Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.09.1940, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Theodór Árnason: Merkir tónlistarmenn lifs og liðnir. Niels W. Gade 1817—1890. Við hlið Hartmanns gamla var Gade merkastur fulltrúi liinnar róm- antisku stefnu í danskri tónlist, og fyrstur varð hann danskra tónskálda til þess að vekja verulega atliygli crlendis á danskri tónlist. Því að þó að iiann dáði „Leipzig-skólann“ (Mendelssolin, Schumann), og og ó- tvírœtl gœti áhrifa þaðan í tónsmíð- um tíades, átti iist hans rætur í danskri náttúru og danskri þjóðar- lund. Og líklega er það einmitt merk- ast í fari hans sem tónskálds, hvern- ii/ hann notaði hið þjóðlega ívaf i liinar stærri tónsmiðar sinar (t. d. symfóníunum í c-moli, B-dúr og h-moll, „Elverskud“ o. s. frv.), og að þessu ieyti var hann brautryðj- andi. Hann lijet fullu nafni Niels W'il- helm Gade og var fæddur í Kaup- mannahöfn 22. febrúar 1817. Var faðir hans kominn af jósku i'ólki, en hafði tekið sjer bólfestu i Kaup- mannahöfn og gerst hljóðfærasmið- ur. Stóð það til, að sonur hans lærði þessa list-iðn og ynni síðan með föð- ur sínum, og á verkstæðinu byrjaði ungi Gade að vinna um fermingar- aldur. En listhneigð hins unga manns kollvarpaði þeim fyrirætlunum áð- ur en varði. Einhverja tilsögn liafði hann fengið á fiðlu, kornungur, og liafði unað við það i öllum tóm- stundum sínum, að æfa sig á hljóð- færið, sem fljótlega virtist leika í liöndum hans. Og að því kom svo, að það þótti sýnt, að hann hefði alveg frábæra tónlistarhæfileika, og var honum þá komið fyrir hjá liesla kennaranum, sem völ var á i Ivaup- mannahöfn (Wexscliall koncertmeist- ara) og á tiltölulega skömmum tíma varð hann svo fær fiðlari, að hann var látinn leika einleik á opinber- um liljómleikum hljómsveitar kgl. leikhússins, en þar var hann þá orðinn varamaður (1C ára) eða „lær- lingur“, — og háfði honum tekist með ágætum vel. Hann var nú liætt- ur að vinna á verkstæðinu og gat gefið sig allan að tónlistarnáminu og dró ekki af sjer. Samhliða fiðlu- náminu, naut liann tilsagnar Ber- greens prófessors í hinum æðri vís- indum tónlistar, og er sagt að Ber- green liafi verið honum góður vin- ur og leiðbeinandi, og hafi hann stutt Gade með ráðum og dáð, þeg- ar liann var að stíga fyrstu sporin á listamannsbrautinni. Fyrstu tónsmíðar Gades, sem prentaðar voru, voru sönglög (1838) og þeirra á meðal liið alkunna lag „Paa Sjölunds Fagre SIelter“. Og næstu ár komu fram á konunglega ieikhúsinu leiksviðstónsmíðar eftir hann, sem fengu mikið lof, Aladdin og ballettinn Fœdrclaiulets Muser). Árið 1840 efndi tónlistafjelagið danska til verðlaunakepni og hjet 25 dúkata verðlaunum fyrir besta forleik (Ouverture), sem fram kynni að koma. Af þessu tilefni samdi Gade þá forleikinn Nachkliinge vun Ossiatn. Dómararnir voru þýskir tón- snillingar (L. Spohr og Schneider), og luku þeir miklu lofsorði á þessa tónsmið Gades og dæmdu honum verðlaunin. Ári síðar var tónsmíð- in flutt opinberlega og vel lekið. En eftir þennan atburð, var Gade skipað við liáborð danskra tónskálda. Og birtist nú eftir hann hver tónsmíð- in á fætur annari, t. d. nýtt safn sönglaga, sem Gade tileinkaði Weyse, sónata fyrir píanó, og leiksviðstón- smíðar við teksta eftir H. C. Ander- sen og Oehlenschiager. En það verk- ið, sem fyrst varð til þess að kynna Gade erlendis og ávinna honum frægð, var symfónía í c-moll. Tón- listarfjelagið danska hafði hikað við að taka hana til meðferðar, en Gade sendi þá liandritið til Mendelssohns í Leipzig, sem tók því tveim höiul- um, og rjeði því, að symfónían var flutt á Gewandhaushljómleikunum 2. mars. 1843, og henni tekið með miklum fögnuði. Þetta var ákaflega þýðingarmikill sigur fyrir Gade. Og nú stóð ekki á þvi, að verkið yrði flutt heima, og var það gert þegar J)á um haustið. Gade var nú veittur styrkur af opinberu fje til utanfarar, og fór hann til Leipsig 1844. Men- delssohn tók lionum opnum