Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Friðfinnur Guðjónsson, leikari, verður 70 ára 21. þ. m. DE FONTENAY. Frh. af bls. 3. þessu eru sett fram frumleg viðhorf til fagurfræðilegs mats á skáldskap Jónasar Hallgrímssonar, litarlýsing- um hans, skáldskaparnýgervingum hans og málhreinsun. í Skírni 1933 birtist ritgerðin ,,Arabisk menningm-áhrif“. Hefir ritgerð þessi nokkuð breytt verið prentuð á dönsku i „Dansk-islansk Samfunds Aarbog“ 1934. Þetta er fyrsta greinargerð um orð af ara- biskum uppruna í norrænum málum og fyrsta safn slíkra orða, er út hefir komið. Fylgir þar með menn- ingarsögulegt mat og niðurskipun. Ritgerðin ,,Höfðingjabragur með Aröbum og Islendingum“ kom í Skírni 1934. Er þetta samanburður á menningu og hugsunarhætti forn- Araba og forn-íslendinga og er bent á ýmislegt svipað, sem talið er stafa frá því, að báðar þessar þjóðir búa að vissu leyti við svipuð náttúru- skilyrði og lífskjör. Það er fjöldamargt fleira, sem hontenay liefir skrifað, þótt ekki sje rúm til þess hjer að drepa á fleira. Það sem hann ritar um málfræði- lcg efni er aðallega um orðmyndun- arfræði og samanburðarmálfræði. Hefir liann sjerstaklegan áhuga fyrir svokölluðum menningarorðum (Kul- turord), sögu þeirra og uppruna. Af íslenskum efnum er íslenskur skáld- skapur að fornu og nýju helsta hugðarefni lians. — Þjer eruð vel að yður í forn- málunum eigi síður en öðrum aust- urlandamálum, er ekki svo? spyr jeg de Fontenay. — Ennþá les jeg Homer mjer til ánægju á grísku, svarar sendiherr- ann. — Auk þess les jeg auðvitað latinu einnig hebresku og tyrknesku og öll rómönsk mál. — Hvernig hafið þjer kunnað við yður lijer á íslandi? — Jeg hefi altaf kunnað vel við mig hjer. Jeg hefi ferðast mikið og kynst landi og þjóð og eignast góða vini til sjávar og sveita. Vil jeg nota tækifærið til að biðja yður að flytja gegnum blað yðar kærar þakkir öll- um vinum mínum nær og fjær á íslandi, fyrir gott samstarf, gestrisni og vináttu. Jónas Kristjánsson, læknir, Grettisg. 71, verður 70 ára í dag (20. þ. m.). Stefán Gunnarsson, kaupm., verður 60 ára 26. þ. m. Um leið og Fálkinn kemur þessari hlýju kveðju sendiherra frændþjóð- arinnar áleiðis, vill hann óska de Fontenay allra heilla á sextugsaf- mælinu. R. J. Boðhlanp kringnm Reykjavík. Boðhlaupið kringum Reykjavik liefir aðeins farið tvisvar fram, en er engu að síður orðið einn aðal- þátturinn i starfsemi fjelaganna. í vor hlupu fjórar sveitir, og sigraði sveit K. R. í fyrra kepptu tvær og sigraði þá Ármann. Var einnig búist við að Ármann ynni í ár, en öllum til undrunar vann K. R. eftir geysi- harða keppni við Ármenninga. — Hjer birtist mynd af sveit K. R., sem vann hlaupið. Hlaupararnir eru, efri röð frá vinstri: Baldur Jónsson, Guðmundur Gíslason, Karl Maack, Ásgeir Guðjónsson, Sigurður Finns- son, Knútur Hallsson, Gunnar Huse- by, Þorsteinn Magnússon og Rögn- valdur Gunnlaugsson. í neðri röð frá vinstri: Sverrir Jóliannesson, Jó- hann Bernhard, Óskar A. Sigurðsson, Indriði Jónsson og Anton B. Björns- son. Á myndina vantar Georg L. Sveinsson. Emanúet Cortes, yfirprentari í Gutenberg, verður 65 ára í dag ' (20. þ. ,m.). ilsherjarmót Í.S.Í. í ór var búist við skemtilegu og spennandi Allsherjarmóti. Stigakepn- in varð þó ekki eins liörð og húast mátti við, en mótið var engu siður hið besta og árangrar góðir. Hjer hirtist mynd af sveil K. R., sem vann stigakeppnina. Mennirnir eru, aftasta röð frá vinstri: Sigurður Ól- afsson, Georg L. Sveinsson, Óskar A. Sigurðsson, Indriði Jónsson, Tryggvi Benediktsson og Þorsteinn Magnússon. Miðröð frá vinstri: Anton Björnsson, Haukur Claessen, Jóliann Bernhard, Sveinn Ingvarsson, Sigurð- ur Finnsson, Ingvar Ólafsson, Vil- hjálmur Guðmundsson og Helgi Guð- mundsson. Fremsta röð frá vinstri: Kristján Vattnes, Benedikt Jakobs- son, Erlendur Ó. Pjetursson, Sigurð- ur S. Ólafsson, Magnús Guðbjörns- son og Rögnvaldur Gunnlaugsson. Best er að auglýsa í Fálkanum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.