Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 kom þjótandi fram úr runnunum. — Hjálp! æpti hinn vantrúaSi Tómas. ÞaS hefði veriS úti um hann, ef Snati hefSi ekki tekiS undir sig stökk og ráSist á tígrisdýriS... . Því aS þaS tók villidýriS nokkrar minútur aS ganga milli bols og höfuSs á hundinum, og þegar þær mínútur voru liSnar sat hinn vantrúaSi Tóm- as á efstu greininni á stærsta epla- trjenu í garSinum. TígrisdýriS gekk aS trjenu og mændi upp. Hinn vantrúaSi Tómas skalf svo mikiS aS trjeS' hristist, og þaS var mesta mildi, aS hann skyldi ekki detta niSur eins og fullþroskaS epli. ÞaS var hundur í tígrisdýrinu. ÞaS hataSi mennina og þaS kanske ekki aS ástæSulausu. Þrisvar — fjórum sinnum fór þaS kringum trjeS og liorfSi upp i sífellu. Einu sinni hopp- aSi það upp, en náði ekki til hins vantrúaða Tómasar. Svo hætti það við að hugsa um hann og ráfaSi út úr garSinum. Hinn vantrúaSi Tómas sat uppi í trjenu þangaS til fór aS birta af degi. Þegar konan hans kom út sá hún hann sitjandi þarna upp í trjenu eins og þiður. — Hvað ertu að gera þarna, mað- ur. Ertu orðinn band-sjóðandi vit- laus? öskraði hún. — Þei, þei, — það er kanske hjerna nálægt, hvíslaði hann. — Hvaða, það? — TígrisdýriS, auðvitað .... Frá sirkusinum! ÞaS er búið að sálga honum Snata og munaði minstu að það næði i mig. Nú fyrst kom konan auga á Snata, sem lá steindauður undir trjenu. Hún æpti svo að glumdi i öllu, kipti pils- unum upp á hnje og hljóp inn í bæ. Hinn vantrúaði Tómas brölti ofan úr trjenu og elti hana. Þegar tígrisdýrið kom út úr garð- inum stóð þaS kyrt um stund og lmusaði í allar áttir. Það fann sem sje mannalykt þar. Alstaðar var þessi viðbjóðslegi mannaþefur. Svo tók þaS undir sig stökk og hljóp út götuna. Kusma hafði verið hjá Prolior gamla um kvöldið. Þeir höfðu helt í sig nokkrum flöskum af vodka, og þegar Kusma var á heimleiðinni datt hann ofan i skurð og sofnaði þar. Hann vaknaði aldrei framar, því að tígrisdýrið fann hann þarna .... T7INI lögregluþjónninn í bænum, ■L< Tit Ivanovitsj hinn gildi, hitti lika tigrisdýrið. ViS þessa samfundi sýndi Tit, að hann var hinn fullgild- asti íþróttamaður. Hann var að koma fyrir horn þeg- ar hann sá tígrisdýrið lioppa upp úr skurðinum, þar sem Kusma lá. Tit Ivanovitsj stóð og horfði á villidýrið eitt augnablik og það kom hlaupandi á móti honum. En í sama vetfangi var hann kominn upp í topp á næsta luktarstólpa. Og nú heyrðist þrum- andi bassarödd: — Hjálp! H-j-á-l-p-! Hálfur bærinn vaknaði við öskrið. Popoff kaupmaður átti heima i hús- inu á horninu, fast við ljóskerið. ÞaS var frú Popoff, sem vakti manninn sinn. — HeyrSu væni — það er ein- hver að biðja um hjálp, sagði hún. Popoff hlustaði. Jú, víst er einhver að hrópa um hjálp, rjett fyrir utan liúsið. — Það er Tit Ivanovitsj! kallaði hann. Hann hljóp út að glugganum og opnaði hann. Hann bjó á efri hæð- inni en verslunin var á þeirri neðri. Fyrst kom hann auga á Tit Ivanovitsj þar sem hann sat efst á stólpanum, og varð svo mikið um þetta, að hann signdi sig af undrun. En rjett á eft- ir sá hann tígrisdýriS niðri á götunni, sem glápti illyrmislega á valdsmann- inn. — Heldurðu að þú getir sitið þarna lengi? kallaði Popoff. Tit Ivanovitsj sneri sjer og leit til hans. — Skjóttu kvikindiS, í guðs bæn- um! sagði hann biðjandi. — MeS hverju ætti jeg að skjóta? spurði kaupmaðurinn forviða. — Þú veist að jeg á enga byssu. En þú hefir skammbyssu. Skjóttu sjálfur! — Jeg verð að halda mjer með báð- um höndum, kveinaSi Tit Ivanovitsj. Og auk þess er skammbyssan min ekki hiaðin. Og nú hljómuðu neyðaróp hans á ný um allan bæinn. Fólk stakk hausnum út um glugg- ann, hjer og hvar. Þeir sem áttu heima á neðri hæð flýttu sjer að loka gluggunum aftur, en fólkið á efri hæðunum lilustaSi og góndi. JTENNARINN vaknaði síðastur allra V manna, hann svaf altaf svo fast og enginn var til aS vekja