örmum og kom þvi til leiðar, að symfónían var flutt í Leipzig í annað sinn, og að Gade stjórnaði þá hljómsveitinni sjálfur. í Leipzig tókst og l)á vinátta með þeim Schumann og Gade, og rit- aði Schumann mjög lirifningar- þrungna grein um hinn gáfaða, danska tónsnilling, og líkti meðal annars hugkvæmni hans við norður- ijósa-leiftur. Gade hjelt síðan áfram ferð sinni til Ítalíu og dvaldi þar um sinn, en fór svo aftur til Leipzig. Var hann l)á ráðinn til þess að stjórna Gewandhaushljómleikunum veturinn 1844—45, i fjarveru Mendelssohns. Sýnir þetta vel, hve mikið traust og álit Gade hafði þá þegar unnið sjer, því að þetta var mjög virðulegt starf og vandasamt. Auk þess gegndi liann þennan vetur kenslustörfum við tón- listarháskólann í Leipzig, sem þá var nýstofnaður. Árin, sem Gade dvaldi i Leipzig, saiiidi hanav margt tónsmíða í „stóru broti“ og af ýmsu tagi, og gætir þar mikið áhrifa frá Mendelssolin, —- meistaranum, sem liann dáði svo mjög og þótli vænna um en alla menn aðra. En þegar styrjöldin hófst, 1848, fór Gade heim til Danmerkur og biðu hans þar mörg og merk við- fangsefni. Ekki livað síst þótti feng- ur í því, að fá með honum þraut- reyndan og frægan hljómsvei’tarstjóra, og árið 1850 tók hann við hljóm- sveitarstjórn í tónlistafjelaginu danska og hóf hljómsveitina svo til vegs, að vel þótti standa á sporði liinum bestu hljómsveitum erlendis. Og nú varð tónlistarfjelagið sem tæki í höndum Gades til þess að blása nýju lifi í danskt tónlistarlíf og setja á það nýjan svip, bæði með því að' ftytja sin eigin verk og kynna hin stærri verk erlendu meistaranna, sem tón- listaáheyrendur í Kaupma.nnahöfn höfðu ekki haft kynni af áður, (Bacli, Gluck, Bethoven o. s. frv.). Árið 1851 varð Gade organisti í Garnisonskirkjunni, 1858 i Hólms- kirkju (Holmens Kirke) og 1865 var hann kjörinn einn af þrem fyrstu □scar Clausgn: Frá liðnum dögum. Bárður sterki og' Bergur tröll. Fyrir og um miðja öldina, sem ieið, bjuggu tveir afarsterkir og hraustir menn i Eyrarsveit. Það voru þeir Bárður Þorsteinsson í Gröf og Bergur Bergsson í Kirkjufelli. Þeir rjeru báðir undir Jökli á vetrum, eins og venja var í þá daga,.og þóttu vel liðtækir í skiprúmi. Því var það, að þeim var ávalt opið skiprúm, þó að þeir kæmu óráðnir í verið, en einu sinni brást þó þetta. Þá gengu þeir félagar út á Sand og urðu sam- ferða, en þegar þangað kom, var livert skiprúm slcipað þar og urðu þeir því að leita fyrir sjer annars staðar og lentu þá vertiðina í Ótafs- vík. Þá var þessi vísa kveðin: Bárður sterki og Bergur tröll, burtu gengu af Sandi, skiprúm fengu ei vítt um völl, vár það leiður fjandi. Synir Bárðar í Gröf voru Þor- steinn og Oliver, mestu hreystimenn. Einu sinni komu þeir bræðurnir, um vor á hlöðnum hát af harðfiski, úr verinu undan Jökli og rjeru iiin Grundarfjörðinn. Þorsteinn bjó í Gröf, sem er fyrir botni fjarðarins, en Oliver átti þá hcima í Kirkjufelli, vestan vert við fjörðinn, en þeir áttu sinn helminginn hvor af því, sem var í bátnum. Þegar þeir voru komn- ir inn á miðjan fjörðinn spurði Þor- steinn: „Hvar skal fyrst landa, bróð- ir?“ — „Látum skektuna ráða“, svar- aði Oliver. — Svo liertu þeir róður- inn og bar þá að landi í Kirkju- felli, svo að Þorsteinn var það meiri ræðari en Oliver, en báðir voru þeir bræður orðfáir stillingarmenn. Börn þeirra Bárðar „sterka“ og Bergs „trölls“ giftust saman, Þor- steinn Bárðarson í Gröf átti Guð- hjörgu dóttur Bergs i Kirkjufelli og er nú margt fótk af þeim komið vestra og þykir margt af því vel að manni. — Björn biátönn. Á liöfuðbólinu Skarði á Skarðs- strönd var altaf fjöldi vinnumanna; s’tjórnendum hins nýstofnaða tónlista- skóla ( Det kgl. Musikkonservatori- um), en hinir voru Hartmann gamli og Paulli, og var þá sæmdur prófes- sorsnafnbót. En árið 1879 var hann kjörinn heiðursdoktor af Hafnarhá- skóla. ennfremur hlaut liann margs- konar viðurkenningu og virðingar- merki erlendis, og þáði liann oft boð til