Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1939, Side 3

Fálkinn - 27.10.1939, Side 3
F Á L K I N N 3 EINAR BENEDIKTSSON þjóðskáld 75 ára. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Anglijsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprenf. SkraddaraþaHkar. Það er ekki fyr en á þessari öld, sem íslcndingar hafa uppgötvað, að lil þess að fá uppskeru af landinu þarf að rækta það. Þeir bygðu landið i þúsund ár, rúðu slægjurnar á hverju sumri og beittu haga, af- rjetti og skóga á hverju ári, en gáfu ekkert í staðinn. Nú hafa lieir upp- götvað að landkostir rýrna, slægj- urnar ganga úr sjer og uppblástur fer í vöxt. Það á nefnilega lika við um gróið land, að jiar eyðist það, sem af ér tekið. Ein merkasta stefnubreyting, sem orðið liefir hjer á landi síðan það bygðist er sú, að menn eru farnir að rækta landið. Það sem aðrar þjóðir hafa orðið að gera öldum saman vanræktu fslendingar í ])ús- und ár. Þvi fór líka sem fór. Mót- slöðuafl þjóðarinnar var svo litið, ef eitthvað bar út af, að fjenaðurinn hrundi niður, fólkið sálgaðist úr sulti og vanhirðu eða komst á ver- gang. Það þurfti ekki mikið út af að bera, ekki annað ep hart vor eða hafísár, sem nú gæti gengið yfir þjóðina, án þess að liún yrði fyrir nokkru skakkafalli af þvi. Fyrst nú, eftir að þjóðin hefir fengið að sjá hvað ræktun er, veit hún hvers virði iand hennar er. Hún veit, að það er engu óhagfeld- ara lii grasframleiðslu og búfjár- ræktar en nágrannalöndin, en stend- ur þeim mun betur að vígi, sem landrýmið er margfalt meira, mið- að við liöfðatölu, og um leið ódýr- ara. íslenski bóndinn þarf ekki að borga tugi þúsunda af krónum til þess að eignast ofurlitla bújörð, eins og danski bóndinn þarf. Ilann þarf ekki að gefa grannanum olnboga- skot, þegar hann snýr sjer við. Hann ei konungur í dálitlu ríki og á meiri víðáttu af ónumdu landi en honum og afkomendúm hans i fjórða lið endist Iíf og orka til að rækta. Það er þetta, sem gerir ísland svo lokkandi — framtiðin hefir svo mikið að bjóða. Hjer er allstaðar fult af viðfangsefnum til að glíma við nýjar teiðir og verkefni tii athafna. Enginn bóndi á íslandi þarf að halda að sjer höndum vegna þess að „hjer er ekki hægt að gera meira“. Það var svo í gamla daga, að þegar bóndinn hafði aukið bú- stofn sinn eins og jörðin gat borið með gamla laginu •— þá þóttist hann geta sagt, að nú væri markinu náð. En nú hefir það færst undan — óraveg út í framtiðina. Einar Benediktsson, skáldið og og hugvitsmaðurinn, verður 75 ára þann 31. þ. m. Ýmsir eru kallaðir skáld, ýmsir vitringar, ýmsir flón, en skáldvitringingur hefir oft runnið saman í eitt, þegar minst var á Ein- ar Benediktsson. Því verður aldrei mótmælt, jafn- vel með þeim rökum, sem stjórn- málamenn nota, að Einar Benedikts- son sje langfremsta skáld sinnar aldar. Sá, sem þetta ritar telur rjett að segja það sem fulla meiningu sína, að enginn hafi verið jafn djúpristur á mál hrynjandans síðan Egil Skallagrimsson leið. En það mun vera öldunum níu, sem eru á milli þeirra — að kenna eða þakka, að enginn gat komið slík- ur, fyrir en hann vissi um að fram- tíð íslands fór að’ hægja. „Þú fólk, með eymd i „arfal“ er byrjunin á einum af fyrstu kvæðuin hans. Þó hafði hann áður ort ljóðakver