Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 9
F Á L K 1 N N 9 l'rí. Og þá getum við verið sam- an. Eruð þjer nú alveg vissir um að jeg kæri mig um að vera með yður? spurði Lísa. .!á, þvi að vður getsl vel að mjer. Hún hló — innilegum hljóm- fögrum hlátri. Já, jeg lield mjer geðjist nú vel að yður. Hugo sagði Ingvari frá því að honum hefði hepnast að komasl í samband við Lísu, en annars var ékki talað mikið um ungu stúlkuna á heimili þremenning- anna. Hammer yfirlæknir, sem Ing- var vann lijá, var mjög strangur og lieimtaði langan vinnutíma af undirmönnum sínum, svo að stundum varð Ingvar að liætta við að koma á stefnumót með Lísu. Hann reyndi einu sinni að tala um Hugo við liana, en hún eyddi því mntali með að segja að hann væri skemtilegur piltur en það eruð þið báðir, sagði liún. Þegar Ingvar var lieima var hann í versta skapi og Tom, sem var allra manna friðsamastur revndi að stilla til friðar milli fjelaga sinna. Hann var kátur og fyndinn, en ekkert Jijálpaði. Það var eins og liann byggi í púðurtunnu. Og ekki bætti það skap Ingvars að hann varð að fara til Parísar með Haminer yfirlækni og verða hurtu i þrjár vikur. A þeim tima var Hugo einn um Lisu. Hræðilegt! Nokkrum dögum fyrir ferðina sátu fjelagarnir þrír við með- degisverðinn. I3eir voru þögulir og datt ekki af þeim nje draup. Hugo strauk óstvrkri tiendi yf- ir hárið. Jeg verð að tala um dálítið við þig, Ingvar. Það getur ekki verið neitt sem Tom má ekki lieyra? Nei, í raun og veru ekki. Það er um Lísu. Ekki annað en það. Jeg vil ekki nota mjer það að þú ferð langt i burtu, og þess- vegna hef jeg skrifað henni og sagt henni að hún verði að velja uin okkur strax. Jeg þoli þetta ekki lengur, að hún fari út með okluir til skiftis. Ingvar Jyfti hrúnum. Ertu afhrýðissamur eða livað? Jafnvel Hugo sá liið spaugilega í þessu og brosti. Já, jeg er afbrýðissamur, sagði hann. Þetta finst mjer dálítið kyn- legt, sagði Ingvar. Þú ert afbrýð- issamur yfir því að jeg er með stúlkunni minni, sem þú ert að reyna að sölsa frá mjer. Iiann rauk upp af stólnum. Tom stóð upp líka. Svona, svona, Ingvar, engan rosta! Tom tók servíettuna hans upp af gólfinu og stakk lienni i hendina á honum. Lofaðu honum bara að Oscar Clausen: Frá liðnum dögum. X. Eggert betri Ólafsson í Hergilsey. yhha sig, sagði Hugo. Hann er i sínum rjetti! Jeg hef þrengt mjer inn á liann og Lísu! Einasta af- sökun mín er sú, að hún er ynd- islegasta stúlkan, sem jeg hef nokkurnthna sjeð. Það finst mjer líka, sagði Tom. Annars fær hvorugur ykk- ar liana----- Það var hringt dyrahjöllunni. Það er tiún, sagði Hugo. Jeg ætla að opna! Jeg opna, sagði Ingvar. Nei, jeg geri það, sagði Tom ákveðinn og gekk til dyra. Eftir augnablik gekk Lísa inn. v— Já, þú þekkir þá báða, sagði Tom. Já, jeg hef þá ánægju, sagði Lísa brosandi. Hún tók i hendina á þeim báð- um. Getið þið fvrirgefið mjer ? sagði hún. Það er ekki nema annar okkar, sem þarf að fvrirgefa þjer, sagði Hugo og reyndi að brosa karlmannlega. Neí, jeg veld ykkur báðum vonhrigðum. Afsökun mín er sú, að jeg hafði ekki hugmynd um að þið tækjuð þetta svona alvar- lega. Jeg lief liaft ánægju af að vera með ykluir. Þið eruð báðir ágætir ljelagar, en öf örlyndir fyrir inig. Þið viljið aðeins vera með mjer af því að þið eruð ástfangnir af mjer. Er það ekki næg ástæða? muldraði Ingvar. Það er ekki nóg að vera ástfanginn, sagði Lísa. Fólk verð- ur að kynnast og tengjast vin- áttuböndum þar að auki hef jeg verið trúlofuð allan tímann leynilega að segja — en það hafið þið ekki vitað. Jeg er trú- lofuð múrarameistaranum, sem