Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Um víða veröld. hafði gert ínjer von um að liafa út úr henni. En jeg' lijelt henni í óvissu eitt augnablik. Svo sagði jeg að síðustu: — Jæja, við segjum þá tutt- ugu þúsund. Þjer náið straks í peningana og hafið þá til reiðu þegar jeg kem. Hvenær ætti það að vera? — Jeg kæri mig ekki um að neinn sjái yður. sagði hún. — Vinnukonan mín er tortryggið, gamalt liró, sem þykist ekki of góð til þess að lilera við skrá- argöt. Hún liáltar um niuleitið. Komið milli liálftíu og tíu. Berj- ið á gluggann sem ljós er i, og liafið hrjefin með. —Goll og vel, þá kem jeg. En ef yður skyldi detta í lmg að leggja lögreglugildru fyrir mig, þá þarf jeg víst elcki að minna yður á livaða þýðingu það hefði fyrir yður sjálfa. Hún horfði beint framan í mig. — Þakka yður fyrir, mjer er það vel ljóst. Verið þjer sælir. Jeg lyfti hattinum. Þetta virt- isl ætla að ganga eins og í sögu. Jeg gat ekki annað en dáðst að því hugrekki, sem þetta gamla morðkvendi hafði sýnt. .Teg vissi ekki þá, að jeg átti eftir að dást meira að henni .... Klukkan tíu mínútur i tíu sama kvöld fór jeg til frú Hop- ton. Hún heyrði til mín i garð- inum og kom strax og opnaði dyrnar. Hún fór með mig inn i herbergi til liægri, bauð mjer sæti og settist sjálf. Svo opnaði Jiún litla tösku og tók upp pen- ingana. Fáið mjer þá brjefin, sagði bún. Við skiftumst á brjefunum og peningunum. Alt virtist leika í lyndi. Hún hrendi brjefunum í kamínunni, og jeg tók eftir því að nýlega liafði öðrum pappír- um verið brent þar. — Jeg býst við að þetta sam- tal sje yður jafn ógeðfelt eins og mjer, svo jeg ætla að bjóða yður góða nótt, sagði jeg. Hún opnaði töskuna og tók upp skammbyssu. — Nei, sagði hún, — verið þjer rólegur, maður minn. Jeg skal segja yður — þjer höfðuð ekki öll brjefin .... vinnukon- an min hafði sum, hvernig hún hefir náð þeim, veit jeg ekki, en hún liefir lcúgað af mjer fje ár- um saman. Jeg hatt enda á þau viðskifti rjett áður en þjer kom- uð. Eftir dálitla stund mun lög- reglan finna líkið hennar í her- bergi sínu. Augnablik. Hún tók eldskörunginn og lamdi sjálfa sig fasl á þá hendi sem hjelt á skammbyssunni, án Jiess þó að sleppa henni. Síðan lók liún símtólið og sagði bara þetta eina orð: Lögregla. Hún fjekk strax samband og sagði: Það er frú Hopton. Maður hefir l)rotist inn hjá mjer og drepið vinnukonuna og rænl mig. Jeg Iield honum í skefjum með lians eigin byssu. Flýtið vkkur! Hún snjeri sjer að mjer: Kom- ið svo með peningana, sagði hún róleg'a. — Þjer hafið tvær mínút- ur til að sleppa áður en lögregl- an kemur. — Fíflið yðar, hrópaði jeg. — Þjer hafið lagl snöruna um yðar eigin liáls. — Nei, svaraði hún rólega, — um yðar háls. Hvi skyldi þetla ekki vera yðar byssa? Jeg get skýrt það fyrir lögreglunni að fingraförin mín sjeu á henni af því að jeg hafi hrifsað hana af yður. Þá gripuð þjer skörunginn og börðuð mig með lionum og jeg bar hendina fvrir mig .... Jeg var búinn að fá nóg, og kastaði seðlabunkanum á borð- ið, þá greip hún seðlana og dreifði þeim yfir alt gólfið. Jeg var ekki kominn nema út i forstofuna, þegar dyrunum var lirundið upp upp og tveir lög- regluþjónar gripu mig. Þeir fóru með mig inn i stofuna og mjer til uiídrunar sá jeg gömlu kon- una liggja meðvitundarlausa