Fálkinn - 19.05.1939, Page 7
F Á L K I N N
7
ÞAIt SEM KULDINN
ER MESTUIt f EVRÓPU.
Myndin er tekin í vetur pfgar
kuldarnir voru sem mestir i Austur-
Hússlandi. Veiðimaður er að koma
lieim úr veiðiför og er vel klæddur
enda er engin vanþörf á þvi.
N ÚTÍMARAFFRÆÐlNGURINN.
Eins og dansmærin gekk á linu
yfir Niagarafossinum á árunum
þannig gengur raffræðingurinn á
myndinni eftir grönnum stálstreng,
sem liggur hátt yfir götunum í
enskum bæ, þegar hann er a'ð líta
eftir sporvagnaleiðslunum.
í BAÐ AÐ VETRARLAGI.
Hjer má sjá nokkra Lundúnahúa,
sem þrátt fyrir mikinn kulda taka
sjer daglega hað í Serpentiner vatn-
jnu í Hyde Park.
VARAÐ VIÐ KOLERUNNI.
FREDERIKE IÍRÓNPRINSESSA
SÖGULEG SVERÐ.
í Kínastyrjöldinni er kóleruluett-
an altaf yfirvofandi. Japanska lier-
stjórnin hefir sett upp spjöld víðs-
vegar, þar sem hún varar hermenn-
ina við kólerunni.
í tírikklandi afhendir ungri stúlku
i Þjóðernishreyfingunni fána að
gjöf við hátíðahöld, er nýlega fóru
fram i Aþenu.
ALFONS
FYRV. SPÁNARKONUNGUR
hefir fengið borgararjettindi á Spáni
siðan Franco náði völdum. Myndin
er tekin af honum þar sem liann
er á skemtigöngu i Fiórens.
GÓÐUR KOKKUR.
Hjer er mynd af 17 ára gamalii
stúlku frá Oklahoma, Lois Adams
að nafni, sem hlotið hefir verðlaun
lyrir að búa til betri mat en nokk-
ur annar. Það er heldur matarlegt
í kringum hana, eins og vænta má.
Sverðin tvö, sett deinöntum, rúb-
ínum og smarögðum, eru gjafir Irá
Abdul Hamid soldáni til AJexanders
II. Rússakeisara. tíaf hann keisar-
i niini þau eftir stríðið milli Rússa
og Tyrkja. Þau eru nú geymd á
safni í London.
JÓL I PROVENCE.
í Provence er fólkið mjög íhalds-
samt með tilliti lil fornra venja og
heldur fast í alla gamla jólasiði.
Myndin er frá bænum Cannet og
sýnir þegar hjarðmaðurinn kemur
lii kirkjunnar með fórnarlambið.
,.STJÖRNUR“ VIÐ HLJOÐNEMANN.
„Stjörnurnar“ i Hollywood lála
oft til sin heyra i útvarpinu í Amer-
iku. Hjer sjáum við Jeanette Mae
Donald og Robert Taylor framan
við hljóðnemann i hinum fræga
kviþmvndabæ.
EFTIRMAÐUR ROOSEVELTS?
Sendiherra Bandaríkjanna í Lond-
on, Joseph Kennedy, er farinn heim
lil Ameríku, og er ferð hans sett
i samband við það, að hann eigi að
vera forsetaefrii demókrata við for-
setakosningarnar 1940.
FORSÆTISRÁÐHERRA JAPANA.
Japanski forsætisráðherrann, Kon-
oye prins, er myndaður á heimili
sinu. Ráðherrann hefir óskað eftir
því að fá lausn frá embætti, og feng-
ið hana.