Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.02.1940, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N \mm E5SS23 tzz^i Undrabörn hafa altaf verið tii og eru enn. Blöð- in segja oft frá slíkum börnum, sem ýmist vinna sjer það til ágætis að læra erlend tungumál um ieið og þau læra að ganga, eða jjau reikna betur en nokkur prófessor og leika á hljóðfæri eins og þaulvanir snill- ingar. — Hjerna eru nokkur gömui dæmi: í byrjun 18. aldar var drengur i Liibeck, sem lijet Cliristian Heineck- en. Hann var orðinn vel að sjer í mannkynssögu þegar hann var finim ári og kunni latinu 7 ára gamall. Tungumálasnillingurinn Bvatiers,sem dó um tvítugt, talaði þrjú mál og las biblíuna á grísku þegar hann var G ára. En þegar hann var níu ára var liann með allan hugann við stærðfræði og stjórnlagafræði. -— Skáldið Tasso samdi hið fyrsta stóra hetjukvæði sitt þegar hann var 14 ára. Melankton tók meistarapróf 17 ára gamall og Hugo Grotius gekk á háskólann í Leyden 12 ára og þrem- ur árum síðar var hann orðinn rit- ari hollensku sendisveitarinnar í París. Stríðshundar voru mesta metfje í fyrndinni. Þeg- ar Marius sigraði Kimbra í orust- unni við Vercellae árið 101 f. Kr., átti hann harðan bardaga við hunda- hóp, sem varði nokkurn hluta borg- arinnar. Og þegar Spánverjar voru að Jeggja undir sig Mexíco notuðu þeir blóðhunda, sem þeir siguðu á þa innfæddu. — 1 ýmsum styrjöldum á miðöldunum voru notaðir brynj- aðir hundar og voru spjótmyndaðir l-.nífar festir í brynjuna og svo log- andi blys, svo að hundarnir gætu kveikt í. Þessum hundum var eink- um sigað á riddaralið óvinanna og gátu þeir skelft hestana og sært þa á fótunum. Rausnarleg læknisþóknun. Enski læknirinn Dunsdale varð fyrir því happi að fá rausnarlegustu læknisþóknun, sem nokkurntíma hef- ir verið greidd. Og það var Katrín mikla Rússadrotning, sem borgaði. — Katrín gerði orð eftir honum til Moskva til þess að láta hann bólu- setja sig, því að bóla geisaði þá í Rússlandi og Katrín vildi hvorki dcyja nje verða útsteypt í örum. Bólusetningin tókst vel og Katrín borgaði lækninum 180.000 krónur fyrir vikið og að auki 36.000 krónur í ferðakostnað. Og í kaupbæti gaf hún honum mynd af sjer, gerði hann að barón og „stjórnarráði" og á- nafnaði honum 9000 kr. eftirlaun á ári. — Þeir yrðu ekki lengi að verða ríkir með þessu móti læknarnir, sem bólusetja skóiabörnin. í stjörnuturninum. Er þetta Marz? — Nei, það er Venus. — Hvernig farið þjer að þekkja þær í sundur í svona mikilli fjar- lægð? — Mark Hellinger: — GOÐ SAMTÍÐARINMR - VINNA - - VI N N -V 1_JANN HJET HARRV, og áður en A A jeg held sögunni lengra, verð jeg að skjóta inn þeirri athugasemd, að lesandanum muni ekki gcðjast meira en svo að honum. Hann var 22 ára — og það er eiginlega jiað eina, sem hægt er að segja honum til lofs. Því mergurinn málsins var s.'í. ao liann kvartaði aitaf yfir öllu. Hann var aldrei ánægður. Hann heimtaði aitaf ný föt, fór aldrei að ráðum annarra og var altaf súr og önugur við móður sína, sem var ekkjn. Jæja, líst yður nú á Harry? .... Nei. Jeg sagði yður það fyrir. Morguninn sem sagan hefst, vakti móðir Iians hann klukkan sjö. Hún vakti hann aftur klukkan kortjer yfir sjö. Harry, sagði hún biðjandi, ■ nú verðurðu að fara á fætur. Klukk- an er kortjer yfir sjö og þú verður að þvo þjer og fá kaffi. Irrss! sagði hann undir sæng- inni. — Jeg skal fara á fætur. Aidrei fær maður að sofa í friði. Hún fór fram í eldhús. Árangurs- laust braut liún lieilann um, hvað hún átti að gera við stóra drenginn sinn. Hann var það eina, sem luin átli eftir. Maðurinn hennar var dáinn fyrir sjö árum og allir ættingiar hennar dauðir og grafnir. Hún kveið fyrir þeim degi, sem Harry færi að minnast á að gifta sig. Hún kveið fyrir því eins og sjálf- um dauðanum, þvi að þá yrði hún alein. Tengdadóttirin mundi vitan- lega ekki vilja hafa liana í horninu. Það fór hroliur um hana, og hún spurði sjálfa sig, hvort allar mæður mundu líða svona þjáningar. Eftir tíu mínútur varð hún að fara inn lil þess að vekja Harry á nýjan leik. — Harry! Harry! Nú