Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Prestur liins lifandi guös. Ldu/eII Thomas: Hinn sílifandi guð MONGOLA Giiðsdýrkun í musteri þar sem sonur hvítu konunnar er ákallaður. IT HINGANFJÖLLIN miklu eru komin að baki okkur. Og að baki okkur er atburðurinn, sem svo marga víðförla menn liefir dreymt um að upplifa, en svo sjaldan upplifað. Bak við okkur er Mongólabærinn Dolin-Nor, undir Khinganfjöllunum, rjett við Gobi-eyðimörldna — en þar halda vísindamennirnir að vagga mannkynsins bafi staðið. Eftir að maður liefir vikum saman þolað allskonar þrautir og þjáningar, dag eftir dag, rak- ið sig áfram einstigin í fjöllun- um og mist bæði menn og skepn- ur, þolað bæði hungur og þorsta, þá verður maður feginn að sjá Dolin-Nor, Mongólabæinn, sem telur um 30.000 ibúa — kletta- bæinn, sem er eigi síður í jörðinni en ofan á. En það merki legasta, sem jeg heyrði í Dolin- Nor var sagan um hvítu konuna, sem var móðir hins hátignaða guðs allra Mongóla. Nútímamenningin er á ný að ryðja sjer rúms í hinu lokaða landi. I Chaoyangfu eru nú bú- settir tveir Evrópumenn, einn Ameríkumaður og nokkrir Jap- anar. En það sem er þarna í fjarska uppi undir fjöllunum, er alt óráðin gáta. Dolin-Nor er æfintýrabær og alveg sjerstak- ur í sinni röð. Maður liristir höfuðið er mað- ur heyrir þessa frásögn — manni finst svo fráleitt, að Mongólar á þessum slóðum leituðu til ann- ara þjóða til þess að finna móð- ur handa endurfæddum guði sínum. Og jafn ótrúlegt er það, að maður í þessum afkima ver- aldarinnar skuli finna skráða helgisögu, sem virðist vera ná- kvæmt afrit af frásögn biblíunn- ar um boðun Mariu. „Om mani padme hum.“ Bæna myllurnar, einskonar smákvarn- ir, sem prestarnir ganga með um göturnar, snúast í sífellu og mað- ur heyrir muldrið í prestunum — „om mani padme hum“. Lhassa, höfuðborgin í Tíbet, er þúsundir mílna frá okkur. Það er margra mánaða leið frá borg Dalai Lama til Dolin-Nor. Og það er sjaldgæft að pílagrimar frá þessum hluta Gobi taki sjer ferð á hendur alla leið til Lissabon Hvað ættu þeir lika að gera þang- að? Þeir viðurkenna að vísu Dalai Lama sem þjóðhöfðingja, en alls ekki sem yfirboðara allra Búddatrúarmanna. Þeir hafa sína eigin trú þarna og sinn eigin guð. Og þessi guð var fæddur af hvítri konu, sem hafði verið alin upp Búdda til lofs og dýrðar og sem aldrei sá annað en klausturmúr- ana og þuldi alla æfi sína bænar- orðin „om mani padme hum“ og sneri bænakvörninni. Mannanna vegir eru undarlegir — furðulegir og stundum ótrú- legir. Eða finst manni ekki furðu legt að guðsmóðir Mongólanna skuli vera rússnesk? Hún getur þakkað munkunum í einmana fjallaklaustri nokkrum dagleið- um frá Dolin-Nor fyrir líf sitt. Foreldrar hennar höfðu verið á leiðinni til Mukden með varn- ingslest en svo liöfðu ræningjar ráðist á lestina og drepið foreldr- ana. En þeir höfðu ekki nent að drepa litlu telpuna þeirra, sem var tíu ára gömid en höfðu liaft liana með sjer vikum saman þangað til loksins að þeir komu í þetta klaustur og afhentu telp- una munkunum í fjallaklaustr- inu. Þeir tóku við telpunni og ólu önn fyrir henni og tilkyntu komu hennar yfirmanni sínum í Dohn-Nor. „Om mani padme hum“. Þús- und sinnum þúsund sinnum hringsnúast bænakvarnirnar. Guð mongólanna er dauður. Og lúðra blástrarnir bergmála í Khingan- fjöllunum og sendiboðar tilkynna andlátið og skipa prestunum að fara til Dolin-Nor og hittast þar. Þeir fara — prestar og munkar —og fjöldi pílagríma slæst í hóp- inn. Áður en eftirmaður guðsins er kosinn er lílc hins látna guðs smurt liátíðlega og sett í graf- hvelfingu, þar sem það átti að geymast um aldur og æfi. Því- næst kjöri ráð liinna æðstu presta rússnesku telpuna, sem nú var orðin stór stúlka, til þess að verða móðir næsta guðs. Var les- inn upp æfiferill hennar frá því að hún kom í klaustrið, og bar bann það með sjer, að hún hafði orðið trúandi á Búdda og rækt allar skyldur sínar og störf í klaustrinu engu síður en presl- arnir. Það var ekki völ á heilag- ari konu en henni, þó að hún væri útlendingur. Ungir og gamlir samþyklu þessa ráðstöfun með því að kinka kolli, enda hafði þetta verið afráðið fyrirfram, svo að engin mótmæli komu til greina. Og nú heyrðist aftur lúðrablást- urinn bergmála i fjöllunum — tilkynning um, að guðsmóðirin hefði verið kjörin. — Voru nú sendir sendiboðar og sendinefnd- ir í allar áttir og til afskektustu fjallabygða, út um eyðimörkina, og í öll klaustur til þess að til- kynna frjettina. í þetta skifti liefði verið valin livít mær, sem ætti að fæða liin nýja guð. Und- irbúningurinn undir þennan at- burð stóð í marga mánuði og loks kom „boðunarvilcan“. Rússneska stúlkan var klædd í hvítan slopp, grönn og spengi- leg, en afar alvarleg á svipinn og sneri bænakvörninni í sifellu. Hún virðist taka því ofur ró- lega, er henni er tilkynt, að hún eigi að ala hinn nýja guð Mon- gólanna. Við sáum hana og töluðum við liana, er lnin var að koma til Dolin-Nor til þess að ráðgast við æðsta prestinn um son sinn. — Hún hafði þegar verið gerð að dýrlingi og fylgdi henni stór hópur af allskonar liirðlýð, eins og hún væri drotning. „Móðir hins lifandi guðs“ heit- ir hún. Hún talar allar mállýskur Mongóla, dálítið í rússnesku og talsvert í ensku hefir hún lært af bókum, sem einhvernveginn liafa komist þarna austur. Hún svarar okkur greiðlega. — Því skyldi hún ekki verða i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.