Fálkinn - 19.05.1939, Page 2
2
F Á L K 1 N N
FLÓRA
Hú ev aðaitíminn til þess að planta úí í garðana.
Höíum mikið úrval aí matjurta ng blúmaplöntum.
FLÓRA
GAMLA BlÓ.
Næst á eftir Mjallhvít ætlar Gamla
Bíó að sýna gamanmynd frá Ufa
kvikmyndafjelaginu undir nafninu:
Sjö löörungar. — Myndin er tekin
af ágætum þýskum kvikmyndastjóra,
Paul Martin. Aðallilutverkin tvö eru
leikin af hinum frægu leikurum
Lilian Harvey og Willy Fritsch. En
auk þeirra fer Oscar Sima mjög vel
með allstórt hlutverk. — Persónur
þessarar fjörugu myndar eru Astor
Terbanks, forstjóri fyrir Union-stál-
smiðjunum, Daisy, dóttir hans (Li-
lian Harvey), Mac Phab (Willy
Fritsch), Laskett blaðamaður og
jarlinn af Wigglebottom.
Ungur Englendingur, Mac Phab, er
staddur á stjórnarherbergi í Union
slálsmiðjunum, og er í versta skapi
yfir því, að hafa mist heil sjö pund
í hlutabrjefum sínum í smiðjunum.
Hann verður að látast vera sonur
stálkongsins, Astor Terbank til að
gera sjer vonir um að fá að sleppa
inn, en honum er altaf snúið við.
Hann sver þess nú dýran eið að
hefna sín á Terbank, og daginn eftir
les hann í „London News“, að viss
maður ætli að gefa sjer sjö löðr-
unga á sjö dögum. Dóttir Terbanks,
Daisy, er æf yfir frekju mannsins,
og síst verður hún betri eftir að
faðir hennar hefir fengið fyrsta
löðrunginn, sem honum hefir verið
heitinn.
Biðill Daisy, jarlinn af Wiggle-
bottom lofar að vernda stálkonung-
inn, en Daisy kýs fremur að gera
það sjálf.
Það er mikið talað í London um
heitingar Mac Phabs, og semur hann
við blaðamann við „London News‘‘
að gefa upplýsingar um alt, sem
gerist í málinu og fær í fyrirfram-
greiðslu 50 pund.
Á skrifstofu „London News“ fær
Mac Phab brjef frá ungri, ónafn-
greindri stúlku, er dáist að fíil-
dirfsku hans og óskar eftir að hitta
hann í Hyde Park.
Mac Phab, sem er æfintýragjarn,
ungur maður, tekur tilboðinu, og
stúlkuna hittir hann á tilsettum stað
og tíma — og stúlkan er Daisy,
dóttir stálkongsins, sem Mac Phab
þekkir ekki að visu.
Það er ekki að sökum að spyrja,
að þau verða ástfangin hvort af
öðru. En þó að pilturinn sje i einu
báli til stúlkunnar, gleymir hann
ekki að löðrunga föður hennar án
þess að í hann náist, eins og hann
hefir heitið. — Og þegar iila litur
út fyrir að hann geti efnt seinni
löðrungana, tekst honum að ná
fundi stálkongsins sem læknir hans.
— Síðasta löðrunginn fær samt
Daisy en ekki faðir hennar, og
getum við ætlað, að hann hafi verið
eitthvað mýkri en hinir.
Mynd þessi hefir verið sýnd í
Kaupmannahöfn alveg nýlega og hafa
stórblöðin þar hælt henni.
Efni hennar er að vísu ekki mikið,
en Lilian Harvey og Willy Fritsch
leika hluverk sín svo vel og eftir-
ininnilega, að allir munu hafa sanna
ánægju af að horfa á þau í þessari
mynd.
Góður maður kann alstaðar við sig
þar sem hann getur orðið að liði.
Lifðu þannig að þú þorir að vera
hreinskilinn.
Það er altaf þægilegra að nema
nýt ráð af skaða annara en sínum
— Jeg hefi hugsað mjer að gifta
mig, þegar jeg er 25 ára, en ekki fyr.
— En ef nú enginn biðill kemur
fyrir þann tíma?
— Þá verð jeg bara 25 ára þangað
til einhver kemur.
KÚREKINN SYNGJANDI.
„Með rjúkandi skammbyssu" „Guns
of the Pecos“)heitir spennandi kúreka
mynd, sem fer fram í Texas skömmu
eftir borgarastyrjöldina í Bandaríkj-
unum, en á þeim árum fóru heilar
sveitir þorpara mn hjeruð landsins
með þjófnaði og ránum. Til þess að
hafa í fullu trje við þessa bófa varð
að stofna sjálfboðaliðssveitir, og einn
foringi sjálfboðaliðanna og sá liug-
rakkasti, var „Kúrekinn syngjandi".
Það er Dick Foran, sem leikur lilut-
verk hans í myndinni. Hann er svo
til nýr leikari en hefir verið fljótur
að ná tindi frægðarinnar, ekki síst
af því að hann hefir ágæta söngrödd.
Er hann nú talinn meðal forustu-
leikara hjá Warner Brothers.
Ræningjar í Alaska.
Henry Fonda og særði vinurinn hans,
George Raft.
Henry Hathaway er einn af þeim
kvikmyndastjórum, sem leitar altaf
langt að nýjum viðfangsefnum. Ný-
lega hefir hann lokið við kvikmynd
sem heitir „Laxveiöimennirnir i AI-
aska“. Hún er tekin í þeim hluta
landsins sem laxveiðin, er mest.
