Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.03.1939, Blaðsíða 4
F Á L K I N N I. Jeg er staddur á götu i Helsing- fors ásamt finskum kunningja mín- um. Fólkstraumurinn líður fram hjá jafnt og þjett. Andlit koma og hverfa, án þess eftir þeim verði verulega tekið, enda mœtti það æra óstöð- ugan á fjölfarinni götu í stórri borg. Eri þarna kemur maður á götunni, sem athyglin beinist nú öll að. Og mjer verður aS spyrja fjelaga minn hvort hann þekki manninn. Hann kveður svo vera. Maðurinn er eng- inn annar en Mannerheim marskálk- ur — frelsishetja Finna. Nú var hepnin með mjer. Hann var maðurinn, sem jeg þráði mest að sjá af öllum Finnlendingum. Hann gengur hægt fram hjá, ljett- um, taktföstum skrefum, hár, grann- ur, beinn og tigulegur, þó að kom- inn sje yfir sjötugt. Augun eru grá- blá og andlitsdrættirnir bera vott um karlmensku og festu. Hann hefir óræk einkenni hins norræna kyn- stofns. Það leynir sjer^ekki, að það er enginn meðalmaður, sem gengur þarna fram hjá. Hvar sem hann færi mundi verða eftir honum tek- ið, svo glögg eru aðalsmerki per- sónuleika hans. ÞJOÐHETJA FINNA - MANNERHEIM MARSKÁUUR. Mannerheim marskúlkur. í eftirfarandi grein verður rætt um æfi Mannerheims og þá þýðingu sem starf hans hafði i frelsisbaráttu Finna. Af einstökum mönnum á hann meiri þakkir skildar fyrir frelsi þjóðarinnar, en nokkur annar, enda játað af miklum þorra hennar. n, Carl Gustaf Mannerheim, eins og hann heitir fullu nafni er fæddur 4. júni 1867 á finska aðalssetrinu Villnas. Sje leitað langt fram i tím- ann á hann ættir að rekja til Hol- lánds eða Þýskalands. Á 17. öld var einn forfeðra hans búsettur í Giivle í Svíþjóð og var þar aðlaður og fekk nafnið Mannerheim. Einn af bestu mönnum ættarinnar, Carl Erik Mannerheim fluttist til Finnlands á ofanverðri 18. öld, og hefir ættin haldist þar við siðan. Faðir Manner- heims marskálks var kammerjunker Carl Robert Mannerheim. Árið 1863 giftist hann Helenu von Julin, konu af tignum ættum. Henni hefir verið lýst þannig: „Frú H. Mannerheim var glaðlynd og djúpúðug, elskuð af háum sem lágum, lofuð af vin- um og þjónustufólki sem framúr- skarandi góð og göfug kona". — Carl Robert Mannerheim var henni um margt ólikur. Hann var gáfaður maður, en mjög orðhvatur. Hann unni mjög bókmentum og listum. Hann var mikill ættjarðarvinur og rekinn úr háskólanum í nokkur ár fyrir opinbera andúð sína á rúss- nesku stjórninni. Carl Robert var maður óstöðuglyndur, og átti erfitt með lengj fram eftir æfinni að halda kyrru fyrir á sama stað, held- ur var hann i sífeldum ferðalögum. Á efri árum gerðist hann kaup- sýslumaður í Helsingfors og dó þar 1914. Kona hans dó miklu fyr. Þau hjónin eignuðust 7 börn, 4 syni og 3 dætur og urðu þau öll dugandi manneskjur, hvert á sínu sviði. Sem barn þótti Carl Gustaf all uppvöðslusamur. Það eru höfð eft- ir móður hans þessi orð: „Jeg get verið fullkomlega róleg um hin börnin, en hvað verður um Gústaf?" Snenima -komu í ljós hjá honum góðar gáfur, og erfði hann flesta bestu kosti beggja ættanna. Strax gætti þess hjá honum sem unglingi, sem óvanalegt er um þá, djúprar virðingar fyrir öllum þjóö- legum einkennum og fornmenjum. Hann var settur ungur til menta. Varð hann stúdent í Helsingfors árið 1887, en hernaðarfræði hafði jafnan tekið mjög upp hug hans og var hann útskrifaður af herforingja- skóla Pjetursborgar árið 1889. Og skömmu síðar kvæntist hann rúss- neskri hershöfðingjadóttur, Anas- tasia Arapoo að nafni. Um þessar mundir var samband- ið milli Rússa og Finnlendinga besl sem það nokkru sinni var og komst fjöldi Finna til mikilla metorða í hernum og þar á meðal Manner- heim, sem gekk nú i þjónustu rúss- nesku