Fálkinn


Fálkinn - 27.10.1939, Síða 14

Fálkinn - 27.10.1939, Síða 14
14 F Á L K I N N Fangarnir komu inn í stúkuna ásamt gæslumönnum sínum, rjett eftir að dómar- arnir höfðu sest. Hár maður dökkhærður stóð þegar upp og ávarpaði dómendurna og undir eins við fyrstu orð hans, var eins og augu áhorfendanna sætu á hattprjónum. „Jeg kem hjer fram í umboði hins opin- bera ákæranda og hefi umboð til þess að tilkynna, að báðir þessir fangar hafa verið ákærðir fyrir morð að vfirlögðu ráði, af Drury lögreglufulltrúa. Þau eru sökuð um, að liafa myrt Israel Levinskv frá Croft Villa, aðfaranótt hins 28. april, í liúsinu Hoím Lea i Soutldjourne". Hálftíma síðar liafði fregnin liorist með einhverjum kvnjamætti um allan bæinn. Hver smuga í rjettarsalnum fyltist af fólki og inindruð manna stóðu fyrir utan. Þar bar ekki síst á James Tomlin, sem nú var ekki undir lögreglueftirliti lengur. Hann bölvaði óspart út af því að hann komst ekki inn. Þessi áhugi dofnaði ekki í bráð. Hann hjelst til þess síðasta, og hópurinn sem Iiafði safnast saman fyrir utan fang- elsisdyrnar einn morguninn um haustið, var svo stór, að tugthúsverðirnir komust varla fram að auglýsingaspjaldinu, til þess að festa þar upp tilkynningu. Endir. Viggó Björnsson, bankastjóri í Vestmannaeyjum, verður 50 ára 30. j>. m. Frú María Hálfdánardóttir Flat- eyri, verður 50 ára 28. þ. m. Eyjólfur Jónsson, fyrv. banka- stjóri á Seyðisfirði, verður 70 ára 31. þ. m. Jón Ólafsson, hreppstjóri Króks- Ijarðarnesi, verður 60 ára 2. nóvember. GUÐMUNDUR Á SANDI. Framh. af bls. 3. sem lesa liann, skilja það innsta i þeirri þjóð, sem bygt hefir sveitir þessa lands frá öndverðu. — Og vel sie honum fyrir það. Á sjötugsafmæli skáldsins á Sandi kom út ljóðabók eftir hann — sam- val úr eldri og yngri bókum hans. Sú bók mun geyma, meðal unn- enda islenskra góðskálda, fegurstu minningu Guðmundar á Sandi. Á .sjötugsafmæli hans óska margir les andi menn og konur honum til ham- ingju og óska, að hann megi bæta ýmsu góðu við þá minningu á átl- ræðisaldrinum. 'Andvari. SÍÐASTA DROTNING RÚSSLANDS. Framh. af bls. 5. sveitir Koitsjaks voru að nálgast Jekareninburg. En drotningin misti ekki vonina. Morguninn fyrir dauða sinn skrifar liún í dagbók sina, að veðrið sje yndislegt, og hún skilji það sem iákn þess, að hún eigi að bíða í trúnni. Nóttina eftir voru fangarnir allir vaktir um miðja nótt og skipað að klæða sig: það ætti að flytja þá á ennan stað. Þeir klæddu sig i alt, sem þeir höfðu af hlýjum fötum og tóku með sjer ábreiður og kodda, af því að þau hjeldu, að þau ættu að aka í opnum kerrum. En að svo búnu var þeim skipað ofan i kjall- arann og látin setjast þar á bekki. Fyltist þar brátt af ókunnugum mönn uni og varðstjórinn gekk fram með skjal í hendi — það var dauðadóm- ur keisarafjölskyklunnar. Skjalið var lesið upp og þar stóð, að vegna þess, hve sókn livítliðanna miðaði mikið áfram og byltingin væri i hættu, yrðu fangarnir að láta líf sitt. — Um leið og siðasta orðinu var lokið kváðu skotin við og fang- arnir fjellu dauðir niður á gólfið. — Þannig dó áíðasta keisarafjöl- skylda Rússlands og þannig varð hún að píslarvottum. l'ÍGBÚNAÐUR STÓRÞJÓÐANNA. Framh. af bls. 11. mánuði og almenn herskylda eins og í Þýskalandi. Á friðartíraum er herinn 200.000 manns, en í febrúar síðastliðnum höfðu ftalir að auki undir vopnum 634.000 manns með 23.000 liðsforingjum í fasistasveit- unum. Við þetta bætist herinn i Libýu, 35.000 manns, í Etiopíu og Somalilandi 60.000 og í Egeahafs- eyjum 3000 manns. Loftherinn er 2500 vjelar, þar af um 2000 í Ítalíu. Frakkar eru 42 miljónir og hafa ahnenna herskyldu og herþjónustu- timinn var fyrir skömniu lengdur úr 18 mánuðum í Ivö ár. Á friðar- timum er herinn 491.000 manns og við þetta bætist fast málalið, 106,- 000 manns. Vopnað lögreglulið 33.