Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1939, Page 14

Fálkinn - 12.05.1939, Page 14
14 F Á L K I N N Litli: Miki skelfing er niaðurinn sterkur! Svona þyrfti maður að vera. Stóri: 0—o, þetta er nú ekki svo mikið! Þegar jeg var ungur .... Litli: Verfu uú ekki að þessu gorti! Stóri: Findu bara — með því að byrja á því litla, hef jeg æft mig svo vei, að jeg treysti mjer við það stóra. Litli: Þú setur líklega bráðum heimsmet í lyftingum. — Litli: Þetta kalla jeg nú ekki skarpt á- tak. Ósköp er að sjá til þín maður. Stóri: Gólfið. — Gólfið! Það kemur gat á gólfið! Litli: Þú máttir líklega vita það, að húsið er ekki bygt fyrir lyftingar. Maðurinn í stofunni: Hvað var þetta sem datt niður? Það skyldi þó ekki vera lofl- steinn! Það er mjög sjaldgæft, að loftsteinar tendi á húsum. Jeg verð frægur í sögunni fyrir þenna viðburð. Jeg verð að fara niður í kjallara og líta eftir honum. — Stóri: Jæja, nú hef jeg keypt mjer afl- raunaáhald til að sýna þjer að jeg er ekki eins linur og þú heldur. Þeir sem ekki trúa verða að þreifa á. Litli: Já, nú verður gaman að sjá. Maðui' þarf víst ekki að fara í sirkus hjer eftir. Stóri: Jæja, þá byrjum við. Hum — það er nú þyngra en jeg hafði haldjð .............. Litli: Kanske að þú loftir þvi nú ekki, þegar til á að taka. Stóri: Jú, það skaltu reiða þig á! Stóri: Afsakið þjer frú, að jeg kem niður með loftið með mjer. Frúin: Hjálp! Hjálp! Ókunnugur maður hefir brotist inn til mín! Hvað eigið þjer að vilja. Hypjið yður burt undir eins. Maðurinn: Enginn loftsteinn, segið þjer! En hvað er það þá sem kom þjótandi gegn um loftið á stofunni minni og fór niður úr gólfinu! Litli: Það var hann Stóri! Hann er dálitið skrítinn greyið! Stóri: Jeg hef vöðva, skai jeg segja Jjjer. Langa, granna vöðva þeir eru bestir, skilurðu það! Litli: Já, grannir eru þeir, satt segirðu það. Jeg kem varla auga á þá .... Stóri: Pú, erfitt er Jjað! I-.it 1 i: Og hættulegt hlýtur líað að vera. Stóri: Nú stendur á Jjví harðasta. Eitt skarpt átak og svo er Jjað húið. Frúin: Æ — jeg meinti það ekki svoleiðis. Þjer máltuð gjarnan fara út um dyrnar. En gólfið — gólfið mitt, það verður laglegt á eftir hefði jeg lialdið! Litli (ofan að): Dragsúgur er hollur, frú! Maðurinn: Nú hættir mjer að standa á sama! Hann liggur þá þarna! Litli: Meiddurðu þig nökkuð? Stóri: Líklega er jeg ekki betri eftir. En jeg hef nú ekki tíma til að hugsa um það. Kom jeg því kanske ekki á loft?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.