Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Þegar Mussolini stöðvaði Hitler. Eigi alls fyrir löngu kom úl á sænsku bók um atburðina í september síðastliðnum, er minslu munaði að heimurinn færi í bál og brand. „Fyra dagar“ heitir hún, og útgef- andinn er enski blaðamaður- inn Lord Killanin, sem þó ekki hefir skrifað nema einn kaflann. En þeir eru sjö, eftir jafnmarga blaðamenn og sinn frá hvoru landinu. Hjer er á- grip af kaflanum eftir ítalska blaðamanninn, Luigi Barzini, sem Iýsir viðhorfinu í Róm hina ægilegu septemberdaga, 2G.:—29. september 1938. T TNDIREINS um morguninn, þriðju- u daginn 27. september var Ciano utanríkisráðherra sannfærður um, að styrjöldin mundi dynja yfir. „Það má heila, að utanrikisviðræðurnar sjeu hættar, og hernaðarráðstafan- irnar eru byrjaðar“, sagði hann. Miðvikúdag kom utanríkisráðherr- anum og Dino Alfieri mentamála- ráðherra saman um, að „Evrópu yrði ekki bjargað nema með krafta- verki“. Fimtudagsmorgun stóðu þeir sam- an í utanríkisráðuneytinu ráðherr- arnir báðir og ræddu um frjettirn- ar, sem bárust að í sífellu. Ciano leit á klukkuna: „Er yður ljóst að skothvellirnir lryrja eftir nákvæm- Mussolini lega þrjá tíma og 40 mínútur?" sagði hann við Alfieri. í sama bili var til- kynt, að lord Perth, enski sendi- lierrann óskaði að hitta Ciano. Ef ekki stæði vel á í svipinn þá gæti það dregist þangað til síðdegis. Þess má geta að lord Perth vissi ekki þá, að frestur Hitlers var útrunninn kl. 14. Stjórn hans hafði ekki til- kynt honum þetta, og hann hjelt, eins og flestir, að enn væri frestur til 1. október. — En Ciano vissi það og beið ekki boðanna. Að vísu var lítil von um nokkurn árangur, en þó var ekki fyrir það að synja. Eftir augnablik var Pertb kominn á leið í utanríkisráðuneytið. Sendiherranum hafði verið falið að tilkynna ítölsku stjórninni að ef Þýskaland rjeðisl á Tjekkóslóvakíu mundi Frakkland standa við skuld- bindingar sínar og England þegar i stað styðja Frakkland. Jafnframt átti hann að bera fram þá ósk, aö Mussolini beitti áhrifum sínum á Hitler til þess að fá hann til að ganga að tillögum Chamberlains. E>ERTH stakk við er liann kom inn á skrifstofu Cianos með afrit af brjefi Cbamberlains i hendinni. Hann var með tár í augunum. Hann hafði verið einkaritari Asquiths þeg- ar styrjöldin var að dynja á, árið 1914. Þetta var í annað skifti á æfi hans, sem síðasta aðvörunin fór um hendur hans. Ef hún hefði ekki áhrif mundu fallbyssurnar fara að þruma og Evrópa standa í björtu báli. Hann var mjög brærður. „Mylord!" sagði Ciano. „Ber mjer að skilja þetta sem opinbera mála- leitun frá stjórn Englands og beiðni til II Duce um að reyna að l'á Hitler til að halda áfram umræðum um tillögur Chamberlains?" „Já,“ svaraði Perth. „Þetta er formlegt, opinbert erindi.“ Ciano greifi bað Perth lávarð að bíða í utanríkismálaráðuneytinu meðan hann færi til Palazzo Ven- ezia til þess að tala við Mussolini. Það eru ekki nema 500 metrar milti hallanna, en öll umferð var stöðvuð meðan gljásvört bifreið utanríkis- ráðherrans rann milli hallanna nið- ur Corso Umberto. Ciano hljóp upp tröppurnar og beint inn í skrifstoíu Mussolinis. Alfieri var þá staddur imr, en afsakaði sig og fór út þegar. Það hlaut að vera eitthvað alvarlegt á seiði. Það hafði aldrei komið fyr- ir áður, að Galeazzo Ciano kæmi ó- boðinn inn til Mussolini þegar líann sat á fundi með öðrum. ^IANO greifi var tíu mínútur inni hjá Mussolini, og hann sagði: „Tillögur Chamberlains eru mjög á- ríðandi; við megum ekki salta þær.“ Eftir augnablik liafði hann náð símasambandi við ítalska sendi- herrann í Berlín og lagði fyrir hann að fara l>egar á fund ITitlers, fuil- vissa hann um hollustu Ítalíu, en biðja hann um að fresta öllum hernaðaraðgerðum í 24 klukkutíma, svo að Mussolini fengi ráðrúm til að athuga málið. Ciano fór að svo búnu lil Perth lávarðar, sem hafði biðið á meðan og sagði honum hvað gerst hafði. Síðan fór Perth á burt. Þegar Alfieri kom aftur inn lil Mussolini, Ijet hann ekkert á sjer sjá hvað hann hafði fengið að vita og hvað hann hafði ákveðið. Hann var alveg jafn rólegur og áður. Undir eins og Pertli lávarður var farinn frá Palazzo Chigi var hringl þangað úr ensku sendisveitinni og Ciano greifi spurt eftir honum. Eftir að hann var farinn til Ciano hafði Chamber- lain símað erindi til. Mussolini per sónulega. Bauðst hann til að fljúga til