lireytti húsinu hans pabba. Skiljið þið það nú, ungu menn? Hann er gamall og góður vinur minn. Jeg skil ekki neitt, sagði Hugo. Skilur þú nokkuð, Ingvar ? Nei, ekki hið minsta. Nú, það er annars ekki svo undarlegt, sagði Tom og sneri sjer að Lísu, þvi að jeg lief atdrei sagt þeim það, að það hafi verið jeg sem sá um bygg- inguna á húsinu lians pabba Jiíns. Einkennilegt mjöl. Indíánarnir i Mexíko búa til mjöl úr vatnsbjöllutegund einni, sem verp ir eggjuin á bökkum vatna og fljóta. Indíánarnir dreifa sefstráum út í vatnið á þeim tímum, sem bjöllurnar verpa, og eggin festast við þau. Iíggin, sem erti á stærð við seneps- korn, eru strokin af stráunum, þurk- uð og möluð og síðan er búið til úr þeiin brauð, sem líkist rúgbrauði. Evrópumenn, sem hafa bragðað það þykir það gott. Indíánar sjóða stund- um graut úr mjötinu. Enskt tryggingarfjelag tryggir við- skiftavini sina ekki einungis fyrir bruna, vatnstjóni, þjófnaði, óhappí og neyð, heldur einnig fyrir draug- um, loftsteinum, og þvi að hlæja sig í hel í leikhúsi. Framhald úr síðasta blaði. Þegar hjer var komið, var Eggert orðinn auðugur maður og ábýlis- jörð hans orðin of lítil fyrir bú hans. Hann fór því að hugsa til flutnings og varð þá fyrst rent aug- unum til eyjanna í kringum sig. Ijar var Hergilsey, sem nú var í eyði og hafði ekki verið bygð 250— 300 ár. Þessi eyja þótti honum á- kjósanlegt býli fyrir sig, en sá ljóð- ur var á, að hún var eign Flatey- inga og þóttust þeir ekki geta mist hana undan, og ekki mega missa selstöðu þar. Á þessum árum var talsverður á- hugi hjá ríkisstjórninni í Kaup- mannahöfn fyrir því, að fá rnenn til þess, að byggja upp eyðibýli hjer á landi. Þessvegna sneri hann sjer til stjórnarráðsins danska fekk aðstoð þess til jiess, að mega reisa nýbýli i Hergilsey. Það var vorið 1783, eldsharðindavorið, að hann flutti i Hergilsey, en fyrstu árin hafði hann Sauðeyjar undir. Eggerl var ekki eini maðurinn, sem endurnam Hergilsey. Jón sonur hans, sem var orðinn fulltíða mað- ur og farinn að búa á Miðhúsum á Reykjanesi flutti sig nú lika til Hergilseyjar og varð sambýlismað- ur föður síns. Svo bygði tengdason- ur Eggerts, Guðmundur Einarsson, þriðja bæinn suður á eyjunni. - Alt voru þetta dugnaðar- og ai- hafnarmenn mestu og blómguðust bú þeirra með hverju ári. Það var nú ekki hve síst að þakka hyggind- uin og framsýni Eggerts, en um það skal hjer sögð ein saga. Það vildi til um sumar, á fyrstu árum Eggerts, í Hergilsey, að ein af kúm hans hraþaði til dauða ofan fyrir bjarg a eyjunni, sem nefnist Vaðsteina- b.jarg. Eggert tók skinnið af kúnni, en lileypti skrokknum niður skamt fró eyjunni. Eftir það brást þar aldrei fiskur og er sagt, að um sumarið fengi hann kúna vel borg- aða, og iniklu meira þegar lengra leið frá. — Þegar foreldrar Eggerts voru or'i- in gömul og farlama, tók hann þau til sin og ljet fara vet um þau síðustu ár æfinnar, en hjá honum dóu þau bæði og varð ekki langt a niilli þeirra. Þegar Steinunn móð- ir Eggerts var orðin ellihrum og luilsækin, Ijet hann búa til handa henni rúm i fjósinu og þar var hún á veturna í hlýjunni, en hjá henni var stúlka henni til skemtunar og þar höfðu þær hja sjer Ijós, öll kvöld. Steinunn varð nærri ni- ræð. Á þessum tímum trúðu menn mjög ó galdra og sendingar, enda var það alment átil manna, að ef eitthvað kom fyrir í Hergilsey, væri það Gemlufellsfeðgum að kenna og send- ingum þeirra. Þannig var það þegar Guðrún kona Eggerts varð veik af holdsveiki, ]>á var frændum henn ir kent það, eins átti það að vera af þeirra völdum, að Þórólfur, sen var