Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.05.1939, Blaðsíða 5
F Á L K 1 iN' N 5 að gœta allrar sparsemi til að geta lifað. Síðasti khedivinn í Egiptalandi, Abbas II. Hilmi var rekinn frá völd- um 1916, þegar Fuad gerðist kon- ungur. Hann varð mesti kaupsýslu- maður og vegna þess hve góð versl- unarsambönd hann hafði varð hann brátt forstjóri fyrir voldugu mil- jónafyrirtæki. Hann lifir óhófslífi i Rivieran, og lystisnekkjan hans, sem þykir afburða falleg, er altaf að þeytast um Miðjarðarhafið. Mörgum sinnum liafa Englending- ar, að þvi er sagt er, boðið honum konungstign á Austurlöndum, c:i þeim tilboðum hefir hann jafnan hafnað. Abbas vildi heldur lifa og tleyja sem ríkur og sjálfstæður kaup- sýslumaður en enskur skuggakon- ungur. Án efa er hann sá útlægu þjóðhöfðingjanna, sem skynsamleg- ast hefir farið að ráði sínu, enda vegnar honum best. Haile Selassie Abessiniiikeisari. Haile Selassie Abessiníukeisari hröklaðisl frá völdum fyrir 2—3 árum, og land hans innlimað i Ítalíu. Keisarinn tók með sjer mikið af gulli og silfri, en þegar hann hafði greitt allan kostnaðinn við flóttann, þá voru sjóðirnir orðnir ljettir. — Haile Selassie býr nú í gamla abessinska sendisveitarbústaðnum í London. Englendingar hafa neitað honum um að prýða hús sitt með þjóðfána Abessiníumanna til að móðga ekki Itali. Óliepnin hefir verið yfir honum, og nú stendur enginn ljómi um hann lengur. — Keisari verður hann sjálfsagt aldrei framar. Zogu Albanakonimgur. Zogu konungur í Albaníu er sið- usti þjóðhöfðinginn, sem orðið hefir pð farn í úllegð. Eftir að hafa eigin- THEODÓR ÁRNASON: Merkir tónsnillingar lífs og liðnir. lega selt ftölum land sitt, fór hann að liafa ýms undanbrögð í frammi og afleiðingarnar eru öllum í fersku minni. Konungurinn flúði ásamt drotn- ingu sinni og nýfæddum prinsi til Grikklands. Hann tók með sjer rík- issjóðinn, 90 þúsund króna virði. Mestur hluti peninganna voru alb- anskir seðlar og nú hafa þeir ekk- crt gildi. Hversu mikið konungur- inn annars kann að hafa falið i peningum eða verðbréfum i Evrópu veit enginn. En framtíð hans virð- ist vera nokkuð ótrygg. Hertoginn af Windsor. Játvarður VIII. Bretakonungur verður og talinn til landflótta þjóð- höfðingja. Samband hans við frú Simpson leiddi til þess að hann varð að segja af sjer 1936. Stjórnin sá vel fyrir honum fjárliagslega, en skilyrðið var að hann yfirgæfi Eng- land og kæmi ekki aftur lieim nema með fengnu leyfi stjórnarinn- ar. Hann fekk leyfi til að kalla sig hertogann af Windsor. Skömmu eftir að hann sagði af sjer giftisl hann frú Simpson og hafa þau síð- an lifað saman í hamingjusömu hjónabandi. Þau búa í Frakklandi, en mikill hluti ársins hjá þeim fer í ferðalög. Ekkerl er sem bendir til þess að konungurinn iðrist þess sem hann liefir gert. Miklu fremur er hann glaður ýfir því að losna við stjórnarstörfin á jiessum miklu erfiðleikatímum. Allir þýsku smákongarnir, stór- hertogarnir og furstarnir mistu ríki og völd við stjórnarbyltinguna 1918. Flestir þeirra eru nú dánir. Vanda- menn þeirra lifa annaðhvort