Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 5
FALKlíj iN ö THEODÓR ÁRNASON: Merkir tónsnillingar lífs og liðnir. FORMÁLI. Það er ógerningur, að gera sjer svo grein i'yrir því, að nokku'ð sje í námunda við það sem rjett er, hve víðtæk þau eru og mikil, hin hollu menningaráhr'if, sem útvarpið hefir valdið, síðan það tók lil starfa (og má vel nefna etdra útvarpið brauit- ryðjanda i þessu efni), þó að mönn- uin finnist að mörgu sje enn ábóta- vant og óski eltir ineiri og marg- breytilegri fræðslu og skemtun og að'betur sje vandaður efnisflutning- ur, en raun er á. Um efnisvalið gela menn aldrei orðið sammála. En i stuttu máli iná segja þetta: margl hefir þegar verið af útvarpiuu lært og margar ánægjustundirnar er það búið að veita. Alt má svo gagnrýna. En mjer er nær að halda, að sjer- staklega gæti menningaráhrifanna á einu ákveðnu sviði, — sviði tón- listar. Að minsta kosti eru þau gleðilega og jafnvel ótrúlega mikil þar. Jeg hefi ferðast viða um sveit ir landsins, einmitt þessi ár sem Útvarpið hefir starfað. Og jeg hefi dáðst að því og undrast það, hve margt alþýðufólk, sem daglega lilust- ar á útvarp, er farið að hafa yndi af góðri tónlist, jafnvel flóknum klassiskum lónsmíðum. - Það er alveg ótrúlegt, hve fljótt þessara menningaráhrifa gætir, og hve mikil áhrifin eru orðin, því að fræðilega sjeð, var undirstaða engin til. Jeg hefi haldið því fram á öðrum stað, og það er reynsla min, að is- lensku alþýðufólki sje það eðtilegra, en alþýðufólki annara þjóða, að opna alla glugga til þess, að geta uolið góðrar tónlistar — djúphugs- aðra tónsmíða. Þetta er og reynsla erlendra tónlistamanna, sem hingað hafa komið. Og suinir þeirra hafa tekið svo djúpt í árinni, að hvergi sje jafn auðvelt og hjer, að ná tökum á áheyrendum með göfugri tónlist, þó að það sje einmitt alþýðufólk, sem flest sætin skipar hjer á liljóm- leikum, sem er alveg í öfugu hlut- falli við það, sem á sjer stað ann- arsslaðar. En öðru hefi jeg líka veitt athygli í |)essu sambandi, á ferðum mínum: Fólkið er sólgið í að fá meiri fræðslu um tónlistina og tónlistamennina. A þetta liefi jeg líka minst annarsstað- ar, en þvi verið lítill gaumur gef- inn. Ef Útvarpsráðinu væri það fyllilega ljóst, ineð hve mikilli al- hygli og hve þakksamlega hlustend- ur til sjávar og sveita, hafa hlýtt á fræðsluerindin, ekki sist æfisögu- ágrip tónlistamannanna, er jeg ekki i neinum vafa um það, að meiri rækt hefði verið lögð við þessa fræðstu, en raun er á, þó að því fylgi lítits- liáttar kostnaður. „Fálkinn" byrjaði á því i fyrra- sumar, að segja í stuttu máli frá æfiatriðum nokkurra hinna merk- ustu klassisku tónskálda, en íslensk- ar bókmentir eiga ekkert til um þessa menn. Og nú er í ráði að taka þennan þátt upp aftur í blaðinu, - að kyntir verða í stórum dráttum merkir tónlistamenn, lífs og liðnir, þeir sem oftast eru nefndir í Út- varpinu. Er þetta gert í þvi trausti, að Jesendum hlaðsins liki það vel, og þá ekki síst þeim, sem eru út- varpshlustendur. Þess skal getið, að ekki vcrður fyigt neinni timaröð, en þættirnir birtir eftir ])ví, sem best þykir henta í hvert sinn. I. Wilhelm Richard Waper (1813—1883). Það er nú svo skritið, að þetta stór brotnasta tónskáld heimsins, Ricii- ard Wagner, kemur dálítið við sögu vor íslendinga. Vjer höfum sem sje átt Wagnerssöngvara, sem vinsæil var og frægur um all langt skeið einmitt þar, sem erfiðast hefir ver- ið að ná slíkri hylli, í Þýskalandi, ættlandi tónskáldsins. Allir kannast við Pjetur Jónsson söngvara og frægð hans í> Wagnerhlutverkum. En það var einn þátturinn í byit- ingu þeirri, sem Wagner gerði á „óperunni", að hann hafði