Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.04.1940, Blaðsíða 5
F Á L K I N N o Tiindurduflaveiðari. Myndin er tekin frá öðrum togara í sömu deild. byssunni og snýr henni i allar áttir og það er eins og allir búist við f'iugvjel þá og þegar. Öllum er það nefnilega ljóst, að skeytin geta hafa gefið flugvjelum upplýsingar um stöðu skipsins og þcssa síðustu daga hafa þær haft sig töiuvert í frammi. Einn hásetanna er reiðubúinn að höggva á „troliið,“ ef flugvjel skyldi nálgast, því að þá er um að gera að vera nógu snar í snúningum. Leitinni er hætt og við snúum heim á leið. Á leiðinni heim tek jeg einn hásetanna tali. Hann er á frí- vakt. Jeg spyr hann, hvað honum þyki mest þreytandi við tundur- duflaveiðarnar. — Mjer þykir það verst af öllu, svarar hann, að mega búast við því dag eftir dag og viku eftir viku að vera sprengdur i loft upp. En það sem er mest þreytandi, eru þó dag- ar eins' og dagurinn i dag, þegar ekkert skeður. Og jeg, sem þóttist hafa lent i miklu æfintýri að hafa verið heilan dag um borð í tundurduflaveiðara! Þetta kallar hann að ekkert beri við. Þegar komið er undir Jand, fara sjómennirnir að tína af sjer vos- klæðin, fyrst beltin, þá stakkana og loks gúmmístígvjelin, og um jiað leyti sem við leggjumst að bryggju, eru þeir komnir i sitt fínasta púss, að minsta kosti þeir, sem eiga frí- vakt. Hinir verða kyrrir um borð i nótt, þvi að áður en þeir komast í ró, verða þeir að vera búnir að koma öilu í lag um borð. Það er ekki laust við, að þeir líti öfundar- augum á frívaktina, sem labbar i land i bestu einkennisbúningunum ti! að skemta sjer. Tundurdufl á floti. Togari, sem slæöir iundurdufl. * Allt meö íslenskmn skipnin! NORÐLENSKAR SA6NIR Huldumýri. t Hamars landareign í Laxár- dal í Suður-Þingeyjarsýslu, er hvammur einn fagurgrænn og grösugur, sem nefnist Huldu- mýri. Er það gamalt mál, að huldufólkið eigi blett þennan, og ef hann sje sleginn, verði bónd- inn á Hamri heylaus. Fyrir rúmum mannsaldri síð- an hjó á Hamri bóndi, sem Eyj- ólfur lijet. Var hann búhöldur g'óður og ákafur heyskaparmað- ur og átti jafnan nóg hey í vor- dögum. Aldrei liafði Eyjólfur látið slá Huldumýrina. En sum- ar eitt varð honum það á, að leyfa smádreng, er hann ltafði, að slá hana og hirða og eiga heyið af henni. Vorið eftir var ekki venju fremur heyfrekt, en aldrei þessu vant, skorti Eyjólf á Hamri hey, Kvað liann sjer það mátulegt, því að hann hefði ekki þurft að leyfa drengnum að slá Huldu- mýri — sagði að sig hefði þegar iðrað þess, en ekki kunnað við að skipa drengnum að liætta við það, sent liann var búinn að leyfa. Hefði sjer liðið einkenni- lega itla þennan vetur og vor og fundið, að hann var í ósátl við huldufólkið. — En i kringum Hamar er fallegt og einkenni- legt landslag, og hefir jafnan legið huldufólkstrú á landareign- inni. Þess má geta, að Evjólfur var mesti skýrleiksmaður og laus við alla hjátrú. En vera hans á Hamri sannfærði hann um, að dularverur lifðu í náttúr- unni, og væri margt af þeim i kringum Hamar. (Eftir frásögn Eyjólfs sjálfs.) Mennirnir á Bæjargrundinni. Kristján Sigurðsson frá Hól- um í Laxárdal, er lengi ríkti með rausn og sóma á Grímsstöð- um á Hólsfjöllum, bjó á Hamri í Laxárdal, áður en