Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.05.1939, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N Útlægir þj óðhöfðingj ar. Heimsstríðið og alskonar byltingar urðu orsök til þess að fleiri hundr- uð þúsund manna urðu heimilis- lausir. — Fólk af öllum stjettum þjóðfjelagsins lifir sem flóttamenn í framandi löndum. í þeirra hópi eru bæði keisarar og konungar, stór- eignamenn og smáborgarar, verka- menn og öreigar. Þeir sem áður stóðu hæst í mann- fjelá'gsstiganum ’ eru nú sokknir nið- ur í eymd og volæði. — Margir rússneskir stórfurstar búa í Frakk- landi við auvirðilegustu atvinnu og hungur. Kunnir þýskir vísindamenn reyna að hafa ofan af fyrir sjer með tímakenslu. Og hjá hinum fjölmenna nafn- lausa skara er neyðin á hæsta stigi. Aðeins þeir, sem áður hafa borið kórónu á höfðinu komast sæmilega af. Vilhjálmur Þýskalandskeisari. Vilhjálmur keisari er öldungurinn í hópi útlægu þjóðliöfðingjanna og sá þeirra, er lengst hefur lifað er- lendis. Það eru rúmlega 20 ár sið- an hann leitaði alhvarfs í Niður- löndum. Hann er orðinn löngu hvít- ur fyrir liærum og skeggbartarnir rísa ekki eins mikið og á velgengn- isdögunum. Annars Jíður honum vel. Samkvæmt samningum við þýska ríkið var honum áskilinn all áiitlegur lífeyrir, svo að hann hefur ráð á að hafa um sig minni háttar hirð i Doorn. Keisari verður hann aldrei framar. Ferdínand Búlgaríuzar. Ferdinand zar í Búlgaríu varð að flýja 1918. Reiði þjóðarinnar snerist Vilhjálmur keisari er elstur í þeirra hóp, en Zogu konungur er sá, er síðast hefir verið rekinn frá völdum. — Heimsstríðið og margskonar byltingar urðu orsök til þess, að svo margir þjóðhöfðingjar mistu veldissprotann. gegn honum af liví að hann var „vitlausu megin" í heimsstríðinu. Ferdinand zar gleymdi þó ekki ríkissjóðnum heima. Hann settist síð ar að í Þýskalandi, þar sem hann hreiðraði rikmannlega um sig. Ilann ferðaðist mikið og mesta yndi hans'er að safna einkennileg- um fiðrildum. Auk þess er liann mjög' hneigður fyrir allskonar dul- fræði. — Það er ekkert sem bendir til að hann sje óánægður með iífið. Alfans Spánarkonungur. Alfons Spánarkonungur hefur bú- ið í Frakklandi siðan stjórnarbylt- ingin varð á Spáni, en hún kostaði hann völdin. Mestan hluta eigna hans Jagði ríkið liald á strax eftir að hann flýði. Hann var dæmdur sekur fyrir landráð, svo að taka mátti hann höndum strax sem liann steig á spanska grund. En hann var í engum vandræðum með að lifa, því að hann hafði lagt stórfje á vöxtu i erlendum bönkum og á því fje hefir hann lifað eyðslusömu lífi á höll sinni Fontainebleau. Á útlegðarárum sínum hefir Al- fons' mist tvo syni sina. Annar dó, en hinn giftisl konu af lágum stig- um. Og einu sinni hótaði kona hans, drotningin Ena, að skilja við hann. Nú liafa nýjir menn komist til valda á Spáni. Alfons er aftur farinn að gera sjer vonir um völd í landinu sunnan Pyrenafjalla. Verður hann aftur konungur? Ólíklegt er að Franco vilji það, en hann er maðurinn, sem hefir það í hendi sjer. Otto erkihertogi af Habsburg gerði sjer orðið góðar vonir um að verða konungur. Hann er sonur Karls, er síðastur var Austurríkiskeisari. Við byltinguna í stríðslokin varð Karl keisari að flýja og dó í út- legð. Siðan hei'ir fjölskyldan búið í höllinni Stenockerzell i Belgíu. Zita keisaraekkja hefir altaf alið son sinn upp með það fyrir augum að hann yrði konungur. í Austurríki var lengi sterk hreyfing fyrir þvi að endurreisa konungdæmið, en Hitler batt enda á hana með sam- einingu Þýskalands og Austurríkis. Otto erkihertogi ljet hörð orð falla um sameininguna og misti fyrir bragðið eignir sinar í Austurríki. Og nú er fjölskyldan orðin fátæk. Zita keisáraekkja hefir orðið að selja gimsteina sína og skartgripi til Jiess að fjölskyldan geti lifað sæmilegu lífi. Ennþá er ekki útilokað að Otto Otto af fíabsburg. geti orðið konungur í Ungverja- landi. Að nafninu til er það konungs- ríki, þó að því sje stjórnað af rík- isstjóra, Horty admírál. En vægast sagt eru líkurnar litlar fyrir kon- ungstign Otto þar. Georg Grikkjakonungur var land- flótta í 12 ár. Þegar hann var neydd- ur til að segja af sjer, bauð stjórnin honum ríflega fjárupphæð, ef hann vildi afsala