Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 23.02.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - „Unglingur elskar stúlku, hún ann- an mann vill fá, og sá vill aftur aðra“ o. s. frv. Þannig var ástandið lijá fólkinu, sem Heine lýsir í þessari vísu og þessu kvæði, á sinn grát- broslega hátt. í myndinni, Fallni engillinn, sem sýnd verður í Gamla Bíó á næstunni, er þetta svipað, þó með þeirri breytingu, að sá, sem stúlk an vill, vill hana líka. En það er nú reyndar geysimikill munur, þegar nánar er að gætt. Það er revy-söngkonan Daisy Heath, sem er aðalpersónan. Hún er á vegum auðkýfingsins Sam Bailey, |)vi að hann heldur fjárhagsléga uppi leik þeim, er hún hefir hlutverk í. Sam j)essi Bailey er bálskötinn í Daisy, en liún hefir ekkert álit á karlmönnum, telur þá mestu svika- hrappa, og lætur ekki á sig i'á ást- leitni Baileys. Þetta er einmitt árið 1917, en þá gengu Bandaríkin inn i styrjöldina. Hinar nýju hersveitir komu saman í New York, en þaðan skyldu þær halda til Frakklands. Einn nýliðanna heitir Bill Pettigrew, l'raustur kúireki frá Texas. Eitt kvöld, þegar Daisy Heath er á ferð um borgina verður Bill fyrir bifreið hennar, meiðist að vísu lítið, en nærstaddur lögregluþjónn skipar bif- reiðarstjóranum, að aka með Bill til ferjunnar, sem flytur hann yfir til hermannaskálanna. Hann fær því j)arna bíltúr með leikkonunni, sem gerir sig að vísu allmerkilega við hann og gerir grín að honum. En hann lætur það ekki á sig fá, en verður skotinn í stúlkunni. Og þegar þau koma að ferjunni sjá fjelagar Bills hina fögru mey og verða held- ur en ekki forvitnir, en liann segir þeim, að þetta sje kærastan sín, og þá vilja þeir óðir og uppvægir fá að kynnast stúlkunni, og 'þar með er Bill kominn i skrambans klípu. Þessar þrjár persónur myndarinn- ar, sem hjer hafa verið nefndar, þau Daisy Heath, Bill Pettigrew og San) Bailey, leika þau Márgarel Sullavan, Jumes Stewart og Waller Pidgeon. Nýjar bækur. HRUNADANS HEIMSVELD- ANNA eftir Douglas Recd. ÖII könnumst vjer við þjóðsöguna um dansinn í Hruna — um fólkið, sem dansaði sig til Helvítis. Það undi við dans og dufl á helgum stað, á helgri nóttu, gersamlega andvaralaust um velferð sína ]>essa heims og annars. — Það er ekki úl í bláinn, að þýðandi hinnar nýju bókar, velur tiénni nafn eft- ir þessum Hrunadansi íslensku þjóð- sögunnar. — Undanfarin ár hafa stórveldin, — sem áttu að vera for- verðir menningarinnar og þróun- arinnar á þesum hnetti, — stigið sturlaðan dans á glóðum upplausn- arinnar, fótum troðandi velferð miljónanna. Og nú eru þau líka óð- fluga að sökkva niður í það jarð- neska helvíti, sem þau sjálf hafa magnað og búið sjer með skelfingum styrjaldarinnar. Einn þeirra manna, sem einna athugulustum atigu hefir horft á þennan trölladans, er enski l)laða- maðurinn Douglas Reed. Hann lief- ir árum saman verið nærstaddur þar sem stórvægilegir stjórnmála- atburðir hafa gerst og það væri synd að segja, að hann hafi ekki gefið nánar gætur að. Hann er t. d. nákunnugur í Þýskalandi, dvalist þar í sjö ár og fylgdist með falli lýð- veldi'sins, valdatöku Hitlers, þing- húsbrunanum o. s. frv. Auk þess er Marteinn Einarsson, kaupmaður Laug.'3Í, verður 50 ára 25. þ. m. Pjetur Þörðarson, Laug. 159a, varð 50 ára 22. þ. m. hann víðförull um ýmis önnur lönd og liefir kynt sjer og ritað um fjölda stórpólitiskra atburða á síðari árum. Hann er frjettaritari af guðs náð, eins og sagt hefir verið um hann i ritdómi , í stórblaðinu Daily Tele- graph. Allir, sem gaman hafa af því að fylgjast með í erlendum