hausa- víxl á hlutverkum söngvaranna og hljómsveitarinnar. Áður var hljóm- sveitin eins og einn stór gítar, sem „dullaði" undir ástarsöngvana. En Wagner vildi lála hljómsveitina „hafa hátt“, svo að skilmerkilega kæmi fram skáldleg hugkvæmni tónskáldanna þar, en þá urðu söngv- ararnir lika að hafa „hetjuraddir Og þær eru ekki altaf á hverju strái. Þessvegna er'það nokkur heiður, að hafa átt að minsta kosti einn Wagn- ersöngvara, og hann góðan. Það éru ekki skiftar skoðanir um það nú, að Richard Wagner hafi verið eitthvert stórbrotnasta tón- skáldið, sem uppi hefir verið. En líklega hefir enginn hinna miklu tónsnillinga verið jafn herfilega mis- skilinn, umþrátlaður og jafnvel fyrir litinn, enginn þeirra háð jafn þrot- lausa og liarðvituga barátlu fyrir list sinni og stefnu í tistinni og átt við jafn þröngan kost að búa. Og mjer er líka nær að halda, að enginn þeirra hafi verið jafnmikill bardaga- maður og liann. Hann var afburða þrekmaður, æðraðist litt og ljet ai- drei kúgast. Og hann barðist fræki- lega við fátæktina, fávisku fólksins og skilningsleysi. Oft var hann sár, en lítið bar á æðrun. Og þegar hon- um leið verst, greip hann til kald- hæðninnar og sagði t. d.: „Im wunderschönen Monat Mai —krocli Richard Wagner aus dem Ei. Es viinschen viele, die ihn lieben, — er ware lieber drin geblieben." Hann var gæddur afburða hæfi- leikum á ýmsa lund, en var fyrst og fremst mikilfenglegt og sjerstætl tónskáld. En hann var líka snjall rithöfundur og skáld, samdi sjálfur texta söngleikjanna, sem liann á síðan fljettaði hljómskrúð utan um. Þessir textar, — en efni þeirra var oftast sótt í þjóðsagnir og fornald- arsögur, — voru strax frábrugðnir slíkum textuin, sem áður þektust, að því leyti, að eftir að Wagner hafði samið „Tannhauser“ taldi hann það hlulverk sitt, að vera framlierji þjóðlegs þýsks skáldskapar um leið og hann var þýskt tónskáld, og lagði áherslu á að gera textana samhoðin listaverk tónsmiðunum, sem um þá var fljettað. Áður hafði lítil eða engin rækt verið lögð við þetta, og óperutextarnir þessvegna oft end- emis þvættingur. En söngleikir W. urðu þannig jafnframt efnisríkir sjónleikir. Þetta textaform var þó ekki það, sein hneykslaði fólkið mest, lieldur var það oft fremur efni textanna, en þó einkum það, að sjálf „músikin" var í öðru formi, en á'ður hafði þekst. Og fólkið, „burgeisarn- ir“, sem töldu sig unnendur hinnar æðri tónlistar og þóttust bera hana og listamennina uppi, vildi ekki þota þessar byltingar Wagners. Þeir fussuðu og sveiuðu, æptu og ærsl- uðust, svo að hver frumsýningin á fætur annari var eyðilögð fyrir Wagrier. Og blöðin heltu sjer yfir hann miskunnarlaust. En Wagner lifði það þá líka, að verða hyltur á stórfenglegri hátt, en. nokkru öðru tónskáldi hefir hlotn- ast. Hann var borinn i Leipzig 22. maí 1813. Faðir hans var embættis- maður í lögreglunni, en ljest þegar W. var kornungur. Hann fjekk þó gott uppeldi, því að móðir hans gift- ist aftur góðum manrii. Og framan af, eftir að hann gerðist tónlista- maður, naut hann nokkurs styrks hjá systrum sínuin, en þær voru Pjetur Jónsson í „Meistarasöngvurunum". sumar vel giftar og ein þeirra mik- ilsmetin Ieikkona. Ekkert bar á þvi á bernskuárum W. að hann væri neitt sjerstaklega hneigður til tónlistar. Eftir því var þó tekið, að hann væri frábærílega góðum gáfum gæddur. En hann vildi verða mentamaður og uppá- haldsnámsgreinar hans voru gríska. latína, fornaldarsaga og þjóðsagnir. Og niikið yndi hafði hann af skáld- skap. Er mælt að sjerstaklega hafi hafl mikil áhrif á hann ungan, rit Shakespeares, svo að hann fór sjálf- ur að semja sorgarleik all fyrirferðar mikinn. En