Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Litli: Heldurðu að hepnin verði með okkur i nótt? Stóri: Ætli það ekki! Útlitið er gott, hara ef við lendum á rjettum glugga. Litli: Nú er nótt! nú er nótt! og þjóf- arnir fara á kreik. Litli: Daginn, góðan daginn, velkominn, ertu með nokkuð í pokanum? Stóri: Heldurðu að hann vœri annars s’’ona fyrirferðarmikill, aulinn þinn. Komdu hjeðan á augabragði. Lögregluþjónninn: Hvað er nú á seiði? Stóri: Komdu, hjerna eru dyr, flýttu þjer nú. Litli: .lá, við skulum draga okkur í hlýjuna, þó að jeg sje nógu hlýr fyrir. Litli: Digge, dig, en hvað maðurinn er skrítinn með gljáandi hnappa, jeg vænti að hann hafi ekki á sjer nokkra skildinga til að gefa okkur vesalingunum. Lögregluþjónninn: Bíðið þið augnablik. Stóri: Nú verður þú á varðbergi meðan jeg opna gluggann með kúbeininu mínu. Litli: Jeg skal passa mig, þó að inig langi nú til að sjá hvernig þú ferð að því. Lögregluþjónninn: Það er víst best að taka til fótanna og sjá hvað er í pokanum, því þessir náungar eru visir lil alls. Stóri: Komdu á augabragði. Hann skifti um „gír“. Stóri: Æt 1 i maður gæti ekki falið sig hjerna bak við flíkurnar, eins og t. d. pilsið hjerna? Litii: Það þori jeg ómögulega. Stóri: Það var þjer líkt, auminginn Stóri: Ef við eigum að bíða nokkuð, þá getum við alveg eins farið strax. — Æ-i. Pilsið flækist fyrir fótunum á mjer. Litli: Heyndu að hypja upp um þig pilsið, það er dónalegt að vera svona. Lögregluþjónninn: Ykkur varð ekki káp- an úr þvi klæðinu. I-itli: Bærilega hefir honum gengið, það hlýtur að vera kúbeininu að jiakka. Bara að hann nái nú í eitthvað sem fengur er i, eins og eitthvað matarkyns eða þá öl. Litli: Æ! Æ! Þú mátt ekki toga svona fast í liandlegginn á mjer, þú slítur hann af. Stóri: Bull, þú vérðtir að fylgjast með mjer. Litli: Þú gleymdir pokanum. Stóri: Skítt með það altsaman. Stóri: Þarna stendur liann þá eins og hver annar bjálfi og starir á okkur; hann ætti að geta sjeð það, að við erum eins og venjulegar manneskjur. Lögregluþjónninn: En hvað þær eru líkar þjófunum, og þó geta það ekki verið þeir. Stóri: Má jeg ekki fara heim og sækja mjer föt? Litli: Mig langar að láta fæturna snerta jörðina, svo vil jeg líka ná i eitthvað utan yfir mig. Lögregluþjónninn: Nei. Þið komið nú báðir með mjer beint á lögreglustöðina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.