keisarastjórnarinnar. Hann hækkaði í metorðum stig af stigi eftir því sem árin liðu. Og í stríðinu milli Rússa og Japana 1904 —1905, sem hann tók þátt í, var hann gerður að ofursta. Að þvi stríði loknu kom Mannerheim til Helsingfors, en þá hafði hann ekki komið þar lengi og tók hann sæti á stjettaþinginu 1906, sem var hið síðasta í sinni röð. Um alllangt skeið var Mannerheim í lífverði Rússa- keisara og má m. a. marka af því hvaða mætur hafa verið á honum hafðar í hinum rússneska höfuðsta? En einn allra merkilegasti áfang- inn á æfileið Mannerheim er þátt- taka hans í rannsóknarleiðangri rússneska herforingjaráðsins á ár- unum 1908—1910 um alla Mið-Asíu. Var það ferðalag hin mesta þrek- raun og við ótal margar torfærur að stríða. Það er talið að Manner- heim haí'i farið 14 þúsund kílómetra á hestbaki í þessari för. Loftslagið var hið óhollasta með köflum, ýmist sleikjandi hitar eða nístandi frost, og herskáir þjóðflokkar voru á leið- inni, sem litu þessa ferðalanga, sumir hverjir að minsta kosti, alt annað en hýru auga. Á þessu ferðalagi safnaði Manner- heim saman óhemju miklum fróð- leik, bæði frá landfræðilegu, þjóð- fræðilegu og sögulegu sjónarmiði. ÖIl þau gögn, sem hann safnaði á ferðalaginu gaf hann finskum vis- indastofnunum og sýndi með því hug sinn til Finnlands, þrátt fyrir langa fjarveru. Þegar heimsstríðið skall á 1914 var Mannerheim orðinn hershöfðingi í Varsjá. Hann barðist sem hers- höfðingi í Rússlandi á árunum 1914 —1917 í Póllandi, Galisíu, Búkóvínu og Bessarabíu. En nú skall byltingin á, og olli straumhvörfum í lifi hans. Heimþráin í brjósti hans hafði æ betur látið til sí'n heyra eftir því sem hann eltist. „Það er eins og forsjónin tæki í taumana" á Manner- heim að hafa sagt. Rjett um þessar mundir sem byltingin hófst dalt hann af hestbaki og fór úr liði á fæti. Þarna var tækifærið lagt upp í hendurnar á honum. íhugunar- stundin rann upp. Hann gekk i sig. Hann legst á spítala í Odessa og sækir um lausn frá embætti og bygg- ir umsóknina „á stjórnmálalegum á- rekstri." Keisarinn hefir verið rek- inn frá völdum og þvi er hann laus allra mála. Han fekk lausn. Þegar honum er batnað heldur hann á leið heim — heim til Finnlands. Þá var komið fram í desembermánuð 1917 og Lenin hafði náð völdum víða í Rússlandi. Það var sannarlega áhættufull ferð sem Mannerheim tókst á hend- ur þvert í gegnum Rússland. Ekki fekst hann til að dulbúa sig, heldur klæddist sínum herforingjabúningi. Einu sinni ætluðu bolshevikkar að stöðva hann í lestinni, en Mann- crheim tókst að sleppa áfram, með naumindum þó. Hann var átta daga á leiðinni til Pjetursborgar, þar sem hann dvaldi nokkra daga. „Þeir mega höggva af mjer hendina, en að fá hana til að skrifa undir holl- ustueið þeim til handa kemur ekki til mála," á hann að hafa sagt. Seint í desember komst svo Mann- erheirn til Finnlands. III. Nokkrum dögum áður en Manner- heim kom til Finnlands höfðu Finn- ar undir forystu P. E. Svinhufvud lýst yfir sjálfstæði sínu — það var 6. des. 1917. — Ætla hefði mátt að öll þjóðin hefði staSiS saman um þessa yfirlýsingu, en það var öðru nær. Rússneska byltingin hafði þeg- ar náð til Finnlands og hún hafði ekki aðeins gripið um sig meðal rússnesku setuliðsveitanna þar. heldúr meðal landsbúa sjálfra. — Hefðu rússnesku sveitirnar verið einar hefði vandinn verið minni fyrir stjórnina. En mikil verkföll höfSu veriS i nóvember og þaS hafði æst fólkið upp til byltingar, sem óspart hafði verið alið á af rúss- neskum sendimönnum. Það var erfið aðstaðan hjá Svin- hufvud stjórnarforseta, rússneskur her í landinu, er naut hylli nokkurs hluta þjóðarinnar. i Stjórnin hafði ekkert herlið að styðjast við nema skotfjelög á