Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN GAMLA BlÓ. Innan skamms sýnir Gamla Bío Metro-Goklwyn kvikmyndina Rauð- l:lædda brúffurin. Leikur hin lieims- l'ræga leikkona Joun Crawford aðal- liiutverkið, en tvö næst stærstu hlutverkin hafa þeir á hendi Franch- ol Tone og fíoberl Young, sem báð- ir eru dáðir af ölium kvikmynda- vinum bæjarins. — Efni þessarar myndar, sem tekið er úr samnefndu leikriti eftir ung- verska skáldið F. Molnar, er þetta i aðaldráttum: Auðugur aðalsmaður, Armalia greifi er staddur á næturskemtistað í Triest ásamt vini sínum Rudi Pal. Þeir skeggræða um hitt og þetta, og greifinn heldur þvi fram m. a., að allir nifnn sjeu skapaðir jafnir og tilviljun ein valdi því, hver verður ofan á og hver undir í lífinu. F ' ■ IL-.■ ■ Engin verðhækkun enn, þrátt fyrir krónulækkunina. Tii er mikið af: Töluni, Hnöppum, Spennum, Rennilásum og ýmsum smávörum. Einnig nokkuð af: Rykfrökkum, karla cg unglinga. Silkiundirföt- um, Sokkum og Slæðum. Skinnhönskum, Tösk- um, Veskjum o. fl. Landsins mesía ng íallegasta úrual aí prjnnauömm. VESTA, Laugaveg40 "n ii .... , i ii Bækur — Pappír — Ritföng — Sendum gegn póstkröfu um land alt. — Bókaverslun tsafoldarprentsmiðju P. O. BOX 455. REYKJAVfK. Klukkustundu siðar fara þeir fje- lagar á hafnarkaffihús. Þar tekur greifinn at'tur upp samtalsþráðinn, og segir, að hægt væri að gera eina af söngstúlkum knæpunnar að finni dömu með því að klæða hana nógu snyrtilega og með því sjeu henni gefnir möguleikar að verða ofan á i lífinu. Riuii Pai finst þetta hræði- leg firra. Leiðir þeirra skilja, og fer Pal til Terrano, þar sem unnusta hans, Maddelene Monti, eyðir sumarleyf- inu. Armalia greifi stefnir einni söng- stúlkunni, Anni Pavlovitch (Joan Crawford) að borði sínu. Hann fer að tala við hana, og ákveður að gefa henni möguleika til að vinna i happdrætti iífsins. Hann býðst til að gefa henni skrautleg klæði og horga tveggja vikna uppihald hennar á úrvalslióteli i Terrano. Anni lieidur að greifinn sje ekki með öllum mjalla, en þiggur þó hin góðu boð. Daginn eftir kaupir hún sjer föt lii ferðarinnar. Þar á meðal skar- latsrauðan kvöldkjól, sem henni þyk- ir fallegri en alt sem fallegt er. Hún kemur til Terrano, og er tek- ið með kostum og kynjum, þar sem hún er á vegum jafn tigins manns og greifans. Fyrsta kvöldið, sem hún mætir i borðsalnum, vekur fegurð hennar hina mestu athygli. Rudi Pal, sem staddur er á hótelinu ásamt heit- mey sinni, verður nijög ástfanginn af henni og slítur trúiofun sinni við unnustu sína. Gerast nú æfintýraríkir dagar á hótelinu fyrir hina ungu stúlku. En hóteldvölin líður fljótt. Anni var ]>ar ekki lengi fremur en Adam i Paradís. fíauffklæddu brúöurin er skrautleg og skemtiieg mynd og sýnir fagra náttúru og glæsilegt suðrænt sam- kvæmislif. Konan: — Já, nú hefurðu gleymt því að læknirinn bannaði ])jer að drekka vin með matnum. Maðurinn:— Það var líka satt! Taktu matinn burtu! Laxanet Og Silunoanet fyrirliggjandi, allar möskva- stærðir og dýptir. G EYSI R Veiðarfæraverslun. Frjósemistrjeð er á litlum hólma sem heitir Roda og er i ánni Níl. Þangað koma liundruð múhameðs- trúarkvenna á hverju ári, í þeirri von, að ef þær snerti á trjenu verði þær barnsliafandi. — En það eru ekki allar konur í Afríku, sem kæra sig um að eiga börn. Svertingja- flokkur einn