Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1939, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.05.1939, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N ADAM RUTHERFORD. Frh. frá bls.3. Vi'ð höfum nú um hríð notið góð- vildar Rutherfords og veglyndis. Nú er eftir að sjá, hver verður reynsla hans af okkur heima fyrir. En gott er til þess að vita, að hann á hjer marga vini, miklu fleiri en hann hefir sjálfur hugmynd um, meðal allra stjetta, óbrotinna almúgamanna sem róa kænum sínum til fiskjar jg alt upp til þess manns, sem skipar elsta og virðulegasta embætti landsins. Um prestastjettina má geta jjess sjer- staklega, að hún hefir sýnt lofsverð- an skilning á því, að þarna átti hún samherja, inann sem göfga vildi hugs- nnarliátt þjóðarinnar og hefja hana sligi hærra. Rutherford mun flytja hjer a. m. k. tvö erindi fyrir almenning. Hið fyrra flytur hann i Iðnaðarmanna- húsinu fimtudaginn 25. þ. m. og verður það ekki túlkað; hitt í Fri- kirkjunni á annan í hvítasunnu og mun það verða túlkað. Þess verður hvarvetna vart, að menn bíða með óþreyju eftir að heyra hann; og það ætla jeg, að fáir verði fyrir von- brigðum, þvi að mælska hans ér mikii og efnið mun reynast merki- legt. Það er að vísu leitt, að hann skuli verða að tala með túlk, því að slíkl verður einatt óáheyrilegt og þreýtandi. Hjá því verður þó ekki komist, vegna hinna mörgu, sem ekki skilja talaða ensku nógu vel til þess að hafa full not af fyrirlestri. En svo er vitaskuld um nálega alla þá, sem ekki hafa dvalið meðal enskumæ'landi þjóða. Aðferðir okk- ar við enskukenslu í skólunum eru svo ákaflega ófullkomnar. í för með Rutherford hingað verð- ur vinur lians og samverkamaður, William P. Fraser, sem lengi hefir haft með höndum meginið af brjefa- viðskiflum hans íslandi viðkom- andi. Þau eru miklu meiri en svo, að einn maður gæti annað þeim i tómstundum sínum. Hefir Fraser int af höndum mikið starf í þessu efni og engin laun fyrir það þegið. •leg hefi aldrei beðið afsökunar á því, sem jeg hefi ritað; en i þetta skifti finst mjer jeg eigi að geraþað. Svo er mál með vexti, að biskup landsins ætlaði sjer að heilsa hinum góða gesti og vini sinum í þessu blaði; en vegna fjarvistar lians úr bænum náðist ekki lil greinar frá honum í tæka tið. Á þessa grein mína ber því aðallega að líta sem eyðufylli. Sn. J. TOM MOONEY. Einn kunnasti pislarvottur amer- ikanskrar i'jettvísi er verkamanna- leiðtoginn Tom Mooney, sem setið hefir í fangelsi í 22 ár þó að heita megi sannað, að hann væri saklaus af glæpnum, sem hann var dæmdur fyrir. Loks urðu landstjóraskifti í Kaliforníu nýlega og nýi landstjór- inn ljet það verða sitt fyrsta verk að náða Mooney. Konan hans, sem sjest hjer líka á myndinni, var fyrsta manneskjan, sem tók á móti honum er hann kom út úr fangelsinu. SKÓGRÆKTIN. Frh. frá bls. 3. hafði verið upplýst um það, sem jeg hef gert að aðalatriði í bókinni, og þvi hefir verið haldið fram, að kenn- ing mín væri röng. Slíkar staðhæf- ingar eru sjálfsagt gagnslausar, nema þær sjeu rökstuddar, en rökleiðslu vantaði. Satt að segja hefði jeg búist við því, að bók mín mundi vekja alhygli á annan liátt, en svo reyndist ekki. 1928 afrjeð stjórnin að láta planta við opinberar byggingar i Reykjavik og á Arnarhólstúni. Verkið var ekki framkvæmt á rjettan hátt, og mistókst eins og kunnugt er. Það hefði verið eðlilegt að láta skógrækt- ina hafa það með höndum, því það hefði verið afar einfalt fyrir okkur að leysa það starf vel af hendi, en svo var ekki gert. Þeir sem áttu sök á því liafa þó að minsta kosti haft þá ánægju að sjá uppskeruna, þvi nú er búið að taka síðustu plöntuleif- ai nar burt frá Arnarhólstúni. Skógræktin hefir tvö verkefni, að stofna nýjan skóg, og að endurreisa eyðilagðan skóg. Vegna liins