Kvikmyndin snýst um bardaga lax-
veiðimannanna við laxþjófana, sem
aldrei setja sig úr færi. Myndin er
mjög litauðug, laxinn er á leið til
hrygningastaðanna, laxveiðin sýnd
og flutningar um mjög erfið hjer-
uð. Auk þess sjást ísjakar og stór
bátur, sem molast sundur milli jak-
anna. Áhorfendur geta ekki gert sjer
grein fyrir hvílíkt feiknaerfiði kost-
að liefir að taka myndina.
Höfuðhlutverkin, sem leikin eru
af Henry Fonda, George Raft, Dor-
othy Lamour, John Barrymore og
Akim Tamiroff, gefa góðar vonir
um að hjer sje um verulega góða
inynd að ræða.
FRUMSKÓGASTÚLKURNAR
ERU HÆTTULEGAR.
Fyrir rúmu hálfu ári gerði Para-
mount út leiðangur inn í frumskóg-
ana á Malakka til þess að taka þar
myndir. í nokkrar vikur voru leið-
angursmenn meðal frumbyggja Ind-
lands, sakajanna, en ineðan verið var
að taka myndirnar gerðist dálítið,
sem að vísu ekki var „á prógramm-
inu“, að dóttir salcajahöfðingjans
varð ástfangin af aðalleikaranum í
myndinni, Colin Tapley. Tafði það
fyrir myndatökunni að hún hjekk
altaf utan í honum. Þegar mynd-
inni var lokið lagði leiðangurinn af
stað heimleiðis. En er hann liafði
ferðast þrjá daga um frumskógana
til strandar, skaut stúlkunni upp
aftur. Hún hafði elt. Varð leiðang-
urinn nú að snúa aftur alla leið til
höfðingjans til þess að skila stelp-
unni, og var hún sett í svo stranga
gæslu, að engin leið var til þess
að flýja.
Presturinn talar um fyrir Simba:
— Hvernig haldið þjer að gangi
fyrir yður eftir dauðann þegar þjer
ákallið þann Vonda?
Simbi: — Jeg hugsa að jeg bjargi
mjer, en mjer líst ver á það með
prestinn, sem ekki hefir gert annað
alla æfina en skamma hann.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Skúli Skúlason.
Sigurjón Guðjónsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverö: 20 aura millim.
HERBERTS prent.
Skradðarabankar.
Smáríkin á Norðurlöndum hafa
undanfarna mánuði verið að ræða
um viðbúnað til þess að auka mat-
vælaframleiðslu og draga að sjer
matvæli, ef svo færi, að heimsstyrj-
öld skylli á. í Noregi hefir bænda-
flokkurinn þannig skipað sjer á bekk
til þess að reyna að knýja fram
hækkuð verðlaun fyrir kornrækt og
fá verðlaun fyrir kartöflurækt. Hefir
flokkurinn þannig skipað sjer á bekk
með þeirri lítt öfundsverðu mannteg-
und, sem reynir að græða á styrjöld.
Hjer á landi er hafinn lítilsliáttar
viðbúnaður til þess að tryggja landið
fyrir matvælaþurð, ef ófrið beri að
höndum. Tryggja það að fiskiflotinn
verði ekki eldiviðarlaus og að nokkr-
ar kornhirgðir sjeu í landinu. Þetta
er vitanlega gott og hlessað. En það
sem mestu varðar er, að þjóðin fái
að vita, að hve miklu leyti hún getur
lifað á eigin framleiðslu. Allir vita,
að hingað til lands flytst stórum
meira af matvælum, en hægt er að
komast af með, bæði af kornvöru og
öðru. Nú ættu íslenskir læknar að
geta sagt til um — eða mataræðis-
nefndin nýja — hvað megi vera há-
mark þess, sem íslendingar geta not-
að til matar af fiski, keti, mjólk,
eggjum, kartöflum og grænmeti. Það
er vitað, að fyr á öldum komst þjóð-
in af með margfalt minna af korn-
mat en nú, en át liinsvegar afar mik-
ið af harðfiski, sem nú er að kalla
horfinn úr sveitum Tandsins. Og þó
var engri kartöflurækt eða græn-
metisrækt til að dreifa í þá daga.
Þessi spurning er ekki aðeins að-
kallandi á stríðstímum. Hún er það
altaf, ekki síst í gjaldeyrisvolæðinu.
Hversu margar miljónir gæti þjóðin
sparað með þvi að eta síld? íslend -
ingum þykir það ekki nógu „fínn“
matur, en fremsta þjóð Norðurlanda
etur íslenska síld á hverjum degi.
Hversu mörg þúsund manna mætti
metta á þeirri síld, sem ein einasla
verksmiðja gleypir á hverjum degi
og breytir í skepnufóður og feiti?
Og hversu marga mætti metta a
þeim kartöfluauka sem yrði í land-
inu, ef fólk kynni að rækta kartöflur,
— án þess að landrýmið væri aukið.
Það er svo um alla garðrækt hjer
á landi, að það eru ekki nema fáir,
sem gera sjer það ómak að læra,
eða nota vitið i þágu þess, sem það
er að vinna. „Svona var það gert
— svona geri jeg það!“ Aldrei að
breyta til. Aldrei að rannsaka hvað
moldina vantar nje gera tilraunir
með ný afbrigði. Um að gera að
breyta engu og láta alt danka.