Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1940, Side 2

Fálkinn - 19.04.1940, Side 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - Tvifarinn heitir heimsfræg skáld- saga eftir breska stórskáldið fíoberl L. Stevenson. Henni hefir verið snú- ið í leikrit og líka verið kvikmynd- nð oftar en einu sinni. Og altaf er hún jafn eftirtektarverð og æsandi. Nú er þessi mjög svo fræga kvik- mynd á uppsiglingu hjer í Gamla Bíó, og leikararnir, sem með stærstu hlutverkin fara, eru: Frédric March, Miriam Hopkins og fíose Iíoburt. Myndin — og sagan fjalla um ung- an vísindamann, sem klýfur per- sínu sína í tvent. Hann • er öðru veifi mesti öðlingur, góðlyndur og göfugur, en á hinu leytinu mesta mannskepna, flár og djöfullegur. — Hann er ungur læknir i miklu áliti, helgar sig göfugu starfi í þágu bág- staddra og er mjög mikill áliuga- maður í vísindagrein sinni og vill skygnast sem dýpst inn í leyndar- dóma vísindanna. Ekki síst sökkvir dr. Jekyil (en það er nafn hans) sjer niður i sálfræðirannsóknir. Og þann- ig kemst hann að þeirri afdrifaríku niðurstöðu, að í rauninni ráði tveir höfuðstraumar eðli og sálarástandi hvers manns. — Annar helmingur mannssálarinnar er góður og göfug- ur og stefnir upp mót æðra marki, þróun og jmoska, en hinsvegar er hið svarta og djöfullega, sem miðar að hinu illa; er uppspretta haturs- ins, ófriðarins og alls hins versta i fari manna og þjóða. Og hann finn- ur upp vísindalega aðferð til að kljúfa persónu mannsins, tii að sýna livorn hlutann greinilega út af fyrir sig. Um þetta athyglisverða efni fjall- ar myndin Tvífarinn, sem Gamla Bió synir á næstunni. Aðalhlutverkin leika góðir og heimsfrægir leikarar, og er ekki að efa, að leikur þeirra samsvari hinu merkilega innihaldi hinnar stórkost- legu skáldsögu. Halldóra Snorradóttir, Laugav. 76, varð 75 ára í gær (1H. apríl). Þegar Schumann og Wagner hitt- ust í fyrsta skifti, áttu þeir tal sam- an í nálægt klukkutíma. Á eftir sagði Wagner um þennan fund: — Schumann er yndislegur mað- ur. En hann er full þegjandalegur. Og Schumann sagði: —- Wagner er duglegur listamaður. En hann talar bara alt of mikið. Úlafur Þorsteinsson trjesmiðnr, Leifsgötu 16, varð áttræður í gær (18. april). Jón Tómasson, skipstjóri, varð 50 ára 12. \>. m. Sighvatur Brynjólfsson, inn- heimtum., Óðinsg. h, verður 60 ára 20. \>. m. Mark Twain átti kunningja, sem dáðist mikið að gamansögum hans og fyndni. Loks fór hann að semja gamansögur sjálfur og tókst að koma einni ])eirra í blað. Hann varð hróð- ugur yfir þessu og fór til Mark Twain með blaðið og sagði: —- Lestu! Þetta hefi jeg skrifað. Jeg er kominn á þá skoðun, að það sje ekki neinn vandi að semja sögur. Mark Twain horfði alvariegur á vin sinn: —- Þú hefir rjett að mæla, kunningi. En fyrir alla múni komdu ekki upp um okkur með því, að segja frá því. ~ ~ ~ SÁ STERKASTI VINNUR. Ameríkumenn eru iðnir við að nota sína eigin sögu, sem efni í kvikmyndir. Nýlega hefir hinn frægi 'eikstjóri W. S. van Dyke lokið við eina slika mynd, sem gerist um miðja siðustu öld, er járnbrautin var að útrýma póstvögnunnm. — Myndin er á Norðurlöndum kölluð ,,Sá sterkari vinnur“, en á