Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 liirc/er Ruud oc/ kona harts, myndin cr iekin af Ijósm. Fálkans um borö i Lyra, er þau komu ú Reykjaviknrhöfn. Heimsfrægur skíðakappi kemur til islands. Það var venju fremur margt fólk niður vi'ð Reykjavíkurhöfn, þegar Lyra rendi að bryggjunni síðastlið- inn þriðjudag. Augljóst var að það var eitthvað sem dró fólkið þangað. Orsökin var sú, að ineð skipinu kom heimsfrægur skíðagarpur ásamt konu sinni, sem alla langaði að sjá. Það var Norðmaðurinn Birger Ruud, sem hvað eftir annað hefur unnið fyrstu verðlaun á alþjóðlegum skíðastefn- um. Birger Ruud er hingað lcominn á vegum Skíðafjelags Reykjavikur og ætlar hann að vera viðstaddur mót fjelagsins (Thulemótið), sem haldið verður í Hveradölum næstu daga. Hefst það í dag með 18 kílómetra göngu. Á morgun verður kept i slalom, en á sunnudaginn í stökki. Birger Ruud ætlar að sýna Reyk- víkingum skíðaliststökk á mótinu og „0pna“ slalomkepnina. Mun margur óska þess að veður og skilyrði önn- ur verði hagstæð, svo að liægt verði að njóta þess að sjá þenna fræga mann fljúga i loftinu á skíðunum. Vegna þess hve skamma dvöl skíðakappinn hefur hjer á landi (hann fer utan með Drotningunni á mánudaginn kemur) fá ekki Sigl- firðingar nje aðrir góðir skíðamenn norðanlands að sjá hann, sem þeir hefðu þó gjarnan kosið, nema hinir fáu, sem mættir eru á Thulemótinu. — — Blaðamenn heimsóttu hjónin á herbergi þeirra á Hótel Borg skömmu eftir að þau voru komin i land. Þrátt fyrir versta sjóveður alla leið frá Bergen virtust þau ekki vera eftir sig. Þau eru bæði mjög geðþekkar persónur og ljetu í ljós að þau mundu kunna vel við sig hjerna. Birger Ruud er sonur bæjargjald- kerans í Kóngsbergi i Noregi. Er sá bær um 80 km. norður frá Oslo og eru þar miklar silfurnámur. Faðir Ruud var góður og áhugasamur skíðamaður og ól strákana sina — fimm — upp við það að fara á skíðum. Og árangurinn varð nú ekki iakari en svo að þrír þeirra hafa orðið heimsmeistarar í skiða- stökki, og Birger liefir náð þeirri tign mörgum sinnum. Fyrstu skíðaverðlaunin hlaut hann þegar hann var sjö ára. En verulega alhygli á sjer sem skíðakappi vakti hann fyrst árið 1930, þegar hann var 18 ára, á landsmóti í Osló. Kepti hann þá í yngri deild og bar af öllum keppinautum sínum. Siðan hefur hann tekið þátt í einu al- þjóðamótinu eftir annað ásamt Sig- mund bróður sinum, sem er eldri, og lengi vel stóð Birger framar. Sigmund liefur skrifað nýlega skemti lega bók, sem heitir: „Skispor kryss- er verden“, þar sem hann segir frá alþjóðlegum skíðamótum, sem þeir bræðurnir hafa tekið þátt í viðsveg- ar um heim. Þeir hafa verið í Am- eríku, Spáni, Sviss, Júgóslaviu, Rúmeníu og víðar. Yngsti Ruudbróðirinn, Asbjörn, sigraði á hinu fjölsótta skíðamóti i Lahti í Finnlandi i fyrra, þá aðeins 18 ára. Hefur Birger fengið harla hættulegan keppinaut þar sem hann er, enda liefur litli bróðir stundum borið sigur úr býtum upp á síðkast- ið, er þeir hafa kept saman. Birger Ruud á nú heima i Dram- men í Noregi, þar sem hann er meðeigandi i stórri skíðaverksmiðju. Ruud þykir góður fyrirlesari og hefur ferðast víða um Noreg og Sví- þjóð i þeim erindum. Á fimtu- dagskvöldið hjelt liann fyrirlestur í Nýja Bíó og sýndi skíðakvikmyndir frá Noregi. Óhætt er að fullyrða að Birger Ruud er langfrægasti iþróttagarpur. er til íslands hefur komið nokkru sinni. Púll Steingrímsson, ritstjóri, uerður 60 ára 25. þ. m. Lárus Einarson próÍEssar. Það verður altaf með góðum tíð- indum talið, þegar íslendingar hljóta mikla upphefð og frama erlendis. Einn af þeim mönnum er slíkt liafa hlotið er Lárus prófessor Einarson í Árósum, sonur Magnúsar heit. dýralæknis. Hann er ennþá ungur maður, rúmlega hálffertugur. — Um skeið var hann kennari við lækna- deild Háskólans, en íslenska ríkið hafði ekki ráð á að lialda hinurn efnilega vísindamanni heima, og var það illa farið. Það er tvísýnn hagn- aður að þvi að neyða efnilegustu visindamenn þjóðarinnar að flýja úr landi. — Árið 1936 flutti Lárus lijeðan og fjekk prófessors- stöðu við hinn nýstofnaða háskóla í Árósum. Siðan hann kom þangað liefur hann unnið að ýmsum mikilvægum rannsóknum í heilasjúkdómum, sem mikla athygli hafa vakið meðal visindamanna. Þá hefur liann og unnið mjög mikið að E-vitaminrann- sóknum, sem þykja hinar merkustu. í viðurkenningarskyni fyrir vís- indastörf Lárusar prófessors liefur Rockefeller-stofnunin i Paris sæml hann tólf þúsund króna gjöf. Má honum og þjóð hans vera að þvi mikill sómi, því að heiður sem þessi hlotnast aðeins útvöldum. Steindór Gunnarsson, prent- smiðjueigandi, verður 50 ára 26. þ. m. Fyrir tvö hundruð árum fann ektur amerískur grasafræðingur ' kógi einum í Georgíu einkennilegt lómgað trje. Það hafði ekki þekst ður. Grasafræðingurinn kallaði rjeð Franklinia, til heiðurs læri- veini sínum, Benjamín Franklín. Nýlega fanst trje sömu tegundar linumegin á hnettinum. KÓRÓNA PÁFANS. Maðurinn hjerna á myndinni er að skreyta kórónuna i vatíkaninu > Róm í tilefni af vígslu páfans. Kór- ónan er skreytt krossinum og eplinu. hinum ytri táknum hins andlega og veraldlega valds. Gunnar Jónsson, skipasmiður, Akureyri, verður kO ára 1. apríl. I.UNDÚNAFÖR LEBRUNS FORSETA í tilefni af heimsókn Lebruns Frakklandsforseta í London er inik- ill undirbúningur hafinn til að taka sem best á móti honum. Hjer er verið að skreyta göturnar i Wesl- minster með frönsku þjóðarlitunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.