Fálkinn - 12.05.1939, Síða 10
10
F Á L K I N N
SKEMTILEGUR
PÖNNUKÖKUHATTUR,
úr strái, skreyttur svörtu flauels-
bandi og slöri.
KLASSISKI ENSKI HATTURINN,
sem var svo mjög i tísku um alda-
mótin, er nú kominn aflur í nýrri út-
gáfu. Þessi hjerna er blá- og rau'ð-
röndóttur eins og kraginn á dragl-
inni.
BLÓMSTRANDI HATTUR,
er uppáhalds tískan í vor; og hver
getur staðið á móti slíkum hatti með
brúsandi slöri.
EINN AF HINUM SKALDLEGU
V ORHÖTTUM,
alsettur allavega titum vorblómum,
ásamt berjum, hnetum og kuðungum
að ógleymdu slörinu, sem er efnis-
mikið og mislitt.
RAFMAGNS NAGLAÞJÖL.
Þetta er hið nýjasta á handsnyrt-
ingarsviðinu.
ÞESSI MYND ER TEKIN f EINUM
SKEMTIGARÐI LUNDÚNABORGAR.
Sjerkenniiegur liattur með úrskífu
á fiötum kollinum og dúsk framan
á enninu til þess að draga úrið upp
með. Þeir sem nærstaddir eru biða
sjálfsagt með eftirvæntingu eftir
hvað muni gerast kl. 5 mín. fyrir 3.
HINN ÓDAUÐLEGI SPORTFRAKKI.
Sportfrakkinn er þrátt fyrir all
skrautið og íburðinn mjög í tísku
í ár. Hann er venjulega jafnsíður
kjólnum, stórköflóttur, opinn að
framan, og þessvegna er nauðsynlegt
að vera í kjól sem passar við hann.
Frakldnn á myndinni er græn- og
livitköflóttur og kjóllinn hvítur.
i vr,m iu
mynda kragann á þessari kápu. l5að
ei mjög vel viðeigandi að nota kó-
sakkáhúfu við.
DrEkkið Egils-öl
„Þú gleymdir kollunni minni“.
Fvamh. frá bls. !).
Mun amtmaður hafa haft skemtun af
Kláusi. Kláus var mikill drykkju-
maður. Er sagt, að hann hafi sníkt
sjer stundum áfengi í Reykjavik fyr-
ir að fara með vísur og kviðlinga,
sem amtmaður hafði ort um liann.
Nú bar svo við einn töðugjaldadag,
að amtmaður reið síðla dags inn á
Akureyri, og var Kláus í fylgd með
honum og eittlivað fleira af lieimilis-
fólkinu. Hjelt það heim aftur um
nóttina.
Mórguninn eftir var gott veður.
Attu vinnumennirnir að slá kíl nokk-
urn þá um daginn. Þennan morgun
var Kláus árla á fótum að vanda,
þótt liann nyti góðgerðanna i full-
um mæli kvöldið áður. Tekur hann
orf sitt og fer til sláttar. Þá er hann
hafði litla stund slegið, leggur hann
frá sjer orfið, kvað sjer ilt í liöfði
<;g óþægilegt og leggur sig niður á
þúfu. Svo líður og bíður nokkur
stund, þar lil hans er vitjað. Er þá
með engu móti hægt að vekja hann,
hvernig sem ýtt er við honum. Er þá
farið heim lil amtmanns og honum
sagt frá þessu. Sendi hann þegar
eftir Ólafi Thorarensen lækni á Hofi.
Kom hann þegar og skoðaði Kláus
og kvað hann örendan. Sagði hann, að
blóðfall hefði gengið lil lieilans hæði
af fótakuldanum og svallinu kvöldið
áður. Amtmaður ljet vaka yfir Klá-
usi nokkrar nætur og gerði heiðar-
lega útför hans.
Nú leið og beið til næstu jólanæt-
ur. Amtmaður hjelt mikla veislu að
vanda, og eftir það gekk fólk til
náða. Þegar amtmaður hafði blund-
að litla stund, þykir honum Kláus
koma til sín og segja: „Þú gleymdir
kollunni minni í kvöld“. Við þetta
vaknar amtmaður og fer á fætur og
klæðir sig. Heyrir hann, að skrifar-
inn er ennþá á ferli i næsta her-
bergi. Kallar ámtmaður til háns og
biður hann að líoma með ljósið.
Skrifarinn bregður fljótt við og geng-
ur inn til amtinanns. Tekur amtmað-
ur þá brennivínsflösku og kolla
Kláusar og staup með og biður skrif-
arann að koma með sjer út i kirkju-
garð. Nema þeir þar staðar við leiði
Kláusar. Þar tekur amtmaður til koll-
unnar, fyllir hana þrisvar sinnum og
hellir ofan í sprungu eða holu i
leiðinu, fær sjer um leið staup og
segir: „Hjerna eru iiú kollurnar
okkar Kláus minn!“ Að því búnu
hverfa ámtmaður og skrifarinn heini
í háttinn. Eftir þetta dreymdi amt-
mann Kláus aldrei framar.
Skrifarinn spurði amtmann, hvern-
ig á atferli hans hefði staðið, og
sagði amtmaður honum það. En
skrifarinn sagði söguna löngu síðar.
(Handrit Jóns Borgfirðings).
HVAÐ ER MILJARD?
Menn geta gert sjer nokkra hug-
mynd um hve einn miljard sje stór
á því að hu,gsa sjer, að sá sem á
miljard krónur, getur eylt 50.001)
krónum á dag í 50 ár án þess .ið
eyða nema höfuðstólnum. Renturnar
eru þar fyrir utan. — Hefði maður
einn miljard í eintómum krónupen-
ingum, mundi það taka fiman mann
fjörutíu ár að telja upphæðina, þó
hann keptisl við það tólf stundir á
hverjum degi. Og fylking miljard her
manna mundi ná lólf sinnum kring-
um jörðina, ])ó að fjórir menn væri
i hverri röð.
Sá siður, að láta óánægju sína í
ljósi með flautublistri í leikhúsum og
öðrum mannfundum, stafar frá 14.
janúar 1686. Þá var það að áheyrandi
einn i franska þjóðleikliúsinu fór að
blása í pípulykii, við leiksýningu. Og
kvöldið eftir bljes fjöldi fólks i lykla
eða blístrur. En fyrir þennan tíma
var það siður, að lála í ljósi óá-
nægju sína yfir leiksýningum með því
að geispa.