Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Side 11

Fálkinn - 29.09.1939, Side 11
F Á L K I N N 11 Vestí ðr óbleikjnðu bómullargarni. Efni: 1—2 hnotur óbleikjað bómullar- garn nr. 8, dálítið af rauðu eða bláu í randir og 2 prjónar nr. 3%. Mál: Brjóstvídd 88 cm. Boðangslengd 54 cm. Baklengd 46 cm. Vestið er prjónað með tvöföldu perluprjóni, þannig: 1. prj. 1 rjett, 1 brugðin. 2. prj. Prjónið rjeltar lykkjur úr rjeltu lykkjunum og brugðnar úr þeim brugðnu. 3. prj. Prjónið brugðnar lykkjur úr rjettu lykkjunum og rótt- ar úr þeim brugðnu. 4. prj. eins og 2. prj. Þessir 4 prjónar mynda munstrið. Sýnishorn: Fitjið 20 1. upp á prjóna nr. 3% og prjónið 5 cm. með tvöföldu perlu- prjóni. Verði þetta sýnishorn 8 cm. á breidd er prjónað mátulega fast. Verði það minna verður að nota prjóna, sem eru liálfu númeri gild- ari. Rjett er að láta sýnishornið liggja á borði meðan mælt er, svo ekki teygist á því. PRJÓNAAÐFERÐIN: Hægri boðangur: Byrjað er neðst á horninu og fitj- aðar upp 3 1. og prjónað tvöfalt perluprjón. Á fyrstu 16 prjónunum er aukið í rjetthverfu megin 1 1. hægra megin og 6 1. vinstra megin, þangað til komnar eru 59 1. á prjón- inn. Á næstu 18 prjónum er haldið áfram að auka í en aðeins hægra megin. Þegar lykkjurnar eru orðnar 68 er fyrsta hnappagatið myndað hægra megin, þannig: Prjónið 5 1. fellið 5 1. af, ljúkið við prjóninn, fitjið svo þessar 5 I. upp á næsta prjóni. Hnappagötin eru svo gerð með 5% cm. millibili. Vinstra megin er nú aukið í 1 1. á 3ja cm. millibili, þar til 74 l.eru á prjóninum.Er vinstri hlið er orðin 25 cm. á iengd er byrj- að að mynda handveginn: Byrjið næstu fjóra prjóná röngumegin með því að fella af eftir röð 5—4—3 og 2 1. og næstu 6 prjóna er byrjað með því að fella 1 1. af. Þannig eru feidar af 20 1. og eftir verða 54 1. Þá er liálsmálið myndað með þvi að 1 1. er tekin úr í upphafi hvers prjóns rjettu megin, þar til 24 ]. eru eftir. Þegar handvegurinn er orðinn 19 cm. er felt af í fernu lagi svo skái myndist á öxlinni. Vinstri boðangur, er prjónaður alveg eins, utan þeim inismun, sem æfinlea er á hægri og vinstri og án hnappagata. Bakið: Fitjað 74 1. upp og prjónið með Ivöfalda perluprjóninh. Aukið 1 1. i beggja megin með tveggja cm. milli- bili, þangað til komnar eru 98 1. Þegar bakið er orðið 25 cm. á lengd, er byrjað að mynda handvegina. Byrjið næstu fjóra prjóna með því að fella 3 1. af, því næst eru feldar af 2 1. i hvorri hlið og að endingu er feld af 1 1. á næstu 8 prjónum. Þannig eru feldar af 12 1. hvoru megin og verða þá eftir 74 1. Prjón- ið þangað til handvegurinn er 19 cm. og fellið þá af 26 1. í miðjunni, cn þessar 24 1., sem eftir verða hvoru megin, eru feldar af í fernu lagi svo skái myndist. Ermar: Fitjið 56 1. upp. Aukið 1 1. i hvoru megin með tveggja cm. millibili, uns komnar eru 66 1. Þegar búið er að prjóna 10 cm. byrja úrtökurnar. Takið 1 1. úr hvoru megin á fjórða hverjum prjóni. Þegar 50 ]. eru eftir eru feldar 2 1. af hvoru megin á fjórða hverjum prjóni. Þegar 20 1. eru eftir eru þær feldar af i einu lagi. Hornið á hægra boðangi: Takið ca. 40 1. upp í hálsmálinu og prjónið 4 cm. án þess að taka úr. Takið svo 1 1. úr beggja megin á öðrum hvorum prjóni, þangað til engin lykkja er eftir. Hornið vinstra megin er prjónað alveg eins. Samsetningin: Leggið alla partana inn i rakan pappír, takið þá siðan og leggið til þerris. Saumið vestið saman og strjúkið yfir saumana með volgu járni. Randirnar: Úr mislita garninu er hekluð snúra, sem er fest á boðangana eins og myndin sýnir. Einnig er prjónað- ur renningur úr mislita garninu, sem er notaður til þess að yfirdekkja hnappana með. IÍEISARINN í ANNAM. Þrátt fyrir viðsjárnar i Austur- Asíu hefir keisarinn í Annam farið í skemtiferð til Evrópu og mun hugsa sem svo, að það geri minst til hvoru megin hryggjar hann liggi, þótt eitthvað gerist. Hann heitir Bao Dai og frúin Nam Pong og eru þau stödd í Cannes, þegar myndin var tekin af þeim og króunum. AMY JOHNSON FARÞEGAFLUGKONA. Amy Johnson, sem heimsfræg varð fyrir nokkrum árum fyrir þol- flug sín, hefir nú ráðið sig til þess að stjórna farþegaflugvjel, sem geng- ur milli Portsmouth og eyjunnar Wight, og nýtur mikilla vinsælda i þvi starfi. Hjer sjest hún í flug- vjelinni. Vínið varð að ediki. Enskir kafarar liafa undanfarið verið að bisa við að bjarga ýmsu úr herskipi, sem sökk fyrir 131 ári. í skipinu fundu þeir m. a. margar flöskur af vini og hugsuðu sjer nú gott til glóðarinnar að gæða sjer á þessum lundi þegar þeir kæmu upp aftur, þvi að þeir höfðu heyrt, að vínið yrði þvi betra, því eldra sem það væri. Þegar þeir komu upp, náðu þeir sjer þegar i tappatogara og fóru að smakka. Supu þeir væna gúlsopa, en urðu súrir á svipinn í orðsins fylstu merkingu. Vinið var nefnilega orðið að gallsúru ediki.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.