Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1939, Side 12

Fálkinn - 27.10.1939, Side 12
12 F Á L K I N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn. 28 svo vel og gera ljósbrotsskoðun á sykur- efni fyrir okkur?“ „Velkomið. Komið þið inn til mín. Komið þjer inn með Laurents „polárimeter“,“ sagði hann við aðstoðarmanninn. Sir James hafði aðeins kynt Drury þegar aðstoðarmaðurinn kom inn með stórt á- hald, sem liann setti á borðið. Hann setti það í samband við gasleiðslu á veggnum, setti flösku með hvítu dufti hjá og fór svo út. „Glerhólkurinn er hreinn,“ sagði hann um leið og hann fór. „Gott. Þakka yður fyrir.“ Áhald þetta var uppstandandi málm- hólkur með kiki og utan um var gráðu- bogi öðrumegin en hinumegin gasbrennari. Svo var þarna einskonar smásjárútbúnað- ur, speglar og sitthvað fleira. „Kunnið þjer að fara með þetta galda- verk?“ sagði sir James. „Hjer er aðeins eitt sjónop, svo jeg þarf ekki einu sinni að muna í livorn endann á kíkirnum jeg á að horfa. Og það kemur sjaldan fyrir, að jeg kveiki á endanum á kíkirnum og fari að rýna ofan í gatið á gasbrennaranum.“ „Mjer ber að aðvara yður, um, að þetta viðkemur rjettarlæknisfræðinni og að full- trúinn lijerna dregur yður fyrir rjett og lætur yður bera vitni.“ Prófessorinn kinkaði kolli og leit á sýn- ishornin í öskju sir James. „Það verður að vera gagnsæ upplausn,“ sagði liann. „Já, það er svo. Jeg hafði gleyt því, Jeg skal gera eitt sýnishornið gagnsætt.“ Sir James fór út og niður stigann. „Hvernig starfar þetta áhald?“ spurði Drury. „Það er dálítið erfitt að útskýra það,“ svaraði Sheldon og kveikti á gasinu með eld- spýtu. Svo opnaði liann skúffu og tók fram ofurlitla gagnsæa steinflögu. „Þctta er íslenskt silfurberg," hjelt hann á- fram. „Það er líkt öðrum kristöllum til að sjá, en leggið það ofan á prentblað og reynið að lesa gegnum það.“ Drury gerði það. Molinn var hjerumbil eins gagnsær og gler og hann sá vel stafina í gegnum þá — en þeir voru tvöfaldir. Hann sá alt tvöfalt gegnum kristallinn. ,Gerið aðra tilraun,“ sagði prófessorinn og tók blýant upp úr vasa sínum. „Hjerna er óskrifuð pappírsörk og aðeins einn punktur á henni. Aðeins einn. Leggið nú kristalinn á það. Drury gerði það og sá undir eins tvo punkta. „Snúið nú kristallinum og sjáið hvað þá gerist.“ Meðan hann sneri kristallinum var annar punkturinn kyr á sama stað en hinn hreyfð- ist í kringum hann. Drury deplaði augunum og tók kristallinn upp af blaðinu. Þar var aðeins einn punktur eftir og hann var hreyf- ingarlaus. „Skrítinn steinn þetta,“ sagði Sheldon. „Hann brýtur geislana í tvent og þessvegna sjer maður tvöfalt. Þennan stein notar mað- ur við rannsóknir á sykri.“ ur við ransóknir á sykri.“ Prófessorinn tók tappann úr flöskunni og helti dálitlu af duftinu úr henni í gas- brennarann. Þá varð blái loginn undir eins gulur. „Við verðum að nota ljós með ákveðnum lit við þessar tilraun. Venjulegt salt gefur gulan loga. Og gangurinn í tilrauninni er þessi: Geislar af gula loganum ganga gegnum silfurbergið og brotna í tvent. Sykurupp- lausnir snúa þessum geislabrotum, mismun- andi svkur i mismunandi áttir. Sykurkvoða — glucose — beygir geislaná lil hægri en „lævulose“ til vinstri. Og á því hve bevgjan er mikil, getur maður sjeð, bvað mikill syk- ur er í upplausninni. Tollverðirnir nota „polarimeter" til þess að sjá hve sykurinn er sætur, því að tollurinn fer eftir því.“ Sir .Tames Martin kom inn aftur með glas með gagnsæjum vökva. „Hjerna er eitt sýnishornið," sagði liann. „Verið þjer ekki svona raunalegur, Drury, jeg skemdi ekki sýnisliornið. Jeg hefi soðið það og síjað, til þess að ná burt öllum lit og óhreinindum, en svkurinn i því er ó- snertur.“ Hann rjetti Sheldon glasið og hann tók suðuglas úr hillunni, skolaði það með of- urlitlu af vökvanum, sem i glasinu var og helti svo hinu á. „Sýnið nú Drury hvernig þjer farið að þessu,“ sagði sir James. „Hann hefir mest til matarins unnið i þessu máli og á því skilið að sjá málalokin." Sheldon færði sig til og benti Drury að fara að kikirnum. Svo tók hann suðuglasið frá. „Hvað sjáið þjer nú? spurði hann. „Ekkerl nema Ijóshring, með striki yfir ]>vert.