Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Leyndardómar Nr. 14 Frh. MATSÖLUHUSSINS SPENNANDI SKÁLDSAQA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. fullan, annars verð jeg vitlaus. .Teg þorði ekki að drekka. Þjer munið sjálfsagt eftir yfirheyrslunni á morgun.“ „Já, auðvitað,“ sagði Roger, „mjer er líka stefnt þangað.“ „Já, en það er alveg sama fyrir yður. Þjer komuð eivki fyr en eftir að lögreglan liafði flautað, eftir að lögregluþjónninn hafði fundið líkið. Þeir geta ekfci spurt yður í þaula, pínt yður og plágað og komið yður til að vinna rangan eið og síðan komið yður á höggstokkinn. Þetta geta þeir gert við mig.“ „Verið nú ekki að þessum þvættingi, Jos- eph,“ tók Roger fram í fyrir honum „þjer drápuð ekki Dennett ofursta, eða livað?“ „Nei, það gerði jeg ekki hr. Ferrison,“ sagði Joseph ákafur, „en sannleikurinn er sá, að jeg er eini maðurinn, sem var nálægt og jeg hafði ekki sett kúluna í staðinn fyrir þá, sem jeg skaut, þegar jeg var að reyna skannnbyssuna. En að hugsa sjer, að þeir skyldu finna skammbyssu við hliðina á mjer og einu skoti lileypt af! Það líður mjer al- drei úr huga.“ „Já, en það var svo sem ósköp eðlilegt, að þjer vilduð reyna skammbyssuna yðar,“ sagði Roger, „ef til vill finnið þjer Líka kúLuna, ef þjer Leitið, þar sem þjer skutuðí“ „Þá haida þeir bara, að jeg háfi sett hana þar á eftir. Þeir eru svo fjandi siægir, þessir iögregiumenn. Vitið þjer livað á að gerast á morgun, hr. Ferrison?“ hjelt Josepli áfram. „Lögreglan ætlar að veita frest í málinu. Þeir ætia aðeins að yfirlieyra nauðsynleg- ustu vitni. Dómarinn mun fallast á það. Hann mun gefa lögreglunni viku til liálfs- mánaðar frest, og á þeim tíma geta þeir fundið einhvern, sem þeir geta dæmt sekan og hengt.“ „Já en, Josepli, livernig get jeg hjálpað yður?“ spurði Roger óþolinmóður. „Við höfum öll sætt sameiginlegu skip- broti hr. Ferrison. Við öll hjerna í húsinu.“ Joseph handaði með hendinni. „Rólegur gamall maður eins og offurstinn á enga ó- vini. Þeir hengja einhvern okkar vegna þess arna, verið vissir um það og svo er það bölvuð kerlingin — hún jómfrú Susanna Clewes.“ „Hvað er með liana?“ spurði Roger, „liún ætlaði að trúa mjer fyrir einliverju fvrir mat.“ „Hún sá eittlivað, eða það heldur liún, en enginn getur fengið úl úr henrii livað það var. Alt það sem jeg veit um það er, að húri hefir pantað bil til að aka sjer til yfirheyrsl- unnar. Hún segir, að þjer sjeuð einasti mað- urinn, sem hún geti talað við í trúnaði, en þjer sjeuð áhugalaus fyrir því. Hún segir, að allir föstu leigjendurnir hafi myndað með sjer samsæri. Hún er hættuleg, Sir, það er hún. Hún er gömul eins og sjálfur Metú- salem, og hún hefir góða framkomu. Hún er vel fær um það að fá mann hengdan með kjaftæðinu úr sjer, og koma svo aftur full- viss um það, að þarna liafi hún nú gert það eina rjetta.