og skrifað, síðan komu „Hafblik," þá „Hrannir“ og „Vogar“. Þessi ljóð- mæli fluttu öllum skiljendum ís- lenskrar tungu svo mikla fjársjóði, að ekki aðeins þeir, heldur börn þeirra og barnabörn lifa á því lengi. Hið eina þjóðskáld íslands býr nú austur i Herdísarvik, sem er sjálfseignarjörð hans. Hann hefir mist minnið að mestu leyti, og unir nú við, að horfa út á sjóinn. Þegar brimar, þá finst honum færast líf í blóð, og þá mælir hann af munni fram til þeirra, sem eru á hafinu. En þegar logn er, þá gengur hann inn í húsið sitt í Herdísarvík og lcgst fyrir. — En mjer kæmi ekki á óvart, þó að orðin, sem hann segir, væri þessi: „Minn hugur spannar himingegminn, mitt hjarta telur stjörnusveiminn, sem dylur sig í heiðlofts hgl. Mjer finst jeg elska allan heiminn — og enginn dauði vera til.“ Jeg held, að þessi vísa sje inn- tak allra þeirra mörgu hugsana, sem í huga þjóðskáldsins hafa hrærst. En ern þessi fáu vísuorð ekki eitthvað á þfi leið, sem skáldið hefir lýst sjer — í ljóðinu. Andvari. Goðmundur á Sandi jeg kann betur við það nafn en Guðmundur Friðjónsson. En hvort nafnið manni er tamara gerir eng- an niun. Guðmundur á Sandi er Guðmundur Friðjónsson, og ljóð hans og sögur hafa áratugi verið vinir margra heimila og einstakl- inga. Og þar hafa margir fundið hljómbotn huga sins. Guðmundur á Sandi er engum íslenskum mönnum líkur, nema ef vera skyldi frænda sínum Stephan G. Stephanssyni. Líklega hafa þeir HVGR ER HABDRINN Nr. 4. Maðurinn er: að mörgu leyti haft likt skáldaupp- eldi, þó sinn væri í hvorri heims- álfunni. Þeir ortu kvæði sín, dútluðu við instu rætur hugsana og viðburða, en annar kvað um islenskt líf í ná- lægð — hinn í ljarlægð. „Þó jeg hefði átján augu/ á þig skildi jeg horfa, meyja!/ er mjer sagt, að Guðmundur hafi einu sinni lesið upp ungur, úr kvæði. Jeg hefi ekki haft tækifæri til að sjá, livort rjett hermd eru orðin. En hitt veil jeg, að á islenskt þjóðlíf og skap- lyndi hefir Guðmundur liorft aug- um, sem nægja mundu níu manns, því að þrátt fyrir öll afbrigði nátt- úrunnar kemur það sjaldan fyrir, að fleiri augu en tvö sjeu í manns- hausnum. En augu Guðmundar hafa átl þá eigind, að sjá niu sinnum dýpra en venjuleg augu, — ekki að- eins ofan í vitund mannánna, sem hann kyntist, lieldur einnig inn í landið og einkenni þess — og svo stefnur þær, sem ekki eru einstakl- ingseign, lieldur flokkanna og þyrp- inganna. Jeg ætla ekki að þakka Guðmundi vel unnið verk á þessum stað og ekki lieldur að mihnast hans sem manns, sem nú sje að liætta æfi- starfinu. Jeg hefi ekki sjeð hann og því síður talað við hann, i mörg ár, en jeg hefi sjeð til hans það, sem jeg veit að er ávöxtur síðari ára. Og síst finst á því nokkur bil- bugur, þó skemtilegra finnist mjer að lesa ljóð frá miðöld skáldsins, ■— þó hann hafi jafnan vaxið um leið og ártalið og stefnur þær í Ijóðræn- um efnum og vali, sem fylgdu ár- talinu. Jeg er ekki frá því, að Guðmund- ur njóti þeirrar vinsælda, sem hann nýtur nú, einmitt fyrir þetta. — Kyngikraftur málsins hlýtur að hafa verið gefinn honum i vöggugjöf. Skilningur þjóðhátta var hans upp- eldi. Skilgreiningin og lýsingin var hans eðli, og það var íslenskt. Allir, Framh. á bls. t'i.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.