Fálkinn - 19.05.1939, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
Setjiðþið saman!
/.
2.
3.
4.
5:
6.
8.
9.
11.
12.
13.
/4.
15.
16.
17.
18.
148.
1. A í Asiu.
2. A í Ameríku
3. Sterkur maður
4. Frægur eSlisfræðingur
5. Heimkynni náun'gans
(i. Málmleysingi
7. Konuheiti
3. Ivonuheiti
1). Þektur eðlisfræðingur
10. Ósköp
11. Frægur kardináli
12. Málmlikneski
13. Forn-guð
;14. Vikingur
15. Land í Asiu
10. Áhakl
17. Konuheiti (þolf.)
18. Þvingun
Samstöfuruar eru alls 51 og á að
búa til úr þeim 18 orð er svari til
skýringarorðanna. Fremstu stafirnir
taldir ofan frá og niður og öftustu
stafirnir, taldir neðan frá og upp
eiga að mynda:
Nöfn tveggju íslenskra skálila.
Strikið yfir hverja samstöfu uni
leið og þjer notið hana í orð og
skrifið orðið á listann til vinstri.
Nota má ð sem d, i sem i, a sem á,
o sem ó, u sem ú, — og öfugt.
a -a—am—an—ark—borg—bú—co
—dan—des—el—en—es—gra—grann
—ham -her—i—i—i—í—i n d—i n n—
—járn—j ó r—kúl—me—mynd—na—r.á
—nadd—nauð—ni—or—odd—odd—
úð—rich—rúm—sig—silf—sí—skeið—-
t r o n—u—un g—'a n d—u r—u r—u r—ú r
BÚARNIIÍ FAGNA.
í Suður-Afríku liefir verið haldið
hátíðlegt aldarafmæli um hina miklu
þjóðflutninga Búanna. Myndin sýnir
einn af uxavögnunum, sem í liá-
tíðaskyni óku i gegnum alla Suður-
Afríku frá Höfðaborg til Pretoríu,
en þar var lagður horsteinninn að
Búamin nismerkinu.
LYSTISNEKKJA MARCONIS GERÐ
AÐ SAFNI TIL MINNINGAR UM
HANN.
Hin fræga lystisnekkja Marcom,
,,Elettra“, sem visindamaðurinn var
oft með, er hann gerði ýmsar upp-
finningar sínar, hefir ítalska rikið
nú keypt og útbúið snekkjuna eins
og safn.
O O ■••lii. O-••lli.-•-•••».. O • ••«.. O "11.. O "li
I • '7=3 DREKKIÐ E5IL5-ÖL
•^•»-0 OO •■Ib.-o -nb-o «1.. O «*,-o *Hfa. O•■«
i.O%.O'V*'VO‘VO'V*'V«'V(^'0'lll«'0«'«^0
minnið, síðustu nóttina. Fáum mínútum
eftir að Ridley kom inn liringdi stöðvarstjór-
inn og tilkynti, að enginn af starfsmönnum
strætisvagnanna liefði orðið varir við Levin-
sky, en þeir þektu hann flestir í sjón. Klukku
tíma síðar kom lögregluþjónninn, sem Ridley
liafði sent lil Castle Road og fór beinl inn til
fulltrúans, eins og fyrir hann hafði verið
lagt.
„Var alt með kyrrum kjörum, Roberts?“
spurði Ridley. „Sögðu þeir satt, eða var eitt-
livað grunsamlegt við hátterni þeirra?“
Það kom á daginn, að hjá tíu af ellefu
fjölskyldum, sem hann hafði húsvitjað, var
ekkert óeðlilegt að finna og svörin blátt á-
fram. Ellefta fjölskyldan var sú eina, sem
honum hafði fundist eitthvað athugavert við.
„Þar voru öll gluggatjöld dregin niður,“
sagði Roherts. „Þar kom til dyra kvenmað-
ur, sem virtist vera eitthvað hogið við. Hún
var með dökkar rákir kringum augun, hár-
ið var úfið og ógreitt og hún virtist liafa
grátið. Jeg sagði henni að jeg væri að spyrj-
ast fyrir út af Levinsky, sem menn teldu að
hefði verið á þessum slóðum klukkan rúm-
lega tíu í gærkvöldi —“
„Haldið þjer áfram, maður. Þetta veit jeg
alt. Þjer eruð ekki að hera vitni, maður.
