tókst a'ð snúa sjer úr Jjví, en hún fann, að kæmi það fyrir einu sinni enn mundi hún ekki liafa orku til að bjarga sjer við. Stormurinn ólmaðist og lamdi hana svo að henni lá við yfirliði. Hún reyndi að skima fram undan sjer og sjá land, og nú var farið að skyggja. Alt i einu stöðvaðist hreyfillinn. Gloria brosti í örvæntingu sinni. Svo fann hún sterkt högg neðan frá — hana tók í hverja hnútu í öllum líkamanum og það lá við að hún slengdist upp úr sætinu. Og svo heyrði hún brothljóð og bresti og fann nýtt högg. Vjelin stóð kyr. Hún var lent — en hvar? Hún ætlaði að brölta út úr vjel- inni, en var svo loppin, að hún gat ekki spent af sjer mittisólina. Svo seig höfuðið niður á bringu — hún svaf. Eftir rúman klukkutíma vaknaði hún aftur og gat ekki áttað sig á hvað hefði eiginlega gerst. Storminn hafði lægt og hún sá stórt gult tungl- ið milli skýjaklakkanna, og móta fyrir gróðurlausu klettabelti. Gloria jniklaði kringum sig eftir hitaflöskunni og smjerbrauðsbögglin- um. Hvorttveggja var óskemt. Hún át og drakk og þróttur færðist í hana á ný. Svo spenti hún af sjer ólina og brölti úr vjelinni. Hún nötraði þeg- ar hún steig á fæturna. Hún skimaði kringum sig. í fjarska sá hún ljós. Og hjelt í þá áttina. Skömmu síðar kom hún að víg- girðingu og klifraði yfir hana. Hjer varð mýkra undir fótinn og ljet und- an i hverju spori eins og í mýri. Ilenni fanst eins og tekið væri um öklana á sjer og nú ætlaði hún að lyfta hægri fæti, sem hafði sokkið í upp á miðjan legg. En þá sökk hún dýpra í þann vinstri. Hún taut- aði, Þegar hún var sokkinn upp í mjaðmir sá hún loks hvað um var að vera. Hún liafði lent í feni. Og nú hrópaði hún eins og lungun leyfðu: - Hjálp — hjálp — jeg sekk! En þögnin ein svaraði henni. Gloria hrópaði á ný. r'.AL’DE E. TORRINGTON frá Nevv York, sem um þessar mundir var í leyfi á írlandi, hafði vilst. Og það sem verra var, hann hafði lent i slagveðrinu og var hundvotur. Nú var hann að velta því fyrir sjer hvort hann ætti að halda áfram eða setja þar sein hann var kominn og hvíla sig. Hann afrjeð að setjast i fimm mínútur og lagði frá sjer þungan riffilinn og fimm stóra fugla, sem hann hafði skotið. Buddy, svarti hundurinn hans, settist líka, en aðeins augnablik, svo tók hann aftur á rás, síhnusandi. Nú gelti hann. Og í þögninni sem á eftir kom heyrði Claude dálítið annað: kvenrödd sem kallaði: Hjálp — jeg sekk í feninu! - Bíðið þjer róleg! hrópaði han i. ,Ieg kem undir eins! Enn heyrðist hróp úr fjarska og Claude og hundurinn runnu á hljóðið. Gloria var sokkin upp í mitti. Hún bafði hætt að brjótast um, þvi að við umbrotin sökk hún dýpra og dýpra. Nú var maðurinn hennar eina von, sá sem svarað hafði kalli henn- ar. Nú sá hún móta fyrir honum. Farið þjer gætilega, sagði hún. Yið skulum ekki festast bæði. Hann rjetti henni eilthvað, og hún greip uin hlaup á byssu. Fiinm mín- útum síðar stóð luin við hliðina á bjargvætti sínum, á nokkurnveginn föstum grundvelli. — Ekki veit jeg hvernig jeg á að þakka yður þetta. — Verið þjer ekki að l'ást um að