Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.10.1939, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 gKRIFSTOFUSTJÓRINN var lítill og alúðlegur kubbur — og and- litið var i svo djúpum fellingum, að l>að var erfitt að hugsa sjer hann öðruvísi en áhyggjufullan — andlit, sem var eins og skapað til þess, að fiytja öðrum sorgartíðindi. „Þetta er leiðinlegt mál, Winther," Ijyrjaði hann. „Þjer eruð giftur, er ekki svo?“ „Jú.“ „Eigið þjer börn'?“ Nei, þau höfðu ekki eignast börn ennþá. „Ög hafið eftir atvikum altaf unn- ið vel fyrir ykkur. Við erum ekki óánægðir með yður.“ Nú fór Eric Winther að verða ó- rótt svo um munaði. , „En mergurinn málsins er sá, að fjelag okkar hefir verið sameinað við önnur stærri fjelög, og af því leiðir meðal annars, að umdæmið yðar gengur yfir á aðrar hendur •— svo — svo að því miður verð jeg að tilkynna yður, að starfi yðar hjerna hjá okkur verður að vera lokiö.“ „Lokið?“ Eric Wintlier vissi hvorki upp nje niður. Andlitið á skrifstofustjóranum hvarf í móðu og hann sá andlitið á Annie fyrir sjer en svo hvarf það aftur og varð að löngum götum og húsaröðum. . „Jeg hefi gert boð eftir yður hing- að til þess að segja yður upp, hr. Winther." Eric rankaði við sjer þeg- ar liann heyrði röddina á ný. „Þjer getið tekið laun fyrir einn nlánuð hjá gjaldkeranum, en starf yðar verður fengið öðrum frá deginum á morgun. Og vitanlega megið þjer gera yður von um bestu meðmæli frá okkur.“ Eric fór smátt og smátt að skilj- ast, bvaða afleiðingar þetta hefði fyrir hann. Þegar hann var kominn langt niður i Friedrichsstrasse •— niður fyrir hábrautina — og skilað af sjer plöggum sínuin, tekið saman dót sitt og fengið kaupið, varð honum Ijóst, að hann átti hvergi neitt er- indi. Hann var atvinnuleysingi. Hann hafði ekkert markmið. Og nú var eins og allir fastir punktar í tilveru hans hyrfu út í buskann. Hann gleymdi alveg morg- ungöngunum í Tiergarten. — Nú var það heimilið — og Annie. Já, Annie! Hann gekk og gekk og hugur lians hvarflaði viða. Hann komst alla leið út í Invalidenstrasse, sneri til hægri og kom í nýjan bæjarhluta, sem hann kannaðist alls ekki við. En hann hjelt áfram göngunni, framhjá ótal þvergötum, þangað til hann loksins settist á bekk i litlum garði. Þegar hjer var komið sögunni var hann kominn að þeirri niðurstöðu, að hann mætti eklci láta Annie vita neitt um þetta. Hann ætlaði að verða samferða henni inn i borgina á morgnana eins og áður, nota daginn til þess að leita sjer atvinnu, og fyrst eftir að hann hcfði fengið nýja atvinnu ætlaði hann að segja henni frá þessum atburði. Það var of sorg- legt til að segja benni það núna, ein- mitt i mestu gleðinni yfir nýju íbúð- inni. Þetta varð eins og nokkurskonar tvífaratilvera hjá Eric Winther. Það var ekki fjarri því, að hann væri enn glaðari og alúðlegri við konuna sina núna en áður — hafði máske blóm með sjer heim oftar en áður, sem votl um, að eitlhvað liefði htaupið á snærið lijá honum yfir daginn. Og ekki sagði hann nei, þeg- ar hún ympraði á |)ví, hvort þau ættu ekki að fara i kvikmyndahús eða teikhús. Hana mátti ekAT gruna neitt. En stundum reyndist honum full- erfitt að halda skapinu í lagi, og einn morguninn, er þau urðu samferða gegnum Tiergarten spurði hún: „Hefirðu orðið fyrir einhverju mótlæti, Eric? Mjer finst þú vera svo þegjandalegur." „Mótlæti?