Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 12
12
F A . L K I N N
WYNDHAM MARTYN: 35
Manndrápseyjan.
af injer fje, og afleiðing jiess er sú, að
hann rjeðst á mig og batt mig með snæri,
sem liann liafði i vasanum.“
„Hvað segið (jjer um þetta?“ sagði El-
more.
Trent svaraði ekki. „Þetta kemur yður
ekki að gagni, Ahtee,“ sagði hann. „Yið
krefjumst af yður skýringar á því hvers-
vegna þjer sátuð um líf frú Cleeve. Jeg þekti
yður, jafnvel þó að þjer væruð með grím-
una. Og meðan þjer voruð í skápnum fann
jeg grimuna.“ Hann sneri sjer að Elmore.
„Yður þykir máske gaman að heyra, að
hann liafði tekið bláröndótta náttfrakkann
yðar traustataki i morðleiðangurinn."
„Þjer lialdið að jjjer getið talið mjer trú
um ]iað?“ Elmore hrosti til húsbóndans.
„Jeg held með yður, mr. Alitee.“
„Hann heitir ekki einu sinni Ahtee,“
greip Trent fram i. „í fyrstu hraut jeg tals-
vert heilann um það, þangað til jeg fann
dýpri meiningu Jiess. Það var sambandið
við Erissu, sem gaf mjer ráðninguna.“
„Hvernig þá það?“ spurði frú Hydon
Cleeve.
„Þegar mr. Ahtee átti heima í New Eng-
land sem drengur mun hann liafa lagt stund
á forntungurnar úr þvi að hann gat við-
liaft orðaleik, er hann tók sjer nýja nafnið
og hjelt vestur um haf á ný til þess, að
koma fram hefndum sínum. f grísku goða-
fræðinni kemur fyrir jAíe, jjað er skrifað á
ýmsan hátt, en borið fram Ahtee hún
er einskonar hefnigyðja og dóttir Zeus og Er-
is, sem þýðir barátta. Þetta er uppruni nafn-
anna Ahtee og Erissa. Og hjer á þeim stað,
sem Ate vor kallar Manndrápsey, tekur liann
að framkvæma þau hefndaráform, sem liann
hefir húið yfir lengi. Peningana til þessa
fjekk hann hjá ekkju eftir stríðsgróða-
mann, sem hann giftist en sem dó i flýti.“
Ahtee misti stjórn á sjer i bili og sendi
dóttur sinni eitrað auga, en hún leit undan.
„Hversvegna Jaster, Barkett og frú Cleeve
voru kölluð hingað veit jeg ekki enn. En
það mun koma á daginn undir eins og við
sjáum iiver Ahtee er í raun og veru.“
„Og þjer sjálfur?“ sagði Elmore. „Mjer
finst við jjurfa nánari skilgreining og
upprunaskírteini fyrir yður líka.“
„Jeg skal ábyrgjast mr. Anthony,“ sagði
frú Cleeve. „Hann hefir hjargað lifi mínu.“
„Kæra frú,“ sagði Ahtee smeðjulega,
„reynd heimsdama eins og þjer, má ekki
láta mann eins hann gabba sig. Hann er að
tala um lög og að lögin eigi að vera í gildi,
því skal jeg sjá fyrir. Og allir jsem rísa upp
gegn mjer, verða samsekir honum.“
Trent leit kringum sig. „Yið skulum
greiða atkvæði. Þeir sem eru með mjer en
móti Ahtee rjetti upp hendina.“
Elmore var sá eini, sem ekki greiddi
atkvæði.
Trent hrosti, ánægður yfir þessari trausts-
yfirlýsingu. „Jeg sting upp á að hann verði
hafður i gæslu jiangað til hægt er að flytja
hann.“
Hann leit til Elmore. „Mótmæli yðar verða
vitanlega hókuð i skýrslunni. Jeg mun geta
reitt mig á að þjer, Dayne, og Cleeve hjálp-
ið mjer með Ahtee?“
„Þjer megið reiða yður á j)að,“ svaraði
Davne.
„Jeg ábvrgist Cleeve,“ sagði langamma.
Hún leit á fangann. „Ætlið ]>jer ekki að
verja yður?“
„Hjer er hvorki staður nje stund til þess,“
svaraði hann. „í stað þess að trevsta mjer
þá látið ])ið arman fjárþvingara dæma
mig. Jeg skil ekki hvernig lionum hefir tek-
ist að eitra hug dóttur ninnar í minn garð.
En jeg heiti þvi, að hann skal fá sinn dóm.“
Hann hneigði sig í áttina til Elmore. „Jeg'
]>akka yður, Hugh, fyrir hollvináttu yðar.
Mjer er gleði að því að sjá, að þjer eruð
mannþekkjari, og jeg vildi óska, að þjer
gætuð haft áhrif á þjón yðar“ hann leit
óhýru auga til Dayne „svo að hann yrði
hlutlaus.“
Var þessi skapró eintóm uppgerð? Trent
hafði hitt marga hættulega menn um æf-
ina og hann hikaði ekki við að telja Ahtee
í þeim hóp. Hann var sannfærður um að
andstæðingur hans hæði sá hættuna og var
reiðubúinn til að berjast. Nú kom til kasta
Trents að finna, i hverju hrögð Ahtees væri
fólgin.
Trent var ánægður með dagsverkið, þeg-
ar dagur var að kvöldi kominn. Ahtee var
lokaður inni i fataherbergi sínu, sem hafði
verið breytt í sæmilegan fangaklefa. Og
fyrir utan dyrnar sat Maims í þægilegum
stól og með birgðir af vindlum við hlið
sjer og átti að halda vörð í ganginum út
að stiganum, einu leiðinni úr álmu Ahtees
og út. Maims hafði dálitla öxi á hnjánum
og heitstrengdi að berja Ahtee í hausinn
með henni, ef liann reyndi að flýja. Og
hann brosti gleitt þegar hann fjekk skipun
um að hleypa ekki Elmore hjá, undir nein-
um kringumstæðum. Hann hafði ekki
glevmt kvalara sínum.