mjög óbrotnu lifi i Þýskalandi eða þá þeir reyna að bjarga sjer erlendis með einu eða öðru móti. Yfirleitt má segja að hinir land- flótta þjóðhöfðingjar lifi við þolan- leg kjör. Sumir „lifa hátt“, og eng- inn líður verulega neyð. Kappróðurinn milli Oxford og Cambridge, sem liáður er á hverju vori af háskólastúdentum þessara borga, fór fram i fyrsta skifti árið 1829. Báturinn sem sigraði það ár er enn til. Múhameðstrúarmenn byrja jafnan máltíð sína með því að jeta salt og í máltíðarlok fá þeir sjer gúlsopa af ediki. Svo góð getur ein manneskja ver- ið, að hún verði falleg af því. Olav Duun. Borgir eru staðir, þar sem margir menn safnast saman — og verða ein- mana. Ameriskur málsháttar. II. Edvard Hagerup Grieg. (1813—1907). Nafn Griegs, hins þjóðlega norska tónsnillings, mun vera þektast allra norðurlanda-tónskálda hjer á Iandi. Og er það eins og vera ber. En það getur þó varla heitið, að almenning- ur hjer þekki Grieg nema að nafni. Á tónsmíðum hans vila menn hjer furðanlega lítil deili. Fáein smálög kannast menn við, og þó ekki svo, að nokkurt þeirra hafi „orðið á hvers manns vörum“. Ein og ein píanó-tónsmíð hefir verið flutt hjer á hljómleikum og eflaust kemur það fyrir, að músik-nemendum eru fengn ar slíkar tónsmíðir til viðfangs. Og loks hefir útvarpið flutt „Pjetur Gauts“-flokkana tvo (úr þeim kann- ast menn eflaust helst við „Sol- veigs Sang“ og „Aases Död“) og eitthvað fleira, og einu sinni heyrði jeg farið með eina fiðlusónötu Griegs í útvarpið og henni svo raunalega misþyrmt, að það hefði mátt vera ógert. En aldrei hefir sú áliersla verið á það lögð, sem skyldi, að kynna hjer tónsmiðar Griegs svo, að vakið hafi sjerstaka athygli, nema þá ef til vill lielst það, sem karla- kórarnir hafa sungið. Og þetta er ekki eins og það ætti að vera. Vjer ættum að leitast við að kynnast Grieg miklu betur, en nú er raun á. Hann er norrænasta tón- skáldið, sem uppi liefir verið — auð- vitað fyrst og fremst þjóðlegt, norskt tónskáld, — og hann er skyldastur okkur allra erlendra tónskálda. Ilinn þjóðlegi „andi“, sem þeir Chopin, Brahms og Liszt og ýmsir fleiri liinna „miklu meistara“ voru innblásnir af, virðist hafa náð lang- samlega mestum og bestum tökum á Grieg og lcemur skýrast fram í hans lónsmiðum. En Grieg var einhver binn sjerkennilegasti tónsnillingur eða tónskáhl hins nýrri tima. Hann setti sjer það ákveðna mark- mið, að skapa typiska norska tón- list, bygða á alþýðulögum og þjóð- dönsum. Og hann hafði auðuga lind úr að ausa. í Noregi var fiðlan um lfingan aldur ákaflega algengt hljóð- færi um allar bygðir, bæði hin venju lega fiðla og „Harðangurs-fiðlan“, Á fiðluna urðu til, i höndum sveita- pilta, óteljandi smástef og danslaga- stúfar. Það er þessi brnnnur, sem Grieg mun hafa verið drýgstur, á svipaðan liátt og var 'um Liszt, ■—■ en eins og menn vita, er Ungverja- land oft nefnt „land fiðlunnar", því að livergi hefir fiðlan verið jafn al- gengt liljóðfæri og þar. En það er einmitt þetta: að fjöld- inn allur af uppistöðustefunum og dönsunum í tónsmíðum þessara