Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Síða 3

Fálkinn - 11.10.1940, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka doga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura miltim. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. Mikið er það flóð bókmenta, illra og góðra, sem nú steypist árlega yfir land vort, ljóð, sögur, fræðirit og. fíflskaparmál. Mikið af þessu er er- lent rusl, sem mesti óþrifnaðm' er að, og engum kemur að gagni. En auðvitað slæðist margt góðra bóka með, svo er fyrir þakkandi. En margt liefir furðulítil áhrif og skil- ur lítið eftir hjá lesendunum. Það er þá oft efni, sem liggur of fjarri eðli og högum íslendingsins, sem snertir ekki hugsanalif hans og vit- und, svo að spor markist. En þrátt fyrir þetta eigum vjer bókmentaarf, sem samgróinn er þjóðarást vorri og' sýnir hugsunarliátt hennar í skýru ljósi. En vér notum ekki þessa and- legu fjársjóði svo sem vert væri. Hvað ætli það sje t. d. mikill liluti yngri kynslóðarinnar, sem les rit Snorra Sturlusonar sjer til ánægju, sem lirifist hefir af stilsnild hans og sannleiksást? Og hversu margt af sömu kynslóð sjer í raun og veru fleira i sálmum Hallgríms Pjeturs- sonar en leiðinlegt trúarbragðastagl lútersks sveitaklerks aftur undir miðöldum? Vel væri, ef sá hópur væri stór, en að þvi er bezt verður sjeð er ekki ástæða til að vera bjart- sýnn á þetta. Vjer þurfum að leggja stund á að festa þjóðbókmentir vor- ar í hugum uppvaxandi kynslóðar, kenna þær og halda þeim á lofti heima fyrir. Með þesum orðum er alls ekki átt við, að við eigum að taka upp einangrunarstefnu og þjóð- ernisrembing. Siður en svo, það veldur einmitt mestu bölinu nú á tímum, spillir sambúð þjóðanna og eflir mannvonskuna og ofbeldið. Nei, en hitt er það, að vjer, íslendingar, eigum að viðhalda þjóðarbókment- um vorum með sjálfum oss og halda áfram að vera þeim samgrónir. Ger- um við það ekki missir þjóðlíf vort þá festu, sem því er nauðsynleg til þess að þjóðin haldi áfram að vera andlega frjáls og sjálfstæð og haldi einkennum sínum, þeim sem góð eru. Og þótt siðgæðishugmyndir sjeu nokkuð aðrar nú en á dögum Edd- unnar, þá getum vjer þar alltaf mik- ið lært af þeim hugsunarhætti, sem þar birtist og sem lýsir sjer t. d. i liessum orðurn: Eldur es beztur með ýta sonum ok sólarsýn, heilyndi sitt ef hafa náir ok án löst at lifa. Því má þjóð vor aldrei gleyma. Síst þegar um bókmenningu er að ræða. Vjelskólinn í Reykjavík 25 ára. Á þessu hausti eru liðin 25 ár frá því að Vélskólinn í Reykja- vík var stofnaður. Með lögum frá Alþingi sumar- ið 1915 var stofnun skólans á- kveðin og hann siðan settur i fyrsta sinn 1. október 1915. Á þeim tíma var vjelatæknin hjer á landi ekki á háu stigi og þvi æði örðugt um val á hæfum manni td þess að hafa á hendi vjelfræðikensluna og veita slík- um skóla forstöðu. Fjórum árum áður, árið 1911, hafði verið stofnuð deild við Stýrimannaskólann og var lienni ætlað að veita mönnum nauðsyn- legustu fræðslu til vjelgæslu á fiskiskipum. Var fenginn dansk- ur vjelfræðingur, M. E. Jessen til þess að kenna við deild þessa. M. E. Jessen var nú falin for- staða hins nýstofnaða Vjelskóla og má með sanni segja að þar hafi verið giftusamlega af stað farið. Jessen hefir með óþreytandi elju leitast við að brjóta á bak aftur hina margvíslegu örðug- leika, sem ávalt hljóta að verða hlutskifti brautryðjandans. Munu fiestir nemendur hans vera sam- mála um framúrskarandi kenn- arahæfileika hans og árvekni í öllu því er rekstri skólans við kemur. Með stofnun skólans var til- ætlunin að geta veitt mönnum nauðsynlega fræðslu til þess að M. E. Jessen. geta haft á hendi vjelgæslu á binum stöðugt vaxandi gufu- skipaflota. Síðan skólinn var stofnaður hafa margvíslegar breytingar orð ið á atvinutækjunum og þá ekki hvað síst á sviði vjeltækninnar. Forráðamönnum skólans var þvi ljóst að nauðsynlegt var að breyta nokkuð kenslufyrirkomu- lagi hans og auka um leið verk- sviðið. Kensla í einföldustu und- irstöðuatriðum rafmagnsfræð- innar var nú ekki lengur talin nægileg og þess vegna ákveðið með lögum árið 1937 að stofna sjerstaka rafmagnsdeild við skól- ann. Er deild þessari ætlað að veita vjelstjórum framhaldsnám í rafmagnsfræði og að veita raf- virkjum nauðsynlega bóklega fræðslu. Skólinn starfar nú í þrem deildum: Vjelgæsludeild, Vjel- stjóradeild og rafmagnsdeild. Flest allir vjelstjórar, sem sigla nú á íslenskum skipum hafa hlot- ið mentun sína i Vjelskólanum i Reykjavík, en auk þess hefir fjöldi annara manna notið þar kenslu, bæði til þess að fást við vjelgæslu í landi og til undistöðu undir framhaldsnám erlendis. Þegar litið er á húsakost og að- búð þá, sem skólinn hefir mátt una við í þau 25 ár, sem liðin eru frá stofnun hans, verður ekki annað sagt, en að árangurinn sje langt fram yfir það sem hægt er með nokkurri sanngirni að ætl- ast til. Allir velunnarar Vjelskólans vona að þessi tímamót marki nýjan áfanga, og að Alþingi Is- lands sjái sjer fært nú þegar í nánustu framtíð að bæta úr hin- um raunalegu heimkynnum, sem hann á og hefir átt við að búa. Þ. R. Einkennismerki Kristján Helgason, verslunarm., Akureyri verður 70 ára li. þ. m. í síðasta tölublaði Fálkans birt- ist mynd af einkennismerkjum yfirforingja úr breska landhern- um. Fálkanum hefir tekist að’ná i mynd af einkennismerkjum undirforingjanna úr landhernum breska og má sjá þau á mynd- inni hjer að ofan. 1. Aðalfyrirliði herdeildar (Regimental Sergeant-Major). 2. Vistafyrirliði herdeildar (Regi- mental Quarlermaster-Sergeant). 3. Aðalfyrirliði hjá herforingja- ráði (Staff Sergeant-Major). 4. Vistafyrirliði hersveitar (Com- pany Quartermaster-Sergeant) eða fyrirliði hjá herforingjaráði (Staff Sergeant). 5. Aðalfyrirliði hersveitar (Company Sergaent- Major). 6. Fyrirliði (Sergeant), liðþjálfi (Corporal) og undirlið- þjálfi. (Lance-Corporal). 7.Lúðra- sveitarstjóri. 8. Yfirskytta, 1. flokks. 9. Yfirskytta, 2. flokks. 10. Yfirskytta, 3. flokks. 11. Skot- fimikennari. 12. Leikfimikennari. 13. Aðstoðarkennari merkjamáls. 14. Stórskotakennari! 15. Reið- kennari.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.