þakka. Það sem yður er nauðsyn- legast núna er bað, og svo eitthvað heitt að drekka. Hvar eigið þjer heima? Hún hló. - í London, svaraði hún, en jeg kemst víst ekki þangað í kvöld. .Teg hrapaði í flugvjelinni minni. Drottinn minn! hrópaði Glaude. — Ofan í fenið? Nei, á þurru. Jeg lenti í mýr- inni þegar jeg gekk á ljósin þarna. Það er Mullaglocli, sagði mað- urinn. Og nú veit jeg hvar jeg er. Heyrið þjer, það var heppilegt, að jeg skyldi villast. — .1 á, heppilegt fyrir mig, sagði Gloria. — Kanske fyrir okkur bæði, sagði Claude og bætti við: Mjer þykir gam- an að ungum stúlkum sem gela hleg- ið að dauðanum. — Við skulum fara inn i þorpið, flýtti Gloria sjer að segja —- Er nokkuð gistihús þar? Gloriu var tekið með alúð og for- vitni á gistihúsinu Stag í Mullagloch, en vegna þreytunnar slapp hún með að segja frá ferðum sínum og eftir tæpan klukkutima var hún stein- sofnuð. Morguninn eftir tjekk hún kaffi í rúmið og meðan hún drakk það var hún að hugsa um, hvernig hún gæti fengið gert við vjelina sína. Meðan á þeim umjjenkingum stöð var drepið á dyr. — Handtaskan min! sagði Gloria er stofustúlkan setti töskuna á gólf- i'\ — Hver fann hana? — Mr. Terrington. Hann bað mig að segja yður að hann mundi bíða yðar niðri þegar yður þóknaðist, svaraði stúlkan. — Jeg kem eftir stutta stund, sagði Gloria. Kortjeri seinna tók liún í hendina á bjargvætti sínum. Hann virti hana fyrir sjer. Hvernig Iíður yður í dag, ungfrú Fearne? spurði hann. Hvernig vitið þjer að jeg heiti Fearne? — Jég mundi þekkja yður hvar sem væri, af myndunum í blöðunum, svaraði Claude, jafnvel þó jeg hefði ekki fundið vjelina yðar. Meðal ann- ara orða: jeg býst við að það gleðji yður að heyra, að vjelin er ekki skemd að neinu ráði. Jeg býst við, að ef við fáum smiðinn í lið með okkur getum við gert liana flugfæra á einum eða tveimur dögum. Jeg ljet aka henni heim í lilöðu lijá O’Gray — þarna sem jeg á heima, svo að við getum farið að gera við hana hve- nær sem er. — Við? sagði Gloria. Já, við, svaraði Claude, ákveð- inn. — Jæja, fyrst verð jeg nú að senda honum föður okkar jeg meina mínum — símskeyti. — Símstöðin er hjerna á horninu. Þau gengu niður á götuna og voru að sveigja inn á símstöðina þegar hún vjek úr vegi fyrir tveimur mönnum, sem komu út. Annar var ljótur, digur en kumpánlegur og auðsjáanlega þýskur Amerikumaður - hinn svartur ýfirlitum og veiklu- legur. Gloria horfði fast á hinn síðar nefnda og svo Torrington til mikillar undrunar — fór liún inn og keypti nokkur frímerki og kom svo út aftur. Heyrið þjer, þjer gleymduð skeytinu, sagði hann. Gloria liristi höfuðið. Jeg vil ekki senda það hjeðan. Jeg hefi sjeð dálítið, sem varð mjer umhugsunar- efni. Hvernig getum við komist i næsta þorp? Jeg skal aka yður þangað í biln- um minum, sagði Claudc. Hann reyndi að fá hana lil áð segja sjer af ljetta á leiðinni. — Heyrið þjer, sagði hann. Segið þjer mjer nú frá öllu saman. Hvað er á seiði. Hafið þjer sjeð ræningjana, eða hvað? - Nei, sagði Gloria. — En jeg sá áðan mann, sem allir hafa haldið að