Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Lúðvík Kristjánsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 20 aura millim. HERBERTS prent. Skraddaraþankar Nú tala allir um stríðið og spá um striðið. Sumir fullyrða með spekingssvip, að stríðið sje að verða búið, aðrir að það standi '3 til 10 ár. Og á hverj- um degi gerast tíðindi, sem gefa einhverjum af spámönnunum tilefni til að spá meiru, en öðr- um til að þegja, vegna þess, að spáin þeirra var ónýtari en nokkur veðurspá. Þetta getur verið gott og bless að. Það lýsir einstaklingshneigð- inni, sem er svo einstaklega rik hjá okkur íslendingum. En það vœri ennþá betra og blessaðra, ef spámönnunmn færi fækkandi en hinum fjölgandi, sem vilja „líta sjer nær“. Frændþjóðirn- ar hafa ekki tíma til að spá um striðið, en þær spá og skegg- ræða meira en við um það verk- efni, sem þeim finst liggja næst: Hvernig eigum við að húa sem best að okkar, í styrjöldinni sem nú er að byrja? Okkar umræður um þetta eru ekki byrjaðar enn — liklega vegna þess, að við urðum minna varir við síðustu styrjöld en norrænu frændþjóðirnar. En það gæti farið svo í þessari styrjöld, að við yrðum að taka betur á „honum stóra okkar“ en við gerðum siðast. Jeg get ekki að því gert, að minnast á eitt atriði, sem nágrannaþjóðirnar urðu varar við á síðasta styrj- aldartímabili, en við ekki. Það er kornmaturinn — undirstaða alirar fæðu menningarþjóðanna. Svíar, Norðínenn og Danir hjuggu allir við skort á kornmeti í síð- asta stríði. íslendingar voru eina þjóðin af norrænu þjóðun- um, sem oftast höfðu nóg, — þó þeir væru þá sú eina af þeim, sem ekki framleiddi korn! í gamla daga — jeg tel þar ekki aldir einokunarinnar gömlu, heldur miklu nýrri tíma — var innflutningur af korni til lands- ins miklu minni en nú er. Þá þótti það sparnaður, að borða sem mest af liarðfiski, til þess að spara brauðmatinn. Þá var harðfiskdálkur, eða jafnvel helmingur af harðri ísu, skamt- aður í litla skatt á morgnana í sveitum, sem langt áttu að út- ræðisverum. Engum varð meint við takmörkun kornskamtarins, og tannskemdir voru þá lítt þekt fyrirbrigði. Þegar brauðmatartískan fór að ryðja sjer rúms, fór alt í einu að verða meir vart við skemdar tennur en áður. Og fólkið hugs- aði sem svo: Þetta kemur senni- lega af því, að tennurnar fá ekki þá æfingu, sem þær höfðu, við’ að tyggja harðfiskinn. Þá voru vítamínefni óþekt í heimin- um. Nú vita allir sem hugsa, að harðfiskurinn er bæði fjörefna- gjafi og holl fæða að öðru leyti. Og á striðstiinum inætti líka minnast þess, að hann getur sparað kornið, þá fæðutegund, sem ísland er háðast öðrum um. í næsta blaði Fálkans: Grein um Pólland. — Grein um æðstu herstjóra Breta og Frakka. Tvær sögur. — Frá liðnum tímum, eftir Osc- ar Clausen. — Grein um Göbbels. — Barnadálkur. — Skrítlur. — Litli og Stóri. — Frjettamvndir. — Kvik- mvndafrjettir o. m. fl. GAMLA BIO Innan skamms sýnir Gainla Bíó Universal-kvikmyndina „Yfir þöknm borgarinnar". Aðalhlutverkin leiko George Murphy og Doris Nolan. Mynd þessi gerist í horg miljón- anna, New York — í horg risabygg- inganna, þar sem skýjakljúfarnir blasa við