manna, og sjerstaklega Griegs, höfðu fgrst orðið til á fiðlunni, sem á sinn þált í þvi, hvernig tónsmið- arnar eru að yfirbragði. Grieg var fæddur í Bergen 15. júní 1843. Ætt hans mun verið hafa af skoskum uppruna. Forfeður hans skoskir flóttamenn, sem tekið höfðu sjer bólfestu i Bergen og gerst norsk- ir borgarar. Ættarnafn þeirra hefir þá upphaflega verið „Greig“, en þeir breylt i þá stafsetningu, vcgna framburðar. Hvað sem um þetta er, þá var Grieg kominn af góðum stofni og mikils metnum og voru foreldrar hans bæði mjög söng- hneigð. Móðir hans ljek vel á pianó og fór strax að kenna syni sínum á það hljóðfæri, þegar liún þóttist verða þess vör, að hann væri gædd- ur tónlistargáfu. En hann var þá kornungur. Og sagt er að Grieg liafi verið aðeins níu ára, þegar hann samdi hina fyrstu tónsmíð sína, sem tölusett er (Op. 1.) Það voru af- brigði yfir þýskt alþýðulag. Óli Búll, fiðlarinn heimsfrægi, sem Norðmenn dáðu sem dýrðling, hafði orðið fyrstur tónskálda til þess að búa norsk alþýðulög listrænum bún- ingi og kynna þau erlendis. Hann „uppgötvaði“ Grieg, þegar hann var um fermingu og þóttist sjá i honum svo mikið listamannsefni, að liann hvatti foreldra hans til að senda hann tafarlaust til Leipzig, til hljóm- listarnáms. Ekki livað síst mun Óla Búll hafa þótt mikið til um það, að þá var þegar til orðin lijá Grieg einbeittur ásetningur um ]iað, að liefja „norska tónlist“ til vegs og halda áfram þvi starfi, sem Búll liafði byrjaö á. Það þótti þungl á metunum, sem Óli Búll lagði til slíkra mála, og foreldrar Griegs hikuðu heldur ekki við, að fara að ráðum hans. Grieg var sendur til Leipzig og stundaði þar nám um skeið, af fádæma kappi. En hann var ekki sterkbygður og mun hafa gengið fram af sjer við námið, enda veiktist hann alvarlega 1860 og bjó lengi að þeim lasleika. Meðan hann dvaldi i Leipzig, hneigðist hann mjög að hinum róm- antíska skóla og liafði einkum mæt- ur á tónsmiðum þeirra Chopins og Schumanns. Gætir þeirra áhrifa mjög í því, hvernig stíll hans sjálfs niótaðist. Göfgin og finleikinn i tónsmíðum hans er oft svo mjög í anda Chopins, að til þess var fuil- komið tilefni, er hann var stundum nefndur „hinn nýji Chopin ur Norðrinu“. Frá Leipzig fór Grieg til Kaup- mannahafnar, sem þá var miðstöð bókmenta og lista Norðurlanda, — og gerðist þar fjelagi í litlum flokki ákafra föðurlandsvina, sem bundist höfðu samtökum um að hefja liinn norska þjóðernisanda til vegs i listinni. Óli Búll, Kjerúlf og Nord- raak höfðu þegar hafið þetta starf að því er snerti tónlistina. En Grieg tók nú við, og það varð liann, sem síðan fullkomnaði starfið á glæsileg- an hátl. í Kaupmannahöfn kyntist hann Ninu Hagerup, sem þá var vinsæl söngkona, og varð síðar eiginkona hans og reyndist honum dásamlegur förunautur. í Kaupmannáhöfn urðu til, um þetta leyti, margar hinar fegurstu tónsmíðar Griegs, flestar fyrir slaghörpu. Árið 1866 settist hann að í Kristj- aníu. Tónlist var þar þá að vísu í all góðu gengi,'en svo mátti heita, Framh. á bls. tl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.