væri dauður. — Ha — Sharding? spurði Glaude. Rauða þrjótinn stóra, sem raksl á yður í pósthúsdyrunum. Haldið þjer að hann sje annar en hann þykj ist vera? Hver þykist liann vera? Ríkur Amerikumaður sem er lijer á dýraveiðum. Hann hefir leigl Mullagloch kastala nálægt 25 kíló- metra hjeðan — og fer í veiðiferðir, sem hann býður fjölda manns í. En hann og gestir hans hafa lítið saman við þorpsbúa að sælda. — En hinn maðurinn? spurði Gloria. — Ransome? Það er ritari hans. Þeir eru altaf saman. Ransome er írlendingur. — Já, hann er það, sagði Gloria. Bíðið þjer við! Torrington hamlaði. Munið þjer eftir stóru áætlun- arflugunni frá Royal Mail, sem hvarf i fyrra? spurði Gloria. Hún lagði eitt kvöldið i flug farþegalaus, veðr- ið var slæmt og engan langaði til að fljúga, en áætlunarferðir verður jafnan að fara þó ekkert sje að flytja. Vjelin fanst aldrei, en hálf- um mánuði síðar fanst brak úr flugu við Suður-írland. . — Já, jeg las um þetta, sagði Glaude. Og það var Sharding sem fann brakið. Jeg hefi heyrt hann segja frá því. — Já, rjett, sagði Gloria iágt. En nú skulum við heyra. Það var ung- ur Irlendingur, O’Brien hjet hann, sem stýrði vjelinni. Og hann var fjárhættuspilari og ljet eftir sig stórskuldir. Foreldra átti hann ekki á lífi nje nána ættingja. Og svo var hann — jeg hefi sjeð hann sjálf lif- andi eftirmynd þessa Ransomes. Claude blístraði. Já, jeg skil. Þjer álítið, að O’Brien hafi stolið vjelinni og geng- ið i fjelag við Sharding um að ræna skip. En athugið þjer nú að ræn- ingjaflugan er flugbátur, og land- helgin hjerna liefir verið rannsökuð nákvæmlega. — Það eru til vjelar, sem geta lent bæði á sjó og landi alveg eins og mín vjel. — Er það? Claude leit slíkum að- dáunaraugum til Gloriu, að hún roðnaði. Jæja. Þjer eruð kapteinn- inn. I-Ivað eigum við nú að gera? — Fyrst er nú að senda skeytið til föður mins og segja honum að jeg liafi orðið að neyðlenda hjerna og verði hjerna nokkra daga. Næsl er svo að mála vjelina mína með felulitum og setja hljóðkút á úi- blástursrörin, svo að jeg geti sjeð höll mr. Shardings úr lofti. T)RÍR DAGAB voru liðnir og vjelin var orðin flugfær. Gloria, sem hafði skrifað sig á gistihúsinu undir nafninu miss Gardiner frá Dublin, ljet í loft og flaug yfir setur Shar- ding. Hún sá brátt, að þar var hvorki flugskýli nje flugvöllur. Mestur hluti eignarinnar var gróð- urlaust fjalllendi, en hjer og hvar skógivaxin holt eða þá mýrar og tjarnir og þar var ómögulegt að lenda flugvjel. Auk þessa sá hún stóra og djúpa laut, likasta gamalli grjótnámu. Hún flaug þarna dag eftir dag en jafnan svo hátt, að það var ómögu- legt að heyra i flugvjelinni til jarð- ar. Og gráir vængirnir á flugunni hurfu við loft. Loks sjötta daginn er hún flaug siðdegis yfir Mullaglochkastala, þótt- ist hún sjá svartan skugga niðri i grjótnámunni. Þegar hún lækkaði flugið sá hún að þetta var stór flug- vjel, sem ók i hring niðri í grjót- námunni. Gloria ljet vjeLsína hrapa og rjetti sig ekki við fyr en hún var um 500 fet frá jörðu. Og nú fjekk hún lausn