Trent hafði lofað sænsku vinnukonun-
um því, að þær skyldi fá kaup sitt fram-
vegis og þær heitstrengdu að stíga ekki fæti
í íbúð fyrverandi húsbónda síns.
Erissa átti að sofa í álmu frú Hydon
Cleeve. Og Cleeve hafði tekið að sjer að
sjá um, að Erissa gerði ekkert ilt af sjer.
Briggs og Sears, sem hvorugir voru hug -
menn, höfðu notað tækifærið til að heimta
kauphækkun.
„Þjer skiljið hvernig þetta er fyrir okk-
ur,“ sagði Briggs við Trent.
„Það geri jeg,“ svaraði liann. „Jeg skil
að í því augnabliki sem ýmsum okkar er
forðað frá morði þá hugsið þjer og Sears
ekki um annað en græða meira. Ef jeg
vildi ekki borga, þá munduð þið líklega
loka fyrir ljós og hita.“ Briggs dró sig taut-
andi í hlje. Því meira sem hann las því
sannfærðari varð hann um, að hann hefði
orðið fvrir samsæri af hálfu rikis og kirkju
í þeim tilgangi, að ræna hann lögmætri
eign sinni.
Það var hljótt yfir fyrsta miðdegisverð-
inum, sem haldinn var án Ahtees. Hugh
P'lmore var eins og mara á öllum.
„Þrir mánuðir til, af þessu, gera mig
vitlausa,“ sagði frú Cleeve við Trent eftir
matinn.
„Það er afmælisdagurinn minn á morgun
og þann dag kemur altaf eitthvað skrítið
fyrir,“ sagði hann.
Og það kom líka á daginn, en ekki á
þann hátt, sem Trent liafði haldið. Um
kvöldið lagðist þjett þoka vfir eyjuna.
Kyprusviðarlundurinn hvarf. Þvöl kyrð
lagðist yfir húsið og gestirnir fóru snemma
að hátta. Trent gekk um alt húsið áður
en hann lagði sig. Ahtee var í klefa sínum
og virtisl vera rólegur.
„Gleymið ekki spakmælinu um þann sem
síðast hlær,“ sagði hann við Trent.
Fvrir utan dyrnar var Maims á verði.
Trent hafði að vísu talið þetta óþarfa var-
úð, en hann unni Maims þeirrar ánægju,
og það leyndi sjer ekki að liann naut henn-
ar. Hann heilsaði að hermanna sið, ávarp-
aði Trent sem hershöfðingja, og sagði hon-
um að hann ætlaði að setja stólinn fyrir
dyrnar og yfirleitt haga sjer eins og hann
hefði oft sjeð fangaverði gera á bíó. En
livort það var nú af því, að hann hafði ekki
tekið nógu vel eftir kvikmyndunum eða
að hann svaf of fast þessi nótt, sem
byrjaði svo vel, átti eftir að enda með
skelfingu fyrir fangavörðinn.
Trent glaðvaknaði alt í einu. Hann lieyrði
taddir hrópa og öskra. Það var lamið á
hurðina. En það sem skelfdi hann mest
var, að hann fann sviðalykt. Húsið stóð i
björtu báli. Að vísu var það sumpart úr
steini, en þvi fór fjarri að það væri eld-
tryggt. Alt iimanhúss var úr timbri, allar
þiljur og milligerðir og herbergin voru i
röð.
Það var Phyllis sem barði á dyrnar.
„Langamma vaknaði fyrst,“ sagði hún.
„Barton og Cleeve báru hana út. Húsið
stendur í björtu báli. Þjcr hafið ekki augna-
hlik að missa.“
Þau þutu niður stigann, sem eldurinn var
farinn að sleikja. Trent staðnæmdist á
pallinum, sem lá inn að ganginum til Ahtee.
Honum þótti kynlegt, að Maims skyldi ekki
hafa orðið fyrstur til að taka eftir eldinum.
„Hvert ætlið þjer?‘ hrópaði Phvllis, brak-
ið í viðunum sem hrundu yfirgnæfðu alt
og hitinn var að verða óþolandi.
„Jeg verð að ná í Ahtee,“ hrópaði hann.
„Hann er teptur í klefanum."
í sama bili hrundi stiginn. Það var ó-
mögulegt að komast upp í álmuna. Vesl-
ings maðurinn hlyti að hafa liðið hræðileg-
an dauðdaga, lokaður þarna inni. Og eins
Maims! Hann mundi hafa sofnað og vakn-
að of seint.
Það var einkennileg sjón að sjá brennandi
liúsið i þjettri hvítri þokunni. Það var ein-
kennilega lygnt núna, þarna sem altaf var
rok. Þegar Trent hafði sannfært sig um að
frú Cleeve og Erissa voru báðar heilar á
húfi fór hann að gæta að vinnukonunum.
Þær höfðu safnast i hnapp undir trján-
um. Enginn hafði getað bjargað nokkru
að mun, hvorki fatnaði nje verðmætum
gripum. Um sinn var liitinn frá hinu brenn-
andi húsi nær óþolandi, en þegar það væri
brunnið niður mundi verða kalt fáklæddum.
Trent kallaði til Dayne. „Komið með mjer
að búrinu, við skulum reyna að bjarga
einhverju af matvælum.“ Hann sneri sjer
að Cleeve. „Þjer verðið að vera hjerna og
gæta að því að Elmore geri ekki neina vit-
leysu.“