síðara valdi fyrirrennari minn strax tvö skóglendi, Hallormsstaða- og Vagla- skóg til friðunar. Það hefði verið ó- mögulegt að velja betri staði, því friðunin hefir borið svo góðan árang- ur, að framför þessara skóga hefir átt drýgstan þátt í því að halda vak- andi áhuga almennings fyrir skóg- rækt. Annars er skógargróðurinn víð- ast hvar svo veiklaður af illri með- ferð og beit, að friðun myndi oftast aðeins bera tilætlaðan árangur, el um leið væri unnið að því að yngja kjarrið upp. Upp á síðkastið liafa langar greinar í blöðum og timaritum borið vitni ura að menn eru farnir að hallast að þeirri skoðun, að hægt sje að koma upp stórvöxnum barrtrjeskógum i birkikjörrunnum, ef aðeins tækist að ná í fræ frá rjettum upprunastað, og i þvi sambandi hefir verið' nefnt Alaska. Jeg hef enga trú á þessu, af því að hjer er sjerkennilegur jarð- vcgur, rokmold (löss), en -samkvæmt því, sem jeg hefi upplýst, verð jeg að vera á þeirri skoðun, að barrlrje geta ekki náð verulegum þroska i slíkri jarðvegstegund. Jeg hef reynt að afla mjer upplýsinga um Alaska, og fengið stutta frásögn, er hljóðar þannig: „Vitað er, að fjöldi sveita i Mið-Alaska eru þaktar rokmold, að rokmoldarsvæði eru til i barrtrje- skógunum, og að barrtrjen auðsjáan- lega hafa tekið nokkrum framförum á rokmoldarsvæðunum“. Þessi frá- sögn, þó stutt sje, segir greinilega frá þvi, að barrtrjen í rokmoldar- svæðunum hafa aðeins náð lítilfjör- legum þroska, borið saman við skóg- inn i kringum þau, en hjer er um frumskóg, og því um mjög gömul trje að ræða. Annars hefir þessi jarðvegur líka þægindi í för með sjer. Jeg minnist þess, hvernig það var þar sem jeg dvaldi áður en jeg kom hing- að til lands, i Norður-Rússlandi á (iO. breiddarstigi. Þegar votviðrasamt var í byrjun september, varð tæp- lega gott færi á veginum fyr en frostið kom og jörðin var snævi þak- in. Hjer lifum við á 04—66. breiddur stigi, en þó að rignt hafi mikið og lengi, verður alt ótrúlega fljótt skræl- þurt aftur, þegár veðrið skiftir um með sólskin og vindi. Ilin afskaplega sterka uppgufun veldur því, að loftið yfir víðlendu rokmoldarsvæði (löss- region) verður þurt og þessvegna líka mjög tært með töfrandi falleg- um litbreytingum, einkum við sólar- upprás og sólarlag. Ef ]jessi jarðveg- ur væri hjer ekki, þá myndi ísland ekki vera eins fallegt og aðlaðandi land eins og það er, eii í því tilliti slendur það fremst þeirra landa, sem jeg hefi sjeð. Það er annað sem mælir með að treysta ekki of mikið á erlendan trjá- gróður hjer á landi. Liðnar aldir hafa þá sögu að segja, að hafísinn kemur hingað aftur og aftur með mismun- andi margra ára fresti, og veldur þá venjulega óárunartímabili. Það er sem sje ekki víst, að erlend trje geti lifað slíkt tímabil af, þó að vitað sje, að heimatrjen sjeu fær um það. 40 ár er aðeins stutt tímabil í skógræktarsögu, það er reynsla ann- ara þjóða. Samt liorfir nú alt öðru- vísi við en þegar skógræktin liófst. Hinar glæsilegu framfarir í Hall- ormsstaðaskógi og i Vaglaskógi liafa sannfært þjóðina um, að skógrækt er ekki ónýtt starf i þessu landi heldur, fundin er aðferð til að stofna nýjan skóg með fræi heimatrjánna, og það, sem annars gæti spilt al- menningshylli þessa máls, rutt úr vegi. En vafalaust er, að ]jað verður að afkasta miklu á komandi árum, ef skógræktin á að hafa jafnmikinn til- verurjett sem sjálfstæð ríkisstofnun í augum almennings, og aðrar opin- berar stofnanir. Rás pólitiskra viðburða gerði það að verkum, að það var miður heppi- legt fyrir Dana að vera embættis- maður á Islandi, að minsta kosti i minni stöðu. Eftir 1913 fann jeg til |jess, og ekki að ástæðulausu, að staða mín var ótrygg, og að stjórnin i raun og veru helst vildi losna við mig, og það er ekki örfandi. Þegar jeg var búinn að átta