á gólfinu. Hvort það voru látalæti eða ekki vissi jeg ekki þá. En það var ekki svo, því að seinna fjekk jeg að vita að hún hefði dáið af hjartaslagi um nóttina. Og nú sit jeg lijer. Eriginn trú- ir mjer, þótt jeg haldi áfram að segja: Það var ekki jeg. Það var liún sjálf, sem myrti vinnukon- una sína! Kviðdómurinn er á annari skoð un. Það er til lilutur, sem kall- ast likur, og jeg verð að viður- kenna, að jeg hefi likurnar á móti mjer. Og eftir tvo tima er alt búið. Þessi unga stúlka lieitir Gunncl Mattson, er finsk, 18 ára að aldri. Hiin átli heiina 1 Áho, þegar styrj- öldin stóð ínilli Rússa og Finna og var hún brunabílstjóri og ólc yfir- manni sínum milli hinna brennandi húsa, sem íkveikjusprengjurnar höfðu kveikt í. Sýndi luin jafnan óbilandi kjark í þessu vandasama slarfi. Egils ávaxtadrykkir Hvernig Kaffið uppgötvaðist. Það var munkur einn, Hadji Omar að nafni, sem uppgölvaði kaffið ár- ið 1285. Og af því að munkur ]>essi var frá Mokka, þá fjekk kaffið þetta nafn víða. Fundurinn atvikaðist þann ig, að Hadji Omar hafði vilst út í eyðimörk á ferðalagi og var aðfram- kominn af liungi. Fann hann þá litt- ar baunir og reyndi að jeta þær til að seðja liungur sitt, en komst að þeirri niðurstöðu, að þær voru svo rammar, að ekki væri hægt að jeta þær. Datt honum þá í lnig að steikja baunirnar og sjóða þær svo í vatni. Þetta var fyrsta kaffihitun- in í veröldinni. Ekki var Omar hrifin af kaffi- bragðinu, en honum fanst hann hress ast eftir að hann hafði drukkið seyð- ið og lijelt því að það væri nærandi. Þcgar hann kom aftur til Mokka hit- aði hann því kaffi og bauð ýmsum. Og síðan breiddist kaffið smátt og smátt út um heiminn þó að hægt færi. Gleraugun og tískan. Á 17. öld var það tíska á Spáni að nota gleraugu, hvort menn þurftu þeirra eða ekki, og var maðurinn talinn því göfgari því stærri gler- augu sem liann liafði. Var þess strang lega gætt, að mönnum af lágum stig- um væri ekki leyft að nota stór gleraugu og voru nákvæmar reglur settar um þetta. Gleraugun voru þvi sýnilegur vottur um tign og metorð þeirra sem hlut áttu að máli. Gleraugun voru lika notuð á lik- an liátl og orður eru nú á dögum. Menn voru í viðurkenningarskyni sæmdir leyfi til þess að ganga með gleraugu af ákveðinni stærð. Merkilegt kaffihús. Við eina fegurstu götu Rómaborg- ar, Via dei Condotti, stendur kaffi- húsið „Antico Caffé Greco“, sem eitt af elstu kaffihúsum í heimi. í upphafi hjet það „La Barcaccia", en fjekk síðar núverandi nafn sitl eftir grískum manni, sem kom til Róin um 1790 og seldi þarna tyrkneskt kaffi í smáum stil. En áður en leið á löngu fóru listamenn ýmsir að venja komur sínar á þetta litla kaffi- hús og það varð tíska að koma þang- að. Óx það mjög' og færði út kví- arnar og er enn eitt af frægustu kaffihúsunum í Róm, jafnframt því að það er or'ðið einskonar lista- og fornmenjasafn. Þarna er fult af alls- konar höggmyndum, gömul bliknuð málverk hanga á veggjunum ásamt fjölda af smámyndutn. í „almenn- ingsvagninum“ — en svo var einn salurinn kallaður, eru allir veggir þaktir af myndum af frægum mönn- um, sem fyrrum hafa verið l'asta- gestir á kaffihúsinu. Þar er til dæmis vangamynd af Thorvaldsen. Þegar hann dvaldi i Róm hafði liann vinnu- stofu þarna skamt frá, í Palazzo Bar- berini, og