“ „Rjett. Það er einmitt það, sem þjer átt- uð að sjá. Og báðir hringhelmingarnir eru jafn bjartir?“ „Já.“ „Nú set jeg glasið með sykurupplausn- inni á sinn stað. Hvað sjáið þjer nú?“ „Annar liringhelmingurinn verður dekkri en hinn.“ „Það er vegna þess, að sykurupplausnin hefir sveigt geislana, eins og jeg var að tala um áðan. Snúið nú skífunni til hægri, þang- að til báðir helmingarnir verða jafn bjartir aftur. „Til vinstri,“ tók sir James fram i. „Til hægri," sagði Sheldon ákveðinn. „Vinstri,“ maldaði sir Jaines í móinn. Prófessorinn starði undrandi á liann. „Mjer lieyrðist þjer segja, að þetta væri blóðsýnishorn —“ sagði hann. „Jeg sagði það.“ „Nú, jæja. Hver getur þá búisl við að finna-------“ „Við sleppum í þessu tilfelli alveg því, sem maður býst við,“ svaraði sir James. „Við vitum að þetta er blóð. Við vitum að blóð inniheldur sykur og þessvegna ætti að snúa skífunni til hægri, en við skulum gleyma öllu sem við vitum og láta skeika að sköpuðu. Okkur hefir þegar skjátlast fyrir, að ganga að ýmsu sem gefnu, af því við þóttumst vita það, og það er aðeins að þakka starfi fulltrúans þarna — sem nú fær líklega liöfuðverk af því að rýna með öðru auganu að við höfum komist á rjetta leið aftur. Ilafið þjer bæði augun opin, máður — bæði augun opin.“ „En þjer búist þó varla við að finna „lævulose“ í mannslíki," hjelt Slieldon á- fram og sat sem fastast við sinn keip. „Að rninsta kosti ekki að neinu marki.“ Drury hreyfði hjólið með skífunni fram og aftur til þess að eyða skugganum á skif- unni. Fyrst til liægri en aðeins örstutt i þá áttina, síðan til baka og á núllpunkt- inn og svo fram bjá honum, til vinstri. Hann sneri skífunni lengra og lengra, þang- að til loksins að hann liætti. „Nú held jeg að báðir belmingarnir sjeu jafn bjartir.“ „Hvað sagði jeg yður?“ skríkti sir James. „Jeg sje að þjer trúið mjer ekki. Hann er viðvaningur, svo að það er best að þjer reynið sjálfur. Okkur er nauðsvnlegt að þjer gerið það, því að við byggjum mikil- væga ályktun á þessu.‘“ „Það er svo. Hafið þjer máske uppgötv- að nýjan sjúkdóm? Jeg hefi aldrei heyrt talað um „lævulose“ i blóði fyr en nú.“ „Ef þjer finnið „Iævulose“ i sýnisborninu þá sannar það, að framið hefir verið morð,“ sagði sir James alvarlegur. „Við skulum segja yður á eftir, hvernig í því liggur." Slieldon prófessor tók af sjer gleraugun og njeri þau vandlega með vasaklút. „Er yður alvara?“ sagði hann. Jeg hafði ekki hugmynd um, að þetta væri svo al- varlegt mál..“ Hann sneri skífunni aftur á núllpunktinn, settisl og horfði í kíkirinn. Sir James liallaði sjer frahi, tók svo fast í borðröndina að hnúarnir hvítnuðu, og hafði ekki auga af skífunni. Sheldon tók vönum fingrum á skífunni, en Drury sneri sjer undan — liann hafði ekki viðþol. Eftir augnablik þá mundi hann annaðhvort fá uppreisn eða bíða end- anlegan ósigur. Hann hevrði að stól var ýtt til og leit við. Prófessorinn leit upp í sama bili, og andlitið á honum var eitt spurning- armerki. Skifan hafði snúist til vinstri! XIIX. Upphaf endisins. Það var ákaflega fáment i rjettinum í Southbourne vegna þess að önnur skemtun var í boði, sem sje fyrsti knattleikurinn á vorinu. Það var að vísu vel mætt af bálfu Iögreglu og blaðamanna, sem þarna voru' vegna skyldu sinnar, en rúm hinna venju- legu áhorfenda var hjer um bil tómt. Málið gegn Edward Derrington og konu hans, fyrir innbrot og fjársvik var ekki eins rúmfrekt i meðvitund bæjarbúa og knattspyrnan „Soutbourne United“ gegn „Sheffield W.ednesday", af þvi að Levinskv- málið var að kalla gleymt. Frá aðalfyrir- sögnum á fremstu síðu höfðu blöðin nú lítillækkað það niður i smáklausur í smá- frjettagreinunum, og alment var talið, að lögreglan befði Iagt málið á hilluna. Þess- vegna fór fólkið þúsunudm saman á knatt- spyrnumótið, sem átti að skera úr því, bvort flokkur hinna hálaunuðu Skota, sem fólk hjelt að væru fulltrúar enskrar horgar, ætti eiga á hæltu að verða óbreyttur á komandi sumri, eða bvort liann ælti að kaupa tvo Ira, til þess að styrkja fram- línuna. Niðurl. á hls. Pi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.