Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1939, Side 3

Fálkinn - 19.05.1939, Side 3
F Á L K 1 N N 3 Adam Rutherford á leið til íslands Fjörutln ára afmæli Skógræktarinnar á íslandi. Um þa'ð leyti seiri lesendur Fálk- ans hjer í bæ fá þetta bla,S i hend- ur, má ætla að Adam Rutherford sje lagður á stað til íslands. Hann ei væntanlegur með Gullfossi 22. þ. m. Kemur þar sá gestur, sem lík- lega hefir fyrirfram vakið meiri for- vitni hjá landsmönnum alment held- ur en nokkur annar erlendur maður, sem hingað hefir komið, að tveini Danakonungum undanskildum. Svo er fyrir að þakka að við höfum fyr og síðar eignast góða vini meðal erlendra þjóða. En ekki getur ]iað verið efamál, að fyrir sumra hluta sakir hefir þessi skoski ágætismaður reynst einstakur á meðal þeirra. Hann logar af áhuga fyrir heill og velferð íslensku þjóðarinnar, í andlegum og veraldlegum efnuin, og hvað hann hefir 4 sig lagt og i sölurnar lagt okkar vegna er jeg sannfærður um að ekki vita aðrir en hann sjálfur og sá sem alt veit. líf til vill er það líka best, því að ef einhver vissi það og ætlaði að skýra frá því öllu, þá mundi þeim manni illa trúað. En nokkur merki þess sá jeg vikurnar sem jeg dvaldi í Lun- únum í fyrra mánuði hvernig hann vakir með arnskygnum sjónum yfir öllu því, er hann hyggur að snerta megi hagsmuni okkar, og hvernig hann er óðara kominn þar á vett- vang, sem hann hyggur að hlutur okkar ætli að verða fyrir borð bor- inn. Þá er hvorki horft í fje nje fyrirhöfn. Slíka vini og fulltrúa er gott að eiga. Vart kemur svo nokkur maður til Lundúnaborgar að ekki liggi leið hans um Holborn, í hjarta borgar- innar. Þegar vindustigar brautar- stöðvarinnar bafa lyft farþega neð- anjarðarléstarinnar uiri 200 fet upp á jafnsljettu og hann horfir af aug- um fram yfir þveran Kingway — eina svipmestu götu heimsborgar- innar blasir við honum hinu- megin strætisins hið tigulega en nokkuð þungbúna stórhýsi Kings- way Hall. í þessari veglegu liöll hefir Rutherford nú um tveggja ára skeið eða lengur haft mánaðarlegar samkomur (boð) fyrir íslendinga og þá, sem íslandi vitja sýna vináttu. Þangað eru þá velkomnir allir land- ar og vinir þeirra. Er mönnum gert þar margt til ánægju, og erindi eru þar flutt til fræðslu um ísland. Þóit ekki væri fyrir annað en þessa starf- semi, stæði íslenska þjóðin í þakic arskuld við Rutherford. En þó að þetta kosti mikla fyrirhöfn, fyrir- hyggju og fje, þá ,er það þó ekki nema brot á því, sem hinn mæti maður hefir fyrir okkur gert og vafataust heldur áfram að gera, svo framartega, sem við ekki reynumst þeir ógæfumenn, að brjóta af okk- ur hylli hans með einhverju móti. Það er sumra manna skoðun, hjer á landi og annar staðar, — ekki gripin úr Jausu lofti — að fyrir margra hluta sakir sjeu Skotar hinn ágætasti þjóðflokkur, sem þessa jörð byggir. Víst er um það, að þjóðin er frábærlega merkileg fyrir andlega og líkamlega atgjörvi ásamt miklum mannkostum; og ramm-skoskari maður en Adam Rutherford liygg jeg að muni reynast torfundinn. Veg- lyndi það og sjálfgleymi, sem svo mjög einkennir þjóðina, þekkjum við orðið vel hjá honum. En ekki er minna vert um vitsmuni hans, ein- beitni og þrautseigju. Hann mundi ekki viðurkenna í sínu máli orðið, sem Napoleon sagði að ekki væri lil i frönsku. Með skáldinu mundi hann vilja: Welcome each rebuff That turns eartli’s smoothness rough, Each