mig á starfi mínu og fór að birta árangurinn af því, þá gerði jeg mjer von um, að það mundi breyta stöðu minni til hins betra, en ef jeg, í staðinn fyrir að sjá það, hefði komist að þeirri niðurstöðu, að jeg með því að gera þetta aðeins hefði áunnið það að særa þjóðarmetnaðinn, þá ætti það að vera fyrirgefanlegt. Sumt hefði vísl farið betur fyrir mjer, ef jeg hefði mætt dálítilli velvild og við- urkenningu. Liðinn tími á sína sögu, sem breytist ekki. Hvað framundan er, vitum vjer ekki. Kofoed Hansen. Grænmetisdálkimnn. Val á trjáplöntum. Sá sem gengur um götur bæjarins, og verður það á að líta inn fyrir húsagirðingar, þarf ekki að vera neitt sjerlega garðyrkjufróður t/I |jess að veita því eftirtekt að mörgu er ábótavant hvað snertir trjá og runnarækt okkar Reykvíkinga. Fyrst af öllu munu flestir veita því eftirtékt hve misjafnlega gengur með uppalningu á reynivið; I ein- um garðinum gelur liann verið prýðilegúr, velvaxinn og litið sjúk- ur, en í öðrum, kanske næsta garði við, er reyniviðurinn mjög illa vax- inn og mikið sjúkur. Þetta finst ef tii vill mörgum mjög einkennilegt, en það er ekki að svo sje. Oftast er orsökin sú, að val trjáplantnanna ræður hjer úrslitum. Margir eru svo bráðlátir, að þeir vilja strax fá 2—3 m. há trje í garðinn sinn; til þess að fullnægja þessari kröfu, neyðast garðyrkjumennirnir til að vetja trjá- plönturnar frá Noregi eða Dan- mörku, og eins og almenningi ætti að vera skiljanlegt þá eru erlendu trjáplönturnar vanar heitara lofts- lagi en við getum boðið þeim upp á. Árangurinn verður því sá, af trjen lirífast niisjafnlega, flest deyja eftir skamma stund, en hin, sem standa i besta skjólinu lifa og dafna sæmilega í 10—15 ár, og drepast þá nær undantekningarlaust á mjög skömmum tíma. Til eru undantekn- ingar frá þessu, en liær eru því mið- ur sára fáar. Þeir garðyrkjueigendur, sem hafa verið minna bráðlátir, og valið ís- lenskar trjáplöntur, eru mikið á- nægðari, þvi þar gengur alt vel. Sjerstaklega er ]jað núna tvö síð- ustu árin að fólk velur frekar is- lenskar en erlendar plöntur, og stafar þáð mest af því að það er núna fyrst sem skógræktarmennirnir geta, svo nokkru nemi, boðið fram íslenskt ræktaðar reyniplöntur. Það er kanske ekki öldungis öll sagan sögð með því að gera greina- mun á gæðum erlendra ög innlendra trjáplantna, því hirðing trjáplantn- anna frá ári til árs, er mjög mis- jöfn. Sumir hugsa ekkert um að klippa til trjen og hjálpa þeim til að ná sem ákjósanlegustu vaxtar- lagi, eða að fjarlægja kal-kvistum og sjúkum greinum. Þetta atriði er |jó ekki garðeigendum einum að kenna, heldur öllu meira „fúskur- um“ i garðyrkjufaginu, sem vaða hjer uppi og spilla fyrir rjettri ]jró- un garðyrkjunnar með gjörsamlega röngum vinnuaðferðum og van- kunnáttu i starfinu. Jeg tek hjer sjerstakléiga reyniviðinn til með- ferðar vegna þess að hann er út- breiddasta trjátegundin hjer hja okkur. Birki og álmúr geta einnig þrif- isl hjer ágætlega að mínuin dómi eru þessar 3 tegundir ])ær trjáteg- undir sem mest ætti að nota hjer. Ymsar viðitegundir eru afarharð- gerðar og góðar í skjóigarða (trekk). Caragana (síberiskt baunatrje) tiefir einnig þrifist vel lijer. Alparips er lítið reynt lijer á landi, en gefsl injög sæmilega. Einn af helstu ágöltum við trjá- rækt i görðum hjer i Reykjavík er það hve vitlaust trjánum er komið fyrir í görðunum, þó að trjá- plantan sje litil þegar hún er látin niður verður maður að liafa það hugfast að ef guð og lukkan er méð oss, þá verður þetta stórt trje, 3—5 metrar á hæð með —1,5 víða blað- krónu og þarf því töluvert rúm. Þessvegna verður eftirfarandi að vera ófrávíkjanleg regla: Framh. á næsta síöu, Hœsti gulinöir á íslandi. Lundsskógur i Fnjóskadal.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.