tónlistahátíðahalda í öðrum lönd- um, þar sem hann stjórnaði þá flutn- ingi sinna eigin tónsmiða. Gade var ákaflega tjeit um að yrkja, reyndi sig á flestum „bragarhál’tum" tónlistar, orti fádæma mikið. Eins og áður var sagt, gæi’ii i tón- smíðum lians, einkum framan af, áhrifa Mendelsohns. En annars ligg- ur ekkert nær, en að líkja tónsmið- um Gades við danska náttúru á sól- björtum sumardegi: langar, öldóttar, mjúkar og harmóniskar línur, lirynj- andinn oft tilbreytingalítill, e:i still- inn yfirleitt yfirlætislaus og frábær- lega vrel fágaður, litirnir bjartir og aldrei skerandi." Hann fór aldrei úl í öfgar og sló aldrei uin sig með yfir- borðs-flúri.. Og það var einmitt liin yfirlætislausa fegurð og göfgi, sem glampaði af liinum stærri verkum hans jafnt sem hinum ljúfu smálög- um, sem aðdáunina vakti mesta og afl aði lionum mestrar virðingar og vin- sælda meðal listbræðra sinna og annara, seni kost áttu á því að eiga eða kynnast verkum lians. Gade ljest í Kaupmannaliöfn, 21. desember 1890. bæði var jörðin erfið, þar sem fylgja henni fjöldi eyja, sem í er fugla- tekja og selveiði, og svo áttu Skarðs- menn altaf eitt og tvö skip, sem þeir ljetu vinnumenn sína róa hausl og vor í Bjarneyjum og á vetrarver- líðum undir Jökli. Einn vinnumanna lvristjáns kammerráðs á Skarði var Björn, sem kallaður var „blálönn” og var liann á Skarði mestan hluta æfi sinnar. — Björn var formaður á skii>i kammerráðsins, í kaupstaðar- l'erðum og á vertíðum undir Jökli, og var oft aflasælt. — Hann var drykkjusvoli og mesti auli, en viður- nefni sitt fjekk hann af því, að ein tönn i munni hans var svört eða nijög dökkleit. Skij) það, sem Björn stýrði frá Skarði hjet „Tuddi“ og um liann var þessi vísa kveðin: Björn hjer snuddar burðasnar, beint með ruddalýðum, ýtir Tudda út á mar, oft i suddahríðum. Þegar Björn blátönn fór að cldast og gefa sig, varð hann þarfakarl á Skarði og var látinn bræða þar sel- lýsið, en af því var mikið á Skarði i þá daga. — Þá var þessi visa kveðin: Mjer hefir borist saga sönn, sist þó neinn um varði, Björn, sem hefir bláa tönn, bræðir spik á Skarði. Björn blátönn varð ellidauður á Skarði. Kósinkrans varð úti. Það bar ofl við á árum áður, að sukksamt var í veiðistöðvum undir Jökli, og' mikið drabb. Þar var tals- vert drukkið og leynisali í hverri verstöð, þó ekki væri bruggað. — Veturinn 1867 var Rósinkrans nokk- ur Þórðarson í Rifi, drykkjumaður núkill og slarkari. —- Á Þorranum um veturinn kom það fyrir, að Rós- inkrans þessi var mjög ölvaður og lenti i þrasi við fjelaga sína í ver- búðinni. Rósinkrans var ofstopa- menni, þrár og stíflyndur, og hljÖp þá áður en nokkurn varði, sama sem stripaður upp úr rúminu, út í stórhríð með brennivinskút sinn i fanginu. Það voru ekki tiltök á, að veita honum eftirför vegna þess, hvað hríðin og iiarkan var mikil, en þegar upp ljetti var gerður mann- söfnuður og fór þá fjöldi manns að leita hans. — Eftir mikla leit fanst hann loks helfrosinn á Breiðunni, sem er sljetta fyrir ofan líif og lá hann þar undir Virkisklettum. Hann var illa útleikinn, berhöfðaður, ber- fættur á öðrum l'æti og berhentur á einni ljereftsskyrtu og þunnri prjónapeysu, allur ber um mittið, og svo fanst brennivínskútur hans þar skamt frá. —- Um þennan atburð segir svo i rímu, sem kveðin var um þetta leyti: Ölvaður hann og orðastrið átti um sama ieyti. Út þá rann er rak á hríð, Rósinkrans að heiti. — Lýður valinn leita vann, lengi foks á dýnum, fundu hann kalinn klæðfáann, kúti nærri sínum. — Út af þessu sviplega fráfalli Rós- inkrans, myndaðist orðasveimur um það, að lionum hafi máske að ein- lxverju leyti verið hjálpað inn í ei- lífðina og varð umtal þetta svo há- vært, að læknir var sóttur inn í Stykkishólm til þess að gera líkskoð- un, en þá kom í ljós, að hjer var alt með feldu. Maðurinn var drukk- inn og nakinn, og liafði króknað og sást enginn áverki á líkinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.