“ át ann eftir og vakn- aði af heilabrotum sínum. Nei, þvert á móti. Jeg er bara að Iiugsa um áform og ráðagerðir, sem jeg þarf að koma í framkvæmd — það er viðvíkjandi tryggingu. Annie...,“ Og svo skildu þau eins og vant var, og Eric livarf að „ráðagerðum" sínum. Honum varð fljótlega ljóst, að það var erfitl að fá dagana til að líða. Hann spurðist fyrir um öll þau störf, sem hann sá auglýst, en það varð alt árangurslaust. Jafnvel þó að hann færi til 4—5 vátryggingarfje- laga á dag til þess að spyrja um at- vinnu, var tíminn sem afgangs var lengi að líða. Hann hafði undir eins einsett sjer, að vera sem minst á ferð i gamla umdæminu sínu — það gerði ekki annað en bryggja hann — en samt stýrði einhver ósynilegur máttur göngu lians þangað á hverjum degi. Og svo reikaði hann um og Ijet sig dreyma um góða og gamla daga. Hann góndi á búðarskiltin, sem hann kannaðist svo vel við — þau geymdu fjölda af leyndarmálum, sem hann vissi um. Til dæmis gamli Mey- er þarna á horninu, einn af elstu og tryggustu skiftavinum hans. Mey- er seldi járnvörur og lagði m. a. hernum ýmislegt til. Vel stæður maður. Stórar gular auglýsingar yfir glugg umun, skýrðu frá, livað hægt væri að fá í versluninni. En það voru ekki vörurnar heldur allur barnahópur- Meyers, sem Winther var að hugsa um. Börnin voru alls níu, stelpur og strákar, og þau voru nú komin á giftingaraldur. Winther hafði trygt fimm af þeim. Nú vissi hann, að Lucie átli að tryggjast næst. Hún ætlaði að giftast eftir viku. Rikum manni frá Frankfurt. Hún átti að lá einkabústað, bifreið og sumarbú- stað suður í Alpafjöllum. Lucie var líka Ijómandi falleg — hún hafði um tíma verið gjaldkeri í verslun föður síns, en hafði svo verið send á hús- stjórnarskóla einhversstaðar rjett hjá Hamborg. Jú, hann hefði getað gert stóra verslun við Meyer — liftrygg- ingu, slysatryggingu. . . . en nú var það bara ekki hann, sem gerði þessa verslun. Jeg er viss um, að hann saknar mín, hann Meyer gamli, og furðar á að jeg skuli ekki koma. Venjulega fjekk Winther sjer há- degisverð í lítilli öjstofu, og stund- um leyfði hann sjer að fá sjer kaffi bolla síðar um daginn — til þess að drepa tímann. Og þá lenti honum í samtali við hina gestina.... um daginn og veginn, og þegar Wintber gat snúið samtalinu að tryggingum, þá gerði hann það. Þá gleymdi hann raunveruleikan- um um stund, og fanst liann vera að tala við mann, sem hann ætlaði að tryggja. Oftast tókst honum að sann- færa þann, sem hann talaði við um ágæti trygginganna. En kaldur veruleikinn kom jafnan fram á því augnabliki, sem hann var beðinn að líta heim eitthvert kvöldið, til þess að tala betur um málið. Þá fann Winther vanmátt sinn og kinkaði kolli og læddist á burt. En i aðra röndina ])ólti honum vænl um þetta — hann kunni þó ennþá að sannfæra fólk. Þessu hafði farið fram í tvo mán- uði. Það voru aðeins tæp hundrað mörk eftir í sparisjóðsbókinni, og vonleysið hafði rist djúpar rákir í andlitið á Eric, Winther. Nú hafði hann talað við öll vá- tryggingafjelög, sem komið gátu til mála. Iíonm var nauðugur einn kostur - hann varð að segja Annie upp alla söguna. Og fyrst og fremst varð hann að segja upp nýju íbúðinni. QVO bar það við einn dag síðdeg- is, þegar Winther var á heimleið um Jagerstrasse, að gamall maður, sem gekk rjett á undan honum, varð fyrir óhappi. Hann rann, og datt á gangstjettina, áður en Winth- er gæti gripið i hann. „Jeg held að þetta sje ekki neitt alvarlegt,“ sagði gamli maðurinn þegar Wintlier hafði hjálpað honum á fætur. En það kom samt á daginn, að hann gat eltki stigið i annan fótinn, svo að Wintlier varð að styðja hann upp að húsveggnum, og þar stóð maðurinn meðan Winther náði í bifreið. „Jeg þakka yður kærlega fyrir hjálpina,“ sagði maðurinn þegar Winther hafði lijálpað lionum upp í vagninn; en Winther vildi ekki lieyra nefnt að skilja við hann undir eins — hann vildi fylgja honuni heim, og svo nefndi maðurinn heimilis- fang sitt — í aðalhverfinu í vestur- urborginni. Gamli maðurinn átti bágt með að þola hristinginn á vagninum og Winther reyndi að styðja hann og draga úr hristingnum. Þegar þeir höfðu ekið um stund kom alt í einu uþp úr Winther: „Þjer munuð vera trygður - jeg meina slysatrygður?