Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 7
FÁLKIN N 7 ss-o ■ s Marion Andersen, hin dökka söng- kona, seni þekt er víða um heim, fær ekki að syngja í Washington, þár sem fjelagið: „Dætur amerisku byltingarinnar“ hefir neitað að lána lienni hús. í mótmælaskyni hefir frú Roosevelt sagt sig úr fjelaginu. VERÐLAUNUÐ MYND. í ljósmyndakepni í London fyrir árið sem leið fekk þessi mynd fyrstu verðlaun. Hún er tekin af Ijósmynd- ara i London og er af spanskri frú, í katalónskum þjóðbúningi, i smá- bæ skamt frá Barcelona. CAROL KONUNGUR Á VEIÐUM. Þegar Carol Rúmenakonungur var á ferð í Frakklandi ekki fyrir löngn siðan efndi Lebrun forseti til mikill- ar veiðifarar honum til heiðurs. Myndin er tekin á því augnabliki sem hann hleypir af byssunni. HÁTÍÐAHÖLD í STRASSBURG. Strassburgarar hafa haldið 20 ára aírnæli i tilefni af því er Frakkar hjeldu innreið sína i borgina við lok stríðsins. Myndin sýnir gamia hershöfðingjann Gouraud, ásamt nokkrum stúlkum í þjóðbúningi. Pllll í.m-ííS SKIPSSKRÚFAN í „QUEEN ELISABETH". Hjer gefur að líta eina af hinum stþrslegnu fjögrablaðaskrúfum, sem knýja eiga áfram liið nýja enska 85 þusund tonna úthafsgufuskip „Queen Elisabeth“, sem nýlega er hlaupið af stokkunum. NANSEN SKRIFSTOFAN. Mynd frá Nansen flóttamanna- skrifstofunni í Genf, sem fekk frið- arverðlaun Nobels fyrir árið 1938. Yfirmaður skrifstofunnar Michael Hansson situr við borðið, og við lilið hans stendur Coroni aðstoðar- maður hans. FRÚ CHIANG-KAI-SHEK. Frú Chiang-kai-shek kona kín- verska lýðveldisforseta, er alkunn fyrir það mikla starf, er hún vinnur við hlið mannsins sins, ekki síst síð- an styrjöldin í Kina skall á. Á myndinni er hún að sauma föt handa kínverskum hermanni. Joseph Meister var sá fyrsti sem Pasteur læknaði af hundaæðinu með blóðvatni sínu. Hann var þá 9 ára gamall. Nú er hann dyravörður við hina frægu Pasteurstofnun í Paris, sem nýlega varð 50 ára. Á myndinni er hann að virða fyrir sjer styttuna af velgjörftarnmnni sínum. — Hjónaefnin, Jim Mollison flugmað- ur og frú Phyllis Hussey, voru með- al gestarina í veislu mikilli í London, er haldin var í heiðursskyni við hraðaksturskappann Eyston. Við sýningu á nýtísku hárgreiðslu, sem nýlega fór fram í París, mátti sjá í „moderniseraðri14 mynd sams- konar liárgreiðslu og algeng var i fornöld í Rómaborg. FRIÐARGJÖF TIL CHAMBERLAIN. Kjörgrip þennan sendu íbúarnir í Neucliatel i Sviss mr. Chamberlain að gjöf fyrir það að bjarga heims- friðnum i haust. MIÐLANDSSKURÐURINN. Nýlega var stærsti skipaskurður Þýskalands vígður, en hann tengir saman stórfljótin Rin og Elbu. Mynd- in er tekin við Rothersee.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.