sjer krúnunni með öllu. Georg neitaði og hvarf til London með Elísabetu drotningu. Hann var ríkur og naut tilverunnar í glæsi- legri höll, sjer til skemtunar fór hann oft til Rivieran og annara skemtistaða. Árið 1935 varð aftur bylting í Grikklandi. Nýju valdhafarnir knúðu af slað þjóðaratkvæðagreiðslu til að endur- reisa konungsdæmið, og sigruðu. Georg sneri þá heim sigri lirós- andi og hefir síðan setið í friði í hásæti Grikklands. Garol konungur í Rúmeníu gerð- ist leiður á öllum innanríkisróst- unum árið 1927. Mikill hluti þjóðar- innar gerðist honum fráhverfur af því að hann, þó að giftur væri, Iifði í of nánum kunningskap við ma- dame LupescU. Carol fór til Parísar skildi við Helenu 'drotningu sina 1928, og tók saman við Lupescu. Þegar hann var flúinn úr landi var sonur hans, Michael, þá aðeins sex ára, tekinn lil konungs. Svo fór þó að lokum, að Carol leiddist í útlegðinni. 1930 keypti hann sjer flugvjel, flaug rakleitt til Búkarest og rak stjórnina frá. Hann vjek syni sinum úr konungssæti, þó með allri kurteisi, og settist sjálfur á konungsstól. Nú er hann búinn að vera kon- ungur óslitið í niu ár og Lupescu heldur áfram að vera frilla hans. Balkan er nú einu sinni Balkan. Manuel konungur var rekinn frá Portúgal við stjórnarbyltinguna 1910. Hann gerði enga tilraun til að vinna silt tapaða ríki og dó sem efnaður maður í London fyrir nokkrum árum. Seinasli sjahinn í Persíu, úrkynj- aður ístrubelgur, Akmed að nafni, var rekinn úr landi 1925. En liann fór ekki alveg tómhentur, því að hann fór með alían ríkissjóðinn með sjer. Akmed settist að í París, þar sem hann lifði í fádæma svalli og óhófi. En dýrðin stóð ekki nema i sjö ár. Akmed dó af „ofreynslu", þegar hann var 32 ára gamall. Öll- um miljónunum sínum hafði liann eytt, svo að hann hefir enginn með- almaður verið í eyðslunni. Prajadhipok konungi í Síam þótti hyggilegast að hverfa úr landi árið 1931 vegna innanlandsóeirða. Hann i'ór til London. Uppreisnin var bæld niður og konungurinn beðinn um að koma aftur heim. Prajadhipok hugsaði sig vandlega um áður en hann tæki ákvörðun. Hann kunni ágætlega við sig í London, og hon- um fanst ekkert liggja á að hverfa aftur heim til Síam, eins og alt var i mikilli óvissu þar. Óvinir hans notuðu sjer fjarveru hans. Prajad- hiliok var „settur af“ 1935 og son- ur hans tekinn til konungs. Stund- um getur Jiað verið hættulegt fyrir þjóðhöfðingja að vera of lengi að heiman i einu. Á ey einni langt úti í Kyrrahafi lilir uppreisnarhöfðinginn frá Biff, Abd-El-Krim, góðu lífi. Hann rjeði yfir stórum hluta af Marokko til ársins 192(5, þegar Frakkar fengu yfirunnið hann og hans hrausta her. Frakkar tóku liann til fanga og fluttu hann eins langt frá Afríku og þeir gátu. En um leið fekk hann dálitla fjárupphæð, sem nægði hon- um til framdráttar, börnunum og kvennabúrinu. Abd-El-Krim hefir oft farið fram á það við frönsku stjór.n- ina, að hún leyfði honuin að hverfa aftur heim til Marokko, en af viss- um ástæðum hefir hún ekki orðið við því. Arabahöfðinginn er þó engan veg- inn sár út í Frakka. Ef hann bcfði lekið franska forsetann til fanga, þá hefði hann sennilega stungið úr honum augun og skorið af hon- um eyrun. Abd-EI-Krim fekk betra hlutskifti en svo. Amanullah konungur í Afgahan- istan ákvað árið 1928 að ferðast út í heim til að heilsa upp á erlenda þjóðhöfðingja og kynna sjer siði og háttu Evrópumanna. — Hann kvaddi liöfðingja sína klökkur og allir lofuðu þeir að vera góðu börn- in meðan hann væri í burtu. Ama;i- ullah skemti sjer ágætlega í Evrópu. Alstaðar var honuin tekið með kost- nm og kynjum, og stjórnmála- og fjármálagarpar skriðu í duftinu fyr- ir honum. En meðan á þessu ferða- lagi stóð varð uppreisn í Afghan- istan. Amanullah var settur af og bróðir hans til konungs tekinn. Þetta hafði það í för með sjer, að mesta dálæti Evrópu-stórmennanna á honum dvínaði, og víða var dyr- um lokað fyrir honuin, Jiar sem hann hafði áður verið velkominn. Amanullah var nú á sífeldum flæk- ingi Jiangað til hann loksins setlisl að rjett fyrir utan Rómaborg. Gim- steinar konunnar hans gefa nú ekki meira af sjer en svo að hann verður

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.