“ Gamli maðurinn brosti og leit gegnum gleraugun. „Nei, það er jeg í rauninni ekki. En maður ælti að vera það.“ „Ætti“ át Winther eftir og í á- kafa sínum gleymdi hann alveg, að hann var ekki starfsmaður lijá „Ur- ania“. „Það er alveg óafsakanlegt. Jafnvel þó að þjer missið kanski ekki ekki neins í, þó að þjer getið ckki farið til vinnu yðar í dag eða næstu daga, þá gæti farið svo síðar að. . . . Maður á aldrei að vanrækja að tryggja sig. . . . og það kostar ekki nema smáræði. . . . “ „Heyrið þjer, maður minn, eruð þjer vátryggjandi?" Winter fanst eins og í orðunum fælist: „Hallu þjer við veruleikann, maður minn.“ Það slumaði í honum, en hann hjelt þó áfram: „Jeg hefi starfað að vátryggingum nú er jeg, sannast að segja, at- vinnulaus.“ Og nú langaði hann svo ósegjanlega til að trúa öðrum fyrir vandkvæðum sínum — liann varð að fá loft, eftir þennan þagnartima. Winther byrjaði með byrjuninni cg svo kom alt hitt — nýja ibúðin, gamla starfið, skrifstofustjórinn, at- vinnuleitin og svo Annie — Annie, sem ekkert vissi, en sem varð að fá að vita um þetta eftir nokkra daga. Winther kom of seint i miðdegis- matinn og varð að segja Annie hvað valdið hafði. Laugardaginn, síðdegis, er þau Annie og Eric sátu á svölunum, kom sendill með stóran blómvönd til hennar og' brjef til hans. Blómin voru afmælisósk og brjefið tilkynning um, að Eric Winther ætti að koma til Norddeutsche Versicher- uns A. G. og tala við skrifstofustjór- ann. — Og nú sannreyndi Winther, að þó að andlitið á Vögel gamla skrifstofu- stjóra væri skapað lil að segja manni hrygðartíðindi, þá gat stundum ým- islegt gleðilegt álpasl út úr því. Það \ar nefnilega gamli skrifstofustjór- inn hans, sem tók á móti lionum á mánudagsmorguninn með þessum orð" um: „Forstjórinn hefir þvi miður und- ist um öklann og getur þvi ekki talað við yður sjálfur. En hann mæl- ist til þess, að þjer takið aftur við gamla uindæminu yðar, hr. Winther — það var nefilega Norddeutsche, sem tók við tryggingum fjelagsins „Urania“. Velkominn aftur!“ „KRINGUM FRAKKLAND". l’rægasta hjólreiðasamkepni Frakka er hringferð að kalla má kringum alt landið og er vegalengdin 4.220 km. Hjer sjest einn af þátttakendun- mn, sem er komin nærri markinu. NÝTÍSKU HERNAÐUR. Ameríkanskt riddaralið, sem á lier- æfingu í Texas hefir verið einangrað frá aðalhernum af óvinunum, er lijer að taka á móti vistum og vatni, sem kastað er með fallhlífum frá flugvjel- um til þeirra. Tveir riddarar þeysa fram til þess að taka við sendingunni. Sögumyndir. Frægustu æfisögumyndir, sem tekn- ar hafa verið á síðustu árum eru Marie Antoniette, Fernand de Less- eps, Emile Zola, Louis Pasteur, María Valeska og Florence Nightingale. En næstu myndirnar sem væntanlcgar eru af þessu tæi eru um Alexander Bell, liöfund talsímans og um landkönnuð- ina Livingstone og Stanley. Hvaö gera þeir í tómstundunum? Lionel Barrymore grefur mynda- mót og hefir oft haldið sýningar á verkum sinum. James Stuart er með bestu litaljósmyndurum í Hollywood. Myrna Loy er ágætur myndhöggvari, Robert Montgomery skrifar smásögur og selur þær. Wallace Beery leikur á píanó. Maureen Sullivan saumar dúka. Og Melvyn Douglas á stóran garð, sem hann sjer um sjálfur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.