Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N R. M. Burrage: 2 STUNDUM FYRIR AFTðKUNA Eftir tvo klukkutíma á jeg að þola dóm, sem kurteislega kail- ast „strangasta liegning lag- anna“. Tveir fangaverðir eru hjá mjer í klefanum. Það eru allra almennilegustu náungar. Þeir spjalla við mig þegar jeg vil tala, og þeir þegja þegar jeg liefi ann- að að gera — eins og til dæmis núna, meðan jeg er að skrifa. Þeir kenna sjálfsagt í brjósl um mig, en reyna að sjálfsögðu að láta ekki á því bera. Fangelsispresturinn er líka vænsti maður, en liann álítur mig sjálfsagt forhertan, af því að jeg vil ekki játa á mig glæp, sem jeg liefi ekki drýgt. Jeg get einungis staðið við það að jeg er ekki morðingi heldur og það er i augum margra enn- þá verra — fjárkúgari, og það er vist því miður ekki neitt sjer- staklega lieppilegur aðgöngumiði að himnaríki. Jeg komst inn á þá braut á einkennilegan, já næstum því ó- trúlegan hátt. Hvort sem þjer trú ið mjer eður ei það er samt satt. Á þeim timum var jeg ungur maður, og mig vantaði peninga. Allskonar erfiðleikar höfðu ldað- ist á mig —• jeg varð að ná i nokkur þúsund krónur, og mjer fanst að jeg gæti alveg eins vel óskað mjer heillar miljónar. Hvorttveggja var jafn vonlaust. Eitt kvöld þegar jeg var á leið lieim með neðanjarðarbraut- inni, fjekk jeg sæti við hliðina á stórum, rauðbirknum manni í ljósgráum fötum. Hann virtist vera efnaður og ánægður með sjálfan sig. Það er að segja þangað til jeg ávarpaði liann. Jeg veit ekki bvernig í fjandanum mjer datt það i hug, en jeg sneri mjer alt i einu að honum og sagði: - Heyrið þjer, jeg vildi gjarn- an fá tuttugu þúsund krónur. Hann hvorki hló nje sagði: Það vildi jeg líka gjarna. Nei, liann varð grænn i framan og gafst þannig upp, upp á náð eða ónáð. — Hversvegna? spurði hann. — Ó, það vitið þjer víst vel, var jeg svo snarráður að segja. Hann varð svo undarlega ó- styrkur og fór að fitla við hatt- inn sinn. Guð má vita hvað liann hafði á samviskunni, eða hvað hann hjelt að jeg vissi. Jeg veit það ekki og fæ aldrei að vita það. — Mjer þykir líklegt, sagði hann skjálfraddaður, — að ef jeg borga yður nú, þá munuð þjer halda áfram að flá mig það sem eftir er æfinnar. — Nei, sagði jeg. — Að við- lögðum drengskap geri jeg það ekki. Hann brosti ofurlítið að síð- ustu orðunum. — Að viðlögðum drengskap — já, einmitt! sagði hann í tón sem gerði mig graman. Jeg gæti hafa lamið liann. — Mitt drengskaparoj’ð getur vai’la verið öllu ljelegra en yðar, sagði jeg. Þetta kom við hann. — Hverjum og liverl á jeg að senda þessa peninga. Jeg gaf honum falskt nafn og nafnið á pósthúsinu i mínu hvei'fi. — Peningarnir skidu vera komnir þangað á morgun kl. 5, sagði hann. En jeg vara yður við því, að reyna þetta aftur. Jeg liefi gasofn lieima lijá mjer, og þjer vitið, að sjálfsmorðingjar liafa stundum þann leiða vana að láta eftir sig brjef. Það var veitingahús á rnóti pósthúsinu, og þar sat jeg klukku tímum saman daginn eftir til þess að hafa gætur á pósthúsinu og aðgæta hvort allir, sem færu þangað inn, kæmu út aftur. Að siðustu berti jeg upp hugann, fór inn og spui’ði eftir brjefi með þessu nafni, sem jeg hafði gefið upp. Undur og býsn það var þar! og i umslaginu lá upphæðin — tuttugu þúsund krónur í fimm- hundruð og hundraðkróna seðl- um. Ekkert brjef með. Einungis peningarnir. í fyrstu var jeg dálítið hrædd- ur við að skifta þeim. Það gætu verið stolnir peningar. En það var óþarfi að vera hræddur. Bankarnir liöfðu ekkert við pen- ingana að athuga. Þetta gaf mjer hugmynd um hvað hægl væri að gera með dá- litilli framtakssemi. Það er jafn erfitt að fá viðurkenningu í þeirri stjett þjóðfjelagsins, seni kallast glæpamenn, eins og að fá að- gang að hinu svokallaða heldra fólki og höfðingjasleikjum í sveitaboi’g. Hvorirtveggju