sting that bids nor sit nor stand. but go, og fyrstur manna viðurkenna, að „sri er sætan eina, sem að fæst með dáð“. Hann hefir það sjónarmið atorku- mannsins, að hindranir og erfiðleik- ar sjeu lil þess að sigrast á þeim, en ekki til þess að loka veginum. Það er öllum kunnugt, að Ruther- ford heldur því fram strangt og ein- dregið, að íslenska þjóðin sje af guðlegri forsjón til þess ritvalin að inna af hendi mikilsvert hlutverk í þágu mannkynsins. Fyrir þessari kenningu sinni hefir hann gert greiu i bókum sínum, en af þeim er ís- lendingum kunnust Arfleifð íslands, því að hún ein hefir verið þýdd (og þýdd frábærlega vel) á okkar tungu. Þessi kenning hefir án efa vakið ]iá hugsun lijá ýmsum, bæði hjer og erlendis, að höfundurinn hljóti að vera kreddumaður og sjervitringur. Mjer finst ]iað nú nokkurt vorkuni:- armál þó að okkur íslendingum, sem þekkjum svo vel okkar miklu og margföldu þjóðarbresti, þyki stað- hæfingin með miklum ólíkinduin, cnda skal jeg láta hana liggja milli hluta. Hitt skal jeg játa alveg kinn- roðalausl um sjálfan mig, að i hverl sinn, sem Rutherford hefir rætt þetta mál við mig, þá varð jeg að svara líkt og Agrippa konungur, ef jeg vildi vera einlægur: „Lítið vant- ar á, að þú fáir mig til að vérða kristinn". Hugmyndin um kreddur og sjervisku er svo fjarri sanni sem mest má verða, því að Adam Ruth- erford er maður umburðarlyndur, víðsýnn og frjálslyndur. En þess bið jeg inenn að gæta, að til þess að Jijóðin fái rækt köllun sína, krefst Rutherford ]jess, að hún vakni og þekki sinn vitjunartima. „Vakna þú, ístand“, er lieróp hans til okkar. Nú er því ekki um nema tvent að ræða í þessu efni: annaðhvort er ]jetta misskilningur og hjegómamál, elleg- a.r þá að það er svo mikið alvöru- mál að okkur hlýtur að stugga við því þegar við hugleiðum það. Þvi að ekki er um það að efast, að sje það svo, að okkur sje þetta mikla hlutverk ætlað, en við daufheyrumst við köllun okkar, þá bíða þjóðarinnar miktar liörmungar og þrengingar, ef til vill um aldur og ævi. Hrytlir ekki livern íslending við því, ef það á að verða, að sjáandinn gráti yfir Jerri- salem hjer úti á fslandi vegnn þess að liún þekti ekki sinn vitjunartíma? Væri það ekki ógurleg tilhugsun að niðjar okkar ættu að sæta örtögum Gyðingaþjóðarinnar? Lífið er ekk: marktaus gamanleikur, hvorki ein- staklingsins nje þjóðanna. Alt lýtur órjúfandi lögum, og hver þjóð og liver einstaklingur verðui' óumflýj- anlega að taka við afteiðingum gerða sinna. Það er okkur öllum gott að hafa hugfast. Framh. á bls. 1'i. í tilefni af kO ára afmœli skórj- ræktarinnar hjer á landi sneri „Fálkinn“ sjer til fyrverandi skógræktarstjóra Kofoed Han- sen og bað hann um upplýs- lýsingar iim skógræktina, eink nm á fyrri árum hennai’. En eins og gefur að skilja er hann kunnugri skógræktarmál um íslendinga en nokkur ann- ar maður eftir að hafa verið skógræktarstjóri í meira en aldarfjóvðung. Birtir blaðið hjer mynd af honum ásamt grein er hann hefir skrifað. í þessum mánuði eru liðin einmitt 40 ár frá því að skógræktin hófst hjer á landi, því vorið 1899 var byrjað að planta í gróðrarstöð þeirri á Þingvöllum, sem fyrst var stofn- uð, en Einar sál. Helgason garðyrkju- stjóri sjtóð fyrir því verki. Hugmyndin, að vinna að skógrækl hjer, stafar frá dönskum mönnum, og stofnun skógræktarinnar er tengd við nöfnin C. Ryder og C. V. Prytz, hinn fyrri