honum varð það á „að drepa svo margar persónurnar, að hann komst i vandræði, og varð síð- an að láta sumar þeirra ganga aftur." W. var orðinn 16 ára gamall, þeg- ar hann varð fyrst fyrir tónlistar- áhrifum, sein ollu því, að hann vildi verða tónskáld sjálfur. Það var „Eg- mont“ Beetliovens, er liann heyrði á Gewandhaus-hljómleikum, sem olli þeim straumhvörfum. Og hann tók þetta geyst, þegar í upphafi, jafnvel svo, að honum lá við sturlun. En eftir að honum hugkvæmdist, aö afla sjer reglubundinnar tilsagnar, náði hann fljótlega jafnvægi og reyndist ákaflega glöggur og hrað- næmur. og hugkvæmnin var tak- markalaus. Hann var aðeins rúm- lega tvítugur, þegar hann varð hljóm- sveitarstjóri við Magdeburgarleik- húsið. Nokkru siðar fjekk hann samskonar stöðu við leikhús í Kön- igsberg og loks í Riga. Hann giftist leikkonu, Minnu Planer. Hún reynd- ist honum tryggur förunautur, en var algerlega ósnortin af list Wagners og skorti allan skilning á henni. Og Wagner segir sjálfur: „Ef hún hefði átt minni mann, er sennilegt, að hún hefði gert hann hamingjusaman." En Minna þoldi með honum súrt og sætt — þó aðallega súrt, — öll árin, sem hann átti erfiðast, og kjör þeirra munu oft hafa verið hörmu- leg. Það er til dæmis mælt, að hún hafi grafið upp æti-rætur þeim til matar, í skemtigörðum Parísarborg- ar, meðan þau dvöldu þar, og jafn- vel betlað á götum úti. Og ömurlegt er til þess að hugsa, að svo skilja þau eftir 20 ár, eða einmitt um ])að leyti, sem fyrst er farið að rofa lil fyrir Wagner. Hún barðist við fá- tæktina með honum, en sigurfagn- aðarins fjekk hún ekki að njóta. — Síðar tókust ástir með W. og konu vinar hans v. Biilow, Cosimu. Gaf Búlow eftir skilnað og giftust þau síðan. Og þessi kona færði W. alla þá hainingju, sem hann hafði þráð og þóttist þarfnast. Ekki eru tök á að rekja hjer bar- áttuferil hans. En i tugi ára mátti lieita, að enginn vildi lita við söng- leikjum hans. En hann ljet ekki hugfallast, og samdi hvert verkið á fætur öðru, og öll voru þau í „stóru broti.“ Það var Liszt, sem kom því til vegar, að Wagner fjekk loks álieyrn. Hann reyndist honum sannur vinur og vildi alt fyrir hann gera. Hann kom því til leiðar, að „Lohengrin" var sýndur i Weimar 1850, en þá var W. búinn að vera 12 ár í útlegð í Sviss. Og upp frá þvi mátti heita að rofaði til óðum. Og svo fóru leikar, að 1873 fjekk W. uppfylta heitustu ósk sina, því að svo var þá komið langt samskotasöfnun, sem öll þýska þjóðin liafði tekið þátt í, að hann gat þá á sextugsafmæli sínu lagt hornsteininn að liinu þjóðlega „liá- tíða-sönghúsi“ í Bayruth, sem eigin- lega var bygt eingöngu „yfir“ söng- leiki lians, og þar sem þeir eru sýnd- ir fram ;á þennan dag. Þessi söng- liöll var fullgerð 1876, og þá kom þar saman „gjörvalt Þýskaland“, með Vilhjálm keisara í fararbroddi, til þess að sjá og heyra „Niblunga- hringinn“, sem þar var þá sýndur í fyrsta. sinn, og til þess að hylla Wagner. Þetta er stórfenglegasta við- urkenning, sem nokkurt tónskáld hef- ir hlotið. W. ljest i Feneyjum 13. febrúar 1883. (Söngleikir Wagners: „Rienzi“, „Hollendingurinn fljúgandi“, „Tann hauser“„ „Lohengrin“ (sem hann sagði sjájfur um:Þetta er angurvært andvarp yfir hlutskifti hins sanna listamanns, og áköf ákæra á hendur þjóðinni, sem ekki vill veita hónum viðtöku), „Tristan og Isolde“ (einn samfeldur ástaróður), „Meistara- söngvararnir", „Niblungahringurinn“ (stórbrotnasta verkið, — „fjögra nátta leikur“) og síðast „Parsifal", sem er alveg sjerstætt verk og þrungið trúarlegum innblæstri. Auk þcss liggur el'tir hann fjöldi rita og ritlinga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.