ensku iieitir hún „Stand up and Fight“ og hefir að geyma margar menningar- sögulegar myndir, m. a. frá þeim tíma, sem fyrstu járnbrautirnar fóru um preríurnar vestra. Wallace Beery leikur þar harð- snúinn formann póstvagnafjelags, en Robert Taylor andstæðing hans, for- mann járnbrantarfjelagsins. Hags- munir þeirra rekast á og áflogin milli þeirra urðu svo skæð, er mynd- in var tekin, að Taylor kveðst ekki munu leika þesskonar atriði á næst- unni. Það er sem sje misskilningur að halda, að áflogin í kvikmynd- uin sjeu eintóm uppgerð. Ef þati eiga að verða eðlileg, verða menn að berjast i alvöru. Og eftir bar- dagann í þessari mynd lá Taylor i rúminu i tvær vikur. Nú ætlar hann næst að leika í slagsmálalaus- um gamanleik. Hjerna sjást áfloga- hundarnir og er auðsjeð, að Wall- ace Beery hefir yfirhöndina. FRÆGT FÓLK Á FRUMSÝNINGU. Kvikmyndaleikararnir Vivien Leigh og Laurence Oliver, sem eru nýlega trúlofuð sjást hjer á frumsýningu myndarinnar „Gone by tlie Wind“, þar sem Vivien leikur eitt aðalhlut verkið. - NÝJA BÍÓ - Það stendur yfir opinber veisla í Hvíta húsinu, aðsetursstað Banda- ríkjafor'setans. En forsetinn, sem situr að völdum, er McKinley. Iin þrátt fyrir annríkið við hinar opin- beru móttökur má ]ió forsetinn vera að því að kalla á sinn fund ungan sjóiiðsforingja, Richard L. Perry að nafni, og tala við liann um mjög áríðandi málefni. Forsetinn felur þarna liðsforingjanum að rannsaka umfangsmikið glæpamál og komast að raun um liverjir sjeu forystumenn illræmds ræningjaflokks, sem undan- farið hefir ráðist á ýmsa ba'nka og rænt þá. Sömuleiðis á liðsforinginn að afla upplýsinga um það, hverjir það eru, sem reka njósnir fyrir þennan liættulega bófaflokk. Perry má gera það, sem honum sýnist, forsetinn lieimtar bara að hann upp- fyili tvö skilyrði; í fyrsta lagi: eng- inn má vita, hvar Perry er niður- kominn nje livað hann gerir; i öðru lagi: Perry má með engu móti setja sig í samband við forsetann nema hann hafi mjög mikilsvarðandi upp- lýsingar fram að færa. Að öllu verð- ur að fara með fullkominni leynd. Ungi liðsforinginn tekur hikiaust við þessu iiæltuiega og leyndardóms- fulia hlutverki, og svo gengur hann út í æfintýrin. Þetta er upphaf myndariiinar, Fyrirskipanir forsetans, sem Nýjn Bíó sýnir bráðum. Það er ekki ráð- lcgt að rekja efni hennar nánar. Allir sjá að hjer er spennandi mynd á fcrð. Aðalhlutverkin leika: fíobert Tayl- or, I)arba\ra Stanwyck og Victor Mc- Laglen. Þegar Jack London var í Korea sem frjettaritari í rússnesk-japanska striðinu kom háttsettur embættis- maður í lieimsókn til hans og sagði honum, að fólk langaði afar mikið til að sjá liann. London fann til sín, að frægð hans skyidi vera komin alla leið til Ivorea og varð við ósk- inni. En þegar hann steig upp á pallinn, sem hafði verið settur upp til að sýna hann á, kom embættis- maðurinn aftur til hans og hað hann um, að taka tennurnar úr munninum á sjer. Fólkið horfði agndofa á liann meðan hann tók út úr sjer tanngarðinn og liann var að cndurtaka þetta livað eftir annað. Það voru fölsku tennurnar en elcki skáldið, sem fólkið vildi sjá.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.