skrapp oft á dag út á kaffi- húsið eins og hann stóð, í inniskóm, slopp og með flókahúfu. Þarna sat hann stundum með H. C. Andersen sem skrifaði ýms æfintýri sin á Caffé Greco. Og við eitt kringlótta ])orðið var sæti Göethes. Á þessu kaffihúsi samdi hann nokkurn hlut- ann af „Tasso“ og síðasta þáttinn af „Tphigene". Ekkert kaffihús í lieimi hefir liaft jafn mikinn fjölda frægra gesta og „Caffé Greco“. Auk áðurnefndra komu þangað Ricliard Wagner, Liszt, Lúðvík I. Bajarakonungur, Rossisi, Mendelssohn, Goldoni, Goun- oud, Scopenhauer, Lenbach, Gogol, Mark Tvvain og Byron. Þangað kom líka oft á sinni lið ungur prestur, sem var kennari við l)ýska skólann, er var þarna eigi langt frá. ltann sagði frá því síðar, að hann hefði varið peningum þeim, sem nemendur hans gáfu honum, til þess að kaupa sjer góðar bækur „og drekka góða kaffið á E1 Greco“. Prestur þessi hjet Givanni Pecci, en fleiri kannast við hann undir nafn- inu Leo páfi þrettándi. /V/V/V/V/V Fuglinn er mathákur. Sumar húsfreyjur hafa það fyrir sið, að segja við gesti sína að þeir borði eins og fugl, ef þeim finst þeir l)orða lítið. En ef gesturinn vissi um matarlyst fuglanna hefði liann á- slæðu til að taka slík ummæli ó- stint upp. Því að það fer fjarri því, að Yuglarnir sjeu neyslugrannir. Þeir eru mestu mathákar. Maður, sem borðar „eins og fugl“, yrði að gleypa 13—15 kíló af mat á dag ef hann ætti ekki að verða eftir- bátur fuglsins. Og það yrði dýrt að hafa slíkan mann í kosti með mjólk- urverðinu og ketverðinu, sem nú er í henni Reykjavík. Flestir mundu verða að fá drjúga kauphækkun til þess að geta dregið fram lífið. Með tilraunum hefir tekist að sanna að fuglinn jetur sem svarar fimtungi þyngdar sinnar á dag, svo framarlega sem liann getur náð í nægilegt lil matar. Villifuglar verða að sjá sjer fyrir fæðu sjálfir, en þeir eru líka allan daginn að jeta og háfa sarpinn fullan til næturinnar. Því minni sem fuglinn er því meira get- ur hann melt og jetið, að tiltölu við þyngd sina. Þýskur vísindamaður hafði nýlega kanariufugl til rann- sóknar i mánaðartíma og komst að inerkilegri niðurstöðu í þvi efni. Fuglinn vóg 10 grömm, en þennan mánuð át liann 512 grömm eða 32- falda þyngd sina. Hefir hann þvi jetið rúmlega þyngd sína á hverj- um degi. Það þyrfli því sannarlega liraust- menni lil að „jeta eins og' kanari- fugl“. Enginn matgoggur í heimi gæli lekið það a'ð sjer. Robinsoneyjan sem heilsuhæli. Stjórnin í Chili hefir áformað, að gera eýjuna Juan Fernandez, sem fræg er úr sögu Robinsons Krusoe, að dvalarstað fyrir heilsuveilt fólk og koma þar upp hælum og hótellum fyrir þá, sem vilja hvíla sig í faðmi náttúrunnar fjarri skarkala veraldar- innar. Juan Fernandes liggur 000 km. undan landi í vestur frá Val- pareiso og er 20 km. á lengd en 7 á breidd. Þar er ágætt loftslag og frjósemi mikill, vaxa ferskjur, perur, vínviður og aðrir ávextir þar sjáll'- krafa og af dýrum lifa þar svin, geit- ur og hestar. Fiskgnægð mikil er í sjónum umhverfis og selveiði mikil. Fyrir 00 árum gerði stjórnin til- raun til að byggja eyjuna og gaf flokki landnema ókeypis far þangað, en sú tilraun mistókst þrátt fyrir alla frjósemina. Síðan var það tíðkað að senda afbrotamenn lil Juan Fern- andez.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.