Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N STUTTPELS ÚR SVÖRTU INDVERSKU LAMBSSKINNI. Víðar ermar, breiðar herðar og bak sem fellur lausl niður, virðist vera sameiginlegt fyrir alla stutt- pelsa í ár. Það sem vekur athygli á þessum pels er hjartarskinnbrydd- ingin á vösunum, kraganum, niður boðangana og á ermunum. SVARTUR ORGANZAKJÓLL MEÐ RAUÐU, HANAFJAÐRACAPE, mátulega áberandi fyrir leikkonur. Framh. frá bls. 9. einu sinni sagt þetta: „Allir mínir glergluggar eru nú brotnir, allir mínir reiðhestar eru með hósla, cn jeg hefi sjálfur kláða“. — Og getur l>etta bent til þess, að gamli íiiaður- inn hafi hvorki verið ánægður með stjórn sonar síns á búinu úti eða inni. Hann dó á Skarði 15. april 1768 og var þá 86 ára gamall. (Með hliðsjón af Lbs. 1535/410, Snæ B. B. II. o. fl.) HVÍTUR CREPEKJÓLL MEÐ SLÁI. Þessi fallegi kjóll er úr hvítu crepe og er með Iöngu slái, sem einnig má nota til þess að hjúpa um höfuðið, og minnir mann þá á austurlenskan búning. ÓVENJULEGA SNOTURT SPORTVESTI úr hvítri lambsuil með ásaumuðuin mislitum filt-blómum —, mjög kiæði- legt og þægilegt. II. Forðist að vera framsettar. Leggist á bakið, lyftið fótunum al- veg upp fyrir höfuð og látið þá falla aftur hægt niður með beinum hnjám. Því hægara — því betra. Þetta er ai- veg ágæt æfing fyrir magavöðvana og gerir það að verkum að maginn minkar. III. Liðugt bak. Það þarf tvær tii þess að gera þessa æfingu. Önnur situr á gólfinu með framrjetta fætur og handleggi og eiga lófarnir að nema við gólfið. Verið máttlausar. Hin stendur fyrir aftan með báða lófana á baki þeirr- ar sem á gólfinu situr, rjett fyrir neðan herðablöðin'og reynir nú með ijettum tökum að beygja hana saman. ÞRJÁR GÓÐAR ÆFINGAR. I. Grant mitti og Iiðugir fætur. Æfingin er gerð með beinum fót- uin. Setjið hægri fót fram. Snúið yð- ur % umferð til hægri, beygið yður fram og snertið gólfið með fingur- gómum vinstri handar, hægra megin við hægri fót. Til baka í byrjunar- stöðu. Nú er æfingin gerð á liina hliðina með vingtri fót fram og snún- ing til vinstri. Endurtakið æfinguna tii skiftis 20 sinnum. Grænmetisdálknrinn. 1 síðustu grein hafa slæðst inn allmargar leiðinlegar prentvillur, seni lesendur eru beðnir að afsaka. Rabarbari. Mjer linst vera ástæða til þess einmitt nú að minnast dálítið á rabarbara, vegna liess að fólk hefir nú undanfarið verið ,að koma sjer upp rabarbara, og vegna þess að þessi jurt er orðin svo algeng hjer að það liggur við að segja niegi, að ekki er sá maður með mönnum, sem ekki á rabarbara rætur. Rabarbar- inn er líka afar auðræktaður og fjölhæfur til matarlagningar. í fræverslunum er ofl til fleiri en ein tegund af rabarbara træi, en tólk ætti að sneiða sem mest hjá þvi að kaupa fræið og reyna að kom.i sjer upp rabarbara með sáningu. vegna þess að þetta er það mikill vandi að almenning vantar algjör- lega þekkingu til þess, og liefir enda enga aðstöðu tii að ala upp rabar- bara af fræi. Að ala upp rabarbara af fræi tekur minst 2—3 ár, og þó hefst það aðeins með mikilli elju og umhyggju. Þeir sem ætla sjer að auka við sig rabarbara ættu altaf að fá rótar- hluta sem tekinn hefir verið frá stórum hnausum; áframhaldandi rækt á slíkum rótum er svo auð- veld og hverjum einum viðvaniug í grænmetisrækt er í lófa lagið að láta það iánast vel. Það eru skiftar skoðanir um hvaða tegund rabarbara er best, en að mínum dórni eru gæðaeinkenni hinna fjögra venjulegustu rabarbara- tegnnda þessi: 1. Ehus Feuer: (Stór og gegn rauður, alveg ný tegund á heimsmarkað- inum). 2. Jarðaberjarabarbari: (Early Red; vínrabarbari). Töluvert minni en nr. 1, en ennjiá rauðari og bragðbetri. 3. Linnæus: Sama leggja stærð og á nr. 1, en töluvert mikið minna rauður. 4. Viktoria: Stór og grófur, og nær altaf grænn, en er hinum tegund- unum iangtum fremri í af- köstum. Rabarbari vex í allskonar jarð- vegi, aðeins ef hann fær nóg af áburði, og óhætt er að segja það að hann skilar aftur í leggjum öllu því, sem lionum er gefið. Hann er rúmfrekur, sérstaklega Viktoría, sem þarf minst 1 m2. Eftir að rabar- barinn er kominn í góðan vöxt á vorinu, og næturfrosthættan er að mestu hætt er ágætt að sáldra ein- um lófa af garðanitrophoska í kring um hverja rót (hnaus), og þegar komið er fram í júní, er rabarbar- inn mjög þakkiátur fyrir vökvun einu sinni í viku með áburðarvatni. Um sumarið ber að gæta þess vel og klipa eða skera af alla blóm- leggi, sem koma á ræturnar. — Það er misskiiningur að bíða eftir þvi að leggirnir verði sem stærstir af því að eftir þvi sem þeir verða stærri og sverari, því trefjameiri og bragðverri verða þeir. .4 sgeir Á sgeirssón. Þýski prófessorinu Bergius, sem var einn þeirra manna, sem fyrstur benti á leiðir til að vinna olíu úr kolum, er sá efnafræðingur Þýska- lands, sem mest vinnur að þvi að framleiða nýjar vörur úr ólíkleg- ustu hráefnum. Þannig hefir honum tekist að vinna bæði sykur og súkku- laði úr — trje.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.