Þýskalands einu sinni enn, til þess að seinja við Hitler. Hann lagði til að Frakkar tæki einnig þátt i þeim fundi og bað Mussolini um að slyðja þessa tillögu og senda fulltrúa á fundinn. Þessi skilaboð lágu a skrifborði Perths lávarðar er hann kom i sendisveitina kl. 11,15. Eftir eina mínútu var hann kominn a leið til Giano á nýjan leik. Ciano bað hann enn um að biða, hljóp niður stijfann í fáum skrefum og brunaði í bifreiðinni niður Corso Ilitler Umberto. Eftir tuttugu minútur kom hann aftur með þá l'rjett, að Hitler hefði fallist á 24 tíma frestinn, „sem sönnun persónulegrar vináttu sinn- ar við Mussolini". Ciano sagði enn- fremur, að 11 Duce væri meðmæltur því, að fundur yrði haldinn og væri fús til að fara þángað sjálfur og hefði beðið sendiherrann í Beriín um að fá samþykki til fundarins hjá Hitler. Og nokkrum mínútum síðar hafði Perth simað þetta til London. Kraftaverkið, sem gat bjargað Evr- ópu, Skeði. n IANO greifi lor að svo búnu V"'í hress í huga út til þess að fá sjer hádegisverð. Og fólkið sem sat við næstu borðin var alveg liissa á þvi, hve utariríkismálaráðherrann var glaðlegur á þessum válega degi. Menn stóðu upp frá borðunum til þess að hringja heim til konunnar: „Ciano brosir. Hver veit nema að það verði friður?“ ítalski sendiherrann í Berlín símaði klukkan 15, tilkynti að öll- um hernaðarráðstöfunum hefði ver- ið frestað og að Hitler hefði sam- ])ykt að halda fundinn en óskaði að „Mussolini yrði viðstaddur, til þess að tryggja góð málalok". Hann ljet Mussolini velja um, hvort fund- urinn yrði haldinn í Frankfurt eða Múnchen. Mussolini kaus Múnchen. Það var lágskýjað yfir Alpafjöllum, svo ekki þótti flugfært. Aukalestin var beðin að vera til taks kl. 18. L’Osservatore Romano, hið gamla og gætna blað, sem páfastóllinn gefur út, varð fyrst allra blaða lil þess, að birta frjettina um fundinn i Múnchen. Blaðið var komið út klukkan l(i. Blaðamennirnir hristu höfuðið og undruðust hve vegir for- sjónarinnar eru órannsakanlegir, að hið gamla og seinláta blað Osservat- ore, sem aldrei kom með frjettir fyr en þær voru orðnar tveggja daga gamlar, skyldi verða fyrst til að birta merkilegustu fregnina, sem heímurinn hafði fengið í tuttugu ár! O t______ Drekkiö Egils-öl Bernhard Sbaw kann að koma fyrir sig orði. Um Bernhard Shaw hafa myndast fleiri sögur en nokkurn rithöfund annan, síðan Mark Twain leið. Víst er maðurinn orðheppinn, en þó er talið, að flestar sögurnar sem hon- um eru eignaðar sjeu tilbúningur anriara, en hafi verið tileinkaðar skáldinu lil þess að þær yrði tekn- ar fyrir góða og gilda vöru. Hjer eru nokkrar: Það var hann! Einu sinni var Shaw í sumardvöl í Wales. Og er hann var þar á göngu uppi í fjallinu, einn góðan veðurdag, mætti hann manni, sem mun liafa haft nasasjón af liver Shaw var, og starði á hann eins og naut á nývirki. Shaw flýtti sjer að komast fram hjá, en leit svo víð og kinkaði kolli og sagði vinsam- lega: „Rjett!“ Hjónabandið. Einu sinni var Bernard Shaw spurður, hvaða álit hann hefði á hjónabandinu: „Það er með hjónabandið eins og frimúrararegluna,“ svaraði liann. „Þeir sem ekki eru meðlimir í regl- unni vita ekkert af henni að segja, en hinir mega ekkert segja.“ Meirihlutinn. Leikrit Shaws, „Man and Super- man“ vann glæsilegan sigur þegar það var sýnt í fyrsta sinn i London, árið 1903. En innan um alt lófa- klappið i leikhúsinu lieyrðist ákaft blistur frá einum áhorfandanum uppi á svölunum. Shaw var kall- aður fram, fólkið hamaðist við að klappa, en óánægði áhorfandinií hjelt áfram að blístra. Shaw lyfti hendinni til þess að biðja sjer hljóðs og þegar hávaðann lægði kallaði hann til mannsins á svölunum: •— „Herra minn! Þjer hafið rjett að mæla og jeg er yður fyllilega sam- mála. En hvað getuin við tveir gegn öllum meirihlutanum?" Kvikmyndin. Shaw hafði til skemsta mestu skömm á kvikmyndum og tók ekki í mál, að leikrit hans væri kvik- mynduð. En kvikmyndakongarnir voru jafnan að nauða á honum. M. a. kom einn af burgeisunum frá Ilollywood til lians, til þess að fá leyfi hans til að kvikmynda leik- inn „Jeanne d’Arc“. Samtal þeirra var á ])essa leið: Shaw: Hvað viljið þjer borga? Kvikm.stj.: — Þetta verður i- burðarmeiri mynd en nokkurntíma hefir sjest í veröldinni hingað til. . . Shaw (óþolinmóður): — Hvað viljið þjer borga? Kvikm.stj.: — Við fáum besta Framh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.