utanrík- isstjórnmálum, hljóta að hafa skemt- un af að lesa ])essa bók, þótt þeir kunni e. I. v. súmir að hafa aðra skoðun á hiutunum 'en höfundurinn. Frásögnin er óvenjulega ljett og Jeikandi, lesandinn finnur, að hann fær söguna frá fyrstu hendi, það er sjónarvottur, sem segir frá. Eiula er hjer snjall hlaðamaður að verki og kann að gera efni sitt læsilegt. En bókin er meira en sundurlausl l'rjeltaritaraspjall. Hún er jafnframt Douglas Reecl. kvikleg og lifandi sjálfsæfisaga. Og höfundi tekst á undarlega heillandi hátt að tengja hina stóru heimsvið- burði við atvik úr eigin lifi. Tökum eitt dæmi: Höf. er viðstaddur hina Vigfús Guðmundsson gestgjafi verður fimtugur þann 25 þ. m. viðhafnarmiklu jarðarför Hinden- burgs, hann lýsir öllu prjálinu: — „Oflátungslegir riddarahjálmar hreyktu sjer á skínandi sköllum. Broddhúfur blikuðu ....“ „Skraut og skrumgylling." Og höf. fer beina lcið frá ])essari viðhafnarjarðarför heim til að hitta móður sina, mikfð veika. Hann fer af skyndingu til London. „Þegar jeg kom þangað, var hún dáin. Hún hafði ekki verið neitt eftirlætisbarn hamingjúnnar. En alt- :if þegar jeg kom heim í orlofi úr stríðinu frá meginlandinu, hafði luin verið þarna, setið við gluggann, .... „Jeg gekk á eftir skrautlausu, hlóma- snauðu kistunni hennar og sá hana hverfa i jörðina.“ Takið eftir mót- setningunni með þessum tveimur jarðarförum. — Þarna eru engin soratök. Og svo er víðar í þessari bók. FRÁ VESTUR-VÍGSTÖÐVUNUM. Myndin er af frönskum hermönn- um á bryndreka, sem eru að miða vjelbyssunni á þýska hernaðarflug- vjel. ltabelais lá fárveikur. Læknarnir \oru ekki sammála um, hvað þeir ættu að gera við hann og lenli í skömmuin við sjúkrabeðinn. Þá skaul Rabelais fram í: Y, lofið þið mjer að dcyja eðlilegum dauð- daga! Bókina gefur Menningar- og fræðslusamband alþýðu út, en Mágn- ús Ásgeirsson skáld hefir int af hendi þýðinguna, og er hún góð sem vænta má af Magnúsi. Þess finnast víst dæmi, að fólk finnur upp á þeim skolla að rifta hjónabandi sínu og skilja, cn iðrast svo eftir alt saman og vilja vera hjón altur. Slíkt og þvílíkt finst okk- tir, sem ekki höfum reynt þetta, vera býsna kátlegar aðfarir. Þetta er einmitt það, sem gerist í kvikmyndinni Þau giftu sig aftur, stm þau leika i Tgrone Power og Loretta Young, sem allir þekkja. Vicky og Raoul McLeish eru skil- in. En svo hittast þau á baðstaðn- am Miami, nokkru eftir skilnaðinn. Þau verða bæði yfir sig glöð yfir endurfundunum og fallast samstund- ic í faðma og kyssast fast og lengi, rjett eins og hjó.nabandið hefði al- drei brostið — eða jafnvel eiínþá heitara. En þá man Raoul eftir þvi, að hann hefir ekkert leyfi til að hlaupa svona beint til Vicky og kyssa hana með kurt og pí, því að hún er nú ekki lengur hans kona, heldur annars manns, og sá maður er ríkur verksmiðjueigandi og heit- ir Bob Benton. En þessi atburður verður nú samt til ])ess, að þau hjónaleysin fara að velta þvi lyrir sjer, hvort það hafi ekki verið skrambans frumhlaup að skilja samvistir. Þau eru bæði mestu sprelligosar og sjást mörg af bros- legum uppátækjum þeirra í mynd- inni. En það er nú engan vegin andskotalaust að ná saman aftur, þar eð nú er kominn á milli þeirra eiginmaður frúarinnar, þumbaraleg- ur náungi, sen) kann ekki við ])essi læti. En vjer megum ekkert segja um, hvernig sá hnútur leysist. En að alt fari bærilega fyrir þeim Vicky og Raoul, höfum við leyfi til að álykta af nafni mvndarinnar: Þau giftu sig aftur! Myndin verður sýnd i Ngja Rió bráðlega. - NÝJA BÍÓ -

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.