hann, þvi að hann var piparsveinn. Hann átti heima svo sem hundrað skref frá Ijós- kerinu, sem Tit Ivanovitsj hafðist við i. Fyrst hljóp hann út að glugganum og horfði á Tit og tígrisdýrið. Síðan inn í svefnherbergið sitt aftur og þreif byssuna, sem lijckk á þilinu yfir rúminu hans. Fór að leita í skúffunum. EinhversstaSar átti hann nokkur skothylki meS kúlum. Þvi að kennarinn var veiðimaðUr af lífi og sál og æðsta ósk hans var sú, að fá einhverntíma tækifæri til að skjóta bjarndýr. Þarna var tækifæri til að skjóta bráðlifandi tigrisdýr. Hann cpnaði gluggann og miðaði á tígris- dýrið. Tit Ivanovitsj sá, að byssu hafði verið miðaS á ófreskjuna undir Ijós- kerastólpanum. — Skjóttu skrýmslið! hrópaði hann. — En hittu mig ekki! Það fauk i kennarann. Hann taldi sig góða skyttu, en vissi, aS bæjar- búar voru ekki á sömu skoðun. — Nú skaltu sjálfur sjá, kallaði hann byrstur og miðaði aftur. Tígr- isdýrið leit við. í sama bili reið skotið af. Tígrisdýrið hoppaði upp og kom niður aftur — steindautt. Nú skartar feldurinn af þvi í stof- unni hjá kennaranum. Ivanov Brambini forstjóri, bugaður og lamaður maðurinn, heimtaði feld- inn, af því að tígrisdýrið hafði verið hans eign, en það var ekki tekið í mál. — ÞaS er nóg, að tígrisdýrið yðar liefir drepið tvo menn og fyrirmynd- ar hund. Líklega hefði það drepið okkur alla, sagði borgarstjórinn, — ef bjargvættur okkar, kennarinn, hefði ekki skotið það. AuÖvitað á hann að fá feldinn í skyttulcaup. — Þjer getið fengið ketið. Ljónið fanst hjá Önnu vitlausu og var tekið frá henni, þó að hún vildi nauðug sleppa þvi. LeoparSinn sást aldrei framar. Hver veit nema hann lifi einhversstaðar í rússnesku skóg- unum enn í dag — —? Hjartað hægra megin. Þýski prófessorinn Janker hjelt ný- lega fyrirlestur um baráttuna gegn berklaveikinni og hve ómissandi röntgentækin væru til þess að kom- ast fyrir hvort menn væru með berkla eða ekki. Skýrði hann frá sjerstakri aðferð, sem hann hefir haft við röntgenljósmyndanir í undanfarin fjórtán ár og þykir hafa gefist vel. Ennfremur gat hann um ýms ein- kenni mannlegs líkama, sem komiS hefðu í ljós við þessar ljósmyndanir. Til dæmis hefir það komið á daginn, að í Mecklemburg eru um hundraS manns, sem hafa hjartaS hægra megin. THEODÓR ÁRNASON: 8 Merkir tónsnillingar lífs og liðnir. GinseppelVerdi (1813—1901). Þáttur ítala í sögu tónlistarinnar er mikill og á margan hátt merki- legur. í kirkjumúsíkinni áttu þeir hinum merkustu meisturum á að skipa, eins og Palestrina. Og segja má, að óperan eða söngleikirnir hafi upphaflega orðið til og mótast á Ítalíu. Og um langan aldur lagði Ítalía öllum söngleikhúsum Norður- álfu til söngvara og söngkonur. ÞaS var þessvegna eðlilegt, að talað væri um sjerstakan italskan stil, einkum á þessu sviði. Og tónskáld- unum hætti mjög viS þvi og urðu jafnvel „forfallnir“ i þá átt, að byggja á leikni söngvaranna og „brjódjer- ingum“. Var þá einkrnn dekraö viS „aríurnar“ og „hin ljúfu lög“ svo, að úr hófi keyrði og rýrði heildargildi leikjanna. ÞaS var „elskaS og for- smáð, dansaö og drepiS í moSvolgum þrihljóma-graut. En þaS, hvernig á- heyrendur gátu orðið hrifnir af þess- um „aríum“, sem oft voru harla lítil- fjörlegar og sviplausar, skilur maður þvi aðeins, aS haft sje í huga, hve dásamlegar voru raddirnar og mikl- ir snillingar söngvararnir, sem báru þennan hjegóma uppi....“ (Edv. Hanslick). í þessum, — hinum svonefnda „ítalska stíl“ náði Rossini (1792— 1868) hámarkinu. ÞaS er óhætt að fullyrSa, að ekkert tónskáld hafi nokkurntíma átt jafnmiklum vinsæld- um að fagna í lifanda lífi, og hann. „Norðurálfa bergmálaði þvert og endilangt af fögnuði yfir söngleikjum hans“. — Og merkur tónlistamaður einn, samtíðarmaður Rossinis, skrif- ar: „Jeg gleymdi í svip öllu, sem jeg hafði áður vitaS, dáSst aS, leikið og sungið, — mjer fanst jeg aldrei hafa heyrt músík fyrri....