tengdasonur Eggerts og átti Guðrúnu dóttur hans, varð líka lioldsveikur á unga aldri. Það var heldur ekki alveg laust við, að Eggert tryði því, að þeir væru að gjöra sjer ýmiskonar skráveifur og glennur. Eitt haustið dó sveitarkerling i Hergilsey, er Þorbjörg hjet Þor- steinsdóttir og flntti Eggert líkið lil grafar i Flatey. — Þórólfur tengda- sonur hans fór með honum, en áð- hafði hann legið veikur, þó að hann væri jiá orðinn allhress. — Þeim gaf vel til Flateyjar, en á heimleið rak á þá ofsaveður með kafaldi og gadd- hörku. Þeir urðu að taka barning og komust með miklum erfiðismun- um svo nálægt lendingunni, að ekki var meira en steinsnar i land, en þó er jiað haft eftir hásetunum, að þeim sýndist stór selshaus koma upp á milli lands og skips. Það var ó- mögulegt að draga til lands og rak undan, en í hvert skifti, sem þeir reyndu að ná Hergilsey, sýndist þeim selshausinn koma upp miili skips og eyjar. Eggert varð ]iá að hleypa undan og náði Skjaldmeyjar- ey og lenti þar, en af því að kaf- aldið var svo mikið, var það ráð tekið, að hvolfa skipinu, til þess að mennirnir gætu skýlt sjer undir því um nóttina, en það dugði lítið, því að alla mennina, sem voru votir af sjódrifinu, kól meira og minna þessa nótt, nema Eggert sjálfan, sem var á rölti alla nóttina og iagð- ist aldrei fyrir. Guðrún húsfreyja í Hergilsey varð hrædd um mann sinn, sem von var, þegar hann kom ekki heim um kvöldið og veðrið brast svo snögt á. en liún var þá orðin yfirkomin af lioldsveiki og blind á báðum auguin. — Hún ljet nú leiða sig út fyrir bæjardyr og lá við að hún fengist ekki til að fara inn aftur. Eggert kom svo heim daginn eftir, en Þórólfi elnaði mjög veikin við þessa útilegunótt i frosti og vos- búð. — Guðrún svaf i sýéfnhúsi hjónanna uppi á loftinu, en Eggerl svaf í rúnii niðri undir loftimi. Það var nóttina eftir að hann kom heim, að Guðrún heyrði að hann var i harki og rifrildi við ein- hvern, en um morgunin spurði liún hann, við livern hann hefði verið að tala um nóttina. — Eggerl sagðist ekki hafa verið að tala við nokkurn mann, en bætti því við, að betur mættu Geinlufellsfeðgar magna djöfln sina, ef þeir ættu að verða sjer að grandi. —- Því var trúað að sending l'rá þeim hefði komið til Eggerts um nóttina, en hann hefði með kunn- áttu sinni, getað bægt henni frá sjer. Skömmu síðar dó Guðrún Sig- mundsdóttir og var Iíggert því orð- inn ekkjumaður í annað sinn, en Jiau höfðu aðeins verið ótta ár i hjóna- bandi og áttu ekkert barn á lífi. Þegar Gemlufellsfeðgar frjettu tót Guðrúnar, fóru þeir óðar á stúfaria cg kölluðu til arfs eftir hana, en þær kröfur fjellu allar, því að Eggert hafði verið svo forsjáli að fá kon- ung til að staðfesta erfðaskrá Guð- rúnar. Það er sagt að þeim hafi þótt þetta súrt i broti, þar sem eig- ur Eggerts voru svo miklar. Hann átti þá orðið fjölda jarða, cins og t. d. Hergilscy að mestu, Bæ í Króks- firði, Kinnastaði i Þorskafirði, Valt- arnes og Fjörð á Skálmarnesi, Beru- fjörð o. fl. Franih. i næsta blaði. Þúsund ára gömul blóm. Einkennilegasta blóma- og jurta- safn veraldarinnar er i Kairo. Safn- ið hefir að geyma sveiga og skraut- kransa frá fornegipskum grafreitum. Þó að blómin sjeu orðin mörg jiús- und ára gömul, halda þau sjer vel, sem talið er stafa af því að þau hati verið „smurð“ með einhverjum vökva. í þessu blómasafni gefur að líta blá og hvít lótusblóm, krys- antemuni, margar grasategundir og smá pálma. Hún: Spákonan liefir einmitt sagt að jeg yrði gömul. Hann: Segir hún það nú í þokka- bót.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.