Fálkinn


Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.04.1939, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 Kvenfimleikaflokkur Knattspyrnnfjeiags Reykjaviknr. í lok marsmánaðar fór hjeðan að heiman kvenfimleikaflokkur frá K.R. undir stjórn Benedikts Jakobssonar fimleikakennara, til Kaupmanna- hafnar til að sýna þar fimleika á norræriu móti. í flokknum voru 14 stúlkur á aldrinum 15—18 ára. — Svo hafði verið ákveðið að á þessu móti sýndi hver flokkur aðeins einu sinni. En íslenska kvenflokkn- um einum hlotnaðist sá heiður auk finsks karlmannaflokks að sýna tvisar á mótinu. Er þetta gott dæmi um það, hv flokkurinn þótti góður. Flokkurinn hafði tvær sýningar í Svíþjóð, Málmey og Lundi, og fekk ljar mikla aðsókn og ágætar viðtök- ur. Auk mótsýninganna tveggja hafði flokkurinn sýningu í Forum í Kaup- mannahöfn, fyrir mörg þúsund á- horfendum, og hlaut ágæta dóma lijá stórblöðum Kaupmannahafnar. Flokkurinn kom heim siðastliðinn laugardag með Gullfossi, og var hyll- ur af íþróttafólki bæjarins og öðr um bæjarbúum. Á myndinni sjest flokkurinn á- samt kennara sínum og fararstjóra. A/(V)W/V(W T. v.: Sverrir kemur ciö marki. — T. h.: Hin sigursæla sveit K. R.: Oddgeir Sveinsson, Sverrir og Indriði Jónsson. Víðavangshlaup tþróttafjelags Reykjavíknr. Víðavangshlaupið fór fram á sum- ardaginn fyrsta að þessu sinni eins og að undanförnu. Hefir það nú l'arið fram í 24 ár og þykir jafnan einn af merkari íþróttaviðburðum bæjar.ins. Þátltaka var nú fremur dauf. — Keppendur 17, frá fimm fjelögum: Glimufjelaginu Ármann, íþróttafjel. Reykjavíkur, Knattspyrnufjel. Rvik- ur, íþróttafjelagi Kjósarsýslu og Ungmennafjelaginu „Stjarnan“ i Dalasýslu. Að þessu sinni var hlaupin alveg ný leið, sem svipuð var l)ó að vega- lengd og undanfarið. Ivept var um verðlaunabikar, og hlaut það fjelag hann að verðlaunum, sem liafði jafnbesta þriggja manna sveit. Auk þess hlutu þeir þrir keppenda, er t'yrstir komu í mark, yerðlaun. — Sverrir Jóhannesson úr K. R. varð fyrstur. (Er það i fjórða sinn í röð, sem hann vinnur Víðavangs- hlaupið). — Rann hann skeiðið á 13,45 min. Annar varð Haraldur Þórðarson úr ungmennafjel. „Stjarn- an“ á 13.52 mín., og þriðji Indriði Jónsson úr K. R. á 13.59 mín. Indr- iði er ekki nema 19 ára og er efni- legur hlaupari. 1\. R. sveitin vann hlupið. Átti 1. og 3. mann, eins og áður er getið og 9. mann, Oddgeir Sveinsson. • Næst að stigafjölda varð „Stjarnan." Fyrsta plómutrjeð var gróðursetl i Ameríku árið 1870, en síðastliðið ár framleiddu Bandaríkjamenn 237,- 000 smálestir að þurkuðum plómum eða sveskjum. Framleiðslan er orðin svo mikil, að siðastliðið ár hirtu menn ekki ávextina af nærri öllum trjám, því að hún var óseljanleg. En nú hafa visindamenn gert tilraun ir með að nota sveskjur til skepnu- fóðurs og liafa þær gefist ágætlega, einkum til að fóðra á þeim lcýr. Sveskjulausir íslendingar fara að öfunda kýrnar í Ameríku! KONUNGSHJÓNUNUM FAGNAÐ I SKAGEN. Alveg nýlega voru 25 ár liðin frá því að dönsku konungshjónin komu Guðm. Jónsson, skósm., Vest- mannaeyjum, varð 'iO ára 23. þ. m. Helgi Guðmundsson brjóstsyk- ursgerðármaður, varð 50 ára Í3. þ. m. Sama dag átti Helgi 25 ára starfsafmæli hjá firmanu Magnús Th. S. Blöndahl h/f, en 37 ár eru liðin síðan liann byrj- aði að starfa við brjóstsykurs- gerð H. Tli. A. Thomsens, sem fyrstur manna mun hafa byrjað að reka hjer brjóstsykurs- og sæti ndaverksmiðju. fyrst í opinbera heimsókn til Skagen, en síðan liafa þau jafnan farið þang- að á hverju ári og dvalið þar i nokkra daga. í tilefni af þessu aldarfjórðungs- afmæíi heimsóttu þau gamlar stöðv- ar og var þeim fagnað innilega af Skagenbúum. Á myndinni sjást kon- ungur og drotning ganga milli hópa hins fagnandi fólks. Jimmy Hirst. í Wakefield liggur greifadæmið Raxvcliffe, sem fáir muna nú. En einu sinni var það nafn á allra vörum. Þvi þar bjó Jimmy Hirst, hinn ókrýndi konungur Ra-wcliffe. Jimmy Hirst var sonur rikra for- eldra og fekk ágæta mentun og var að því kominn að verða háskóla- prófessor, þegar hann varð ástfang- inn af fátækri stúlku, en þar með var frægðarbraul hans lokið. Ástar- hamingja hans var ekki varanleg, þvi að ekki höfðu þau verið saman marga mánuði, þegar hann varð liess vís, að trygð stúlkunnar var ekki af besta taginu. Þetta varð svo tnikið áfall fyrir hann, að hann gerðist mannfælinn og beindi allri ást sinni að dýrunum. Dag nokkurn, þegar hann var úli að ganga rakst hann á vilt naut. Hirst ávarpaði nautið með lilýlegum orðum og svo undarlega brá við, að það varð honum óðara þjált. Hirst fór með nautið heim til sín og tamdi það til reiðar. Og á þess- um reiðskjóta vann hann eitt veð- hlaupið á fætur öðru. Til að byrja með hló fólk að honum, þegar hann kom á bola, en það hætti þvi þegar Hirst vann öll fyrstu verðlaunin á hann! Ást Hirst á dýrunum jókst ár frá ári. Vinur hans gaf honum sveita- setur, og þar hafði hann svin, björn, ref, apa og fleiri dýr. Auk þess sem bann hafði mikið yndi af dýrum, þótti honum mjög gaman að setja saman smáflugvjelar. Og einu sinni lagði hann upp í loftið í flugvjelinni sinni, en sú ferð fór báglega, sem ekki heldur var neitt undarlegt við. Hann hrapaði niður, fjell ofan í djúpan skurð, þar sem hann braut flugvjelarvængina. Alt til æfiloka var Jimmy Hirst sorgarbarn. Síðustu peningana sína gaf hann tveimur hljóðfæraleikur- um, sem skuldbundu sig til að spila einhver fjörug lög við kistuna hans! Útbreiðið Fálkann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.