“ En síðari tíma snillinar eins og t. d. Wagner, ljetu sjer fátt um finnast. Ýmsir urðu til þess, að reyna að stæla Rossini, og eru þeirra merk- astir Donizetti (1798—1848) og Bellini (1801—1835). En fátt eitt af verkum þessara tónskálda hefir „lífi haldiS“ fram á vora daga. Giuseppe Verdi, sem hiklaust má telja merkastan ítalskra tónskálda, byrjar líka i þessum stil, og eru í fyrstu söngleikjum hans mjög farnar þær slóðir, sem Rossini hafði troð- iS, og svo þeir Donizetti og Bellini. En þess gætti þó brátt, að Verdi hafði ýmsa yfirburði yfir þessa fyr- irrennara sína, svo að hans söng- leikir urðu litskrúðugri en þeirra verk og áhrifameiri. Og segja má, að hann hafi alla æfi verið að vaxa og þroskast. Og í stað þess, að á hinum síðustu verkum hans, eins og t. d. „Otello“ (1887) og „Falstaff* (18921 sjáist ellimörk, — en Jaá var hann kominn hátt á áttræðis aldur — bera þau það með sjer, að þá hafi hann einmitt búið yfir hvað mestum þrótti og andlegu atgjörfi. Sennilega hafa engir söngleikir verið „þvældir“ jafnmikið og á öllum óperuleiksviðum og sumir söngleikir Verdis, eins og t. d. „Rigoletto" (frá 1851), „II Trovatore“ (1853) og „La Traviata“ (1853). Allir eru þessir söngleikir í ósviknum „Rossini-stil“. en þeir hafa staSist allar raunir, og standa enn i dag á viðfangsefnaskrá flestra söngleikhúsa. MeS þessum þrem söngleikjum vann Verdi heims- frægð. Fjórða verkið, sem mjög er dáð og oft er farið með, er „Aida“, sem fyrst kom fram i Kairo á Egyptalandi 1871 og síðar fór sigur- för mn öll lönd. En þaS er með alt öðru yfirbragði, en hin fyrri verk tónskáldsins, enda samið, þegar tón- skáldið var komið á annað og æðra þroskastig. G. Verdi fæddist í smábæ á ítaliu, Roncole, hinn 9. október 1813. For- eldrar hans voru fátæk og umkomu- lítil og var faðir hans gestgjafi. 1 öðrum smábæ, Busseto, ekki all-langt frá Roncole, var vínkaupmaður, Ant- onio Barezzi að nafni, sem gestgjaf- inn keypti af vínföngin, sem hann verslaöi með. Fór vel á með þeim, og fjekk sonur gjestgjafans aS ganga í skóla í Busseto, þar sem hann lærði aS lesa, skrifa og reikna, og var þá til húsa hjá vínkaupmanninum, og ílengdist þar síðan. — En fólkið i Busseto virðist hafa lagt mikla stund á tónlist, því að enginn maður er svo nefndur þaðan, að ekki hafi hann verið annaðhvort söngvari eða fiðlari — eða jafnvel tónskáld. Barezzi þessi var sjálfur flautuspilari, en kunni annars eitthvað á flest bíásturshljóð- færi, og heima hjá honum var sam- komustaður „hins fílharmóniska fje- lags“ bæjarins, og Barezzi forseti þess virðulega fjelagsskapar. Þetta var hið ákjósanlegasta um- hverfi fyrir Verdi, því að hann hafði kornungur byrjað að stauta sig fram úr stafrófi tónlistarinnar, tilsagnarlit- ið. Heima hjá honum hafði verið til slaghörpugarmur, og við hann hafði Verdi unað seint og snemma. Og um það leyti, sem hann var hjá Bar- ezzi, (en þangað kom hann 10 ára gamall), var hann kjörinn kirkju- organisti í fæðingarbæ sínum, og þangað varð hann að skokka, fót- gangandi, frá Busseto, eldsnemma á hverjum sunnudags- og helgidags- morgni, til þess að gegna því em- bætti. En í þessum fjelagsskap, í Busseto, var tekiS eftir því, að hann myndi vera óvenjulegum gáfum og hæfi- leikum gæddur, til tónlistarnáms. — Ágætur organisti var þar i bænum, Ferdinando Provesi, sem fyrstur varð til þess að leiðbeina Verdi og koma lionum á rekspöl. MikiS lán varð það fyrir drenginn, að kynnast slíkum manni, því að Provesi var ágætlega vel að sjer í öllu, sem að tónlist laut og vel mentaður að öðru leyti. Þegar Verdi hafði notið tilsagnar hans um hríð, varð Barezzi, vínkaup- maðurinn, til þess að hlaupa undir bagga og styrkja hann til framhalds- náms. Fór Verdi þá til Milano og sótti um upptöku á sönglistarskólann þar, en var synjað um vist í þeirri virðu- Framh. ú bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.