er klukkan hálfátla. Lestin fer klulckan átta og A- INNiL- Sonurinn spratt upp í bólinu og barði hnefunum í náttborðið. — Heldurðu að jeg viti ekki livenær lestin fer. Andskotans leslin fer á EÖmu minútunni alla vikuna og nú lætur þú eins og jeg viti það ekki. Vertu ekki að þessu! Hún fór út aftur, en hann hjelt rausi sinu áfram. Hún kveikti á gas- inu, setti ketilinn yfir og setti smjör- klípu á pönnuna. Og svo braut hún ósjálfrátt eggið og helti því á pönn- una. Hún var að hugsa um Harry.. Eftir nokkrar mínútur kom hann fram i eldhúsið. Hann strauk hárið með lófanum og hysjaði upp um sig brækurnar. Hann var með stýrurn- ar í augunum. — Hvað er klukkan? nöldraði liann. — Hana vantar tuttúgu minúlur. Pönnueggið er til. Hann settist og leit yfir borðið. Móðir hans ijet egg- in á diskinn og helti sjóðandi knffi i bollann. — Hvar er sykurinn? spurði liann. — Hversvegna er hann aldrei á borð- inu, þegar maður þarf að nota liann? Ilún kom með sykurskálina og hann ljet nokkra mola i bollann. Hann smurði þykt á brauðið og gerði athugasemd um, að eggin væru ekki eins og þau ættu að vera. Hún settist við borðið og dreypti á kaff- inu. Hún þorði varla að segja orð. af hræðslu við, að hann yrði þá vondur. — Jeg hefi verið að liugsa um hvíiik heimska það er með alla þessa vinnu, sagði hann upp úr þurru. Altaf að vinna, vinna, vinna! Og Iivað hefst upp úr því? Ekki annað en að maður verður skakkur og fær kryppu. Við skulum taka hann pabba til dæmis. Hvað hafði hann að iaun- um fyrir alt stritið? Hann dó fyrir Framh. ú bls. 74. LesIíe tÍDrE-BzIisha Eins og Jiruma úr heiðskíru lofti kom fregnin um, að Chamberlain hefði látið hermálaráðherra sinn, Hore-Belisha, segja af sjer, þ. 5. jan. Hann hafði verið hermálaráðherra síðan Chamberlain myndaði stjórn sína í maí 1937, og á þeim tíma hafði enski herinn tekið meiri stakkaskiftum en á öllu tímabilinu 1868—1937. Og hann hafði gert her- inn vinsælan og með því að hækka kaup og bæta aðbúð liermanna og liðsforingja hafði hann gert það eftirsóknarverðara en áður að ganga í herinn. Hann liafði líka hnekt þeim lorrjettindum manna af heldri ættum, sem þeir höfðu áður hafl til virðingastaðanna í hernum og hann ljet persónulegt álit ráða meiru en embættisaldur, þegar liann skipaði menn i stöður. Þegar hann gerði Gort lávarð að herstjóra gekk hann fram lijá 34 mönnum, sem stóðu nær embættinu að aldri til. Og árið 1938 skipaði hann nýja menn í 2000 yfir- stöður. Hore Belisa ,er 46 ára gamall og Gýðingur að ætt, enda heitir hann IsaacÍT Hore-Belisha. Hann tók þátt i heimsstyrjöldinni, en hafði þá enga sjermentun í herfræðum. Að hann varð hermálaráðherra bygðist á því, að liann hafði reynst ágætur skipu- lagsmaður meðan liann var sam- göngumálaráðherra. Hann gerði sig vinsælan hjá blöðunum og þótti svo gaman að því, að sjá viðtöl við sjálfan sig og myndir af sjer í biöð- unum, að það stappaði nærri sjúk- leika. Hann var skrumari af guðs náð, og afar óiíkur þvi, sem Eng- lendingum þykir kurteisi. Þá hefir hann og þann galla, að hann er morgunsvæfur með afbrigðum og forsómaði oft af þeim ástæðum á- ríðandi fundi, hersýningar og þess- háttar. Þetta bakaði honum óvild á hærri stöðum, en hinsvegar var liann mjög við alþýðuskap, og þegar hann fór frá hörmuðu flest blöð það og víttu stjórnina fyrir. En ástæðan ti! þess, að Chamberlain ljet Hore- Belisha l'ara, var andstaða hinna ráðandi hershöfðingja gegn hermála- ráðherranum, og það var Gort lá- varður — sá hinn sami, sem fengið hafði stöðuna fyrir atbeina Hore- Belisha, sem stóð faslast að kröfunni um, að hann yrði látinn fara. Gorl krafðist nánari samvinnu við flug- liðið á vigstöðvunum en Hore- Belisha þótti gott, og ýmislegt ann- að varð til þess, að hershöfningjarn- ir neituðu að starfa með Hore- Belisha sem yfirmanni. Nú hefir hann fengið næði til að sofa út á morgnana og hvíla sig, en hvíldar mun hann hafa þarfnast, eftir þvi sem Chamberlain segir. Hann gaf sem sje í skyn, að Hore-Belisha hefði oftekið sig.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.