himinn. En New York er líka borg hraðans, þar sem alt skeður með svo skjótum svifum, að það hljóðar með ótrúleikahlæ, jiegar þjóð- um iiefðarinnar og seinagangsins er sagt frá því. Skýjakljúfarnir rísa upp á ótrú- lega skömmum tíma og slík völundar- hús eru smábýlaþjóSum hreinasta furðuverk. En slíkum furðuverkum kynnumst við einmitt í þessari mynd. En við kynnumst einnig valdi auðsins, sem þykir mjög einkennandi fyrir Bandarikjamenn. Og jafnframt fúum við nokkurt liugboð um hvað er ó- samrýmanlegt i fari Rússans og Randaríkjamannsins. Hin unga stúlka Díana, hefir verið á ferð í Rússlandi og orðið þar fyrir allmiklum áhrifum. Þegar heim kem- ur verður skjótt árekstur, skoðanir hennar hitta þar ekki fyrir heppileg- an jarðveg. Hún á fjóra frændur auðuga og borgaralega þenkjandi, sem ekki geðjast að þeim anda, sem hún færir lieim með sjer frá Rússíá. — Þrátt fyrir veru sína í Evrópu hefir Díönu ekki lærst að fara hóf- lega með' peninga, því að á einu miss- eri leikur hún sjer að, að koma i lóg 3 miljónum dollara. Slíkt fellur ekki með öllu í geð gömlu frændanna og þvi hugsa þeir sjer að leggja við liana beisli og temja liana, svo liún geti mótast i hinni stórborgarlegu deiglu. Sú viðleitni er allspaugileg og leiðir af sjer ýms atvik, sem áreiðan- lega hefir ekki verið gert ráð fyrir í upphafi. Tamningin reynist erfið, það vill oft brenna við að æskan iáti illa við stjórn, sjerstaklega ef hún beinist að einhverju ákveðnu marki, sem er henni fráhverft. Frændurnir gömlu liafa sína siði og Diana er ung og vill fara sínu fram. í myndinni er mikið um allskonar listdans og prýðilegur söngur. Tryggingarstofnun Garl D. Tnlinius 20 ára. Einhverntima, þegar sú tíð kemur, að saga íslenskrar tryggingarstarf- semi verður skráð, mun eitt nafn verða þar ofarlega á baugi. Það er nafn Axels Tuliniusar, sem fluttist til Rvíkur fyrir rúmum 20 árum, eftir langt og röggsamlegt sýslumannstarf í Suður-Múlasýslu og hóf þá lítrygg- ingarstárfsemi. — Tíminn líður og síðastliðinn þriðjudag voru 20 ár lið- in, síðan hann stofnaði líftryggingar- starfsemi sína hjer í Reykjavík, sem aðalumboðsmaður sænska tryggingar- fjelagsins Tliule. Fyrsti meðstarfsmaður hans mun hafa verið Carl sonur hans. Hann vann við fyrirtæki föðúr síns frá ungri æsku og síðar hjelt liann á- fram starfi hans, eftir að Axel Tulini- us hafði tekið að sjer forstjórn Sjó- vátryggingafjelags íslands. Hefir þessi stofnun, sem nú er tvítug, bor- ið nafn Carls D. Tuliniusar síðan. Allir íslendingar þekkja nafnið, og daglega njóta fjölmargir menn og kon- ur ráðlegginga hennar og aðstoðar, er þau vilja kaupa sjer liflryggingu. Hefir skrifstofan stórum hjálpað fjölda landsmanna til þess, að fá sjer elli- og Hftryggingar, iniðaðar við það, sein best hæfi ástæðum livers eins. Slík starfsemi er mikils virði, þegar liún er rekin af mönnum, sem liafa reynslu og þekkingu á tryggingamál- um. Fálkinn birtir hjer mynd af eig- anda og elsta starfsmanni stofnunar- innar, hr. Carl D. Tulinius forstjóra. Synti með folaldið. f sumar urðu geysimiklir vatna- vextir i Glaumu í Austurdal i Nor- egi. Flæddi þar hross, sein voru