- 380 manns. Að öllu meðtöldu er herinn á friðartímum 698.000 manns. Maginotlinan franska, að landamær- um Þjóðverja er talin enn sterkari en Siegfriedlínan. — Herflugvjelarn- ar eru 2500, auk 138 vjela i flot- anum. Englendingar og Skotar eru 46.2 miljónir og hafa á friðartimum 144,- 000 manna her auk 68.000 í varaliði. Við þetta bætist svo sá her, sem kallaður hefir verið saman eftir að herskyldan var lögleidd í sumar. •— Englendingar munu liafa nokkur þúsund manna undi.r vopnuin í landhernum núna, en geta aukið herinn upp í meira en tvær mil- jónir. — Aðal loftherinn sem heima er, hefir 2150 flugvjelar, en sú tala hefir aukist síðán stríðið hófst. Pólverjar eru 35 miljónir. Þeir hafa herskyldu, tveggja ára. Ilerinn var á friðartímum 255.000 manns með 18.738 liðsforingjum. Helstu vígi þeirra voru við Torun, Posnau, Krakau og Przemysl. Ennfremur inni í landi við Warsow, Modlin og Deblin. Loftherinn var sáralítill. Breska herstjórnin hefir lýst yfir því, að hún geri ráð fyrir stríði, að minsta kosti i þrjú ár. Og á þeim tima vaxa herirnir upp í miljónir og herflugvjelum fjölgar stórkostlega. Þjóðverjar segjast geta smíðað alf að 1800 herflugvjelar á mánuði i vetur og Bretar víst engu minna. BÆKUR. ÚR LANDSSUÐRI. Eftir Jón Helgason. Bólcdútgáfa Heimskringlu. Úr landssuðri heitir bókin. Það mun vera vegna þess, að flest kvæðin, i henni eru ort í Khöfn, sem er í fleiri merkingu en þeirri einu, sem veðurfræðin nefnir „úr land- suðri“. Landsynningurinn getur ver- ið leiðinlegur, og sumt úr bókinni minnir fremur á úrsynninginn, sem kemur í hrynum rjett sem snöggv- ast, en áður en maður veit af, er hann snúinn upp í milt sólskin. En samt eru í skáldinu meiri um- hleypingar en nokkru skáldi þess- arar aldar. Hann hleypur á milli alvöru og gletlni, innileiks og kald- hæðni og margra fleiri geðbrigða, sem jeg má ekki nefna. En um hitt verður að geta, sem þó er skiljan- ltgt, þegar í hlut á prófessor, sem alt frá námsárum hefir verið vakinn vg sofinn i þvi, að gagnrýna og á- stunda bókmentir fslendinga fra fornri tíð og einkanlega ])ó síðari alda — að mörgum koma skrítilega fyrir sjónir lilbrigði í máli, sem Ivsa sjer í ýmsum kvæðum hans og kviðlingum, er þessi sjerstæða bók flytur. „Hvar fæ jeg höfði hallað ég hrjaada Broodur-Kind. .. . “ segir skáldið, og er þessi „sálmur“ í nýju útgáfunni af Stúdentasöng- bókinni. Vísurnar eru ortar undir einu vinsælasta lagi enskra manna á þessum tímum, eins og fleiri stúdentalög. Og áreiðanlega hafa aldrei tiltölulega eins margir stúd- entar lært lag á skammri stundu, eins og er þeir lærðu kvæði Jóns. Það er galdraverk! Og svo þegar snúið er við blað- inu, snýr við há-alvarleg mynd! Svona eiga Ijóðabækur að vera! Andvari. Drekkið Egils-öl SÝNING Á UPPÁHALDSDÝRUNUM. Nemendur í sveitaskóla einum í Englandi höfðu nýlega sýningu á uppáhaldsdýrum sinum. Kendi þar margra grasa, alt frá gullfiskum til fiðrildiseggja. Myndin sýnir eina stelpuna koma með lambið sitt á sýninguna og hefir liún tekið pela með til vonar og vara, svo að það skuli ekki svelta. Deanne vill giftast. Deanne Durbin, hin kornunga leik- kona, sem orðið hefir lieimsfræg á örstuttum tíma, þykist nú vera orðin r.ógu stálpuð til að gifta sig. Hún er 16 ára og bálskotin í ungum aðstoð- ar-leikstjóra hjá Universal, sem lieit- ir Paul Vaugh. En samkvæmt lands- lögum í Californiu mega stúlkur ekki giftast þar yngri en 18 ára og ætlar Deanne því að fara í annað fylki, l>ar sem 16 árin hennar nægja til ]>ess að öðlast hjónabandssæluna.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.