Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N f SAMKVÆMISSKRÚÐI. Samkvæmiskjóll úr lilla taftmoire. Þetta þunga efni er mjög heppilegt fyrir víðu pilsin, en aftur á móti er ekki eins gott að láta það sitja vel í þröngu blússunni. Takið eftir púff- ermunum og hálsmálinu sem tr hjartalagað. VELOURHATTURINN hjer að ofan líkist mest blómstur- potti. Hann er skreyttur stórri hana- fjöður. í Kyrrahafinu nálægt strönd Suð- ur-Ameríku, þar sem hinn kaldi Perú- og heiti Elnonistraumur mæt- ast, ferst á ári liverju ósköpin öll af fiski af þvi að hitastigið i sjónum breytist svo snögglega. f lok 18. aldar bjó málmsmiður einn í Vín tii stálhatt af nýjustu tísku. Það einkennilega var, að hatturinn var ekkert þyngri en venju legir kvenhattar. Þetta einkennilega höfuðfat komst í mjög hátt verð. Hertogafrú keypti liattinn fyrir 100 dúkata. NÝ LÍNA — NÝJAR KRÖFUR. Þessi látlausa gráa dragt með ein- litu pilsi og græn- og rauðröndóttum jakka, sýnir hina nýju línu í yfir- liöfnum, seili eiga að setja laust, en jafnframt fylgja línum likamans, sem aftur þýðir auknar kröfur til sauma- skaparins og váxtarlagsins, — óneit- anlega erfiðir tímar sem við lifum á. LÍTILL SVARTUR VELOUR- HATTUR. Kollurinn á þessum hatti er eins og snúinn upp í gorm, sem endar i nokkurskonar stjeli, er bendir upp, Takið eftir slörinu að aftan, sem er fest niður með hökubandinu og hlífir kruliunum. SKAUTADRAGT. Hentug skautadragt með hlússu og buxum saumuðu út í eitt, úr mjúku skotsku ullarefni og þar utan yfir er pils með klauf upp i og bolerojakki. ÞESSI VELOURHATTUR er i lögun eins og skál o,g er með afarstórri spennu sem flauelsband er dregið í gegn um, það heldur áfrgm gegn um kollinn og endar í tveimur stórum lykkjum í hnakk- anum. Lenging vaxtartímans. Okkur íslendingum er altaf að skiljast það betur og betur hve mikla liýðingu það hefir að lengja sumarið olckar með ýmsum útúrdúrum í rækt- uninni. — En það er langt frá því að meiri hluti almennings skilji ijessa nauðsýn, lijer skortir verklega tilsögn sem oftar. Til tengingar á vaxtartímanum eru almennt notaðar þessar aðferðir: I. Sáð inni í stofugluggum í smá öskjur og síðan plantað út í sól- reiti eða vermireiti: (Blóm-, kál-, salat o. fl.). 2 Sáð i vermireiti og síðan um- plantað i sólreiti, eða nú síðustu árin í áburðarpotta, sem eru eitt- hvað það mesta þing, sem á markaðinn hefir komið. (Allskon- ar blóm- og grænmetistegundir). 3 Lítið reynd aðferð hjer, er sán- ing í júlí—ágúst og láta plönl- urnar standa í sólreit yfir vetur- inn. (Aðallega stjúpmæður, gefst ver með kál). 4. Sumt grænmetisfræ er svo lengi að spíra, að nauðsyn ber til að hjálpa því með að bleyta það. (Sjerstaklega gulrætur og per- sille). 5. Ljósspírun á jarðeplum, er eins nauðsynleg og það að gefa þeim áhurð. Ljósspírunin hefir sannað það að á þann hált er liægt að fá um 50 % uppskeruaukningu. Vegna þess hve grænmetisdálkn- ttni er afmarkaður hás, er ekki hægt að fara neitt nánar út í þessi atriði hjer, en bent skal á að til eru ýmsir smápjesar í bókaverslunum, sem eru handhægir fyrir byrjendur. („Mal- iurtarækt", eftir Stef. Þorst. og Ásg. Ásg., „Hvannir“ eftir Einar Helga- son, og ýmislegt fleira). Hjer skal aðeins tekið til meðferðar: Vermireitir og sáning í þá. Vermireitir eru oftast hitaðir upp með hrossataði. Stærð gryfjunnar fer eftir því hve stórt gluggasvæðið er, sem hila á upp. „Mat“-lagið er tekið ofan af fyrst og látið til hliðar. Svo er grafið ca. 2 skóflustungur niður, og þeim jarð- vegi komið í burtu. Þegar þetta er gert, er best að koma fyrir óvand- aðri trjegrind, sem hvílir á smástein- um, í botninn á gryfjunni. Ofan á grindina er látið heyrusl eða trjeull (svo áburðurin detti ekki niður á milli rimlanna í grindinni). Þá er áburðurinn látinn i haug þar ofan á. Það mun láta nærri að tvö vagn- hlöss af áburði þurfi fyrir livern hálfan annar fermeter, sem hita á upp. Breitt er svo yfir hauginn, pok- um eða einhverju þessháttar, glugga- karminum komið fyrir, og þjettað vel utan með honum og gluggarnir lagðir yfir. Þannig er vermireitur- inn látinn standa þar til nægur hiti er kominn í hann. Hve lengi þarf að bíða eftir því, getur verið misjafnt. Oft getur komið fyrir að áburðurinn sje of þur til að hiti myndist, þá er gott að hella svolillu vel heitu vatni í hauginn. Ef áburðurinn er mjög blautur, er gott að láta moðrusl saman við og Josa hann svolítið með kvísl um leið, til að flýta fyrir ger- hitanum. Þegar talið er að nægur hiti sje kominn í hauginn (ca. 20° C.) er jafnað úr honum og matarjarðlagið sigtað yfir og blandað með sandi. Siðan eru gluggarnir látnir yfir afl- ur og pokar breiddir yfir þá. Þegar moldin í reitnum er orðin 12—15° heit, er hæfilegt að sá káltegundum og flestum blómplöntum. Verði ol' heitt í reitnum, verður að lyfta glugganum svolítið skjólmegin, með því að láta klossa undir glugga- grindina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.