eru jafn tortryggnir, þangað til að maður er búinn að sanna, að maður sje sá, sem maður þykist vera. í mínu falli, að jeg í raun og veru væri glæpamaður en ekki útsendari lögreglunnar. Nú liafði jeg minar framtíðar- áætlanir, og fór að sækja skugga- Iggar krár í Estend. Jeg var ekki nógu duglegur til þess að gerast falsari, og ekki nógu fimur eða hugrakkur til þess að gerast inn- brotsþjófur. Fjárkúgun var mitt rjetta fag. Jeg liafði liina rjettu prúðu og lipru framkomu. Það átti best við mig að kaupa óþægi- leg brjef og selja þau með ágóða. Svívirðileg atvinna segja menn en þá þarf fólk ekki að vera að hafa prakkaraskap í frammi og li’úa pappírnum fyrir þvi. Það er heimskulegt og lieimskan iiefnir sín. Svo bar svo við, að jeg hitti náunga sem var kallaður „Sápu- glyrna“, um leið og hann var að koma út úr tugthúsinu i fimta sinn. Jeg gaf honum glas við og við og lánaði honum nokkrar krónur. Að síðustu trúði jeg honum fyi-ir því hver atvinna mínværi, og fyrir hundrað ki’ónur kynti hann mig manni, sem liann sagði að væri „sá rjetti maður fyrir mig.“ Svona fangelsi em sögð vera hin verstu píslartæki. En þau luifa iil skamms tími verið notuð á Suðurhafseyjunum. Þetta er í rauninni ekki annað en rimlakassi, sem stendur undir hern lofli og líða fangarnir, sem í þeim \eru látnir húa, hin- ar verstu kvalir, þegar mjög heitt er í veðri, því að þetta er „skúti, sem er títið berti en úti“. Þessi kunningi liafði komist yf- ir nokkur brjef, sem liann við- urkendi að hann ekki almenni- lega þyrði að notfæra sjer. Lög- in taka ekki neinum silkihöusk- um á fjárkúgurum. Brjefin voru stíluð lil ein- livers hr. Oakay, sem nú var dauður, og þau voru frá einliverri Emily IJopton frá Purlington í nágrenni London. Báru þau greinilega með sjer, að frú Hop- ton hefði myrt mann sinn á eitri, og að liún hefði gert það vegna Oakeys. Hversvegna þau giflust ekki, er mjef ekki ljóst. Kannske liefir elvki orðið af brúðkaupinu vegna láts Oakeys, eða kannske hefir Oakey ekki viljað hætta á að fá sjálfur sömu útreið og hr. Ilopton. Áður en jeg keypti brjefin fór jeg út í Purlington og gerði mín- ar atliuganir í kyrþey. Frú IJop- ton bjó þar i litlu, snortu liúsi í’jett hjá brautarstöðinni. Jeg fjekk að vita, að hún væri rík og góðgerðasöm og í miklu áliti lijá sóknarpfestinum. Það gat ekki verið betra. Hún var einmitt sú tegund, sem jeg helst hefði gelað óskað mjer. Fullþi-oskað epli, sem mundi delta niður úr trjenu við minstu viðkomu. Jeg gaf líka gætur að frúnni persónulega. Hún var mjög hæg- fara og feitlagin meir en í með- allagi. Ennfremur tiltakanlega ófríð, að því athuguðu að bún skyldi láta ástríður hjartans leiða sig út i það að drýja morð. Svo ávarpaði jeg hana einu sinni snennna dags, þar sem liún vafraði eftir götunni með körfu ’á liandleggnum. -— Frú mín, sagði jeg, — jeg' liefi dálítið, sem jeg vildi gjarn- an selja yður. — Þakka, en jeg vil ekki kaupa neitl, svaraði hún kuldalega. — Þetta er víst hygt á mis- skilningi, sagði jeg. — Það ræðir bjer um plögg, sem hafa fundist meðal eftirlátinna muna Oakey lieitins. Ef þessi brjef kæmust i annara hendur mundi það verða yður mjög óþægilegt. Jeg lield að öruggast væri að þjer hefðuð þau sjálf* Það sásl engin svipbreyting á henni. Augun drógust einungis örlitið saman. — IJvað viljið þjer fá mikið? spurði hún blátt áfram. — Þrjátiu þúsund krónur, frú mín. Húu svaraði með litlum, þui’rum hlátri; - Þjer hafið vísl mjög háar hugmyndir um mín- ar fjárliagsástæður. En þjer gel- ið reitt yður á, að ef jeg færi í Ijankann núna, þá gæti jeg ekki fengið meira en tuttugu þúsund. Jeg hafði á tilfinningunni að hún segði satt. Jeg liugsaði mál- ið. Þótt jeg lækkaði mig niður í tuttugu, þá var það meir en jeg

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.