höfuðsmaður i sjóherlið- inu, hinn síðari prófessor í skóg- rækt, og síðast en ekki síst, frá ráð- herra Hannesi Hafstein, og það er í raun og veru alls ekki ósennilegt, að skógræktarstarfið hefði orðið skamm líft lijer á tandi, ef ekki jafn víðsýnn maður og hann hefði staðið i broddi fylkingar. Þó að óvíst væri hvort slikt starf gæti komið að gagni, ]já steig hann sporið lil fulln- ustu, og kom því til leiðar, að skóg- ræktin strax var gerð að sjálfstæðri ríkisstofnun. í byrjun liafði skógræktin enga al- menningshylli, í fyrsta lagi af þvi, að það var álitið ónýtt starf, en i öðru lagi af því, að hún átti ról sina að rekja tit erlendra álirifa, og að forstjóri hennar var útlendingur. Metnaður þjóðanna veldur því, að þær vilja heldur sjá teyndardóma heimalandsins upplýsta af sínum eig- in börnuin en af útlendingum. Starf skógræktarmannsins er háð vaxtar- skilyrðum hlutaðeigandi lands, og þar af leiðir, að menning hans er ekki alþjóðleg eins og menning verk- fræðinganna venjulega er. Er hann á að vinna í landi, þar sem aldrei liefir verið unnið að skógrækt áður, eins og hjer átti sjer stað, þá getur menningin og sú kunnátta, sem for- Iög hans annars hafa færl honum að- eins aukið möguleikana fyrir að ganga úr skugga um þá leyndar- dóma, sem staðhættir landsins fela í sjer, en áður en svo langt er komið, getur liann ekki tekið rjetta stefnu. Aðstaða lians að því er snertir skiln- ing á starfinu er í byrjun ekki betri en svo, að hann verður að þreifa sig áfram, eins og hálfblindur maður. Fyrirrennari minn vann í blindni að þvi er snertir stofnun skóglenda, og sumir erlendir menn álitu starf hans skrítið og gagnslaust. Daniel Bruun höfuðsmaður sagði mjer einu siniii, að hann hefði komist svo að orði við tiann: „Iíf þjer hæltið ekki þessari vitleysu, sem þjer eruð að gera, þá lýkur með þvi, að þjer verðið rekinn úr tandinu*. Jeg nefni þetta, af því að það er gott dæini upp á það, hvernig margir, og ekki eingöngu er- lendir menn, litu þá á skógræktar- starfið. Mörg voru þau liáðsyrði, sem jeg hef orðið að þota, vegna gróðrar- stöðvarinnar við Rauðavatn. Furunni vestast í henni var plantað meðan jeg var skógræktarstjóri. 1908 tók jeg við stöðunni og vann eins og fyrirrennari minn og á sama sviði sem hann, i blindni, en aðstaða mín var dálitið betri en bans. Jeg hafði fyrir mjer árangurinn af því, sem liann liafði gert; hinn áberaiidi vaxtarmunUr lijá trjám, sem voru plöntuð i görðum og lijá þeim, sem voru gróðursett í hrámold var leið- arvisir líka, og ennfremur hafði jeg kunnóttu, sem varð mjer að gagni, frá því landi, þar sem jeg vann, áður en jeg kom hingað, Rússlandi. Það tókst fyrir mig að ganga úr skugga um svo niikið af leyndardómum þessa lands, að jeg gat fengið nokkuð fast að byggja á. Jeg fann skýringu á því, hversvegna það þarf að undirbúa jarðveginn svo vandlega, ef á að vera um árangur af plöntum að ræða og aðferð til að stofna nýjan skóg með h. u. b. sama kostnaði og al- gengt er erlendis. Að því búnu áleil jeg inig færan um að gefa út bók um skógrækt, og gerði það 1925. Henni var fylgt á leið, með nokkruin vin- samlegum orðum frá Vigfúsi Cuð- mundssyni fyrrum bónda í Engey, en annars lief jeg ekki sjeð hennar getið. Síðan hef jeg lesið greinar, sem ótvírætt ljetu í ljós, að ekkert Frumh. á bls. 1't. Úr Hallormsstaðaskógi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.