Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1940, Page 6

Fálkinn - 27.09.1940, Page 6
F A L K I N N findré Rmnanes: VOLTAIRE EGAR gestirnir voru að ganga inn í stofuna til þess að drekka kaffið, gekk þjónninn til húsbónda síns, Jean Delvigne, herragarðseiganda og sagði í hálfum hljóðum: — Ferðatöskur monsieur Sil- vestres eru komnar. Hvert á að fara með þær? -— Það vitið þjer vel sjálfur. Inn i litla turnherbergið, auð- vitað — Herrann gleymir að flestar rúðurnar hrotnuðu í óveðrinu í gær. — Já, lrvaða skramhi, það er satt! Já, þá er ekkert annað laust en....... — Nei, því miður ekkert nema hláa lierbergið. Jean Delvigne strauk lmgsandi um ennið og þjónninn var síst ákveðnari á svipinn. Norbert Silvestre lagði liend- ina á öxl gestgjafa síns og sagði: — Heyrðu gamli vinur, það er þá eins og mjer datt í liug, að jeg kem sjálfboðinn í lms þitt, sem er fult af gestum, öllum til stórra óþæginda. Þegar Jean að sjálfsög'ðu hjóst til að andmæla, hjelt hann á- fram: — Hvað er annars að þessu sem þið kallið „bláa lierbergið?“ Því get jeg ekki verið þar? Þótt það sje dimt þá gerir það ekkert til, jeg sef alveg eins vel fyrir því. Og ef ekkert rúm er þar þá get jeg sofið á leguhekk, í hægindastól eða uppi á billiard- borðinu. Rithöfundar eru ekki smámunalegir, og jeg er einn þeirra sem sofa ágætlega á kartöflupoka. — Jean Delvigne tók vin sinn dálítið lil hliðar um leið og hann svaraði: — Bláa lierbergið er bvað legu og útbúnað snertir eitt besta lierbergið í húsinu, og jeg mundi liildaust láta þig fá það ef það væri ekki dálítið undar- legt. Jeg er nú beint ekki hrifinn af að fara út í þá sálma .... jeg er hrædur um að þú dragir dár að mjer. En .... — En hvað? Jæja, svo að jeg segi það hreint og beint, þá er reimt þar uppi! — Já, en besti vinur! Ertu að afsaka það við mig! Þú veist þó að jeg liefi fengist töluvert við allskonar andarannsóknir og fyr- irbrigði af slíku tagi, að þetta er mjer einmitt kærkomið tækifæri til að gera sjálfstæðar athuganir. Jeg hefi lesið sand af dulspeki- legum hókum, og mjer þætti gaman að prófa hvort formúl- urnar, sem standa í þeim eru í raun og veru nokkurs virði. Jean Ijet að siðustu undan, og rithöfundurinn fjekk að vera i bláa herberginu. Klukkan ellefu um kvöldið, efl- ir að Jean liafði með nokkrum kvíða boðið gesti sínum góða nótt, tók Norbert til að gera alt til reiðu til þess að taka á móti þeim draug, sem kynni að vilja slytta honum stundir um nótt- ina. Jean hafði verið svo umhyggju samur að sjá honum fyrir einni flösku af gömlu rommi, vatni sykri, pípu og tóbaki. Sitjandi i liægindastól beið Norbert svo ró- legur þess sem verða vildi. Eigi að síður var liann þó steinsofnað- ur áður en hálf stund var liðin. Hann hrökk upp alt í einu og sagði: — Nfei, liver fjandinn! Nú befi jeg gleymt sögunni lianda L’Echho de Globe! Ef jeg sendi hana ekki á morgun, þá þarf jeg vist ekki að búast við að þeir taki neitt frá mjer í nánustu framtíð. Nú jæja, þar sem liinir hæstvirtu draugar ætla að láta það dragast að sýna sig, þá get jeg' notað tímann til þess að bugsa um söguna. Árangurslaust braut bann lieil- ann. Hann gat ekki lialdið hug- anum við efnið, hann var alt í einu orðinn svo undarlega óróleg- ur og það gerði liann ergilegan. Skerandi ugluvæl rauf þögnina og Norbert hrökk saman. Hann var satt að segja orðinn lafhrædd ur. Betur að hann hefði aldrei lagt út í þetta. Turnklukkan sló tólf þung högg. Það fór lirollur um hann. Honum fanst úrið vera að leika eitthvert draugalegt forspil að þessum skrípaleik. Alt í einu kom Norbert auga á mann standandi á miðju gólfi. Hvernig var hann kominn .... og hvenær? Það er lítill grannur maður, mjög vel búinn að átjándu ald- ar tísku. Úr hrukkóttu andliti hans lýstu tvö skörp og gáfulcg augu eins og glóandi kol og kuldalegt bros