víð og dreif um landið — og sem her- lið má nærri geta hvernig þau voru útbúin — þó að síðar meir yrSu þau nokkur uppistaSa í her Mann- erheims. Og þaS sem verst var var að fjelögin höfðu enga sameigin- lega yfirstjórn. — Það vantaði for- ingjann sem fjelögin bæru traust til. Sjálft þingið var máttlaust, því áð fulltrúar sosialista voru mjög margir og stóðu í nánu sambandi við bolshevikkastjórnina rússnesku. Svona er nú ástandið, þegar Mann- erheim kemur til Helsingfors í miðj- um desember 1917. Þó að Mannerheim hefði reynst keisarastjórninni trúr, þá hafði hann þó verið tengdur trygðaböndum við ættland sitt og óskaði einskis heit- ar en að Finnland mætti verða friálst og fullvalda ríki, er losaði sig undan yfirráðum Rússa. Þegar Bobrikoff uppþotið varð 1906 hafði rússneska stjórnin rekið bróður hans, háttsettan fjármálamann í Helsingfors, úr landi. Þetta sveið Mannerheim mjög sárt, þó að ekki gæti hann að gert.. Á leið sinni gegnum Rússland hafði hann sjeð eyðileggingarstarfsemi bolshevikka og langaði að firra land sitt henni ef unt væri. — Það var því fullkom- in hauðsyn að losna undan Rússum áður en byltingin breiddist veru- lega út til Finnlands. Það þoldi ekki bið. Hann sá strax af stjórnmála- legri glöggskygni sinni, að stjórn- leysið var yfirvofandi og það varð að girða fyrir það í tíma. Hann sá að sjálfstæðisyfirlýsingin frá 6. des. var aðeins nafnið eitt, ef ekki var til vopnað herlið til að halda vörð um hana. Stjórn Svinhufvud hafði vilja til þess að halda uppi aga, en vantaði máttinn. Hún hafði að visu sett gamlan herforingja, er verið hafði í þjónustu Rússa, yfir skotfjelögin, en hann dró sig í hlje, þegar Mann- erheim kom til sögunnar. Mannerheim tókst að sannfæra stjórnina um það, að koma yrði upp herliði í hjeraði, þar sem mætti Ireysta fólkinu til hollustu við hana, en það var í Austurbotnum að hans hyggju. Óeirðum og uppþotum fjölga^i dag frá degi í landinu. Stóðu sosial- istar að þeim með stuðningi Rússa. Og stjórninni var ekki unt að halda uppi reglu. Það kom æ betur" í ljós hvað bjó að baki þessum uppþotum. Það var hugmyndin um „alræði ör- Svinhufviul fyrv. forseti. eiganna" að rússneskri fyrirmynd. 8. jan. 1918 tilkynnir Svinhufvud stjórnarforseti á þingi, að nokkur ríki, þar á meðal sum stórveldin, hafi viðurkent sjálfstæði Finnlands. Þann sama dag taka byltingarmenn landstjórahúsiS í Helsingfors og aðrar opinberar byggingar. Sem svar við þessu samþykkir þingið meS 97 atkvæðum gegn 85, „að gera alt sem hægt er til að skapa sterka stjórn og halda uppi aga og reglu i landinu". Og felur Svinhufvud nú Mannerheim að hafa á hendi yfir- stjórn lögreglumálanna. Plaggið, sein Svinhufvud sendi Mannerheim 27. jan., síðasta þingfundardaginn, er enn til. Svinhufvud bendir á hvorl ekki muni rjett að fá hjálp erlendis frá til að hakla uppi reglu í landinu, en því er Mannerheim algjörlega mótfallinn. Mannerheim hafði mikla reynslu sem herforingi eins og sjá má af þvi sem áður hefir verið um hann sagt, en hann hafði hingað til stjórn- að stórum hersveitum vel búnum að vopnum og vistum með nýtisku hernaðarlega þjálfun. Nú átti hann að bæla niSur uppþot og reka hernaS meS litt æfðum her, ósam- æfðum skotfjelögum, sem vantaði nauðsynleguslu vopn, gegn skipu- lögðum hersveitum. Hann gerði sjer von um vopnasendingar frá Svi- þjóð, en sænska stjórnin bannaði vopnasölu til Finnlands. Herdeild- in, sem hann byrjaði með saman- stóS aðallega af bændum og var langsamlega verst út búni herinn, sem hann hafði nokkru sinni stjórn- að, þó að hvorki skorti hann hreysti nje eldmóð. — Það hafði verið von Mannerheim, að öll þjóðin mundi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.