á gátunni. Auðvitað var hellir þarna í grjót- námunni og þar var vjelin geynnl. Flugstjórinn var auðsjáanlega mað- ur, sem vissi hvað hann söng. Undir eins og vjelin Ijetti lagði hann á hliðarstýrið og flaug i hringum meðfram hömrununi í kring þangað til vjelin var komin upp úr námunni. Gloria mintist þess, að hún var aðeins 300 fet frá stóru vjelinni. Hún fór að hækka sig, en það var orðið of seint. Þegar stóra vjelin þeystist framhjá henni sá hún livit- ar reykjargusur spýtast út úr henni, en kúlunum rigndi yfir liana eins og höglum. Hún lagði á stýrið og kaf- aði niður fyrir óvininn en tók svo lykkju og hækkaði sig yfir hann aftur. Gloria sá, að eins og á stóð var útfall viðureignarinnar aðeins tíma- spursmál. Hún mundi þreytast fyr eða siðar og neyðast til að lenda. Alt í einu slepti lnin stjórnvölnum og hneig fram í sætinu, en vjelin steyptist á nefið og hrapaði í opinn dauðann fimm þúsund fetum fyrir neðan. Claude sá þar sem hann var stadd- ur, hvernig vjelin hrapaði algerlega stjórnlaus, og lokaði augunum. Þegar hann opnaði þau aftur lá litla vjel- in mölbrotin skamt frá honum. Hann æddi þangað, án þess að vita hvað hann gerði. Og nú tætti hann sundur brakið ■— trje og málm. Það var kominn eldur í vjelina. — Gloria! stundi hann. Hann heyrði rödd hennar og augnabliki síðar var hún í faðmi hans og hann forðaði henni úr brennandi vjelinni. — Fljótt, sagði Gloria. — Eftir augnablik gjósa logarnir upp úr vjelinni og þá sjá þeir okkur. Við skulum flýta okkur á burt. — Eruð þjer ekki særð? spurði hann. — Það eru ekki nema skrámur. Jeg varð að fara svona að til þess að bjarga lífi mínu. Jeg rjetti vjel- ina við í sama bili og jeg lenti. IJÁLFTÍMA síðar fór merkileg ■*■ bílalest út úr þorpinu með alla vígfæra karlmenn, vopnaða byssum, heykvíslum og öðru sem til liafði náðst. Lestin stefndi upp að kastal- anum og í fyrsta vagninum var Claude og Gloria ásamt lögreglufull- trúa og lögregluþjóni. En ræningjarnir höfðu ekið vjel sinni inn í liellirinn aftur og þing- uðu um hvað gera skyldi. — Þeir hafa uppgötvað okkur, sagði flugmaðurinn. Við verðum að flýja. - Þvaður! sagði Sharding. Ertu ragur? Nei, en þú hefir vist mist vitið, sagði flugmaðurinn reiður. Jafnvel þó sá sem stýrði litlu flugvjelinni sje dauður þá hefir hann haft ein- hverja í vitorði nteð sjer. Auðvitað er einhver úr lögreglunni við þetta riðinn, og þegar hún kemst í rnálið .... — Það er nokkuð til í þessu, Dutch, sagði þriðji maðurinn nú við Sharding. Og flugskálinn í Corn- wall hlýtur að vera tilbúinn núna. Við skulum skifta herfanginu og halda kyrru fyrir um sinn. Jæja! Sharding ypti öxlum. Við skulum þá fara hver sina leið. Við Bansome fljúgum vjelinni til Corn- wall og svo getið þið farið hvert sem ykkur líst. Komið þið hingað með kassana. — Tveimur tímum síðar stukku Gloria og lögreglumennirnir út úr bíl Claudes við grjótnámuna. Hjerna er það, sagði hún. Lögreglumennirnir horfðu niður veginn — þeir sáu í fjarlægð til Fromh. A bln. íb.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.