á heit við ána og er þau sáu sitt ó- vænna lögðu þau á sund 'til lands. í hópnum var folaldsmeri. Og á leið- inni til lands dapraðist folaldinu sundið og loks sökk það. Merin sneri við og náði með kjaftinum í fol- aldið, er því skaut upp aftur og koni þvi upp á hrygginn á sjer og synti með jiað til lands. Fjarsýni-víðtæki — 650 mörk. f ræðu, sem Göebbels útbreiðslu- málaráðherra hjelt nýiega við opnun útvarpstækjasýningar i Berlin, gal hann þess, að innan skannns mundi almenningi gefast kostur á að eigu- ast ódýrari fjarsýnisviðtæki en hing- að til. Hin þýsku tæki, sem seld hafa verið undanfarið, liafa kostað 2000 til 3000 mörk, en nú á að lcoma á markaðinn ný tegund, sem ekki kosl- ar ineira en 650 mörk. NYJA BIO Mjög hráðlega sýnir Nýja Bíó tjekknesku slórmyndina „Marysa". Efni myndarinnar er tekið úr hinni frægu sögu „Marysa" eftir Mrstik’s- bræðurna. Tjekkneska þjóðin fjekk frelsi sitt fyrir rúmum 20 árum, en í marsmán- uði í vetur sviftu Þjóðverjar liana ]jví aftur. Þannig liafa á sköminum tíma orðið merkileg og afdrifarík kafla- skifti í sögu Tjekka. Þessi merkilega hændaþjóð, sem hafði í tvo tugi ára unnið sleilulaust að því að rækta landið sitt og gera sjer það undir- gefið á margvíslegan hátt, hefir nú verið innlimuð nieð ofbeldi i aðra stærri þjóð, hún hefir verið svipt því, seni var henni dýrmætast -— frelsinu. Hin forna tjekkneska bændamenn- ing hefir nú orðið fyrir boðaföll- um frá Stór-Þýzkalandi, sem liygst að þvo liana hurtu, en gefa þeim annað í staðinn, sem bændurnir í Tjekkiu munu eiga erfitt með að fella sig við. Tjekknesku þjóðinni var fórnað — hún var svikin af vinum sínum, þegar henni reið mest á, þess vegna bera miljónir manna um lieini allan þá ósk i brjósti, að Tjekkarnir t fái aftur fullt frelsi. „Marysa“ er fróðleg mynd og merkileg, hún lýsir þeirri þjóð, sem var síðastliðinn mársmánuð marin , undir hæl hakakrossins. Hún lýsir þjóðháttum bændanna, menningu þeirra og starfi. Máske verður þess- ari menningu komið í glatkistu, en þessi mynd mun geyma hana að nokkru leyti, og kynna hana þjóðum heimsendanna á milli. Tjekkar hafa sjálfir látið búa til þessa mynd, það var eitt af hinum merkilegu störfum þeirra í þeirri við- leitni að kynna heiminum bænda- menningu þeirra. Og þar hefir ekki verið skotið hjá marki, því að mynd- in töfrar hvern áhorfanda, færir opinberar honum lif bændafólksins, liann í faðm tjekknesku sveitanna og sem hefir í aldaraðir átt við margvis- leg áþján að striða, en liefir eigi að síður varðveitt það hugrekki og seiglu og þann þjóðernislega blæ, sem fylg- ir Tjekkunum. Listhneigð er þjóð- inni meðfædd, þjóðlögin, sem hafa verið henni eilíf uppörfun, gefa okk- ur innsýh í liug fólksins, þau eru okkur eins konar lykill að skapgerð þess og liughneigð. Þessi mynd veitir mikla og skemti- lega kenslu; hún mun vekja alla, er hana sjá, til meðvitundar um Tjekkn- esku þjóðina, sem enn er til og enn starfar og bíður þess eins, að dagur kúgunarinnar taki skjótt enda, svo hún geti aftur unnið frjáls í sinu eigin landi. Allt með islenskum skrpnm1 »fi|

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.