ljek um hinar þunnu varir. Ritliöfundurinn var þegar ljóst að það var andi Vol- tairs, sem stóð fyrir framan liann. Allur ótti lians og óróleiki var gersamlega horfinn. Leifturhratt skaut þeirri liugs- un upp hjá honum að viðhafa einhver af þeim töfraorðum, sem dulspekingarnir segja frá, og sem gera manni undirgefna þá anda sem leita aftur til jarðarinnar. — Akakia, Zertoum, Akakia, kæri meistari! sagði Norbert og horfði með eftirvæntingu á gest sinn. Brosið var horfið af andliti Voltairs, og andlitssvipur hans var nú nánast ógnandi, en Nor- bert hjelt áfram: — Sherlock, Akakia, Zertoum, meistari! Þetta seinna ávarp hafði und- ursamleg áhrif: Voltaire brosti þvingað svo skein í þrjár gular tennur, og það leit svo út, sem liann gæfist upp. - Kæri meistari! flýtti Nor- bert sjer að segja, -— verið svo væim að fá yður sæti.í hæginda- stólnum þarna við skrifborðið og því næst vildi jeg' biðja yður um að skrifa eina af þessum litlu, leikandi sögum, sem þjer kunnuð svo góð tök á. Það er leikur ejnn fyrir yður, meistari, og jeg mun vera yður mjög þakldátur. Hinn mikli ritliöfundur hand- aði frá sjer með hendinni og tók skref aftur á bak eins og hann ætlaði að fara. Akakia! tautaði Norberl eins og út á þekju. Voltaire horfði reiðulega á liann, andvarpaði djúpt og fjekk sjer síðan sæti í stólnum. Hann atliugaði gaumgæfilega sjálfblek- unginn, sem lá fyrir framan hann, og tók siðan til, með lireint undraverðum flýti að fylla út blöðin sem lágu á borðinu. Norbert lét fara vel um sig i hægindastólnum og liorfði á skrifara sinn með velþóknun. Hann vaknaði við það, að sól- in skein heint framan í hann, og hann þaut upp úr stólnum og horfði forviða í kringum sig. Hafði þetta alt saman verið draumur? Nei .... það var ó- mögulegt, alt stóð enn á sama bátt eins og um nóttina. Stólnum liafði verið ýtt frá skrifborðinu eins og einhver væri nýstaðinn upp úr honum, og pappírsarkirnar, sem Voltaire hafði skrifað á, lágu hirðuleysis- lega liver ofan á annari eins og hann hafði lagt þær frá sjer jafnóðum og hann liafði skrif- að þær. Einungis liið mikla skáld var horfið. Norhert rak upp gleðióp, þar bafði hann aldeilis náð sjer niðri. Að geta sent sögu eftir Voltaire, sem var svo nýskrifuð að blckið var varla þornað enn- þá! Hann greip arkirnar og ætl- oði að fara að lesa .... þær voru óskrifaðar, hvitar. Von- brigðin i andliti hans leyndu sjer ekki. Hann hló dálítið skömmustu- lega og beit á vör. Nú sat hann hjer og haf'ði ekki þessa sögu, sem hann átti að skila af sjer sama dag, og það sem verra var, hann hafði ekki komið sjer nið- ur á neitt efni ennþá. Alt í einu skelti hann á lærið. Bjálfi get jeg verið^ tautaði hann. — Jeg hefi verið með Voltaire í nótt. Ef ekki er liægt að nota það, þá veit jeg ekki hvað er efni! Hann kveikti í pípunni, settist BRÚÐUR. Hjer sjest ein stúlkan úr hjálpar- sveitum kvenna í Englandi. Hún er með hrúðu, en slíkar hrúSur eru seldar til þess að auka þægindi i herbúðum breskra flugmanna með ágóðanum. CAPITOLIUM f HAVANNA. Hjer sjest Ioftvarnabyssu ekið fram hjá þinghúsinu í Havanna, höfuðstaðnum á Cuba. Hús þetta er nákvæmlega eftirmynd af hinu fræga Capitol i "Washington. „Margt er skrítið í kýrhausnum,“ segir gamalt íslenskt máltæki. Það á við einkennilegt fyrirbrigði, sem blaðið „John OLondons Weekly“ seg- ir frá. Með því að taka nafn Napole- on og taka einn staf framan af því í hvert sinn, fær maður út setning- una: „Napoleon apoleon poleon ole- on leon eon.“ þessi setning er grísk og þýðir: „Napoleon, maðurinn sem eyðilagði allar borgir, var ljón þjóð- ar sinnar.“ næstum með fjálgleik i stól Vol- taires og byrjaði: Þegar gestirnir voru að ganga inn í setustofuna til þess að drekka kaffið, gekk þjónninn til húsbónda síns ........

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.