“ „Jeg skal reyna að fá liana til að tala við mig á morgun,“ sagði Roger. Joseph þurkaði svitann af enninu með vasaklút, sem minti óþægilega á diskaþurku. Roger geispaði. Hann var mjög þreyttur eftir þennan langa og atburðaríka dag. „Já, en heyrið mig nú Joseph, jeg get ekki sjeð, að það þýði nokkuð fyrir okkur að sitja hjer og tala. Einhver liefir myrt Dennett ofursta, það er alveg víst. En það er hvorki þjer nje jeg. Það er alveg sama hvað liitt fólkið segir eða gerir, eða hvað það segir við yfirheyrsluna, það er ekki líklegt, að það geri okkur nokkurn skapaðan hlut til, en við komumst ekkert nær sannleikanum með því að sitja lijer og tala um það. Nú fer jeg í rúmið.“ „Ágætt hr. Ferrison,“ svaraði Joseph dauf- lega, „jeg bið yður að fyrirgefa, að jeg er svona ósfyrkur, en þetta er alt svo undar- legt.“ Á leiðinni upp nam Roger staðar á ann- arri hæð fyrir utan dyrnar hjá Audrey. Hann hlustaði stundarkorn. Hún var búin að slökkva ljósið og ekkert heyrðist. Hann gekk upp á herbergið sitt. Klukkan sló tólf. Hann afklæddi sig og fór í nýju náttfötin sín. Hann teygði úr sjer í rúminu og hann varð þægilega syfjaður. Nú var liann hvíld- ar þurfi. En brátt var hann aftur kaliaður tii veru- leikans á hrottalegan hátt. Það var einhver að reyna að opna dyrnar hjá honum. Rerg- mál af kvenmannsópi, lágu en hryllilegu, hljómaði fyrir eyrum hans. Hann settist upp í rúminu og lilustaði augnablik til að vera viss um að lionum mislieyrðist ekki, svo hljóp liann til dyranna, sneri lyklinum og opnaði. Hann opnaði rjett nægilega snemma til þess,. að grípa Annabel Padgliam og hindra liana í fallinu. Hún var fáklædd og liálf meðvitundarlaus. XV. „Guð hjálpi mér!“ hrópaði Roger, „frú Padgham!“ Hún þreif um axlirnar á Iionuni ekki til þess að faðmá hann, það skildi hann strax, Iieldur af hreinni skelfingu en á þessum æsandi sekúndum voru skilningar- vit lians þó nægilega næm, til þess að verða vör við fótatak, sem skyndilega nam staðar fyrir neðan stigann. „Hver er þar?“ hrópaði hann og hallaði sér út yfir stigahandriðið. Ekkert svar. Roger hristi hinn hálf með- vitundarlausa líkama, án þess að vita, hvað hann ætti eiginlega að gera. „Hvað eruð þjer að gera lijerna uppi?“ spurði hann, „hver elti yður?“ „Tom“ hvíslaði liún, „jeg varð alveg utan við mig af skelfingu. Jeg hljóp hurtu.“ „Já en hvað viljið þjer mjer?“ sagði hann hranalega. „Jeg vil yður ekivert“, stamaði liún, „jeg varð hara að ná í einhvern. Jeg var hrædd. Jeg var að leita að jóriifrú Cleys“. „Herbergið hennar er við liliðina á minu,“ sagði Roger,“ en livað í ósköpunum viljið þjer veslings gömlu konunni á þessum tíma nætur? Eru allir orðriir vitlausir hjerna. Hvað er eiginlega að manninum yðar?“ „Það líður yfir mig, ef jeg get ekki sest niður,“ tautaði hún. Hann náði i stól iianda lienni innan úr herhergi sinu. Setti liann við stigaskörina og ljet dyrnar standa opnar, svo að hreiriá loftið frá glugganum gæti leikið um liana. Hann hallaði sjer út yfir handriðið. Fóta- takið var þagnað, en hann heyrði að dyr voru opnaðar og þeim lokað aftur hljóð- lega, einhvers staðar niðri. 1 gegnum op- inn gluggann heyrðist klukkan slá þrjú. „Jeg víldi óska . . . . “ liann liætti við það, sem hann ætlaði að segja. Það var víst eitt- hvað óþægilegt. Breskir slórskotaliðsmenn að æfingum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.