hefir þann sið, að ef kona eignast tvíbura, er það barn- ið líflátið, sem fyr fæddist. Búnaðarbanki íslands hefir fyrir skömmu gefið út leður- veski, þægileg fyrir vasa, með ávísanahefti í og hólfum fyrir peninga og frímerki. Veskin eru hin snolrustu og ýmist í brúnum eða svörlum lit. Þeir, sem leggja vilja peninga inn í bankann fá veski þessi gegn tveggja króna gjaldi og eru það góð kaup. — Ávísanaheftið sem veskið geymir, er mjög handhægl fyrir þá, er viðskifti hafa við bank- anna og getur oft sparað hiutað- eigendum nokkurt ómak. Hjer er mynd frá Korsíku, fæð- ingarey Napoleons, sem lýtur Frakk- landi, en ítali langar að fá. Karl- inn á myndinni er Korsíkubóndi og hlífist ekki við að sitja á baki asn- anum, þó að hann sje klyfjaður VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitsljórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglijsingaverð: 20 anra millim. HERBERTSprenL Skraddaraþankar. „Á morgun kemur aftur dagur“, segja þeir að hann liafi mælt Dana- konungurinn Valdimar, er hann hafði beðið mikinn ósigur. Hann sigraði síðar og varð frægur af þeim sigrum, en kenningarnafn var honum gefið, af þessari stuttu setn- ingu, sem hann sagði er hann hafði beðið þann hnekki, sem mörgum hefði riðið að fullu. Og kenningar- nafnið sjálft hefir haldið nafni hans b'etur á lofli, en allir þeir sigrar, sem hann vann siðar. Þvi að stærsti sigurinn, sem hann vann var þessi, sem hann vann er liann leit yfir fallinn val sinn. Hann örvænli ekki nje ljet skeika að sköp- uðu. I.und hans var svipuð skapi góðrar íslenskrar húsfreyju, sem sagði, eftir að útlendir ránskaup- menn liöfðu drepið bónda hennar á llifi vestur: „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Og hún safnaði liði og rak af sjer ráns- mennina. Þeir sent falla við fyrsta högg eiga aldrei neinn sigur í vændum framar, því að fallinn maður reyn- ir ekki nýjan bardaga. Ekki sá sem dauður er — og þar eru skiljanlegar ástæður fyrir hendi — og ekki held- ur sá, sem hugfallinn er, sá sem mist hefir kjarkinn og vonina. Sá maður, sem hefir kipt að sjer höndunum og sest hefir í sekk og ösktt örvíln- unar og vonþrota, er vissulega miklu meiri ógæfumaður en hinn, sem fjell i þeim vígaleik, sem hann sjálf- ur tapaði. Þvi að sá, sem lifði ósigurinn al', er í raun og veru dauður maður, nema j)ví aðeins að hann hafi sinnu á því, að láta nýjan sigur reka af sjer ósigurinn. Sá sem lil'ir, sviftur voninni um, að vinna nýja sigra, er dauður maður, það sem eftir er æfi hanjs. Lif hans á enga von, hug- ur hans ekkert ljós, takmark hans er ekkert nema að fá að deyja. En hinn, sem trúir því, að á morgun komi aftur dagur, er sæll maður. Jafnvel þó að hann komi aldrei, þessi „dagur á morgun“, sem hann trúði á. Hann lifir í voninni samt. Þeirri von, að dagur komi eftir þennan dag og að sigur komi að lokuin, þó langt verði að biða. Hann vonar á sama hátt og maður- inn, sem hefir seðil i happdrættinu og endurnýjar hann altaf, þó að hann fái aldrei vinning. Öll happ- drætti byggjast á von og bjartsýni. Þau eru mælikvarði, sem ekki bregsl. Sá, sem ekki trúir á morgundag- inn á ekki að eiga neinn morgun- dag. Hann á að deyja. Því að lífið sjálft krefst þess, að hver sá sem lifir, trúi á inorgundaginn. Lifið ei' trúin á morgundaginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.