liann flutti austur í Grimsstaði. Varð Krist- ján oft var við liitt og þctta dularfult umhverfis Hamar, engu síður en eftirmaður lians þar, Eyjólfur sá, er fyr er frá sagt. Flest af því mun gleymt, og ekkert skráð, þvi að ekki var það siður i þá daga að færa í letur dularfulla smáviðburði, nema þá af einstöku fræðimönn- um. En eitt og eitt atvik, er sjónarvottar segja frá, festist i barnsminni og geymist. Og svo er um eftirfarandi smásögu. Kristján bóndi á Hamri stóð einhverju sinni, ásamt vinnu- manni sínum úti á hlaði. Það var sunnudagsmorgun og veðrið blítt og glaða sólskin. Sjá þeir Kristján þá hvár tveir menn koma gangandi framan göturn- ar, sem liggja milli hvamms og hlíða út fyrir neðan Hamar. Voru menn þessir snöggklæddir, í ljósum skyrtum og ninir snotr- ustu, annar vel fullorðinn, en hitt unglingspiltur. Undruðust þeir Kristján þetta, því að þeir höí'ðu ekki sjeð mennina koma framan dalinn, lieldur voru þeir alt i einu þarna á götunni, rjett fyrir sunnan og neðan bæinn á Hamri. Iiitl þótti þeim líka kyn- tegt, að mcnnirnir skyldu vera snöggklæddir, því að langt er til bæja frá Hamri, bæði út og suður, en Laxá i vestri og Ham- arslieiði í austri og dalurinn þröngur og veglaus á milli, nema þessar einu götur. Mennirnir gengu nú áfram út á móts við bæinn á Hamri. Þar voru tveir hestar á beit í bæjargrundinni, staðnæmdust komumenn þessir hjá hestunum og tóku að strjúka þá og skoða og töluðu sín á milli saman, að því er virtist, um hestana.IIeyrðu þeir Kristján og vinnumaður lians glögt málróm mannanna, því að hljóðbært var og skamt ofan til þeirra, en ekki námu þeir þó orðaskil. Er komu- menn höfðu numið staðar hjá hestunum og skoðað þá vand- lega og klappað þeim, lijeldu þeir áfram út göturnar, svo langt sem sjest frá Hamri. Spurðist Kristján bóndi og vinnumaður hans fyrir um menn þessa þegar sama kvöldið, l)æði á Hofstöðum, sem er næsti bær sunnan við Hamar, og á Hólum, sem eru næstir norðan við en enginn hafði orðið þeirra var, nje sjeð til ferða þeirra. Var því álitið að þetta hefðu verið lnildu- menn. (Eftir frásögn sjónarvotta). Draumvísa Stórásbóndans. Guðlaugur Þorsteinsson, bóndi i Stórási á Mývatnsheiði fór liaust eitt með ull til kembingar út í Halldórsstaði i Laxárdal. — Var algengt, að ullin væri látin ; tóvinnuvjelarnar, þegar sama kvöldið, sem hún kom og kemd um nóttina og gisli þá sá, sem ullina átti og eftir henni l)eið á Iialldórsstöðum og fór síðan heim á leið með lopana í býtið næsta dag. — Þetta gerði Guð- laugur Þorsteinsson, gisti á Iiall- dórsstöðum og beið eftir lopan- um til morguns. Tið hafði verið hæg og góð þetta hausl og var jörð ennþá auð. En daginn, sem Guðlaugur fór að heiman tók að snjóa í logni og með kvöldinu livesti dá- litið. En Stórásbóndinn var ekk- ert áhyggjufullur um heimilið, þvi að fje lians alt var skamt frá bæ og elsti sonur lians á fermingaraldri lieima og auk þess var kona hans alvön að líta eftir fjárgeymslu og öðru, ef hann bar frá. Háttar liann nú á Halldórsstöðum og sofnar skjótl og sefur draumlaust fram undir morgun. En þá tekur hann að dreyma. Þykist hann vera stadd- ur þar. sem hann var og híða eft- Frli. á bls. 74.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.