Hvað gerðist svo?“
„Hún starði á mig eins og hún hefði sjeð
draug og svo fjell hún 1 yfirlið, án þess að
segja orð. Lyppaðist þarna niður eins og
tuska, á dyramottuna. Jæja, jeg tök hana upp
og dröslaði henni inn í fyrsta herbergið sem
fyrir mjer varð og lagði liana lil á legubekk
Svo liringdi jeg bjöllunni ákaft og barði á
allar dyr, en engin kom svo að jeg fór inn í
eldhúsið. Þar var engin lifandi sál, svo að
jeg helti vatni i glas og fór með það inn lil
konunnar. Hún var meðvitundarlaus ennþá,
svo að jeg hljóp upp á loft til þess að reyna
að finna einhverja manneskju. En liún var
alein i húsinu, að undanteknu liki, sem lá
í einni stofunni.“
„Það getur ekki hafa verið Levinsky?“
sagði fulltrúinn og brosti.
„Hann var ekkert svipaður honum. Jeg
þekki liann svo vel. Þetta var miklu yngri
maðúr. Og hann var svarthærður en ekki
gráhærður og var alrakaður. Levinsky var
með stutt skegg. Og svo lá þetla lík ekki í
lilóðpolli eða neinu svoleiðis. Þelta var allra
myndarlegasta lík og vel um það búið á all-
an liátt, gluggatjöldin dregin niður og alt
eftir því.“
Ridley þaggaði niður í lögregluþjóninum
og sagði lionum að halda sjer við þau atriði,
sem máli skiftu.
„Þegar jeg kom niður aftur liafði konan
raknað við, og hún sagði mjer, að maðurinn
liennar liefði dáið úr heilahimnubólgu þá
um morguninn. Hún afsakaði live heimsku-
lega hún hefði komið fram, en hún hafði
verið að niðurlolum komin af vökum og
andstreymi, svo að það gekk fram af henni
|ægar hún sá lögregluþjón í tilbót.
„Það er gott og blessað,“ sagði fulltrú-
inn. „En jeg sje ekki neina ástæðu lil að
það skyldi líða yfir liana þó lnin sæi yður.
Ef maðurinn hennar liefði verið á spítala
var öðru máli að gegna, því að þá gat hún
búist við, að þjer kæniuð til að færa lienni
slæmar frjettir, en úr því að maðurinn var
dauður — — nei, jeg kann ekki við þetta,
Roberts. Það er eitthvað bogið við það. Tók-
uð þjer annars eftir öðru grunsamlegu á
heimilinu?"
„Nei, ekki neinu.“
„Hvað lijet konan?“
„Laidlaw. Hún sagði mjer, að maðurinn
sinn hefði verið læknir og að þau hefðu
komið hingað sjer til heilsubótar.“
„Það getur vel verið satt, en það skal eitl-
hvað til, að líði yfir kvenfólk á tuttugustu
öldinni. Vitanlega er ekki mikið upp úr þessu
að liafa, en samt er það þess vert að maður
athugi það nánar i sambandi við ökumælir-
inn. Hvað sem öðru líður þá hefir Levinsky
verið þar, eða á næstu grösum, í nótt sem
leið. Farið þangað aftur og hafið gætur á
lienni. Nei, það er best að senda Jones þang-
að. Segið honum að hafa gát á, hvað liún
aðhefst og láta mig vita um það jafnóðum."
Ridley sneri sjer nú að daglegu störfun-
um og var ekki búinn að ljúka við póstinn
frá því um morguninn þegar siminn hringdi
um tuttugu mínútum síðar og varðmaður-
inn tilkynti, að nú hefði frú Laidlaw verið
að stinga hrjefi í kassann fyrir utan dyrn-
ar hjá sjer.
,Athugið hvenær póstkassarnir eru tænid-
ir næst,“ svaraði hann. „Jeg bíð á meðan.
Hvað segið þjer? Ekki fyr en eftir hálfan
fjórða tíma? Það var leitt. Jæja, gott og vel.
Sælir. Nei, biðið Jijer snöggvast. Hvað vor-
uð þjer langt frá henni þegar liún setti brjef-
ið í lcassann? Þrjátíu yards? Hum, of langt
til þess að sjá umslagið.“
Ridley hringdi af og settist aftur við skrif-
borðið sitt, sat þar um stund þegjandi og
horfði á arininn með vandræðasvip og
hleypti brúnum. Alt í einu spratt hann upp
og hringdi bjöllunni.
„Látið þjer hann Purley koma hingað
inn,“ sagði hann við þjóninn sem kom í
dyrnar.
„Komið þjer inn og lokið hurðinni,” sagði
hann þegar Purley leynilögreglumaður kom
inn. „Þjer verðið að þegja um þetta eins og
steinn,“ hjelt hann áfram, „annars verðið